Morgunblaðið - 24.08.1952, Side 10

Morgunblaðið - 24.08.1952, Side 10
MORGXJTSBLAÐIÐ Sunnudagur 24. ágúst 1952 ; r 10 KALLI KÖLA Skdldsaga efiir FALSTAFF FAKIR niiiimiiiiiiiiiitmiianHim uiiiniiiuiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiin Framhaldssagan 2 leilífðarstúdent, sem hafði átt við langtum betri kjör að búa en hann átti skilið. Hann var bál- vondur yfir áhrifum Kalla Kúlu í sókninni — hann var í skóla- nefndinni, safnaðarstjórninni og hreppsnefndinni — alls staðar þar, sem virðulegur kierkur átti í raun réttri að sitja, og ráða öllu, samkvæmt skoðun Jóhannsson. Og ofan á þetta bættist svo, að Kalli Kúla var mikill heimsmað- ur. Jóhannsspn fyrirleit þennan próflausa herragarðseiganda. Að sínu leyti bauð Kalla Kúlu mjög við þessu litla, magra og sjálfglaða „guðs orði“ úr sveit- inni. Hann skildi, að aðstoðar- presturinn gat orðið hættulegur fyrir áhrif hans í þorpinu, að þar við bættist að þessi Jóhanns- son var bindindisofstækismaður, myglaður og leiðinlegur, full- kominn drumbur, það er að segja fjandmaður til dauðans. Þetta stóð þó ekki í vegi fyrir að Kalli kæmi fram við hann af fyllstu kurteisi, ekki sízt til þess að hef ja sjálfan sig í þessari þegjandi bar- áttu. Þetta ergði Jóhannsson ennþá meira. Fyrir skömmu hafði þeim lent saman í skólanefndinni. — Kúla, herragarðseigandi, hafði stungið upp á að kaupa nokkrar alþýð- legar fræðibækur í bókasafnið. Séra Jóhannsson hafði mælt mjög ákveðið gegn þvi, og í stað þess komið með tillögu um að kaupa safn af gömlum postillum, sem prestsekkja nokkur vildi selja fyrir hátt verð. Við atkvæða- greiðsluna hafði Kalil Kúla orð- ið sigurvegari, en með svo litl- um meirihluta að hann varð bit- ur og beiskur út í þennan hættu- lega andstæðing rinn. — Þvílíkt góðviðri sem við, hreint mannlega séð, höfum hlot- ið þá óverðskulduðu gleði að mega njóta allan júnímánuð, séra Jóhannsson, sagði Kalli Kúla með blíðri kurteisisrödd. Jóhannsson sat dálitla stund og hugleiddi, hvort hægt væri að koma með athugasemd við bessi orð. Að síðustu varð hann þó að láta sér nægja að svara eins þurrt og ergilega og honum var unnt: Já! — Ég geng út frá að séra Andrés sé sammála vini okkar séra Jóhannsson um þetta ljóm- andi veður? Sá aðspurði kinkaði kolli þegj- andi, hristi svo höfuðið eins og einhver óþægileg hugsun læddist að honum. En augnaráð hans gaf til kynna, að hann vonaðist eftir að heyra eitthvað skemmtilegt, þegar Kalli Kúla sneri sér allt í einu að séra Jóhannsson og spurði kurteislega: — Ég geri ráð fyrir að séra Jó- hansson hafi þegar lokið við að semja predikunina fyrir hámess- una á sunnudaginn, enda þótt ekki sé mcira en fimmtudagur ídag? — Já, það er ég. Ég lýk alltaf starfinu á góðum tíma. Það vandi ég mig á þegar ég var í háskól- anum. Þetta olnbogaskot til gamals eilífðarstúdents olli Kalla Kúlu bæði gremju og ánægju, tvo þriðju af gleði og einum þriðja af gremju. Hann fékk sér sopa og sat hugsandi í hálfa mínútu. Svo hóf hann máls: — Ég get því miður ekki hrós- að mér af því að hafa fylgt sömu reglu hvað nám mitt við háskól- ann snertir, sagði hann dimm- raddaður og hristi höfuðið eins og hann væri ákaflega leiður af frammistöðu