Morgunblaðið - 10.09.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.09.1952, Blaðsíða 11
 MiSvikudagur 10. sept. 1952 MORGUNBLABiÐ n \ Einar Einarsson i Frú Ilerdís Jcnsdóttir í garði LÍnum. eprsti gar^ciiiin í Haforíirði 3. sept. 1-052 Kæri vinur, komdu sælí, 1 kvæða dyn mátt heyra, skal þér línur vísna væll vekj.a hvin í eyra. Ellin beygir alla að von, oft með þrenging sára og nú er Einar Einarsson orðinn sjötíu ára. Mér er ekki sýnt að sjá settar rúnir kifsins, ( hvar eru þér Einar á ; Eilimörkin lífsins? Þú ert laus við tímans tál, trúin er þinn styrkur, því býr ekki í þinni sál þetta niða myrkur. EINS og frá var skýrt i blaðinu s.l. föstudag, þá úthlutaði Eegr- unarféiag Haínarfjarðar verð- launum ásamt viðurkenningar- skjali fyrir fegursta skrúðgarðinn í Hafnarfirði. Verðlaunin hlaut frú Herdís Jónsdóttir, öldugötu 11. Þá var bænum skipt í 3 hluta og fegursta garðinum í hverju hverfi, að vísu þeim næst feg- ursta í þeim hluta, sem verð- iaunagarðurinn var í, veitt viður- ■ kenningarskjal. VorU það í Suð- urþænum sr. Garðar Þorsteins- son og frú, í Miðbænum Hákon Helgason kennari og í Vestur- bænum Ágúst Pálsson og frú, sem viðurkenningu hlutu fyrir garða sína. Þá var Piaftækja- verksmiðjunni h.f. veitt viður- kenningarskjal fyrir góða um- hirðu húsa sinna og lóðar. Enn- fremur var þess getið, að af verzl unum bæjarins bæru af um snyrtilegt útlit Hafnarfjarðar Apótek og verzlanir Kaupfélags Hafnfirðinga við Strandgötu og Vesturgötu. Nefnd sú er dæmdi um framan- greind atriði var skipuð þessum mönnum: Valgarð Thoroddsen rafveitustj., Kristni J. Magnús- syni málaram. og Jónasi S. Jóns- syni garðyrkjum. Við þetta tækifæri flutti form. Fegrunarfélagsins: Valgarð Thor- oddsen ræðu og skýrði frá til- gangi félagsins og starfi þau tæp 2 ár, síðar. það var stofnað. Hef- ur félagið komið furðu mörgu í íramkvæmd og m. a. beitt sér iyrir því, að Hamarinn væri girt- ur og hefur ásamt Rotaryklúbb Hafnarfjarðar unnið að fegrun hans og hafa nú verið gróðursett- ar um 2000'trjáplöntur umhverf- is Hamarinn. ] Aðrir ræðumenn við þetta tækifæri voru: Bæjarstjóri Helgi Hannessöji, Kristinn J. Magnús- son málaram., séra Garðar Þor- steinsson «g Þorvaldur Árnason skattetjóri; LITÍO A GARÐINN Tíðindamaður Morgunblaðsins brá sér áð Öldugötu 11, til þess jað fá að líta á garðinn hjá frú I Herdísi. Þar sem húsið stendur út við götu og garðurinn er á bak l við það er fullvíst, að margir þeir, sem um Öldugötuna fara , hafa ekki hugmynd um, að þar leynist jafn yndislegur gróður- lundur. | Það var auðsótt mál við frú j Herdísi að fá að sjá garðinn. Hún ! sagði að vísu, að hann væri far- inn að láta á sjá, þar hefði frostið | sett sín mörk. Og það var rétt, að mörg fögur blóm höfðu íölnað fyrir frostinu, en eigi að síðuv var garðurinn ákaflega fagur, vel skipulagður og vel um hann gengið. Frú Herdís hefur annast alla ræktun og umhirðu um garð- inn sjálf. Hún hefur smá vermi- reit og sáir til blómanna og plant- ar þeim út. Ekki eru nema 15 ár síðan frú Herdís hóf ræktun garðsins, en ötullega hefur hún unnið að því að laga garðinn ög hlú að gróðrinum á allan hátt og ennþá er hún að smá breyta til og lagfæra eftir því, sem henni finnst bezt fara. Hefur frú Her- dís lagt geysimikla vinnu og alúð við garð sinn, enda mun hún strax barn að aldri hafa hneigst mjög til þess að hlú að blórhum, þau voru henni til yndis og ár.