Morgunblaðið - 02.09.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.09.1952, Blaðsíða 14
14 MORGÍJNBLAÐIB Þriðjudagirr 2. sept. 1952 KALLI KÚLA Skáldsaga eftir FALSTAFF FAKIR Framhaldssagan 9 fangað, staldraði við á mjólkur- stöðinni rétt til málamynda og glápti skilningssljór á skilvindur, og drakk úr einu rjómaglasi og var því næst snotuflega leiddur, einna líkast því og hann væri íórnarlamb, til miðdegisborðsins, sem var virðulegt dæmi um vís- indaafrek prófessorsfrúarinnar. Seint um kvöldið .ók ritstjór- inn heim til sín í þægilegum vagni, skrautlegum rpjög, fullur af þægilegum endurminningum •— hvar af ein var full karfa af Bvörtum kjúklingum og sekkur af ágætasta grænmeti. Daginn eftir lásu menn í blað- inu eftirfarandi frá borði rit- Stjórans: Mótmæli Alvarlegrar leiðréttingar og skörpustu mótmæia er brýn þörf vegna greinarkornsins „Villutrú" í miðvikudagsblað-. inu, sem hefur verið smyglað inn í blaðið á hinn lævísleg- asta hátt. í samræmi við skyldur vorar gagnvart les- endum vorum, höfum vér hvorki sparað tíma né erfiði til þess að rannsaka mál þetta á staðnum. í stuttu máli sagt, þetta greinarkorn, sem hvað málfar snertir einnig er fyrir neðan allar hellur írá upphafi til enda, er ósvífin lygi, og vér biðjum mikillega af; sökunar á því, að það skyldi vera birt í dálkum vorum. Það væri sæmilegra, að fólk, sem þekkir jafn lítið til stað- reyndanna og höfundur þessa bréfs, vildi í stað þess að skrifa illkvittnislegan ó- hróður, halda áfram námi sínu í — kirkjusögu t. d. Sat sapientissibus, sagði hann æruverði Rómverji á sinni tíð, í þessu tjáir. sig samþykka, tveim árþúsundum seinna, Kitstjórnin. Áhrif þau er þessi mótmæli höfðu á Jóhannsson voru stór- kostleg. Hann las greinina inni hjá séra Andrési — þrisvar sinn- um frá upphafi til enda. Með stirðnuðu augnatilliti. Þá er hann var búinn að lesa nana í þriðja sinn, leit hann upp í loftið, en í sama bili dró ský frá sólu og sólargeisli skein beint í augun á honum, svo að hann fór. að hnerra. — Það hlýtur að standa mikill sannleikur í blaðinu, úr því að þér fáið hnerra af því, sagði séra Andrés sakleysislgga, án þess að gruna niö mlnnsta. — Sannleiki! æpti Jóhannsson æfur. Einmitt! Þetta er ef til vill samsæri? —- Hvað •— í öllúm hamingju bænum.... — O, þér ættuð að skammast ■yðar fyrir að vera að þessari hræsni! æpti Jóhannsson ennþá hærra, kastaði blaðinu á gólfið og þaut út úr stofunni. Séra Andrés horfði yfir sig for- viða á eftir honum, tók svo blað- ið af gólfinu með hinni mestu hægð og sá strax greinina. Hann settist, og horfði fram undan sér, hnyklaði brýnnar. Að lokum varð enni hans þó slétt aftur. — Kalli Kúla stendur bak við þetta. Ep það lagast! sagði hann við sjálfan sig, eins og til að róa sig. Séra Jóhannsson sat í legu- bekknum nærri því lamaður yfir þessari djöfullegu leiðréttingu. Það voru tvöfaldar kvalir: fyrst að vera lýstur lygari og í öðru lagi að vera ennþá einu sinni minntur á þessa kirkjusögu. — Hann, sem hafði hlotið ágætar einkunnir í öllum greinum, og það var aðeins óheppni um að kenna, að einkunin í kirkjusögu var nokkuð lág. Hann stóð. upp ákveðinn á svip, gekk að skrifborðinu og skrifaði stórort svar við þessum ósvífnu „Mótmælum". - Blaðið neitaði að taka svarið í „Raddir lesenda" — lét þessi blygðuharlausu orð k.oma í stað- inn: „Justus. Það gekk ekki!