Morgunblaðið - 29.10.1952, Blaðsíða 2
í 2"
MORGVTS BL AÐIB
MiSvIkudagur 29. okt. 1952
Á að meina stúdentum að virina með námi?
k ALDREl hafa fleiri áheyr-
er dur setið þingpallana í vet-
ur, en í gaerdag, er fundur
hófst í neðri deild. Flestir
voru þeir stúdentar úr öllum
deildum Háskólans og höfðu
safnazt þar saman til þess að
hlýða á fyrstu umræðu um
frumvarp til laga um breyt-
ingu á Háskólalögunum. Var
það ellefta mál á dagskrá.
Fóru áður fram atkvæða-
greiðslur, án umræðna um
scx mál, en síðan var Há-
skólamálið tekið á dagskrá,
eftir að deildin hafði veitt til
þess afbrigði. Er þegar sýnt,
að það mun verða eitt mesta
hitamál þingsins.
i( MIDAR \Ð AÐHALDI
:með stúdentum
Fyrstur tók til máls Björn
Ölafssor, menntamálaráðherra,
en hann lagði fram frumvarpið
af hálfu ríkisstjórnarinnar, er
flytur það samkvæmt ósk og
'beiðni háskólaráðs.
Kvað Björn frumvarpið miða
að því að veita stúdentum meira
aðhald við námið en verið hefur.
Vék ráðherrann síðan að hug-
takinu „akademiskt frelsi“ í
..■æðu sinni, skýrði það og kvað
ialdrei hafa verið til þess ætl-
azt, að það veitti mönnum rétt
Æil þess að eyða ótakmörkuðum
xíma í nám sitt, væri það engin
afsökun fyrir leti og slóðaskap.
Yrðu menn að varast að byggja
Itröfur sínar á slíkum fullyrð-
•ingum.
Þá vék ráðherrann að íþrótta-
skyldunni, en eins og skýrt var
frá á forsíðu blaðsins í gær, er
,svo ákveðið í lögunum, að ljúki
stúdent ekki þeirri einu skyldu-
mámsgrein í Háskólanum, skuli
honum settar strangari prófkröf-
lir í fræðigrein sinni en ella.
■Kvaðst ráðherrann þess fullviss
að stúdentar væru ekki almennt
andvígir íþróttaákvæðinu.
★ íVÐALSMERKIÐ
Aðalsmerki góðra háskóla eru
íþróttaiðkanir en það hefir sann-
arlega borið ákaflega lítið á því,
að stúdentar hér sköruðu fram
úr á íþróttasviðinu, með nokkr-
um undantekningum þó. En ríkið
hlýtur að gera þær kröfur til
háskólaborgara að þeir kasti
ekki fé þess á glæ, að ekki sé
undir duttiungum hvers stúdents
komið, hve lengi hann sé við
námið og hve miklu fé hann eyði
á þeirri braut. Yrði hér að spyrna
fast við fótum.
★ VINNAN ER IAFN-
'ÞROSKANDI OG NÁM
Þá reis á fætur Magnús Jóns-
son. Menntamálaráðherra hefur
tagt hér fram þetta mál fyrir
deildina, sagði Magnús, skýrt það
og kveðið framgang þess hinn
nauðsynlegasta. En ég vil leyfa
.mér að gera þar við nokkrar at-
hugasemdir.
Það er ekki nema eðlilegt og
•vjálfsagt, að gcra eigi nokkrar
kröfur tii stúdenta, enda ættu
beir fullvel að geta við þeim
orðið. Hitt er annað mál, að líta
’þarf á fleiri atriði í þessu máli,
en hér hafa enn komið fram, og
kvaðst Magnús þar um geta rætt
af nokkurri reynslu, frá háskóla-
dvöl sinni.