ægju. — P. í þinni hefur stöðu og stétt strauma vaðið kifsins, en þú hefir dæmið reiknað rétt i reynsluskóla lífsins. I Þig hafa engin bundið bönd, en betri einkunn fengið. i því þú hefur með hug og hönd | heill að störfum gengið. Þar sem elfan ennþá býr, eru leiðir íríar, því þú hefur vanans brotið brýr, en byggt svo aftur nýjar. í Afköst nefni ég þin fæst, aðeins þó þau hylli, Reykjavíkur húsin hæst, hefur þú reist með snilli. Mín eru ljóð og tungan treg, tjáir engán víta, en yfir farinn æfi veg er þér gott að líta. , Eg af óskum allur brenn, ávallt fækki tárum. Lifðu sæll í sjötíu enn, settu met í árum. Vinur. Cadby ry’s súkkulaðiduff íæst í næstu buð. H.Benedíktsson & Co. Il.l n AFNAR HVOLL, REYK.JAVÍK Iryggvi Ófeigsson: Afíeiðing s«ntsfrödeilsfenar íyrir íaxafséa og Akiasiss iiöílavík lí'iíásvor-Önr U. M. F. K. óskar að ráða húsvörð við hús félagsins frá 15. sept. til 1. júní. Umsóknir ásamt kaupkröfu send- ist til Jóhanns R. Benediktssonar, Ásabraut 3, Kefla- vík, fyrir 14. þ. m. og géfur hann allarmánari upplýsingar. Stjórn U. M. F. K. OSAMKOMULAG um eitt orð 1 kom í veg fyrir einingu Þýzka- , lands. Þessar upplýsingar komu fram á fundi fyrir skömmu í sér- legri nefnd S.Þ., sem fjallar urn Jagamál. Það var Georgei F. Sak- sin, fulltrúi Ráðstjórnarríkjanna, sem skýrði frá þessu. Saksin sagði, að Þýzkaland myndi hafa verið „frjálst og ó- háð“ í dag ef himr „fjóru stóru“ utanríkisráðherrar er hittust í London árið 1946 hefðu getað náð samkomulagi um eitt einasta orð. í samræmi við Potsdam- sáttmálanp hafði Ráðstjórnin lagt til að fjórveldaráðstefnan skyldi kynna sér möguleika á „Fnðarsamningi við' Þýzkaland". Bandaríkin höfðu hins vegar haldið því fram, að standa bæri „Friðarsamningur fyrir Þýzka- land‘. Ráðstjórnarríkin gátu ekki samþykkt þetta, sagði Saksin enn fremur, og vegna þessa ósam- komulags um orðalagið hafði ekki verið mögulegt að gera upp- kast að friðarsamningi —■ og nið- urstaðan varð sú, að Þýzkalandi er skipt í tvo hluta enn í dag. Róðstjórnarfulltrúinn nefndi þetta sem dæmi um það hve erf- itt gæti verið að semja og orða I lagasetningu. Nefnd S.Þ., sem kvnnir sér vandamál í sambandi við orðun lagasetningar var skip- uð af Allsherjarþinginu til þess ' að endurbæta þær aoferðir, sem j fram að þessu hafa verið notaðar, er um orðalag lagasetningar hef- ur verið að ræða og þá einkum . í sambandi við sáttmála ýmsa. STJÓRN Sementsverksmiðju rík- isins hefur svarað í Mbl. grein minni um sandtökuna í Faxaflóa og þær afleiðingar sem.hún gæti haft fyrir fiskveiðar og fiskupp- eldi í Faxaflóa. Raunar er sára- litið á svari þessu