Morgunblaðið - 26.10.1952, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.10.1952, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 26. okt. 1952 Hallgs‘int2iiTBS$a s NámskeiS íyrir KvenféSag Haílqrímskirkiu 'ssngkeiwara * h T\/rr»-pnTTM V.ofc.T V.Ó hefur merkjasölu á mðrpn KVENFÉLAG Hallgrímskirkju hefir merkjasölu, á mánudag-1 inn hinn 27. okt. Hægt hefur miðað byggingu j Hallgrímskirkju í Reykjavík. En nú mun óhætt að gera ráð fyrir því, að hafizt verði handa :neð vorinu, og grunnurinn steyptur undir kirkjuskipinu. Segja :ná, I að starfsskilyrði safnaðarins séu enn ekki orðin eins og bezt verði á kosið. Kirkjan hefur á undan- förnum árum verið svo mikið notuð, að fá samkomuhús, sam- bærileg, komast til jafns við hana. Hún er engan veginn nægi- leg fyrir það starf, sem innt er af hendi á vegum safnaðarins. Skýrsla meðhjálparans sýnir gleggst, hve margskonar starf það er. Ég birti hér til fróðleiks skrá yfir þær athafnir, sem fram fóru í Hallgrímskirkju árið 1951.1 Messur, 91 .ið tölu. Barnaguðspjónustur 23, Altarisgöngur, utan alm. guðs- bjónustu, 10. Föstumessur C, Bænasamkomur með Passíusálma söng 32, Biblíulestrar 24, Kristilegar samkomur, alm., 22, Barnasamkomur 11, Kennslustundir við fermingar- undirbnúning 37, Skírnir, utan alm. guðsþj., 21, Hjónavígslur, utan alm.guðþj. 35, Jarðarfarir og kveðjuathafnir 14, Söngsamkomur fyrir almenn- ing 3, Söngæfingar 23, Safnarafundur 1. Alls er hér því um að ræða 413 athafnir á árinu. (Hér eru þó ekki taldar skírnir, eða altar- isgöngur, sem fram fara í messu á sunnudögum, af því að þær tel ég ekki sem sérstakar athafn- ir). Kirkjan er lítil, og við sum- ar guðsþjónustur svo lítil, að til hreinna vandræða horfir. Eitt sinn var því haldið fram, að ekki væri sérstök þörf fyrir fleiri kirkjur í Reykjavík. Reynzlan hefur sýnt allt annað, eins og vænta mátti. Og þó verð- um við hér að fara að mestu leyti á mis við það, sem í öðrum lönd- um er talið með sjálfsagðri menn- ingarstarfsemi, og ekki er hægt að framkvæma nema í stórum kirkjum, og á ég þar við flutning stórra kirkjulegra músíkverka. Þjóðleikhúsið bætir úr þörfinni fyrir stóran sal fyrir veraldlega músík, en ekki kirkjulega. Tilefni þess, að ég rita þessar línur n.ú, er Hallgrimsmessan hinn 27. okt. næstkomandi mánu dag. Allt árið um kring sendir fólk gjafir og áheit cil Hallgríms- kirkju, og sendingar þær bera vott um að fólk víðsvegar um landið hugsar hlýlega til hennar, engu síður en Reykvíkingar, enda er svo til ætlast, að hér rísi eins konar landskirkja, sem þakklætis vottur þjóðarinnar allrar til hins mikla skálds. En á bessum minn- ingardegi, ártiðardegi séra Hall- gríms, hefur kvenfélag safnaðar- ins jafnan haft sérstaka merkja- sölu til ágóða fyrir kirkjuna. Dagur þessi hefir jafnan verið haldinn háltíðlegur með sér- stakri messu, þar sem sungin hafa verið hin gömlu tónlög, og fylgt gömlum formum frá tíð sr. Hallgríms. Verður svo gert nú sem endranær. Hafa