Morgunblaðið - 21.10.1952, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.10.1952, Blaðsíða 11
f f>riðjudagur 21. októbcr 1952 MORGUNBLAÐIÐ 11 1 Frá Hlo^ikás Þeir eiga fcvo afmælLsdaga á ári 02' iimar iL'iii a mt 4. M0 lætnr tíáliiið einkeani- lfiga í éyrum aS iniifuðborg mílljcnaþjóðar sé í 2100 m liæð yíir sjávarmáli rða með óðrmn o ð..m jrfaká i áíiutti Cræíajðkuls. Knkeaaiiesra er þj ei' til vill það að í þessari hdfugfcorg-, sem er svona „hátt er ekkert einasta hús uppkitað. En þaaug er þelta í Mexjkó. Þar í&ra stúlkurnar lieldur ckki á dansieiki nema í fylgd með mæSrnm sínum og þnr eiga flestir íhúaana tvo afmælisdaga á ári. Og lcks halda Mexikanar flciri daga liátíðlega en jafnvcl vi'ð íslend ingar. Á götum mexikanskra borga úir og grúir af Spánverjum, Bandarík j smönnum, fólki frá flestölium Evrópulöndum og víð- ar að. En þar hafa að unöanförnu einungis verið 6 íslendingar. Hjórtin Einar Egilsson er stjórnar þar Canada Dry gosdrykkjagerð og Margrét Thoroddsen ásamt bremur börnum sínum og frænku Efnars. Þau fluttust þangað haust i ið 1950. í Aguascalientis eru margar fagrar bvggingar frá fyrri tímum. Um strætin bruna gljáai di bílar útlendinganna en mexikanska j konan ber byrði sína á höfði eða öxl og karlmennirnir hylja anölit sitt með barðastórum höttum. EGGJASUDAN OG MIEYTAN — Viðbrigðin voru mikil, sagði frú Margrét, er Morgunblaðið átti tal við hana áður en þau hjónin Eina íslenzka fjölskyldan í IMexiké. Einar Egilsson verk- smiðjustjóri og kona hans Mar- gréí Thoroddsen, ásamt börnum þeirra, Þórunn á handlegg inóður sinnar, Egill og María. héldu vestur að, aflokinni heim- sókn til ættingja og vina hér lieima. Það var allt nýtt og okkur cþekkt. Og skemmtileg atvik Urðu íyrstu dagana mörg. Og frú Margrét sagði söguna af því er hún ætlaði að harðsjóða eggin. Hún lét þau sjóða í 10 mín Útur en þá voru þau -enn iinsoð- jn. Það var heldur ekki eðlilegt hvað fólkið þreyttist fljótt, og hvað mikið ger þurfti í kökurnar. •— Síðar koin í Ijós að allt þetta stafaði af því hve loftið var þunnt þarna í 1800 m hæð. — Við búum í 103 þús. íbúa borg er heitir Aguascalientis, sem á íslenzku merkir: heitar upp- Sprettur. Að því levti minnir borg ín okkur á “Reykjavík og ná- grenri. E:i þar eru uppspfetturn- ar ekki rotaðar til uppkitunar húsa, því siík upphitun er éngin. Að vísu væri hennar þörf um 2 mánuði ársins, einkum þó eS næt- urlagi, en ekki þvkir taka því að setja hana í húsin. Qg um ió’a- lc-ytið er íslendingar hér heima ganga um göturnar dúðaðir kulda úlpum og treflum. og eru samt stirðir af kulda, leika mexikönsk börn sér á sundbolum einum fata og hvítklæddi maðunim á göt- tmni í Aruascalientis leitar uppi skugga húsanna og trjárma og felúr andlit sitt undir barðastór- Vim stráhatti. — Þó þykir lofts- lagið í borgunum uppi á háslétt- unni ákaflega gott og heilnæmt,* en niðri á láglendingu við strönd ina er hitinn útiendingum óþol- andi. DAGUR MEXIKANANS — Lífið í mexikánskri borg byrjar klukkan 6 að morgni, seg- ir frú Margrét, er víð spyrjum um daglegt iíf í Mexikó. Þá íðar allt af lífi á markaðstorgum. Verka- maðurinn byrjar vínnu sina og. verzlanir opna kL 9. Klukkan hálf tvö fellur allt athafnalíf í