sinni. Jóhannsson hóf strax árás, eins og hann væri hræddur um að missa af þessu einstæða tæki- færi: — Sótti herragarðseigandinn háskólann í langan tíma? — Já, séra Jóhannsson! Ég var mjög lengi í háskólanum. Og ég tók aldrei eitt einasta próf, ekki einu sinni „kameralen", sem þó tíðkaðist í ininni tíð. Sjáið þér, hann lækkaði röddina eins og hann ætlaði að trúa fyrir ein- hverju — ég skal sega prestinum nokkuð: ég var hræðilega heimsk ur! Þessi leiðindi kvelja mig enn- þá, bætti hann við lágmæltur. Séra Andrés hrærði ákaft í toddyglasinu sínu, stóð upp og gekk út að glugganum til þess að horfa á útsýnið, og hélt vasaklút fyrir munninum á sér. Jóhannsson opnaði munninn til að svara, en þagnaði þegar Kalli Kúla hélt-áfram: - Ég er að minnsta kosti ánægður með að ég tók ekkert próf, því að lærdómurinn hefði kannske stigið mér til höfuðsins. Nú er til allrar hamingju erigin hætta á slíkum lesti. Ég kann ekki neitt. Ja, ég get lesið svona nokkurn veginn þrjú, fjögur tungumál, hef ofurlitla hugmynd um náttúruvísindi og annað smá- vegis. En er það til dæmis nokuð að tala um í samanburði við prest inn, sem er svo vel að sér í kirkjusögu? Hann hafði hitt á snöggan blett án þess að hafa hugmynd um það sjálfur, því að séra Jóhannsson hafði einmitt verið nærri fallinn á prófi í þessari námsgrein. —O, ég skil! sagði séra Jó- hansson vondur, en ég get sagt yður að það var óréttlátt. Kalli Kúla skildi undir eins hvar fiskur lá undir steini og greip fram í með mestu hægð: — Þetta sama segja allir, þeg- ar betta mál ber á góma. Þetta var of mikið s.f því góða! Þessi hálfmenntaði bóndadurgur var þá ofan á allt annað að gera lítið úr lærdómi séra Jóhannsson — honum var ekki nóg að hneyksla á annan hátt. Hann stóð upp kafrjóður í framan: — Kúla, herragarðseigandi, getur sparað sér það ómak að baktala mig. Ég tala eins lítið um herragarðseigandann og ég get hjá komizt — og þó væru það sannarlega ekki sólskinssögur, sem ég gæti sagt. — Séra Jóhannsson virðist því miður hafa aldeilis misskilið þann hlut, sem ég á í þessum samræðum fólksins. Þegar ég er spurður um séra Jóhannsson, læt ég mér ávallt nægja að segja sög- una um hið — leiðinlegapróf og bæti því við, að ég trúi alls ekki að einkuninn hafi verið svo léleg vegna mikils þekkingarleysis, eða svo ... Hann þagnaði snögglega, því að séra Jóhannsson gekk að borð- inu skjálfandi af reiði: Ég — fer — upp — á herbergið mitt — burt frá þessu toddýsvalli — þeim — félagsskap, sem séra Andrés býður mér upp á! Og án þess að kveðja, þaut hann út og til loftherbergisins, þar sem hann bjó, og skellti hurð inni á eftir sér, svo að hrikkti i öllu prestsetrinu. — Ég held bara að honum hafi mislíkað, sagði Kalli Kúla í undr- unarrómi. Hresturinn sneri sér frá glugg- anum, þar sem hann hafði staðlð og barizt við hlftturinn, andlit hans var afskræmt af hlátri,-ísem hann gat ekki lengur byrgt niðri í sér. — Ó þú — ó þú — ó þú....! var allt sem hann megnaði að segja. Kalli Kúla leit á hann, undr- andi og felmtsfullur: Ég skil ekki almennilega hvers vegna séra Andrés er að hlæja að mér? En svo breyttist hann allt í einu og fór sjálfur að hlæia, og drakk toddýið sitt milli