“ I órvinglun sinni sneri Jóhanns son sér nú til hins blaðsins. En ritstjóri þess hafði gert sig sek- an í því afbroti,. í au.gum blaða- manna, að fá að „láni“ tvær smá- greinar frá kollega sínum. Vegna ótta við blaðadeilur um það, á- kvað ritstjórinn að vernda frið- l inn fyrst um 'sinn, og svaraði því beiðni Jóhannssons með eftirfar- andi svari í „Bréfakassanum“: „Justus. Skylda vor og löng- un til að koma drengilega fram, jafnvel gagnvart keppi- naut vorum,' býður einnig oss að vísa lygaþvættingi yðar heim til föðurhúsanna. Oss er Það því ljúfara, þar sem vér vitum að hinn háttvirti kollegi vor hefur á fullkom- legá réttu að standa.“ ' Þetta áfall fékk svo þungt á Jóhannsson, að við lá að hann legðist í rúmið. Þegar hann las svariðf datt honum fyrst í hug að hann sæi missýningar. En er hann hafði lesið það fjórum sinn- um, gat hann ekki lengur efazt, og hann stundi hátt af vanmátt- ugri reiði. Nú var ekkert annað að gera en að skrifa til prestadómsins. Hann ákvað að gera það án vit- undar yfirmanns síns, enda þótt það.kynni áð valda honum óþæg- indum. Skyldan er öllu öðru framar! Hann ritaði því langt bréf til prestadómsins og málaði með sterkum litum fráhvarf Kalla Kúlu frá þeirri hinni einu sönnu trú, og áróður hans fyrir Ása- trúnni. Kalli Kúla var af tilviljun staddur á járnbrautarstöðinni sama morgun, sem bréfið var sett í póstinn. Hann sá utanáskriftína og þekkti rithöndina, keypti strax farseðil til borgarinnar og kom þangað með sömu lest og bréfið. Frá námsárunum þekkti Kalli Kúla ritara prestadómsins. Þeir voru góðir vinir og Kalli flýtti sér því á fupd hans. Ritarinn tók á móti honum með mestu virktum, þeir drukku ávaxtavín og skiptust á endur- minningum frá gömlum dögum. — Hvað er annars að frétta úr sveitinni þinni? spurði ritarinn. — O, allt gengur nú sinn vana gang, ja, það er að segja annað en þetta, með hann séra Jóhanns- son.... — Hvað? — Það er sorglegt — mjög sorglegt. Ég er hræddur um að það sé éitthvað með höfuðið — eitthvað öðru vísi en á að vera. — Er það rpögulegt? — Því miður er það víst svo. Hann er ákaflega undarlegur um þessar mundir. Við urðum ósam- mála út af smámunum um dag- inn, og þá varð hann svo reiður, ' að hann stökk á dyr og kvaðst ’skyldi láta mig heyra frá sér. | — Þetta voru leiðinlegar frétt- ir. — Já, mjög leiðinlegar.... Litlu síðar kom pósturinn. — Jæja, nú ætla ég ekki að tefja þig lengur, sagði Kalli Kúla og stóð upp. | — Nei, bíddu dálitla stund. Þú borðar miðdegisverð hjá mér í 1 dag. Ég er enga stund að líta á bréf in___ * Þriðja bréfið, sem ritarinn reil upp, var kæran frá Jóhannsson. Ritarinn las hana með mikilli at- hygli, svo andvarpaði hann og rétti vini