Morgunblaðið - 26.10.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.1952, Blaðsíða 14
14 MORGV N BLA0IB Sunrmðag'ur 26. okt. 1952 ADELAIDE Skáldsaga eítir MARGERY SHARP Framhaldssagan 45 meta upplestur úr verkum Shakespeare fyrir shilling á viku.“ Adelaide hugsaði sig um og sagði svo: „Þú getur verið hér ef þú vilt". 5. Hann svaf í stofunni. Adelaide heyrði í gegn um þunnan vegginn þegar hann gekk hljóðlega um. Hún héyrði að hann hellti vatni aftur í vaskinn og flutti til stóla. Hann var ekki nærri eins hávaða- samur og Henry, en Adelaide þekkti þó aftur flest hljóðin, án þess þó að það hefði hin minnstu áhrif á hugarró hennar. Henni datt heldur ekki í hug að fárast yfir því hvað mundi vera sagt við slíku sem þessu i Kensington. Hugsanir hennar snérust allar um verkefnið sem hún átti fram- undan .. og brátt mundi hún fá fullt frelsi. Hún hafði ekki boð ið herra Lauderdale næturgist- ingu fyrir það eitt að henni féll vel við hann eða vegna þess að hún væri honum þakklát, heldur einnig vegna þess að hún vildi vera viss um að hann yrði við- staddur næsta dag. Það var ómögulegt að vita hvað fyrir hann kynni að koma, ef hún missti missti sjónar af honum. Það voru auðsjáanlega tilviljan- ir einar sem réðu lífi hans. Það var ómögulegt að vita hvað fyrir hann kynni að koma, ef hún missti sjónar af honum. Það voru auðsjáanlega tilviljanir einar sem réðu lífi hans. Það var tilviljun ein sem hafði orðið til þess að hann hitti hana. Önnur tilviljun gæti ráðið því að hann kæmi ekki aftur. Adelaide var skjótt mun ró legri þegar hún heyrði að hann fór úr skónum. Henni féll vel við hann. Og þótt undarlegt mætti virðast eftir þessa viðurkenningu, þá treysti hún honum fullkomlega. Hún var viss um að hún gæti treyst því að Gilbert Lauderdale kæmi ein- göngu kurteislega fram við hana og eins og heldra manni sæmdi. Hún setti ekki einu sinni stól fyr- ir dyrnar á svefnherbergi sínu. 4. kafli. Adelaide hafði ekki ímyndað sér, að síðustu afskipti hennar af frú Mounsey mundi verða jafn erfið og raun varð þó á. Allt fór þó rólega fram í byrj- un. „Svínið“ kom másandi upp tröppurnar eins og venjulega á mánudagsmorgna, barði að dyr- um eins og Adelaide hafði kennt henni, og gekk inn. Þegar hún kom auga á Lauderdale, kom hik á hana. Hún leit af honum á Adelaide, en lét þó enga undrun í ljós. Adelaide þekkti nú orðið hugsanagang ,,Svín,sir.s“ og þótt- ist vita að fyrst datt henni í hug að fá meira fé í sinn vasa út á hann. Hún sá að „Svínið“ gaf þó jafnskjótt þá hugmynd upp. Hún hafði ekkert illt í huga og ætlaði ekki að koma af stað neinum ill- deilum. „Góðan daginn,. vina“, sagði hún. „Ég skal ekki tefja þig úr því þú hefur gest“. „Þú verður kyrr, því ég þarf að tala við þig“, sagði Adelaide. „Þú ert komin til að sækja tíu shillingana ....“. „Svínið" leit aðvarandi á hana og svo á herra Lauderdale. „Viltu að hann heyri bað?“ sagði hún í hálfum hljóðum. „Já“. „En ég kæri mig ekki um það. Hann er mér ókunnugur og ég skipti ekki við fólk þegar ókunn- ugir eru viðstaddir“ Frú Moursey varð hranalegri í málrómnum. „Hver|i fjahdann er ha.nn lijía.að vilja hér? Hver er hann?“ „Hann er vitni“, sagði Aaelaide, „að því að ég borga þér ekki framar tíu shillinga á viku“. „Auk þess er ég lögfræðingur“, sagði herra Lauderdale. „Ég var einmitt að segja frú Lambert það að hún getur höfðað mál gegn þér, ef hún kærir sig um það“. Frú Mounsey bliknaði snöggv ast undir þessu tvöfalda áhlaupi. Hún vafði sjalinu betur um sig og ki’osslagði hendur :raman á maganum. „Lögfræðingur", endurtók hún hæðnislega .. og af útliti herra Lauderdale átti hæðnishreimur- inn ef til vill rétt á sér. „Já, hann er ögn lögfræðingslegur, eða hvað? Hvernig hefur hann farið að því að ljúga því að þér?“ „Skildir þú hvað ég sagði?“ sagði Adelaide. „Þetta er einhver óþverra blóð- sugan. Hann er að reyna að nota sér af sakleysi þinu. Ég vona bara að þú hafir ekki sagt honum neitt sern betur hefði legið kyrrt“. „Ég heí sagt honum allt“ sagði Adelaide. „Þá ertu heppin að eiga mig að. Ég skal gæta þín“, sagði „Svínið“ og setti upp umhyggjusvip. Adelaide var ekki við þessu bú in. Hún vissi að það var ekki rétt að gefa henni ráðrúm til að tala. Hún átti vara að lýsa yfir ákvörð- un sinni og reka hana svo á dyr. Herra Lauderdale var auðsjáan- lega á sama máli, því nú stóð hann upp og gekk á milli þeirra. „Þú heyrðir hvað frú Lambert | sagði. Hún borgar þér ekki eyri framar. Þú þorir ekki að fara til j lögreglunnar og hún veit það. Þér ' er betra’ að minnast