Morgunblaðið - 24.08.1952, Qupperneq 8
1
I 8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 24. ágúst 1952
Opið bréf fi! Frjáls-
íþróliasambands
íslands
VEGNA leiðinlegra dylgna og
slúðursagna, sem ganga hér
xneðal manna í bænum, vill stjórn
Frjálsíþróttadeildar KR óska þess
eindregið, að FRÍ birti á opinber-
um vettvangi, dómsíorsendur í
máli hinna tveggja KR-inga.
Inga Þorsteinssonar og Þorsteins
Löve, sem dæmdir voru af FRI
og áminntir fyrir framkomu sina
í Helsingfors.
Reykjavík, 23. 8 1952.
F.h. Frjálsíþróttadeildar KR
Gunnar SigurSsson, forxn.
— Reykjavíkurbréf
Frh. af bls. 7.
við Hitler í ágútsmánuði 1939,
vissu margir kommúnistaforingj-
ar í Vestur-Evrópu ekki sitt rjúk
andi ráð, hvernig þeir ættu að
snúast við sliku framferði hjá
foringja sínum og húsbónda Var
það almennt umræðuefni hér í
Reykjavík og getgátur manna á
milli ó báða bóga, hvernig leið-
I
—Laugarés
Framh. af bls. 3
fótaþvottur, sem hlýtur misjafn-
ar undirtektir. Kl. 8 erú allir til-
búnir í háttinn. Fram til 10 sit-
ur forstöðukonan Ingibjörn eða
Þórður kennari hjá börnunum og
segja þeim sögu eða aðrar frá-
sagnir. Syfjaður kollur dettur út
af annað slagið og um kl. 10
sofna stærstu börnin. Dagurinn
er að kvöldi kominn að Laugar-
ási. Börnin svífa inn í drauma-
lönd sín ánægð og þreytt eftir
dagsins erfiði. Ef til vill dreymir
sum þeirra um kálfinn. Sæng-
in fær óþægilega meðferð hjá
sumum, en umhyggjusöm vöku-
kongu hlúir að þeim jafnóðum.
Það er auðskilið hvers vegna
börnin vilja vera lengur í sveit-
inni en dvalartíminn er.
HÁRBÖNDIN OG
FORINGJARNIR
Það er ótrúlega margt sem
þarf til að reka eitt barnaheim-
ili. Það þarf meira að gera en
að hugsa um að hafa gott starfs-
lið og nóg að borða. Enginn
telpnanna má hafa hárband sem
er svo fínt að það vekji
öfund annara. Þess vegna lætur
Bauði krossinn hárbönd í té. —
Enginn fær til eigin neyzlu sæl-
gætispakka frá foreldrum sínum.
Öllum slíkum pökkum er safn-
að saman hjá forstöðukonunni
og skipt milli barnanna, sinni
ögninni í hvert sinn.
Eins og gefur að skilja má
tala um misjafna „sauði“ í 112
barna hjörð. Sumir strákanna
voru í byrjun all róstusamir, en
á því var ráðin bót með því að
gera þá að foringjum og vekja
hjá þeim ábyrgðartilfinningu.
Nú keppast þeir um að stjórna
sínum flokki sem bezt.
INNIVERA
Öðruvísi er viðhorfs þegar
verri veður eru. Þá eru borð og
gólf vinnupláss barnanna. Leir-
inn er hnoðaður, teiknað og
klippt. En aðaldagur vikunnar
er föstudagur. Það er baðdagur-
inn. 112 litlir barnskroppar í
baði. Ánægja 'barnanna nær há-
marki á þessum degi. Enginn
þrjóskast við baðinu — allir bíða
með eftirvæntingu. Eftirvænt-
íngin er líka mikil eftir berja-
ferðinni, sem fyrir dyrum stend-
ur, svo og kvikmyndirnar, sem
í ráði er að sýna. — Þegar þetta
er gengið um garð verður það
greypt í barnshugann engu síð-
ur en barnaguðsþjónustan í
Skálholti s. 1. sunnudag, þar sem
um 140 manns sungu ,,Ó, Jesú
bróðir bezti“ og „Ástafaðir him-
in hæða“.
Við urðum að kveðja barna-.
heimili Reykjavíkurdeildar
Rauða krossins að þessu sinni.