prestar kirkjunnar skifzt á um að pré- dika, cn fyrrverandi sóknar- prestur, séra Sigurbjörn Einars- son prófessor aðstoðað við messu sönginn. Verður svo einnig í þetta sinn, nema vegna fjarveru undirritaðs mun hann nú einng halda predikunina. Altarisganga fer fram og verða sungnir þeir söngvar, er óður fyrr tilheyrðu þeirri athöfn. Með tvennu móti getur safn- aðarfólk og aðrir lagt sinn skerf til uppbyggingar dagsins — með þátttöku í ninningarguðsþjón- ustunni, og með því að leggja sinn skerf fram við fjársöfnun kvenfélagsins. Megi guð blessa hvorttveggja tillagið, hið and- lega og efnislega. Jakob .Tónsson. II!L dómsmáiaráitiireyJisiiis Framhald af bls. 1 hátterni konu nokkurrar, er var viðstödd knattspyrnukappleik í Vestmannaeyjum síðari hluta ágústmánaðar. Við rannsókn sennaðist, að kona þessi, sem er erlend og var þarna í fylgd með nokkrum löndum sínum og er komin nokkuð á fimmtugsaldur, varð gripin ákafri lofthræðslu er hún hafði klifrað upp í brekku. Urðu tilburðir hennar af þeim sökum og það, að hun fór úr rifnum sokkum, er síðar voru hirtir og afhentir lögreglunni, til- eíni þeirra frásagna, er sum blöð birtu um atburðmn, og er ekk- ert fram komið er gefur minnstu ástæðu til að telja þetta atvik til stuðnings söguburðinum um hið umrædda lyf, eins og gert var í Þjóðviljanum, þar sem einnig var ranglega frá því skýrt, að’ stúlkan hciði verið íslenzk. FÓSTURFUNDURINN í umræðum sínurti um þessi mál blandaði Þjóðviíjinn einnig umtali um fósturfund á Kefla- víkurflugvelli á s. 1. ári, og itrek- aði fyrri ásakanir sínar á dóms- málastjórnina af því tileíni. Mál þctta var mjög ítarlega ránnsak- að á sínum tíma, enda fyrirskip- aði dómsmálaráðuneytið tvivegis framhaldsrannsókn í því. Við rannsókn sannaðist, að kona, bandarísk að fæðingu en ^gift íslenzkum starfsmanni á flugvellinum, hafði misst fóstur og eru allar líkur til og ekkert sem bendir til hins gagnstæða, að það sé hið sama fóstur er nokkru síðar fannst og blaðaskrif spunn- ust um. Af hálfu hennar og manns hennar var ckkert sak- næmt í þessum efnum, en telja verður að læknir sá, sem hlut átti að máli, hefði átt að sjá um brennslu fóstursins á eftir, þó að fyrir því væri sú afsökun, að um þessar mundir var verið að leggja niður gamlan spítala og flytja í nýjan, og spruttu mis- tökin af því. Þar sem dómsmálastjórnin taldi að opinberar umræður um þessi efni væru til þess lagaðar að ýfa harma aðstandenda, taldi hún á sínum tíma rangt að skýra frekar frá málinu en þá var gert. Þar sem umræður hafa nú ver- ið vaktar upp um þetta aftur, er óhjákvæmilegt að skýra frá þessum staðreyndum þeim til fróðleiks, er hið sannara vilja hafa. HEITIÐ 4 MENN TIL STUDNINGS Það er skylda dómsmálastjórn- arinnar að halda uppi lögum og rétti í landinu og hestir hún á alía góða menn til síuðnings í þeim efnum. Sjálfsagt er að rann saka tii hlítar aliar sakargiftir er ábyrgir aðilar bera fram. Kviksögur og lausan söguburð, ssm enginn