hlátur- kastanna. — Nú, já, sagði hann, ég var að erta hann. En það er ofmikið af því góða, að slíkur græningi skuli vera að gangrýna mann. Og þú ert hræddur við hann — Andrés! Viðurkenndu það bara! tffSlBAfUIAUSBðlf jm 3 ^ vú: LD Fuglinn Griff _J eítir Grimmsbræður 5. Næsta dag fór Jón út í skóg. En það fór alveg eins fyrir honum og Olafi. Þriðja daginn fór Aula-Bárður út í skóg til að reyna að smíða bátinn. Hann vann af miklu kappi allan daginn og söng um leið hástöfum. Þegar leið að hádegi, kom gamli maðurinn til hans og spurði, hvað hann væri að smíða. „Ég er að smíða bát, sem á að vera hægt að sigla jafnt á landi sem sjó.“ „Við segjum að svo sé,“ sagði þá gamli mað- urinn. Um kvöldið var Bárður búinn að smíða bátinn. Og þá sté hánn upp í hann og réri í áttina til hallarinnar. Bát- urinn þaut áfram með eins miklum hraða og fuglinn fljúg- andi. Kóngurinn tók á móti Bárði, þegar hann kom til hallar- innar og hældi honum mjög fyrir hinn mikla dugnað og lagni, sem hann hefði til að bera. Kóngur hafði ekki enn hugsað sér að gefa Bárði dóttur sína fyrir konu. Hann krafð- ist þess nú af honum, að hann gætti hundrað héra í einn dag. Ef hann týndi, þó ekki væri nema einum héra, myndi hann ekki fá dóttur sína fyrir konu. Næsta morgun fór Bárður með hérahópinn út í skóg. Hann gætti þess mjög vandlega, að enginn héranna slyppi í burtu. Þegar Bárður var nýseztur, kom til hans ein vinnu- konan úr höilinni og bað hann um að láta sig hafa einn héra, því að það væru komnir gestir til hallarinnar og kóng- urinn ætlaði að hafa héra til matar. Bárði grunaði strax, að kóngur ætlaði að reyna að blekkja hann. Hann sagði því stúlkunni að skila því til kóngsins, að hann fengi engan héra fyrr en næsta dag. Hann gæti beðið með hérasteikina þangað til. Rafmagns- perur Hagstætt ver'4. Helgi Magnússon \ Co. Hafnarstr. 19. §í.ni 3184. Ameriskir nylonundirk jólar nýkomnir. 1hril JLpdjatyar Jolu^on * I barnakfóla köflótt, þvottekta efni. — Verö kr. 23.00. - B E Z T Vesturgötu 3. Sasamasfofa mín er tekin til s'.arfa aft- ur xaeð möguleiKum fyrir meiri framleiðslu en áður. Aðalbjörg Ka iber Þóisgötu 19. Sími 30512. Ræðismaður við sendiráð Banriaríkjanna óskar eftir íbúð með bús- gögnum frá 1. fyrir 1 eða 2 ár. Ibúðia þarf að hafa minnst 2 svefnher- bergi. IJppl. á moigun í síma 5960 og 5961. Keflvíkingsr Nýkomið ódýr, hollenzk ull- ar- og bómullar unábama- föt. Mikið úrval, Hringbraut 71, Keflavík. Þvottabalar Vatnsfötur Emalje-fötur Þvottaskálar 4M0enf Bl YRJiVÍB Verzlunin ANGORA ! m m m býður í fjölbreyttu úrvali efíirtaldar vörur: tM • Kakiefni — Rayon Gaberdine — Köflótt ullarefni — Z Fóður — Sirs — Piqé-blússuefni — Toile í fermingarkjóla ■ —• Plastic blúndudúkar — Blúndur — Leggingar — * ■i Skábönd — Bendlar — Sokkabandateygja — Nærfata- 1 teygja — Strengteygja — Rúllebuk —- Herkúlesbönd — - Röndóttar barnahosur — Barnanærföt — Myndapeysur ; -— Sundskýlur — Sundhettur — Melkó nylonsokkar — Jersey-kvenpeysur — Myndaveski — Sanseraðar silki- slæður — Undirkjólar — Náttkjólar — Karlmannasokkar — Hálsbindi — Manchettskyrtur. n Aðalstræti 3 — Sími 1588. Bezt ú auglysa í Horgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.