dvala. Fólkið snæðir góðan mat. Ríka fólkið snæðir allt að 5 rétta mál- tið, fátæklingurinn sín hrisgrjón og sojabaunir. Eftir það tekur við 'iinn frægi „siesta" eftirmiðdags- blundw og klukkan fjögur um daginn vakna menn til lífsins aft- ur og stritsins og vinna til hálf átta. Þannig líður tíagurinn hiá hin- um værukæra Mexikana. En smá saman hefur þetta verið að breyt- ast og í höfuðborginni Mexico City, er um það bil búið að af- nema ,,siesta“-blundinn. I smærri borgunum og i sveitunum er hir.- um gömlu siðum hins vegar fylgt dyggilega. — Og Mexikanar eiga fleiri siði sem okkur finnast einkennilegir. Á dansleikjunum, sem eru þó færri en i vestrænum ríkjum, má sjá unga "ólkið 'lansandi, en v. behkjunum meðfram veggjunum sitja sællegar mæður ungmeyj- anna og fylgjast með hverri hreyf ingu dætra sinna. Réttur mexi- k^nskra kvenna er. ekki upp á mnrfra fiska. Konan hefur t. d. ekki kosningarétt né kjörgengi. Veiting slíks réttar var þó kosn- ingabeita við siðustu t0rsetakosn irnar, en loforðið hefur ekki ver- ið' efnt ennþá. Og nefna mætti einn sið þeirra’ e”in. Hann er sá að þeim mega i eliki trúarinnar vegna borða kjöt, á föstudögum. En oft er erfitt j um útvegun fisks. Mesta lostæti j Mexikanans er saltfiskur og sú | íæða er fimmfalt dýrari en bezta j nautakjöt. Oft er erfitt um út- vegun har.§, uppi á iiasléttunni hjá okkur og hefur það aðallega verið norskur saltfiskur sem fengizt hefur þar. Nú er hins- vegar líklegt að íslenzkur salt- flckur muni verða fluttur þang- að en sá er hængunnn á að breyta þarf um verkun hans til þess að hann falli Mexikananum í geð. TVEIR AFMÆLISDAGAR ÁR1.EGA — Og hvernig kunmð þér við Mexikanann? — Hann er hjálpsamur og fjörugur en latur: Verkamaður- inn vill fá sér vinnu í 2—3 daga og síðan njóta þeirra peninga sem hann heíur unnið sér inn. Ekki endilega með því að drekka, heldur að lifa í nokkra daga án þess að þurfa að vinna. Mexikan- j ar halda hátíðlega fleiri frídaga en jafnvel við íslendingar. Þeir j hafa öldum saman átt í styrjöld- j um og uppreisnum verið kúgað- j ir og hrjáðir, notið sigra og ver- , ið auðugir. Fjölmarga daga ár- • lega halda þeir hátíðlega 1 í tilefni af því að þann dag fyrir tugum ára unnu forfeður , þeirra sigur í einhverri uppreisn.! Þeir eru og strangkaþólskir og heita flestallir eftir einhverjum dýrligi (Maria, Josef o. s. frv.). I Og í tilefni _af því halda þéir hátlðlega tvo afmælisdaga sína árlega. Bæði fæðingardag sinn og dýrlingsins og sá siðartaldi er öllu hátíðlegri. HÁTÍDARNAR TVÆR Og yfirleitt skemmta þeir sér ekki mikið. Ef til vill eru þeir of latir til þess. Þeir halda stór- \ ar hátiðir tvisvar á ári og láta að mestu þar við sitja. Sú fyrri er í apríl og er einna hátíðleg- I ust haldin í borginni þar sem við búum. Þangað streymir fjöldi fólks hvaðanæfa að og á þessari hátíð fara fra:*.i vinsæhr hana- slagir sem mikið 'er veðjað á, nautaot, dansskemmtanir og spila víti eru rekin meðan á hátíð'- inni stendur en eru annars ekki layfð. S?