Svo er málum háttað hér á
'tandi, að menntamenn vihna
najög fyrir sér sjálfir, meðan þeir
stunda námið og hefur svo verið
tengi. Þetta héfur hina mestu
uppeldislaga þýðingu og skap-
ar möguleika til mjög aukins
Jsroska hvers manns. Það er
fjarri því að vera einhlítt til
menntunar, að menn lesi allar
stundir. fræðirit, heldur öðlast
menn jafnframt mikinn þroska
• snertingu við hversdagsiífið og
treysta helzt dug sinn í baráttu
við erfiðleika þess. Meirihluti
íslenzkra stúdenta hefur jafnan
haft þennan hátt á af lífsnauðsyn
og íslenzkir stúdentar kosta
flestir nám sitt sjálfir.
* STÚXENTAR. ALJL . . ,
SLÆPAST EKKI
Því liggur það í augnm uppi
Iþróttirnar ilikmsitó ðiáskóli
hvílíkt glapræði það væri, ef
nú á að fara að setja reglur
um stranga námssókn, sem
myndi hindra stúdenta mjög
frá vinnu. Það mun sannmæli,
að enginn íslenzkur stúdent
leikur'sér að því að slá slöku
við námið og vanrækja tima
að ástæðulausu, ef hann hef-
ur á annað borð í hyggju að
Ijúkr. nrófi.
Því hljóta allir sem um þessi
mál ræða af sanngirni að taka
J tillit til sérstöðu íslenzkra stúd-
! enta, og nauðsyn þeirra á að
vinna fyrir sér, en dæma ekki
'frá þeim sjálfsbjargarviðleitni
; þeirra, einkum þegar svo harðn-
ar í ári sem nú.
I Vék Magnús siðan að öðrum
þætti þessa máls, íþróttaskyldrf
unni. Várpaði ’nann fram þeirri
I spurningu, hvort óhæfilega langt
J væri ekki gengið, ef stúdent, sem
ekki lyki leikfimisskyldu sinni,
J yrði að gangast undir strangara
próf í fræðigrein sinni en ella.
Hér væri íþróttunum skipaður
J sérstakur sess, sem blátt áfram
; myndi leiða til þess að náms-
, mönnum gætu orðið þær að fóta-
, kefli á námsbrautinni. Það eyk-
ur sannarlega ekki færni stúd-
enta í t. d. læknisfræðum eða
lögfræðum, þótt þeir geti hopp-
að yfir hestinn, sagðr Magnús.
★ UNDANÞÁGA HEIMIL
Þá tók menntamálaráðherra
aftur til máls og kvað hann að-
eins verá talað urn kennslu í
leikfimi én ekki próf. Reyndar
væri og fremur • linað á ákvæð-
um um íþróttirnar, þar sem
stúdentum væri ekki lengur
meinað að taka próf, vanræktu
þeir leikfimina, heldur yrðu þau
nú aðeins þyngri af þeim orsök-
um. Vék ráðherrann síðan enn
að hinu akaderniska frelsi og
kvað það mjög viða við háskóla
vera að hverfa úr sögunr.i. Ekki
væri heldur viðeigandi að reka
æðstu menntastofnun þjóðarinn-
ar, án nokkurs cftirlits með stúd-
entum.
Takmarkið væri, að menn
lykju ákveðnu námi á tilsettum
tíma en sjálfsagi væri að veita
stúdentum undanþágur í þessum
cínum frá almennri venju, ef
þörf krefðist.
Þá tók til máls Einar Olgeirs-
son og mælti hann mjög á sömu
lund, sem Magnús Jónsson áður
og undirstríkaði orð hans. Kvað
Einar að furðulegt væri, ef
skylda ætti stúdenta til að búa
alla tíð í Reykjavík og sækja
þar tíma, og myndi það reynast
mörgum efnalitlum sveitastúd-
entinum þungt í skauti, sem oft
hefði lesið hálft árið heima hjá
scr. ICrafan, sem ríkið ætti að
gera í þessum efnum ætti ein-
göngu að vera prófkrafa, en þess
bæri og að gæta, að einstaklihg-
ar, sem vilja og hæfileika hefðu
til að stunda nám, ættu einnig
kröfur á hendur ríkinu, en ekki
eingöngu skyldur. Þeir ættu þær
kröfur, að ríkisvaldið styrkti þá
og styddi námsviðleitni þeirra,
en setti þeim ekki stólinn fyrir
dyrnar eins og hér væri farið
fram á. Aðhald stúdenta ætti
fremur að felast í sjálfsaga
þeirra og námlöngun, og í há-
skóla gætu þeir farið í hundana
sem vild.u. Of mikillar viðleitni
gætti nú í íslenzkum skólamál-
urn til þe,ss að gera Háskóla ís-
lands að menntaskóla af annarri
gráðu og það væri fjarstætt, cð
nokkrum manni skyldi detta í
hug að meðhöndla stúdenta sem
skólabörn.