Hversdagslegt og ánægjulegt líf
barnanna heldur áfram. I ról-
unni í fyrramálið verður ef til
vill tilvonandi forsætisráðherra
eða annar háttsettur embættis-
roaður. Ekki vitum við nú
hversu mörg af þessum börnum
eiga að geta sér og landí sínu
frægðar. Eitt er víst að þarna á
Laugarási er einn af fjársjóðum
okkar lands — börn sém eiga að
erfa landið.
,____ A. St.
Einar Olgeirsson (eftir Þjóðvilj-
anum).
togar íslenzkra kommúnista, Ein-
ar Olgeirsson og félagar hans,
myndu snúast við þessU nýja við-
horfi í heimskommúnismanum.
Einn dag er afstaða Einars Ol-
geirssonar var rædd við kaffi-
borð á Borginni og fylgispekt ís-
lendingsins við rússneska þjóð-
höfðingjann bar á góma, komst
reykvískur menntamaður að orði
á þessa leið: „Það kemur aldrei
til mála, að Einar svíki Stalin.
Hugsanlegt er, aftur á móti, að
Stalin svíki Einar.“
* Atvik þetta flaug mér í hug er
mér barst í hendur aukablaf
Þjóðviljans frá 14. ágúst, þar sem
birtir eru 40 dálkar af greinum
um Einar Olgeirsson fimmtugan.
I Ég kynntist Einari er hann var
innan við fermingu. Hefur hann
verið mér að vissu leyti geðfelld-
ur vegna þess, að hann ber það
með sér, að hann er einlægur í
tali sínu og framferði. Meinar
í alvöru það sem hann segir.
1 Enn í dag virðist hann halda,
að það kæmi íslenzkri alþýðu vel
ef ,,hugsjónir“ hans rættust.
| Það er að sjálfsögðu sögulegt
rannsóknarefni hvers konar hug-
sjónir hann og jafnaldrar hans
ólu í brjósti um það.leyti, sem
Kommúnistaflokkur íslands var
stofnaður, og hvers konar
hamingju þeir álitu, að þeir
færðu þjóð sinni ef ísland yrði
eitt af mörgum leppríkjum Sovét
stjórnarinnar.
En biindir mega þeir menn
vera, er nú halda því fram,
að hinar þrælbnndnu og sár-
þjáðu þjóðir austan Járn-
tjalds hafi fengið það hlút-
skipti, er íslendingar geta tal-
ið æskilegt fyrir þjóð sína.
Væri til of mikils mælst að
þessi „þjóðhetja" íslenzkra komm
únista gerði í stuttu máli upp
reikningana við Stalin og skýrði
frá því, hvernig hann hugsar sér
að „tryggja sjálfstæði þjóðar-
innar“ undir merki kommúpism-
ans. Eða hvort það kann að
hvarfla að E. Olg. eftir 30 ára
baráttu fyrir „hugsjón" komm-
únismans að þær þjóðir, sem á
undanförnum árum hafa séð
kommúnismann rætast í verki,
heima hjá sér hafi orðið að sjá
á bak því þjóðfrelsi sem þeim
upprunaniega var heitið og menn
á borð við Einar Olgeirsson á
tímabiii treystu, að kommúnism-
inn færði þeim.
Kristín
Ólína
Systurnar frú iiristán og
Ólína Pétursdóttir 65 ára
Þeir, sem dauðir
töidusf, voru raunar
lifandi
STOKKHÓLMI — Þjóðverjinn
Ritter hefir verið flóttamaður í
Svíþjóð síðan 1944. Óvænt gleði
var honum það, er hann sótti þing
flótamanna í Hamborg á dögun-
um, að hitta þar dóttur sína, þrjá-
bræður og eina systir, en þeirra
hefir hann saknað síðan í styrj-
öldinni.
Honum hafði verið tilkynnt,
að ættingjarnir hefðu farizt í
loftárás. Mágkona hans ein varð
fyrst til að koma auga á hann.
féll í öngvit.
Fjölskyldan hafði í stríðinu
fengið fregnir af láti Ritters. —
Hann er nú sænskur þegn.
Uppþot í Brasilíu.
Porto Alegre. — í uppþotum
í Rio Grande do Sul, féllu fjórir
menn. Verkamenn hafa látið ó-
friðlega vegna hækkandi verð-
lags í landinu.
65 ÁRA eru í dag tvíburasysturn- j
ar Ólína, Laugavegi 49 hér í bæj
og Kristín frá Hrauni í Helga-j
fellSsveit^Pétursdætur frá Svefn-
eyjum á Breiðafirði.