ð:ri hátlð ársins stcndur í hálfan mánuð rétt fyrir jólin. Þá dansa þoir á.hverju kvöldi en að hátiðinni lokinni er samkomu- húsunurn lokað og beðið þar til Áapríl. — Er m'kil drykkja samfara þessum hátíðum? — Nei. Mexikaninn drekkur sitt létta vín daglega og vín er ákaflega ódýrt. E.n viðburður er það ef dnikkinn maðtir sést á ferli. í landinu er lítið um sterka tírykki að undanskildu víni er þeir nefna Tequila. Það er unnið úr kaktus, er likt og líkjör en þó mjög rammt. En til að taka remmuna af hafa þeir sín ráð. Þeir setja nokra dropa af sítrónu- ! safa á handabak sér og strá salti Framhald á bls. 12 > ÞAÐ hefir verið einkennilega hljótt um þennan merkismann. Hyers vegna heíir hans ekki ver- ið minnst? Þvi er hljótt um þá menn yfirleitt, sem gnæía yíir fjöldann, að hyggni, atorku og athafna mætti og eiga rikastan þátt í því, að lyfta þjóðinni upp úr fátækt til sjálfsbj&rgar? Þvi er ekki merki þcirra rnanna lyfi hátt, sem gæddir eru þeim hæfi- leikum, kjarki og einbeitni, að hefja sig upp úr allsleysi, afia sér sjálfir menntunar pg þekk- ingar og stofna síðan atvinnu- fyrirtæki, sem leiða af sér, að margir menn fá lífvænlega at- vinnu, drjúgar fúlgur eru borg- aðar til ríkis, bæja og sveitar- íélaga og lagt í varasjoð, til þess að standast óhöpp og tryggja framtið fyrirtækjanna? Þeir menn, sem þannig er ástatt um, eru meðal allra beztu þegna þjóðlélagsins, án tillits til þess, hvaða stétt þeir heyra til. Allar stéttir þjóðfélagsins eru virðing- arverðar. Þær hafa orðið til að þjóðfélagslegri nauðsj’ii og hæfi- leikamennirnir, traustu og stað- föstu hefja þær upp. Athafnamaðurinn a stöðugt við margskonar erfiðieika að etja. Útgerðarmaðurinn og bónd inn eiga mikið undir veðri og verðlagi. Iðjuhöldurinn og kaup- maðurinn eru einnig háðir því, hvernig nefndum aðiljum farn- ast og auk þess allskonar verð- sveiflum og nýungum á sviði viðskiptanna og ekki sízt harð- snúinni samkeppni, þegar hún er leyfð. Allsstaðar reymr því mik- ið á hyggindi, dugnað og kjark athafnamannanna. Allir athafnamenn þjóðarinn- ar og þeir, sem atvinnufyrirtækj- um stýra, verða að miða útgjöld sín við þær tekjur, sem fram- leiðsla þeirra gefur af sér. Þetta snertir einnig bændur til sjávar ofg sveita ásamt ríkisstjórninni. Á hinum mestu og beslu fram- faratímum seinni ára, hafa margs konar félög orðið til. Hver ein- asta stétt í þjóðfélagínu hefir gengið í hagsmunafélag og öll þessi /nagsmunafélög eiga það sameiginlegt, að heimta meiri gæði sér til handa, meira kaup. Og flestum kröfum hér að lút- andi er beint til ríkisstiórnar- innar. Svo fyrirferðarmikil og átakanleg er þessi kröfuherferð orðin, að framleiðslan til sjávar og sveita, beinir nú einnig þang- að kröfum sínum um úrbætur ef halli verður á framleiðslunni, hvort sem um er að kenna mönn- -unum, sem stýra henni, eða ekki. Sum af þessum nefndu íélögum virðast til orðin eingöngu í þeim tilgangi, að gera kröfui til ríkis- stjórnarinnar. Allt var þetta andstætt hin- um látna merkismanni. Hann skildi vel, að það var memlegur misskilningur, að beina kröfilm um bættan hag íil rikisstjórnar- innar. Féð sem hún heíur handa á milli er frá framleiðslunni. Kröf urnar um bættan hag eru því ákall til framleiðslunnar um það að framleiða meira, láta nieira af hendi rakna. Hagsýnn og glögg ur á þessi sjónarmið, hai'ði hann ávallt gert kröfur til sjálfs s:n og hvorki sparað krafta sálar né líkama til þess að