■k PRÓFIN VERÐA MISMUN-
ANDI STRÖNG
Háskólinn má ekki verða and-
legu.r stöðupoliur, sagði Einar að
lokum. Aðaismerki hans á ekki
að vera leikfimisskyldan, heldur
djúp þekking stúdentanna á ís,-
lenzkri sögu og íslenzkum bók-
menntum.
Þá gekk fram Gylfi Þ. Gísla-
! son, vararektor Háskólans, og
| var manna snarpastur i máii.
i Kvað hann þá Magnús og Einar
: hafa byggt andmæli sín gegn
frumvarpinu nær eingöngu á
'FrVv /n Cr\:
röngum iorsencium. Hefðu þeir
haldið því fiam, að það útilok-
aði, að stúdentar ættu þess kost
að vinna fyrir sér með námim:
og afnænri akadcmiskt írcJsi, og
yki ioks íþróttaskylduna. Þetta
væri hinn versti nrisskiliringur.
Akademiskt frelsi ætti að væra
andlegt frelsi, rétturinn til þess
að sannprófa þekking sína, hvar
sem hennar væri aflað, og það
veitti gtúdentum aðeins þau rétt-
indi að nema svc sem hugur
þeirra girntist og samvizkan byði
þeirn.
Aðalaíriði þessa máis væri, að
Háskólinn áskildi sér rétt til að
prófa þá studenta, er slæptust
við i ám siít með nokkuð öðrum
(strangari) lsætti.
Þetta væri svo sem engin nýj-
dthiHiasemd
Hr. ritstjóri!
í FRÁSÖGN Morgunblaðsins i
dag af írumvarpi því um brayt-
ingar á háskólalögunum, sem nú
er flutt á Alþingi samkvæmt
beiðni háskólans, gætir nokkurs
misskilnings.
Nýmæli í frumvarpinu eru
, þessi:
1) Gert er ráð fyrir því, sem
aðalreglu, að stúdentar skuli hafa
sótt, áður en þeir ganga undir
próf, ákveðinn fjölda eða hundr-
aðshluta kennslustunda í hverri
einstakri námsgrein. Ákveðið
verður í reglugerð, hversu
strangar kröfur eru gérðar iil
timasóknar.
Háskólinn hefur óskað eftir
þessari heimild í samræmi við
þá stefnu, senr nú er uppi víða
um lönd, að háskólar hafi eftir-
•lit með námi stúdentanna og
fkapi þeim nokkuð aðhald. Meiri
hluti þeirra stúdenta, sem ljúka
háskólanámi, leggja mikla alúð
við námið. Er þetta ákvæði ekki
sett þeirra vegna, og þeir munu
í engu þurfa að breyta háttum
sínum vegna þessa nýmælis. En
reynslan sýnir, að sumum stúd-
endum er ekki holt að hafa ekk-
ert aðhald við nánrið. Þeirra
vegna og i þeirra þágu er þetta
nýmæli. Það er fullkunnugt, að
margir menn hafa verið óþarf-
lega lengi við nám og eytt dýr-
mætum tíma til lítils gagns, aðr-
ir hafa gefizt upp eftir margra
ára nám. F.f þetta eftirlit og að-
hald, sem háskólinn óskar að
hafa, gæti orðið til þess að ráða
hér einhverja bót á, ætti enginn
að geta amazt við þvi.
