Morgunblaðið - 02.09.1952, Blaðsíða 2
f 2
MORGUNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 2. sept. 1952 ]
Fyrirsklpuð er ntáls-
höfáuxt í oláumáiinu
! Krafiz! uppiku éiöglegs hagnaöar ölíufélagsins
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur nú ákveðið málshöfðun í hinu
Bvokallaða olíumáli. Hefur opinbert mál verið höfðað gegn þeim
Sigurði Jónassyni, fyrrv. forstjóra Olíufélagsins, Jóhanni Gunnari
Stefánssyni, fyrrverandi skrifstofustjóra en núverandi forstjóra og
Hauki Hvannberg, forstjóra Hins íslenzka steinoliufélags.
í ákæruskjalinu er þannig komizt að orði um sakarefnið:
Ríldharði Jónssyni knattspyrnukapj
„Gegn ákærðu Sigurði Jónas-
syni og Jóhanni Gunnari Stefáns-
syni er málið höfðað fyrir
að gefa verðlagsyfirvöldum
ranga skýrslu um oliubirgðir
Olíufélagsins h.f. og Hins ísl.
steinolíuhlutafélags 19. marz og
1. apríl 1950, þar sem þeir- ekki
töldu með birgðum félaganna
olíufarm þeirra, er kom til lands-
ins með olíuskipinu Esso-Memp-
his 10. marz 1950 á þeim for-
sendum að farmurinn hafi ekki
verið greiddur fyrir gengisfall
ísl. krónu 19. marz 1950, enda
þótt farmurinn hafi verið færður
Olíufélaginu h.f. til skuldar í
bók’um viðskiptafirma þess í New
York, Esso-Export Corporation,
hinn 28. febr. 1950, og hin fram-
angreindu islenzku oiíufélög hafi
verið. búin að afla sér dollar-
tekna til greiðslu á öllum farm-
irium, með olíusölu á Keflavíkur-
flu^velli, fyrir gengisfellinguna
19. marz 1950. Þykja brot þessi
varða við 146. gr. en tii vara 147.
gr. hegningarlaganna nr. 19,
1940, sbr. 1 mgr. 22. gr. laga um
fj árhagsr áð, innf lutningsver zhr.i
og verðlagseftirlit nr. 70, 1947 og
nú 2. gr. 19. gr. laga um verð-
lag, verðlagseftirlit og verðlags-
dóm nc. 35, 1950.
Gegn ákærðu Sigurði Jónas-
syni og Hauki Hvannberg er mál-
ið höfðað fyrir að selja á vegum
, Olíufélagsins h.f. og Hins ís-
lenzka steinolíuhlutafélags á of
|háu verði olíufarm þann, er kom
til íslands með olíuskipinu Esso-
Memphis 10. marz 1950. Þykja
jbrot þessi varða við 15. gr. og
20. gr. sbr. 2. mgr. 22. gr. nefndra
laga nr. 70, 1947, sbr. nú 4.
gr. og 7. gr. sbr. 3. mgr. 19. gr.
framangreindra laga nr. 35, 1950
og tilkynningu verðlagsstjóra nr.
3, 1. marz 1950, sbr. tilkynningu
hans nr. 7, 30. marz 1950“.
UPPTAKA ÓLÖGLEGS
HAGNAÐAF.
| Þess er krafizt, að allir hinir
ákærðu verði dæmdir til refsing-
'ar skv. framangreindum laga-
jfyrirmælum, svo og greiðslu alls
sakarkostnaðar. Þá er þess kraf-
izt, að stjórn Olíufélagsins h.f.,
og stjórn Hins ísl. steinolíuhluta-
félags, sem skipuð er sömu mönn
um, verði f. h. nefndra félaga
in solidum dæmdar tii að sæta
upptöku á ólögmætum hagnao;
af sölu nefnds olíufarms, er kom
til íslands með Esso-Memphis 10.
marz 1950, sbr. 2. mgr. 22. gr.
laga nr. 70, 1947, 3. mgr. 19. gr.
laga nr. 35, 1950, og 69. gr hegn-
ingarlaganna.
FRESTUR TIL VARNA
Ákæran var í gær birt hinum
ákærðu og fengu þeir frest til
þess að færa fram vörn í málinu.