sínum skjalið. — Þú hefur því miður á réttu að standa, sagði hann. Lestu sjálf ur! Vesalings Jóhannsson er að biðja mig að láta til mín taka gagnvart — þér. Sem vantrúar- manni! Afguðadýrkara að forn- um sið! Kalli Kúla þaut upp og las bréfið mjög áhyggjufullur á svipinn. — Já, sagði hann. Já, já- Hvað hefurðu hugsað þér að taka til bragðs? —• Ég leysi hann frá embætti í mánaðartíma. Kyrrð og ró! Ró og kyrrð! — Það er til heiðurs þínu góða hjarta! sagði Kalli Kúla. Gröfin eftir Grimmsbræður 2. Fátæki maðurinn hafði hugsað eitthvað á þessa leið: „Ég veit, að nágranni minn er auðugur, ee hann er líka harðlyndur. Ég hef mjög litla von um, að hann hjálpi mér. Börnin mín gráta af hungri og biðja um brauð, og ég verð því að leita til hans.“ Fátæki bóndinn sagði nú við ríka bóndann: „Ég veit mjög vel, að þú ert mjög fráhverfur því að gefa nokkurn skapaðan hlut. En nú er ég orðinn alveg bjargar- laus, og börnin mín svelta. Þú ættir nú að gera mér þann greiða að lána mér fjórar skeppur af korni.“ Ríki bóndinn horfði á hann langa stund, og það var eins og hann fyndi til þess, hve illa hann hefði breytt við fátæka. „Ég vil ekki lána þér fjórar skeppur," sagði ríki bóndinn. „Heldur ætla ég að gefa þér átta. Eg geri það þó með einu skilyrði.“ „Hvað er það?“ sagði þá fátæki bóndinn. - „Þegar ég er dáinn, verður þú að vaka þrjár nætur á gröf minni.“ Bóndanum varð ekki um sel, þegar hann heyrði þetta. En vegna þess hve illa staddur hann var, gekk hann að þessum kostum. Síðah fór hann heim til sín með kornið. Það var alveg eins og ríki bóndinn hefði haft hugboð um það íyrirfram, sem koma myndi, því að eftir þrjá daga varð hann bráðkvaddur. Enginn vissi hins vegar hvað varð honum að dauða, og enginn syrgði hann. Þegar búið var að jarða bóndann, minntist fátæki bóndinn þess, sem hann hafði lofað honum. Hann heíði þó gjarnan viljað vera laus við loforðið, sem hann hafði gefið. „Hann reyndist mér mjög vel, og kornið, sem hann gaf mór, mettaði hin svöngu börn mín.“ ALA Vegna flutnings hef.;t rýmingarsala þriðjudaginn 2. september. Einstakt tækifæri að eignast góð föt fyrir lítið verð. — Kvenkjólar, baðmullar, frá kr. 90,00. — Kvenkjólar, ullar, frá kr. 150,00. — Crepe-kjólar frá kr. 175,00. — Samkvæmiskjólar, síðir, úr silki, taft og tyll, verð frá kr. 200,00. — Skólakjólar á telpur, 10—14 ára, á kr. 75,00. — Kvenblússur frá kr. 50,00. — Hvít nylonskirt með blúndum kr. 98,00. Situmastoían Uppsölum Aðalstræti 8 — Sími 2744 Bamaskóli Hafnarfjarðar Miðvikudaginn 3. september klukkan 10 árdegis eiga að mæta í barnaskóanum öll börn, sem voru síðastliðinn vetur í 1., 2. og 3. bekkjum. Kl. 2 sd. sama dag eiga að mæta öll börn, sem verða 7 ára á þessu ári. Fyrirspurnum svarað í síma 9285 kl. 10—12 árdegis. Skólastjóri Ný rilselni komin Sauma úr eigin efnum, og tillögðum. ÚTSALA Kjólar, blússur og dragtir seljast fyrir hálfvirði. ‘7 L (J N • 5 ^25 Garðastræti 2. Simi 4578. Toilet-pappír nýkominn Miðstöðin h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.