Þegar ég lít til baka um fimm
ár og sé þær sextugar, er mér það
ljóst, að síðan þá hefur tímans
tönn ekkert unnið á lífsfjöri þess-
ara systra. Þær standa jafnstyrk-
ar í dag, hressar og léttar í lund,
með æskuþrótt- í hverju spori.
Af sterkum stofnum eru þær
vaxnar í báðar ættir. Pétur Haf-
liðason, faðir þeirra, var sonar-
sonur Eyjólfs Herm. Einarssonar
í Svefneyjum, en móðir þeirra,
Sveinsína, var dóttir Sveins Ein-
arssonar í Vesturbúðum í Flatey.
Vita því þeir, sem til þekkja, að
bætiefnaríkt veganesti hafa þær
hlotið frá ættstofnunum, einnig
það, að í merg og blóð rann þeim
kjarkur og þol á unglingsárunum,
en þær þreyttu fangbrögð við
bárur Breiðafjarðar, jafnt körl-
um, og reyndust í hvívetna jafn-
okar þeirra.
Jafn líkar og þær systur eru í
sjón, eru þær að andlegu atgerfi.
Með skörungsskap hafa þær rækt
lífsstörf sín.
Kristín giftist Guðmundi Sig-
urðssyni, bónda að Hrauni. Hann
andaðist fyrir fáum árum. Börn
þeirra voru 11, flest á fót komin,'
dúgmikil og efnileg, er faðirinn1
dó. Barnabörn Kristínar eru nú
30.
Ólína giftist Ólafi Jónassyni,
sjómanni, ættuðum af Skógar-
strönd. Áður en þrettánda barn
þeirra fæddist, andaðist Ólafur.
Voru þá öll börnin í æsku. Barna
börn Ólínar eru nú 25 að tölu.
Örlögin höguðu því þannig, að
þróttur og kjarkur Ólínar kom
skýrar í ljós, því ein og óstudd
ól hún önn fyrir þessum stóra
og mannvænlega barnahópi sín-
um.
Harðviðri lífsins og harmsögur
hafa ekki farið neðan garðs hjá
þeim systrum, en ásamt sálar-
þreki hafa þær fengið í vöggu-
gjöf þann dásamlega eiginleika
að geta ávalt slegið á strengi
gleðinnar, hvernig sem viðraði í
lífi þeirra. í nálægð þeirra er
öllum hollt og hressandi að vera.
Ég held að mér sé óhætt að
fullyrða, að bakhjall þessarar lífs
gleði sé trú þeirra á æðri vernd
og sigur lífsins að lokum.
Vinir og kunningjar senda
systrunum hughlýjar afmælis-
kveðjur í dag.
G.
Einar Asmundlsson
hssstaráttarlögmaðuí
Tjamargata 10. Sími 5409’,
Allskonar lögfræðislörf.
Sala fasteigna og skipa.
Viðtalstlmi út a! fasteignaaöltf
aðallega kl. 10 - 12 f.h.
ÍOFTLEIÐIRJ
,HC ICCICHOIC
. tllllHt*. .
LOFTLEIÐIS MEO LOFTLEIÐUM
Vikulegar ferðir: REYKJAVÍK—NEW YORK
KAUPMANNAHÖFN
STAVANGER — og áfram með sömu flugvél tU
HAMBORG
GENF
ROM — og Austurlanda
FYRIRGREIÐSLA GÖÐ — FARGJÖLD LÁG
LOFTLEIÐIR H.F.
LÆKJARGATA 2
SIMI 81440
Markús:
Efíir Ed Dodd.
M W VM SO GLAD, CHERCyl
E f DARUNG, THAT WE'VE i
A PATCMED UPOUÍ3 LITTLG
M DIPFEl.QSNCES. NOW I HAVi?
V/ONDCRPUL PLANS
F CP VOD/
iijf w?
'X.
1) Sirrí fór með pabba til sér-
fræðings í borginni. Og þau ætla
að þúa hjá Víborgu frænku.
2) —- Það er undarlegt. Ekki
hélt ég, að Vígborg hefði verið
svo vingjarnleg við hana Sirrí.
3) — Sirrí vill að þú komir
eins fljótt og þú getur að hitta'við höfum tekið upp aftur góða
hana.
4) Á meðan.
— Mér þykir það svo gott, að
vináttu, elskan mín. Nú skaltu
þó vissulega fá að skemmta þéc
meðan þú dvelzt í borginni.