vi!I leggj.a nafn sitt við, er erfiít að eliast við. í þeim tilfellum, er að framan hafa ver- ið rakin, hefir það samt verið gert með þeim árangri, að eng- inn flugufótur hefir reynst fyr- ÁX söguburðinum. Á MORGUN hefst hér í bæ nám- skeið fyrir söngkennara. Verður það haldið í Gagnfræðaskóla Austurbæjar á mánudagskvöld- um kl. 8V2—10. Námskeið þetta, sem fræðslumálaskrifstofan gengst fyrir að tilhlutan Söng- kennarafé!ags Is!ands, mun standa tii vors og er þess vænzt að kennarar úr Reykjavík og ná- grenni geti sótt það. Aðallcenn- ari verður dr. Heinz Ede’stein, en hann er að góðu kunnur á þessu sviði eigi aðeins af starfi sínu í Tónlistarskólanum um ára bil heldur vegna kenns!u sinn- ar á söngkennaranámskeiði, sefn Landssamband framhaldsskóla- kennara stóð fyrir vorið 1951. Kennsluaðferðir dr. Edelsteins eru frábærar og ryður hann þar nýjar brautir hérlendis, en síð- asta ár hefir hann dvalið er- lendis og kynnt sér helztu fram- farir á þessu sviði kenns'u- mála. Söngkennarafélag íslands var stofnað um síðustu áramót, en höfuðmark þess er að efla söng í skólum landsins. Aukin mennt- un söngkennara er því helzta baráttumál félagsins. Fyrsta sporið í þá átt var stigið með því, að dr. Edelstein var í baust ráðinn stundakennari við Kenn- araskólann, og námskeið þetta er annað skrefið. Ætlunin er svo að halda námskeið næsta sumar með líku sniði og í fyrra, svo að kennarar utan af landi geti átt þess kost að kynnast nýjung- um í söngkennslu. Aðsóknin í fyrra sýnir glöggan skilning kennara á nauðsyn slíkra nám- skeiða, en söngmálin hafa því miður skipað sorglega lágan sess í flestum skólum landsins til þessa. Það er von Söngkennara- félags íslands að nú verði þar breyting á til batnaðar, enda hefir fræðslumálastjórnin full- an hug á að svo verði. Fræðslumálaskrifstofan tekur á móti umsóknum um námskeið þetta, en formaður söngkennara- félagsins, frú Guðrún Pálsdóttir, veitir einnig allar upplýsingar um það.__________ Söfnin nofuö fil kennslu SAFNVERÐIR frá 25 löndum, þar á meðal frá Danmörku og Svíþjóð, eru nú á UNESCO-nám- skeiði, sem haldið er í Brooklyn- safninu í New York. Þar er fjall- að um nýtir.gu safnanna í þágu upplýsinga og kennslumála, þar eð ætlunin er að nytja nú söfn heimsins á þá lund, að þau verði j virkur þáttur í nútíma fræðslu- kerfi. Meðal "orstöðumanna :iám- skeiðsins er dr. Torsten Althin, sem er forstjóri tæknisafnsins í Stokkhólmi. j Ástæðan til þess, að Brooklyn- safnið varð fyrir valinu sem að- setur þessa námskeiðs var m.a. sú, að safnið hefur unnið skóla- . æsku New York-borgar stórmik- ' ið og einstætt gagn á undanförn- um árum. Sex til sjö hundruð nemendur heimsækja safnið dag- lega og njóta þar kennslu og sjá fræðslukvikmyndir,______ Þýðtngergnesla ré§- Eftir ÁRNA SNÆVARR og BALDUR MÖLLER ‘1 SKAK nr. 13. TefUl 27. ág. 1952 í Helsinki. Ilvítí: Guðjón M. Sigurðsson. Svart: Morel, Svisslandi. Spánskur leikur. 1. e2—el e7—e5 2. Rgl—13 Rb8—c6 3. Bfl—b5 a7—a6 4. Bb5—a4 Rg8—Í6 5. 