2) Margir stúdentar, sem óska
að stunda háskólanám og ljúka
prófi, eru svo settir, að þeir geta
ekki sótt kennslustundirnar reglu
lega. Eru mörg dæmi þess, að
menn hafa stundað atvinnu að
einhverju leyti jafnframt nám-
inu og lokið prófinu með sóma.
Hætt er við, að ófrávíkjanleg
skylda til að sækja ákveðna tölu
kennslustunda í hverri náms-
grein muni gera þcssum mönn-
um ókleift að íullnægja kröfun-
um, en það vcrður ekki talið
æskilegt. Fyrir því er gerð sú
undanþága frá aðalreglunni, nð
menn geta átt kost á að stunda
nám utanskóla, of kalla nætti,
og sótt kennslustundir, eins og
þeim er fært. En þar sem kenn-
arar eiga þá óhægra að fylgjast
með námi þeirra, cr eðiilegt, að
prófum verði hagað öðru vísi.
Verklegum námskeiðum yrðu
þeir þó að ljúka sem aðrir og
fullnægja skilyrðum, sem sett eru
i sumum deildum um hámarks-
tima rrilli prófa. Sama regla
verðu.r eðlilega oð gilda um þá
stúdenta, er telja sig vera við
nám með eðlilegum hætti, en
hafa þó ekki sótt tíma’, ’éins og’
tilskilið er.
Fyrirsögnin í greininni, íþrótta
skyldan andsrstrikuð, er byggð
á misskilningi. Nú er um að
ræða íþróttaskyldu, sbr. lög nr.
78, 27. júní 1941. Frekar mætti
segja, að slakað væri á þeim
kröfum, sem nú eru gerðar, þar
sem gert er ráð fyrir því, að
gildandi lagaskylda til iþrótta-
iðkana verði felld niður, en í
staðinn komi ákvæði í reglu-
gerð. Þeir stúdentar, sem minnzt
er á í upphafi 2. liðar hér að
framan, gætu þá orðið undan-
þegnir.
28. október 1952.
Alexander Jóhannesson,
rektor.
ung, heldur væri það álþekkt í
menntaskólum og erlendum há-
skólurn, að mismuna mönnum
svo við próf. Ergo: Þeirn nrun
minna, sem menn eru við nám,
þeim mun strangari eiga þau að
vera. Þessi sannleikur væri svo
einfaldur og augijós, að reyndar
ætti gjörsamlega að vera ástæðu
laust um harin að ræða. Hér
eftir myndi háskólanám • því
verða erfiðara fyrir þá, sem ut-
anskóla næmu að hluta, en þá,
ssm tíma sæktu.
■k EINSDÆMIN ERIJ VERST
Þá lýsti Gylfi því loks yfir í
lok ræðu sinnar, að hann hefði
alltaf verið andvígur íþrótta-
skyidu, en með frumvarpinu sé
aðeins verið að skipa þeirn á
sama bekk sem öðrum nárns-
greinum, lagaákvæði fellt niður,
en heimild í þess stað veitt til
þess að auka prófkröfur, ef ván-
ræksla er fyrir hendi.
Enn stóð þá upp Magnús Jóns-
son og svaraði ræðu Gylfa. —-
Kvað hann það röklaust að mcín\
stúdenti próf eða spyrja hann
þyngra á prófum, sökum íþrótt-
anna einna, né mætti torvelda
þeim svo för á braut þekkingar-
innar. Rangt væri farið með mál,
þegar fullyrt væri, að Háskólinn
hlyti fjárhagslegan, bagga af
þeim stúdentum, er ekki sæktu
nám sitt. Þeir mættu þá ekki
í skólanum og hann yrði því
íyrir minnstu útgjöldum þeirra
vegna.
Fjarri væri það loks öllu lagi,
að miða almennar reglur, svo
sem ætlað væri með frumvarp-
inu, við fáa stúdenta, er van-
rækja námið.
Þá tóku erm til máls þeir Gylfi
og Einar og töluðu mjög á sömu
leið og fyrr.