Frá aðaliundi Stéttar-
sambands hænda
ÞAÐ MUN nú því sem næst
ákveðið að hinn kunni knatt-
spymumaður frá Akranesi,
Ríkharður Jór.sson, fari til
Svíþjóðar á næsta ári og leiki
þar með.sterku knatíspyrnu-
félagi í Stokkhólmi.
Morgunblaðið átti í gærkvöldi
tal við Ríkharð vegna boðs þessa.
; Það var Rudolf Kock, formaður
landsliðsnefndarinnar sænsku,
sem færði honum boðið, en Kock
var einn af bridgespilurunum er
skipaði bridgesveit Stockhólms-
borgar er hér keppti á dögunum.
Boðið felzt í því, að Ríkharði er
’ útveguð atvinna við málaraiðn
' ásamt íbúð og síðan á hann að
■ leika með félaginu AIK, m. ^a.
í meistarakeppninni sænsku
(Alsvenskan).
I — Okkur Kock talaðist svo
til að ég færi utan í janúarlok,
sagði Ríkharður. Samningurinn
stendur til eins árs. Koek vildi
tveggja ára samning en ég vil
. heldur framlengja ef mér líkar
vel.
ÞEííl KOMAST AF
I — Og hvað verður um Akra-
nesliðið?
' — Þeir komast af. Samt veit
ég að við megum engan missa,
því við erum svo fáir. En það
er ekki á hverjum degi, sem
' svona boð stendur opið. Ég hefi
hafnað boðum um að fara til
Lincoln City og' til Valerengen,
en nú finnst mér ég ekki geta
neitaö.
J — Hugsar þú til atvinnuþraut,-
arinnar í íþróttagrein þinni?
| —■ Það hefi ég ekki gert, og
það eru sjaldnast knattspyrnu-
mennirnir sjálfir, sem ákveða
hvenær þeir fara inn á þá braut.
Einhver býður í þá og þeir stand-
ast ekki freistinguna, sem
kannski er ekki að undra þegar
í hlut eiga strákar sem öllum
[ stundum hafa varið í boltaspark,
í stað .þess að vinna sér og sínurn
í hag. Ég mundi sennilega taka
slíku boði ef byðist, þó mig langi
ekki inn á þá braut.
airsdvöl
FUNDINUM lauk að Laugar- ^
vatni seint á sunnudagskvold og j
höfðu þá umræður staðið ' yfir j
með litlum hléum frá því kl. 10 i
um morguninn.
Síðari hluta laugardags störf- (
uðu nefndir fundar’ns eft>r að
fundarstjórn hafði tekið við til-
lögum þeim, sém fundarmenn J
höfðu afhentc En samkvæmt'
venju storfuðu fjórar nefndir á
fundinum, fjárhags- og reikn-
inganefnd, framleiðslunefnd,
verðlagsnefnd og allsherjar-
.nefnd.
Fundarménn skiptu sér í nefnd
irnar sem hér scgir: í fjárhags-
og reikningsnefnd var Stefán
Friðrikssón formaður, Benedikt
Gíslason, Ólafur Einarsson,
Bjarni Sigurðsson, Halldór Sig-
urðsson, Páll Metúsalemsson,
Benedikt Grímsson, sr. Jósep
Jónsson,, Jón Kr. Ólafsson og
Óskar Arinbjarnarson. —•
í framleiðslunefnd voru þess-
ir: Guðm. Jónsson frá Hvítár-
bakka, Eggert Ólafsson, Kristján
Benediktsson, Garðar Halldórs-
son, Þrándur Indriðason, Krist-
inn Guðmundsson, Sigurður
Snorrason, Gunnar Guðbjörns-
son, Sigurbjörn Guðjónsson og
Sigurður Magnússon.
í allsherjarnefnd voru þessir:
Bjárni Halldórsson, Benedikt
Kristjánsson, Guðjón Jónsson,
Magnús Jónsson, Þorsteinn Sig-
fússonj Jón H. Fjalldal, Þórólfur
Guðjónsson, Hannes Sigurðsson,
Jóhannes Davíðsson og Sveinn
Einarsson.