0—9 Bf8—e7 6. Hfl—el b7—b5 7. Ba4—b3 0—0 Hér er vanalegri leikur 7.. d7—d6. En svartur ætiar sér sýnilega að leika Marshall-af- brigðið hvað sem það kostar. 8. c2—c3 Hér er einnig all góður leikur. 8. d7—d5 Með 8.....d7—d6 gat svart- ur aftur ^veigt inn á vanalegar brautir. C. e4xd5 Rf6xd5 10. Rf3xe5 Rc6xe5 11. IIelxe5 Rd5—f6 12. d2—d4 Be7—d6 13. He5—el Línurnar hafa nú skýrst. Hvit- ur hefir peði meira en svartur nokkra sóknarmöguleika, sem þó nægja varla til að jafna taflið, ef vel er varizt. 13.... Rf6—g4 14. h2—h3 Dd8—h4 15. Ddl—f3 Bc8—e6 Með þessum leik virðist svart- ur of seinn til sóknar. Til greina kom 15. h7—h5 með hótuninni Bb7. 16. Hel—e4! Ha8—e8 17. Bb3xe6 He8xe6 18. Bcl—e3 Hvítur má ekki drepa riddar- ann á g4, vegna mátstöðunnar í borðinu. Hinsvegar er svartur nú neyddur til uppskipta vegna leppstöðu riddarans. 18 .. Bd6—h2t 19. Kgl—fl Ekki 19. Khl, vegna 20... HxH og síðan Rxf2t. 19 .. Rg4xe3ý 20. He4xe3 He6—f6 21. Df3—e2 Bh2—g3 22. He3—f3 Hf6xf3 23. De2xf3 Bg3—f4 Sókn svarts hefir nú fjarað út að mestu, og er hætt við að hvíta peðið róði úrslitum í endatafl- inu. Endalokin koma þó fyrr en varir. 24. Df3—e4 DIi4—116 25. Rbl—a3 f7—f5 26. De4—d5ý Iíg8—h8 27. Hal—el Bí4—d6 28. Ra3—bl BI16—f4 29. Bd5—cð g7—g57? Skemmtilegur afieikur. Svört- um yfirsést drottningartapið. 30. g2—g3 Gefið. Lokastaðan: U W WM lif w H1 ■ ■i i * " --/ ’ ’r/' ymt. Lausn á skákþraut 19. okt.. 1. g3—g4. 2. D eða R máta. TAFLLOK. H. M. Lommer. (Schweiz. Schachs. 1932) Hvítur leikur og heldur jöfnu. Húshjálp — íbúð Þeim, sem getur leigt fá- mennri fjölskyldu 2—3 her- bergja íbúð, get ég útvegað reglusama stúlku í licihlags- eða hólfdagsvist. — Tilboð merkt: „Sveitafólk — 998“, sendist blaðinu fyrir n-.k. mánudagskvöl d. Lítið HERBERGI til leigu í Hlíðunum. Uppl. í síma 6384. F. I. L. F. I. L. ília!Iundur Félags íslenzkra loftskeytamanna verður haldinn að Tjarnarcafé mánudaginn þann 27. þessa mánaðar klukkan 14. Cgoldln árgjöld verða innheimt á fundinum. Lagabreytingar. Félagar "iclmennið. ! STJÓRNIN LUNDÚNUM, 24. okt. — Hinn 27. nóv. n. k. koma forsætisráð- herrar brezku samvcidisland- anna saman til róðstefnu um efnahagsmál. Verður hún hald- in í Lundúnum og :.nun Churc- hill stjórna henni. Er ráðstefna þessi sögð hin mikilvægasta og umfangsmosta allt frá Ottawa- ráðstefnunni 1932. Á ráðstefnunni verður stefn- an í viðskipta-, tolla- og gjald- eyrismálum mörkuð. Grundvöll- ur þeirra viðræðna verður að reyna að styrkja sterlungspund- ið í sessi og að auka gull og dollaraeign Samveldislandanna. Vetrarstarfsemin hefst á morgun, mánu- dag klukkan 9 e. h. í Miobæjarskólanum og verða æfingar þar framvegis á mánu- dögum kl. 9—10 og miðvikudögum kl. ~7—9. Nýir meðlimir innritaðir á æfingum. Skylmingaíþróttin er jafnt fyrir konur sem karla. íjálfari cr Egil! líalldórsson. S. F. R. Morgunblaðið með morgunka.ífinu —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.