Að umræðUnum loknum, sem
stóðu í tæpar tvær klukkustund-
ir, var málinu vísað til annarrar
umrseðu og menntamálanefndar.
tostir stofniunds
KíiMð'ariicmkœaiS"
Á FRAMHALDSSTOFNFUNDI Iðnaðarbankans, sem haldinn var
s.l. sunnudag voru ýmsar ályktanir gerðar varðandi málefni, er
skipta rekstur og fyrirkomulag bankans i framtíðinni. Áður hefur
verið skýrt frá kosningu í bankaráðið, en hér verður gerð nokkur
grein fyrir ályktunum þeim, er fundurinn samþykkti.
Sameining við Sparisjóð
Reykjavíkur og nágrennis.
Fundurinn samþykkti að fela
stjórn Iðnaðarbanka íslands h.f.
að hefja viðræður við stjórn
Sparisjóðs Reýkjavíkur og ná-
grennis um sameiningu þessara
tveggja stofnana,
Reynist gagnkvæmur vilji fyr-
ir hendi í þessu efni, en gildandi
lagaákvæði komi í veg fyrir sam-
einingu stofnananna, þá verði
unnið að því við Alþingi það er
nú situr að nauðsynlegar breyt-
ingar verði gerðar á þar að lút-
andi lögum.
Atkvæðisréttur ríkissjóðs
verði bundinn við Vr> liluta-
fjárupphæðar.
! Fundurinn sanrþykkir að fela
stjórn Iðnaðarbankar.s að vinna
að því við Alþingi það, sem nú
situr, að iögum um Iðnaðarbanka
Islands, h.f. verði breytt þannig,
að þau verði í samræmi við hin
almennu lög um hlutafélög,
hvað snertir réttindi hlutafjór. ■
Erlend barka-
og gjaldcyrisviðskipti.
Fundurinn samþykkir að feia
stjórn Iðnaðarbankans að vinna
að því við Alþingi það, sem nú
situr, að lögum um Iðnaðarbanka
ísiands h.f. verði breytt þannig,
að honum verði heirhiluð erlend
banka- og gjaldeyrisviðskipti.
Ríkisframlagið tíl íðnlána-
sjóðs verði stórum aukið.
Fundurinn samþykkir að'fela
Varifearáfii ' Íðriáðarbáhkáns " a?f
vinna að þvj við Alþingi það, er
nú situr, að framlag rikissjóðs
til Iðnlánasjóðs verði stórlega
aukið, frá því sem nú er, til sam-
ræmis við framlög ríkisins til
hliðstæðra sjóða, er starfa í þágu
landbúnaðar og sjávarútvegs.
/
Ileimild til lántöku
erlendis.
Fundurinn felur bankaráði
Iðnaðarbankans að semja og fá
flutt á Alþingi frumvarp til laga
um heimild fyrir bankann til
þess að taka lán erlendis, og
vinna að því, að slíkt frumvarp
verði samþykkt.
í
Ráðstöfun hluta Mótviröis-
sjóðs til Iðnaðarbankans.
Fundurinn telur, að svo-
nefndum Mótvirðissjóði beri að
j ráðstafa að verulegu leyti í þágu
úðnaðarins, í þeim tilgangi að
^efla og styrkja þann atvinni'veg,
Jsem öðrum fremur kemur í veg
fyrir atvinnuleysi í fjölbýlinu.
Þess vegna skorar fundurinn á
jAlþingi að ráðstafa hluta sjóðs-
jins til Iðnaðarbanka íslands h.f.
jtil lánveitinga handa iðnaðir.um,
ji samræmi við endurteknar sam-
Iþykktir . frá samtökum iðnaðar-
jins, Landssambandi Iðnaðar-
manna og Félagi ísl. iðnrekenda.
Rráðabirgðalán til bygginga
fiskiskipa hérlendis.
Fundúrinh samþykkir að fela
bankaráði Iðnaðarbankans h.f.
| að vinna að því við Alþingi það,
ier nú situr, eða ríkisstjórnina ef
j samþykkt fæst ekki á þéssu
rþingi, fyrir þvi að veitt verði fé
Framhald á bls. 12