afla fjár, sjálf- úm sér og öðrum til nytja. Hann var hreinskilinn og yfirlætis- laus og duldi ekki það áiit sitt, að öllum 'innan hinna mörgu hagsmunafélaga, bæri að gera hið sama. Ekki var hann heldur myrkur í máli um það álit sitt, að fyrirtæki ættu að standa eða falla óháð stjórnmálalegum af- skiftum, að því er rekstur þeirra snerti. Þar ætti keppnin á ibilli hæfileika mannanna að ráða úr- slitum. Páll Stefánsson var "æddur 18. maí 1869 að Þverá í Laxár- dal í Suður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp hjá móðursystur sinni, Bergljótu Guttormsdóttur og manni hennar Jóni hrepps- stjóra Jóakimssyni. Kominn var hann af merkum ættum úr Múla- og Þingeyjarsýslum. Við það tækifæri, þegar hann var sæmdur heiðursmerki 'álka- orðunnar komst hann svo að orði: „Uppeldi mitt í æsku varð und- irstaða undir öllu lífi minu. Það var blátt áfram vinnumanns og bónda uppeldi. Heimilið var eitt af bestu heimilum á Norður- landi. En í þá daga voru góð heimili nokkurskonar bændaskól ar, eins og sagan sannar. Vinnu- menn af slíkum heimilum urðu fyrirmyndar bændur, sem þola samanburð við þá, sem nú út- skrifast úr hinum meira og minna pólitísku búnaðar- og íþrótta- skólum, sem þeir með styrkveit- ingum eru keyptir til að fara á. — Ailur hugur minn frá því ég var 10 ára snerist um búskap“. En þegar hann var orðinn þrítugur að aldri sneri hann sér að kaupsýslustörfum og taldi þau skyld búsýslustörfum. Hann var orðlagður fjármaður í sveit sinni. Skyldleikinn er auðsær. Manndómsmaðurinn skifti um starfssvið. Eins og kuiinugt er, heppnaðist kaupsýsla hans vel, alveg eins og fjárgæzlan hjá vinnumanninum, og sömuleiðis það atvinnufyrirtæki, er hann seinna stofnaði, bílasala, ásamt varahlutum til þeirra og viðgerð- um. Veitti hann þá mörgum mönnum atvinnu. Komu þá fcezt í ljós þeir kostir hans, er veittu honum gengi, atorka, fyrirhyggja og skapfesta. Fór sérstakiega orð af því, hve áreiðanlegur hann var í öllum viðskiftum, svo að aldrei bar út af. Færi ég hér eitt tíæmi um þetía: Atvinnurekandi sem haíði 14 menn i vinnu, vantaði tiiíinnan- lega sendibíl. Allar tilraunir hans við hið opinbera i þá att að fá bíl, revndust árangurslausar, á sama tíma, sem fjöldi af skrif- stofufólki fékk leyfi fyrir þeim. Snéri hann sér þá í vandræðum sínum til Páls Stefánsáonar og bað hann um sendibíl, ef hann skyldi fá leyfi fyrir þeim. Kvað Páll engar líkur fyrir því og hann gæti engu lofað hér að lútandi, enda búinn að loía svo miklu, að ekki væri á bætandi. Löngu seinna fær hann 10 sendibíla. Páll kvað alla bilana lofaða, en spurði þá hvort hann hefði beðið sig um bíl áður. Hinn kvað svo vera. Páll bað hann þá að bíða í símanum augnablik. Fann hann.þá, að hann hafði skrifað hann hjá sér, sem biðjanda um bíl. Taldi hann þá þetta sem lof- orð og seldi honum bílinn. Þetta eitt dæmi af mörgum, þessi heiðarleki í viðskiptum, va'rð mikilvæg hjálp fyrir at- vinnurekandann, en auk þess leiddi af honurri, að túgir þús- unda runnu í sjóð rikis og bæjar. Bróðir Páls Stefáh3sOÚáT« var Guttormur bóndi að Síðu í Víðidal í Húnavatnssýslu. Þegac hann dó reyndist-Páll ekkju hans og börnum svo vel, að jörðin, Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.