Morgunblaðið - 17.10.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.1952, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIB FSstudagur 17. okt. 1952 ADELAIDE Skcrldsaga eítir MARGERY SHARP FramhaldsDagan 3/< „Eg vildi aS húrí færi fram sem fyrst. Ég get ekki farið heim fyrr en allt er um garð gengið. Ég hef þegar valdið nógu miklum vand- ræðum og sorg“. „Ég leyfi mér að láta í 1 jós að- dáun mína á hugrekki yðar. Ég vona aðeir.s að þessi byrði verði yður ekki um megn?“ Hún leit rannsakandi á hann. En séra James leit ekki undan augnaráði hennar og hún las að- eins aðdáun úr augum hans — Hann var reyndur maður. Hann gat vel ímyndað sér sögu hjóna- bands hennar. Hann hugsaði strax með sjálíum sér að eigin- maður her.nar hefði drukkið eins og svin og sennilega verið drukk- inn þegar hann dó. Sorgleg ör- lög. Séra James hafði séð þvílíkt áður. Hann mundi vafalaust sjá eitthvað þessu líkt aftur. Hann gat ekki annað en dáðst að ungu konunni, sem sat fyrir framan hann. Hún var heilsteypt og sterk fannst honum. Hafði þolað mikið á stuttum tíma og aldrei látið bil- bug á sér finna. Nú var henni efst í huga að snúa sem fyrst baki við þessum sorgiega atburði og gleyma. Hún þráði að komast heim til föðurhúsa. Har.n vonaði að hún mundi eiga þar að fagna samúð og skilr.ingi eins og hún átti skilið. „Verðið þér að grípa til~ þess- arar iygi?“ spurði hann. „Ég held það. Ef pabbi fær að vita að hann lézt af slysförum, þá veit hann um leið að rann- sókn hefur farið fram. Þá fer hann að gera fyrirspurnir. Hann kemst að því hvers konar fóik var vitni í málinu. Ég vil ekki að hann fái að vita hvers konar lífi ég hef lifað“. Séra James stundi við. Hann skildi vel við hvað hún átti og sennilega þurfti hún ekki að vera hiædd um að sannleikurinn kæm ist upp. Honum fannst aðeins leitt að hún þyrfti að taka það líka á sig að segja ósatt. „Látið þér mig þá fá dánar- vottorðið aftur og ég skal ganga frá% þessu öllu fyrir yður. Ég skal hafa samband við yður seinna. Utförin á að.vera einföld og viðhafnarlaus....“ „En sómasamleg", sagði Adela- 'ide. Og um leið brast hana í grát. En tárin stöfuðu meíra af þreytu en af sorg. Þau. höfðu þó mikil áhrif á séra James. Hann leiddi hana út fyrir, setti hana upp í leiguvagn, cg lofaði að hann skyldi taka af henni alla frekari fyrirhöfn. Hann stóð við orð sín. Adela- ide þurfti ekki einu sinni að tala við útfararstjórann. Tveim dög- um síðar kom séra James og sótti hana í lokuðum vagni. Þau tvö fylgdu líkvagninum til kirkju garðsins í Paddington. Þau stóðu hlið við hlið við gröfina í ausandi rigningu. Enginn tók þátt í jarð- arförinni frá Britannia Mews, en undir niðri undraðist Adelaide það. Það var ekki líkt íbúunum í Britannia Mews að láta sig engu skinta dauðann. Áður en hún fór heim aftur lét hún séra James fá áritunina, sem átti að standa á legsteininum .. Henry Lambert, elskaður eígin- maður Adelaide Lambert, dag- setning og: Hvíl í friði. Og vegna þess að hún var ekki tilfinning- arlaus, mælti hún svo fyrir r.ð ofan á steininn ætti að grafa mál- araspjald með lárviðarsveig yfir. Þessa tvo daga, sem liðu á miJli hafði Adelaide verið önnum kaf- in við hreingerningar í.