að græða ann- að en það að í ljós virðist koma að skeijasandurinn í Faxaflóa hafi verið lítið rannsakaður, yfir- eitt. Greinarhöfundur ségir að vísu að „ýtarleg rannsókn" hafi farið fram á einu nánar tilteknu svæði í flóanum en hversu ýtar- leg sú rannsókn hefur raunvéru- lega veriö, kemur Ijóslega fram af því að greinarhöfundur hefur ekkert fram að bera annað en líkindareikning um magn sands- ins og víðáttugen slíkar tölur er hægt að laga í hendi sér alveg eftir þörfum. Ef „ýtarleg rann- sókn“ lægi raunverulega fyrir befði greinarhöfundur vitaskuld flntt fram skýrar tölur en ekki aðeins tölur, sem „gera má ráð fyrir“ að eigi að vera svona og svona. Beí þetta vott um fádæma yfir- borðshátt og sýnir að ekki er treystandi á staðhæfingar grein- arhöfundar. Hér við er líka að athuga að þeir menn, sem skipa stjórn hinn ar væntanlegu verksmiðju, telja það beinlínis skyldu sína að vinna að því að verksmiðjan kom ist upp, á þann hátt, sem nú er gert ráð fyrir, hvað, sem öllu öðru líður. Ef þeir telja sig geta fengið nógan skeljasand í flóan- um líta þeir ekki á annað. Þeir eru því síður en svo óvilhallir menn í þessu máli og er því fyllsta nauðsyn að áhrif sand- tökunnar séu athuguð írá öðrum sjónarmioum. Það er í rauninni þýðingarlítið að rökræða við greinarhöíuhd, því hvergi er unnt að fá nokkurt hald í því, sem borið er fram. Til dæmis segir höfundur að „gera megi rá'3 fyrir að sand- botn sé í fjórða hluta flóans". Hér er um hreina ágiskun að ræða enda mun hún alröng. Skelja- sandsbotr.inn, sem eru lang verð- mætustu svæðin að reynslu allra fiskimanna, eru mjög takmörkuð ‘ að umrná'i en um nánari stærð og magn lifgur raunverulega álls ekkert fyrir. Þær rannsóknir, sem virðast liggja til grundvall- ar sandtökunni til verksmiðjunn- ar eru engar aðrar en þær að verksmiðjan geti fengið sand en meira er ekki talið þörf fyrir hana að vita. Stjórn hinnar væntanlegu verk smiðju, sem m. a. mun skipuð væntanlegum forstjóra hennar lætur sér sýnilega fátt um finn- ast, þó önnur sjónarmið en þörf verksmiðjunnar, komi hér til greina. I SEMENT OG MATVÆLI j í rauninni má segja að mig ' varði ekki um annað en þessa hlið málsins vegna þess áhuga, sem ég hef á að friðun Faxaflóa megi vel takast. En úr því farið er að hreyfa við einni hlið verk- smiðjumálsins, eins og það ligg- ur fyrir nú, verða sumar aðrar hliðar þess líka nærtækar. Þeir, I sem haft hafa tækifæri til að koma að erlendum sementsverk- smiðjum og sjá hvernig þar er j urðhorfs, geta gert sér í hugar- lund hvernig umhorfs verður í bænum Akranesi, ef sementsverk smiðjan verður staðsett svo r.