í verðlagsnefnd voru þessir:
Bjarni Bjarnason, skólastjóri,
Jón Hannesson, Erlendur Magn-
ússon, Björn Guðnason, Steinþór
Þórðarsön, Ólafur Bjarnason,
Ketill Guðjónsson, Jón Gauti
Pétursson, Snæbjörn Thoroddsen,
sr. Gunnar Árnason, Erlendur
Árnason og Jón Jónsson frá
Hofi.
Nefndir þessar fengu allmarg-
ar tillögur til meðferðör, er fram
sögumenn þeirra reifuðu við um-
ræðurnar daginn eftir.
Meðal þeirra mála, sem mesí
voru rædd á fundinum, fyrir ut-
an verðlagsmálin og söluhorfur
landbúnaðarafurða, voru fóður-
birgðamál og breytingar á forða-
gæzlulögunum og hver ráð
myndu heppilegust til þess að
kippa ásetningsmálunum á
næstu árum í varanlegt horf.
Þessi mynd var tekin á • íþróttavellinum 29. júní í fyrra er Rík-
harður Jónsson er borinn á gullstól út af vellinum af félögum sín-
um eftir unnin sigur yfir Svium. í grein um leikinn segir: „F
fáum orðum sagt var það mest einltennandi fyrir þennan leik,
liversu Ríkharður Jónsson bar af á vellinum." — Þessu hafa Svíau
ekki gleymt og bjóða nú Ríkharði að leika með sér.
Togararnir
á báða béga
SÝSLUMAÐURINN í Vík hefur
nú lagt lögbann við frekari björg
unaraðgerðum þeirra Klausturs-
bræðra á járninu á Dynskóga-
fjöru. Kerlingardalsbændur kröfð
ust þessa lögbanns og urðu þeir
að leggja fram 100 þús. kr. trygg-
ingu. Lögbann það er Klausturs-
bræður fengu lagt á björgunar-
starfsemi Kerlingardalsbænda
helzt enn í gildi, þar eð dómi
sýslumanns um niðurfellingu lög
bannsins hefur verið áfrýjað.
Lögreglan skaul á
verkfallsmenn
RIÓ DE JANEIRÓ, 1. sept. —
í dag særðust 52 menn í Divinó-
pólis fyrir norðvestan Ríó de
Janeíró, þegar lögreglan hóf
skothríð á verkfallsmenn og
konur þeirra. Verkamenn krefj-
ast hærri launa.
—Reuter-NTB
Framh. af hls. 1
Olíukostnaður skipanna fjög-
urra á togveiðum var á síðast-
liðnu ári var sem hér segir:
| kr.
Ingólfur Arnarson 942.970.70
Skúli Magnússon 1.004.986.84
j Hallveig Fróðadóttir 574.956.86
' Jón Þorláksson 463.070.05
1 Rétt er að taka fram, að hér
;er ekki meðtalinn olíukostnaður
togarans Jóns Þorlákssonar þann
tíma sem skipið var að síldveið-
um frá 22. júlí til 13. s^ptember,
’ en hann nam tæpum jkr. 65 þús-
undum.
AFSKRIFTIR
Fyrnihgaafskriftir skipanna
fjögurra voru árið 1951 sem hér
segir: Ingólfur kr. 317.850.86,
Skúli kr. 315.563.68, Hallveig kr.
293.629.65 og Jón Þorláksson kr.
312.857.93 og hefur þá alls verið
afskrifað af elzta skipinu Ingólfi
Arnarsyni rúmlega 1,7 millj. kr.
Heildarafskriftir hinna skipanna
hvers fyrir sig eru innan við
milljón.
|
AÐALREKSTRARREIKNINGUR
— HEILDARTAP 891 ÞÚS. KR.
Að öðru leyti er tap á rekstri
einstakra togara sem hér segir,
skv. rekstrarreikningum:
Kr.
Ingólfur Arnarson 56.145.15
Skúli Magnússon 1.004.986.84
Þorsteinn Ingólfsson 454.105.18
Pétur Halldórsson 42.125.27
Jón Baldvinsson 480.452.68
SVÍARNIR GLEYMDU EKKI
Það sem einkum hefur orðið
til þessa boðs er leikur Ríkharðs
í landsleiknum við Svía í fyrra-
sumar, en þá eins og svo oft áð-
ur réði hann lögum og lofum á
vellinum og sendi knöttinn 4
sinnum í net mótherjanna.