íbúð sinni. Henni var vinnan r.auðsynleg, bæði vegna þess að þá hafði- hún eitthvað að hugsa um og hún varð líkamlega þreytt. Hún ætl- aði líka að komast burt svo fljótt sem auðið væri. Það var lítið eitt sem hún ætlaði að taka með sér. Aðeins persónulegir munir henn- ar. Henry virtist ekki hafa átt nein bréf eða skjöl, sem.þörf var á að eyðileggja. Hún kom föt- unum hans, bókunum og málara- áhöldunum fyrir í einu horninu í vinr.ustofunni. Sennilega mundi það ekki fá að vera þar lengi í friði. Nágrannarnir mundu brátt komast í það og hirða það sem j var þess vert. Henni fannst það ágæt lausn. Henni var líka sama hvað varð um húsgögnin. Hún \ þvoði og gerði hreina íbúðina að- eins vegna þess að hún vildi láta eigar.dann koma þannig að henni. Hún gerði þó engar ráðstafanir til að ná í hann. Húsaleigan var' borguð til mánsðarmóta. í raun- inni var það mjög auðvelt að losna við Britannia Mews. Hún seldi stóra og mikla háls- festi, sem hún hafði erft eftir ömmu sína, til að borga útfarar- kostnaðinn og átti nóg eftir til komast á fyrsta farrými til Farn- ham. Daginn eftir jarðarförina átti hún því ekki annað eftir en setja fatnað sinn í ferðatöskuna, sem hú.n hafði komið með frá Kens- ington. Hún var ekki lengi að því. Klukkan 11 stóð hún á miðju stofugólfinu og var að setja á sig har.zkana. Svo ætlaði hún að fara út og ná sér í leiguvagm Fyrst ætlaði hún þó að senda skeyti. Hún hafði hugsað sér að koma til Farnham án þess að gera boð á undan sér, en hvarf þó frá því 1 eftir frekari umhugsun. Mamma hennar mundi verða fegin því. Hún sá það fyrir sér hvernig mamma hennar mundi segja: „Okkur þykir svo vænt um það að dóttir okkar kemur heim í dag“, og svo mundi hún bæta við með lágri röddu og með sorgar- svip: „Hún missti eiginmanninn, veslingurinn....“ —- Adelaide fanr.st það vera miklu betra að E É í I «»»»••»• móðir hennar væri búin að til- kynna þetta. Hún tók aftur af sér hanzkana og leit í kring um sig eftir blaði og blýanti til að semja skeytið. Loks kom hún auga á lítinn miða á arninum, sem hún gat notað. Það var einn miðanna, sem hún hafði skrifað á tilkynninguna um að hún og maður hennar, Her.ry Lambert, ætluðu að opna teiknaskóla. Hún sneri miðanum við og skrifaði hinum megin á hann: „Elsku pabbi og mamma. Ég kem heim í dag. Henry lézt eftir skamma legu fyrir viku síðan. Banamein hans var inflúenza. Ég þrái að komast til ykkar. Ykkar elskandi Addie“. Hún hafði ekki notað þetta gælunafn sitt síðan einhvern tíma í æsku, og henni fannst ein- hver hlý unaðskennd fara um sig. „Ég hef'verið vond og van- j þakklát", hugsaði Adelaide. „Ég hef verið eigingjörn. Guð minn, hjálp’aðu mér að vera góð dóttir". Hún heyrði einhvern umgang að baki sér og dyrnar opnuðust í fulla gátt. Það þurfti líka til, til þess að frú Mounsey kæmist inn með allan sinn skrokk. I Hún leit í kring um sig í stof- unni, sá lokaða ferðatöskuna og tóma eldstóna. Svo leit hún á Adelaide. j „Þú hefur verið að gera hreint?“ i ,,Já“, sagði Adelaide glaðlega. „Ég er að fara heim“. | ,,Svínið“ gekk yfir gólfið og hlammaði sér niður í stól Henrys. 8. kafli. 