ekki á það framar að elta hana. Þú sleppur i vel með þessu. Og hypjaðu þig svo út“. „Svínið ‘ hreyfði sig ekki. Hún stóð í sömu sporum og einblíndi á Adelaide. I „Jæja“, sagði Lauderdale. „Þá kærir frú Lambert þig fyrir þjófn að á húsmunum og öðru“. | Adelaide velti því oft fyrir sér á eftir hvers vegna frú Mounsey var svona illa við að vera kall- aður þjófur. tlún var þjófur og allir vissu það. Þjófnaður taldist varla til afbrota í Britannia (Mews. En nú þoldi hún ekki að heyra það nefnt. „Skárri er það nú þjófnaður- inn .. ég hef ekki tekið annað en það sem hún gaf mér sjálf af tómu þakklæti fyrir hvað ég hef verið henni góð. Ég hef ekki snert neitt, nema það sem hún gaf mér. Og það eru nú tvö ár síðan. Tvö ár....“ „Ef hún segir að þú hafir stolið því fyrir nokkrum dögum, þá trúir lögreglan henni“. „Og ég segi það ef þess gerist þörf“, sagði Adelaide. Þá missti frú Mounsey alla stjórn á sér. Rödd hennar varð að hásum skrækjum. Hún jós yfir 1 þau skammar og blótsyrðum. jTveggja ára gremja hennar yfir | að hafa orðið að vera sem þjónn j Adelaide fékk nú útrás. Hún kad aði hana öllum þeim ónefnum sem hún átti til. Adelaide tók höndunum fyrir eyrun, en röddin jókst um allan helming og orðin urðu æ ljótari. Þegar þannig j hafði liðið ein minúta, gekk herra Lauderdale að henni, og rak henni löðrung. j Hún riðaði við, spýtti út úr sér blóði og réðist á hann. Lauder- dale vék til hliðar svo högg henn ar geigaði. Hún rakst á borðið, og stóð þar másandi blóðrauð í fram an eins og hún næði ekki andan- um. Hún snéri sér að honum aft- ur. Af handatilburðunum mátti sjá að hún hafði einhvern tímann verið æfður slagsmálahundur. En !nú var hún svo feit að hún gat ekki einu sinni varist. Þegar Lauderdale nálgaðist hana aftur bjóst hún ekki einu sinni til varn ar. „Ó, .. ekki", hrópaði Adelaide. „Ég verð“, sagði Lauderdale. Hann var orðinn náfölur í fram- an eins og hún. „Þetta er það eina sem hún skilur“. Og hann sló hana aftur og aftur. Frú Mounsey hefði dottið um koll, ef hún hefði ekki stutt sig við borð- ið. „Ef þú yrðir nokkurn tímann á frú Lambert framar, þá skal ég brjóta hvert bein í skrokknum á þér“, sagði herra Lauderdale. „Hypjaðu þig svo út“. „Svínið“ staulaðist í áttina til dyranna, studdi sig við borð og stóla. í dyrunum leit hún snöggv- Hrói höfttur snýr afftur eftir John O. Ericsson 37. — Hann veitti honum svo vel, að þessi miskunnsami sam- verji gat varla á fótunum staðið þegar ég kom aftur í krána með nokkra af mönnum okkar. Við tókum hann áður en hann gat svo mikið sem deplað augunum einu sinni. Svo varð hann að ríða öíugur um allt þorpið á eftir. Ég á að skila kveðju frá honum og segja, að þá hafi hann verið virðulegur á að líta. Nú er hann þar, sem allir heimsku- drjólar eiga að vera. — Þú átt við ... . ? — Já, neðst í turninum. Við brugðum honum hælkrók! og létum hann velta niður alla stiga. Það er bezta aðferð, sem til er að telja stigaþrep. Siöttólíurinn giotti ánægður. Guy skellti staupinu í borð- ið, svo að hinir þykku eikarplankar skulfu. — Það var ágætt, Stork! öskraði hann. Þú hefir unnið verk ,þitt vel. Stork reigðist eins og páfugl undir lofsyrðunum. Hann! laut kumpánlega að Guy. — Hvað er nú, Stork? Hefurðu nú eitthvað á samvizk- unni? Ut með það þá! j — Þegar við létum hann velta niður stigann, missti hann af sér hettuna. Og skyndilega sá ég, að hárið á honum var svo einkennilega þunnt ofan á hvirflinum. — Við hvað áttu? — Ég héid að við höfum veitt alveg óvanalega vel, herra. Snoðklípptur munkur, sem lætur hár sitt vaxa heíir áreið- anlega sínar ástæður til þess. Haustrevýjan Sýriing í Sjálfstæðishúsinn í kvöld kl. 8,30. :j Dansað til klukkan 1. Næsta sýning í Sjálfstæðishúsinu annrið kvöld, sunnudag. «| Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 — Sími 2339 ■' HLJÓMLEIKAR ! i ■ (Breytt efnisskrá) -j ■ í Austurbæjarbíói á morgun kl. 7. Aðgöngumiðar seldir í Hljóðfærahúsinu og Hljóðfæra- ■! verzl. Sigr. Helgadóttur. 3 ■ Síðasta sinn. : DANSLEIKUB í Vetrargarðinum í kvöid kl. 9. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar. Miðapantanir í síma 6710 eftir kl. 6. L. S. Hluta veltca hefst í Listamannaskáianum kl. 2 í dag Freistið gæfunnar. Kastið krónunni. Komið beim með matarforða til vetrarins. BansaÖ í dasf frá klukkan 3,30 — 5 Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar. Tjarnarcafé. Til leigu 65—7 0 ferm. rakalaust geymslupláss hentugt fyrir vörulager. Upplýsingar í síma 2761. 14 m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.