á- lægt bænum, sem fvrirhugað er. Frá sementsverksmiðjum legg- ur mökk af sementsryki, sem smýgur alls staðar inn og leggur fíngert duftlag á alla hluti. Þetta óleitna ryk mundi gera sig heima komið í fiskverkunarstöðvum, fiskhúsum og fiskverksmiðjum á Akranesi. Má nærri geta hvaða afleiðingar siíkt muni hafa fyrir bæ, sem lifir á því að framleiða maívæli. Hitt er svo þýðingar- minna þótt húsmæðurnar sjái þess hvergi stað þótt þær þurki rykið úr íbúðum sínum, því það kemur jaínharðan aftur. Eg full- yrði að hvergi í víðri veröld, nema á íslandi, mundu menn láta sér detta í hug að staðsetja slíka verksmiðju nálægt bæ, eins og Akranesi, enda er venjan að þær liggi sem lengst frá þéttbýli. Ég býst við að stjórn verksmiðjunn- ar hafi gert sér þetta Ijóst en það er alveg eins með þetta atriði, eins og sandtökuna að stjórnina varðar sýnilega ekki um annað en að koma verksmiðjunni upp á þann hátt, sem hún hefur hugs- að hér, hvað sem það kostar og' án tillits til allra annarra hags- muna. Það mætti drepa fingri á fleiri atriði en þau, sem hér hafa verið nefnd, en ég læt staðar numið a. m. k. að þessu sinni. Ég býst við að stjórn verksmiðjunnar svan því til að það, sem ég hefi flutt fram, sé hégómi einn og skrök og' reyni að telja mönnum trú um að hún búi ein yfir öilu því viti, sem á þarf að halda í sambandi við þetta mál. En það er hins vegai ekki víst að allir séu stjórninni sammála í þessu efni, eins og sýnt hefur sig um þær fundarsam- þykktir, sem gerðar hafa verið út af sandtökunni. Það er heldur ekki víst að Akurnesingar sjálf- ir hafi þá oftrú á verksmiðju- stiórninni, sem hún sýnist hafa á sjálfri sér og gætu vel hugsað sér að „áætlanir“ henr.ar yrðu tekn- ar til endurskoðunar. Reykjavík, 1. september 1952 Tryggvi ófeigsson. ★ Ritstjóri Morgunblaðsins hef- ur sýnt verksnjiðjustjórninni þá vinsemd að Ijá henni til yfirlest- urs þessa grein Tryggva Ófeigs- sonar og heitið henni rúmi í blaði sínu til nokkurra athugasemda. Fyrri hluti greinarinnar íjallar um þau atriði, sem deilt var ura í upphafi, nú síðast fyrir um hálfum mánuði. Ekki verður á svari Tr. Ó. séð, að hann haft fram að færa máli sínu til stuðn- ings nokkuð nýtilegt, sem hnekkt geti röksemdafæfslu verksmiðju- stjórnarinnar í Mbl. 23. f. m. eða gert hana vafasama, enda fer hann nú út í aðra sálma og reynir að hrella menn, einkum Akurnes- inga, með „mekki af sements- ryki“, sem muni leggja frá verk- smiðjunni. Kaflinn í greininni um rykið er eina ástæðan til þess, að verk- smiðjustjórnin hefur talið rétt að andmæla grein Tr. Ó. með nokkr- um orðum. Frá eldri sementsverksmiðjur» leggur allmikið semenlsrvk, frá ’ reykháfi og pökkunarstöð. Hefur 'þessa ryks gætt allmikið í um- hverfi verksmiðjanna. En á síð- ustu einum til tveim áratugum hefur orðið allmikil breyting þessu sviði. Nú eru til tæki, sem eyða ryki úr því lofti, sem 'streymir í gegnum þau. Eru þau svo vandvirk, að um Ó8% ryksins ,eru tekin úr loftinu. í flestum, ef ekki öllum verksmiðjum, sem í nú eru byggðar eða byggðar hafa jverið undanfarið, eru þessi tækj notuð, bæði til þess að losna vi8 þau óþægindi, sem af rykinu stafa, og eins til þess að hagnýla ' rykið. í eldri verksmiðjur er<,‘ þessi tæki viða sett upp, þar_seni því verður við komið, en sunim*, eldri verksmiðjur eru endu: - byggðar, m. a. til þess að bag- [ Frh. á hls. U,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.