1. Konurnar tvær horfðust í augu í allt að hálfa mínútu án þess að tala. Það var dauðaþögn í litlu stofunni. Það var jafnvel líka kyrrt fyrir utan. Frú Mounsey sat eins og stytta. Óhreint, grá- leitt andlitið hefði getað verið höggvið í stein. Augun í henni voru ekki nema litlar rifur á milli fitukeppa fyrir ofan og neðan. Hún var öll óhrein og ó- hirt. Tennurnar í henni voru Hról höttur snýr aftur eftir John O. Ericsson — Á þá að vera hægt að segja það um menn Ljónshjarta, að þeir útötuðu skjaldarmerki hans áður en lík hans væri orðið kalt? 1 — Enska ííílið þitt, íekk ég sem svar. Þó að þú talir um skjaldarmerkið írá morgni til kvölds, þá verður kóngurinn senn á þeim stað, þar sem hvorki sól né stjörnur íá skinið. Og ekki einn einasti af mönnum þínum mun hafa gott af honum lengur. Þér skal ekki takast að koma í veg fyrir áxorm mín. Það verður alveg vonlaust fyrir þig. Þú hefur aðeins nolkkra menn, en ég hef hundruð vopnaðra manna. Þar að áuki hef ég líka akvitönsku barónana með mér. | — Sama dag og Ríkarður Ljónshjarta deyr, skal Bertrand verða drepinn — og það á kvalafullan hátt. Að lokum vil ég svo geia þér og mönnum þínum hollt ráð. j — Takið farangur ykkar saman í miklum flýti og hverfið á brott til ykkar ensku skóga. Og að síðustu þetta: Strax og búið er að jarða Ríkarð Ljónshjarta, mun Jóhann landlausi sigla til Englands. I Eg gef þér írest í einn dag til þess að hverfa á brott úr herbúðunum. Ef þú óhlýðnast skipunum mínum, skaltu ekki þurla að binaa um skeinu oftar. HEIMFERÐIN Eg flýtti mér að ná saman mínum fáu mönnum, sagði Hroi. Og ég strengdi þess heit, að þegar sá dagur kæmi, að ég hitti Flæmlendinginn einan, þá skyldi hann fá að taka orð sín aftur. Við vorum vissulega fáir, eins og Merchandee hafði sagt. Eítir næstum því stanzlaust stríð í 4 ár hafði köppunum frá Sherwood fækkað mjög. Málverkasýnlng ■j ■j Veturliða Gunnarssonar I Listamannaskálanum. — Síðasti dagur. 5 Opið til klukkan 11 í kvöid. .................... m mm .......... mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm..... ■■■■»( nýtt nýtt P-r-o-l-on - vöru? [ Asiierískar prolon-vörur j teknar upp i dag j Barnasett: Bolli, grunnur og djúpur diskur - Fyrir fullorðna: 4 bollar cg 8 diskar. Til í vmsum litum. Prolon-vörur brotna ekki. • Fást aðeins hjá undirrituðum. : Vfirzlisiiln RLAWDA : Bergstaðastræti 15. Sími 4931. : S'parið eldsrieytið Tökum að okkur einangrun á hitadúnkum, kötlum og ; ■ ■ hitaleiðslum o. fl. — Fyrsta flokks einangrunareí'ni. — 5 ■’ ■ Sanngjarnt verð. — Uppl. í síma 9598 milli kl. 17—19. 5 ■ ð ■ . ..................■•■■■•■............................ ..................................... ............ .ummmmmrnu* ■ ■ ■ -Léiið er dýrt... j ■ ■ Hin stórmerka fyrsta skáldsaga svertingjans Williard : Mctíey um lífið í skuggahverfum Chicagoborgar, sem Z gerði hann heimsfrægan á svipstundu, er nu sýnd í ; m Stjörnubíó. Ættu sem flestir að sjá þ>á mynd og ekki : sízt þeir, sem láta sig uppeldismál einhverju skipta. — \ En það er ekki einhlýtt að sjá myndina. Til þess að hafa ; full not af boðskap bókarinnar þarf Uka að lesa hana sjálfa ; ■ Bókin er gefin út í 2 heftum, 565 blaðsíður að stærð Z þéttprentuð í stóru broti og kostar þó aðeins kr. 55,00 ■ heft en kr. 68,00 bundin. : ■ ■ Bókin er mjög fræðandi og skemmtileg og er ; m þeim tíma vel varið, sem fer til að lesa hana. : Hverfisgötu 78 — Sími 4314 - AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.