Ríkharður fer eins og áður
er sagt utan í janúarlok og með
honum kona hans, Hallbera Leós-i
dóttir og dóttir þeirra.
Tíu ára drengur
slasaðist
BIFREIÐASLYS varð á Suður-
landsbrautinni móts við Lauga-
brekku, í gærdag ki. 13,15. Tíu
ára drengur, Guðmundur Sigurðs
son, Bergþórugötu 23, var þar á
ferð austur eftir brautinni. Lenti
hann utan á palli vörubifreiðar-
innar R-5852, sem einnig ,ók í
austurátt. Drengurinn féll i göt-
upna við höggið með þeim afleið-
ingum að þann slasaðist hættu-
lega'og var fluttur á Landspítal-
ann. Kom þar í ljós, að hann var
höfuðkúpubrotinn og hafði djúp-
an skurð á höfði. Þrátt fyrir það
hélt hann meðvitund og var mál-
hress.
Þegar siys þetta varð, mun
vörubifreiðin hafa verið að mæta
brúnni fólksbifreið, sem var á
leið vestur Suðurlandsbraut. Bif-
reiðarstjóri fólksbifreiðarinnar
nam staðar, en ók þó aftur á brott
áður en lögreglan hafði tal af
honum. Hann er beðinn um að
hafa tal af rannsóknarlögregl-
unni.
Samtals kr. 1.183.445.00
t |
Hagnaður af Hallveigu, Jóni|
Þorlákssyni og fiskverkunarstöð
bæjarútgerðarinnar nemur hins
vegar aðeins krónum 291.848.42,
þannig að heildartapið á rekstri
fyrirtækisins verður rúmlega 891
þúsund.krónur.
Hépíiyg yfir borginni
TIL viðburða mátti telja það að
27 flugvélar flugu í einum hóp
yfir Reykjavík í gærdag. Er það
stærsti flugvélahópurinn sem sézt
hefur yfir bænum í mjög langan
tím.a. Voru þetta bandarískar
hernaðarflugvélar, 24 af svokall-
aðri Mustang gerð og þrjár
tveggja hreyfla árásarflugvélar.
Þær voru að koma frá Grænlandi
$
og Ameríku og lentu allar á Kefla
víkurflugvelli, áður en þær héldu
áfram ferðinni austur á bóginn.
Hafnargarðurinn
í Keílavík
lengdur um 67 sn
KEFLAVÍK, 1. sept. — í morg-
un kom hingað til Keflavíkur
dráttarbáturinn NordhollancJ
með steinker til Landshafnarinn-
ar. Ker þetta er 18x62 m að
stærð. Verður því sökkt 5 metra
frá enda hafnargarðsins, en þaS
bil síðan fyllt, upp. Lengist þvj
hafnargarðurinn um 67 m.
Þegar hefur verið lokið undir-
búningi að niðursetningu kersins
og mun því verða sökkt strax og
veður leyfir.
Dráttarbáturinn hefur veriðl
alllengi á leiðinni með kerið,
enda hefur veður verið vont,-
— Helgi.
Nýlf smásögusafn 1
,,SEPTEMBERDAGAR“ nefnist
nýtt smásagnasafn eftir Einar
Kristjánsson frá Hermundarfelli
1 N. Þing. Höfundurinn hefur áð-
ur birt eftir sig smásögur í blöð-
um, en þetta mun vera fyrsta bók:
hans. Sögurnar eru með teikn-
ingum eftir Elísabetu Geirmundg
dóttur og bókin er öll hin snotr*
asta að ytri írágangi. |
í bókinni eru tíu smásögur.og
nefnast þær Vaxtavextir, AUan
vildu meyjar, Septemberdagur,
Þegar konan trúir, Perludrottn-
ing, Sprettur, Huldukonan kall-«
ar, Gott blóð, Logi og endur-»
fundir. Útgefandi smásagnasafns-i
ins er Pálmi H. Jónsson, Ak. j