Morgunblaðið - 29.10.1952, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.1952, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ ' Miðvikudagur 29. okt. 1952 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, ixmanlands. lausasölu 1 krónu eintakið. SiasSa skáldsaga Sieliibecks; itt mesfa Iðnaðarbanki stoloskr STOFNFUNDUR Iðnaðarbanka íslands hefur nú verið haldinn, samþykktir settar fyrir hann og bankaráð kosið. Stofnun iðnaðarbanka er vissu- lega merkilegur atburður í sögu íslenzkra iðnaðarmála. Fram til þessa dags hefur iðnaðurinn ekki átt neina sérstaka lánastofnun, sem sérstaklega hefði það hlut- verk að hlynna að þessari atvirinu grein. Iðnlánasjóður hefur að vísu starfað en hann hefur verið fé- vana og lítils megandi. | Það var síðasta Alþingi. sem setti fyrir forgöngu Sjálfstæð's- flokksins löggjöf um stofnun Iðn* aðarbanka. Jafnframt var þá lagt fram nokkuð fé til stofnunarir.n- ar. Ennfremur var svo ráð fyrir gert í lögunum að samtök iðnað- armanna legðu fram fé á móti framlagi ríkissjóðs. Um það getur engum bland- ast hugur að þetta stofnfé bankans hrekkur skammt til þess að sinna hinum f jölþættu þörfum iðnaðarins í landinu fyrir lánsfé og rekstursfé. Þess vegna verður að stefna að því að tryggja honum aukið fjár- magn. Mun óhætt að fullyrða c-jintKk 'ðnaðarins og ein- stakir iðnaðarmenn og iðn- reKendur nali a þvi fullan hug. Ríkisvaldið hlýtur einnig að veita bankanum aukinn stuðn ing. Það hefur haft virðingar- verða forgöngu um stofnun hans. En þær 3 millj. kr. sem Alþingi samþýkkti að leggja honum eru engan veginn full- nægjandi framlag af hálfu rík- isins. Hálfnað er verk þá hafið er. Með löggjöfinni um iðnaðarbanka og byrjunarframlagi ríkisins var stórt spor stigið fram á við. Eíling iðnaðarins er snar þátt- ur þeirrar viðleitni að gera ís- ienzkt atvinnulíf fjölbreyttara og færara um að fullnægja atvinnu- þcrf fólksins, skapa atvinnuör- yggi í landinu. Með byggingu áburðarverk- smiðjunnar, stóraukningu raf- orkuvera þjóðarinnar og siðan byggingu sementsverksmiðju er verið að leggja grundvöll að stór- iðju. Hin aukna raforkufram- leiðsla skapar auk þess fjölmörg- um greinum iðnaðarins bætt starfs- og vaxtarskilyrði. Kjarni málsins er sá, að þótt iðnaðurinn hafi um skeið átt við nokkra erfiðleika að etja, m. a. af völdum aukins innflutnings og frjálsari verzlunarhátta þá bend- ir það engan veginn til þess að vaxtarmöguleikum hans sé þröng ur stakkur skorinn. Þessir stund- arerfiðleikar einstakra greina hans hafa ekki lamað trú þjóðar- innar á það, að hollt sé heima hvað og að henni beri að leggja sem mest kapp á að verða sjálfri sér nóg á sem flestum sviðum. Hin glæsilega iðnsýning, sem ný- lega er lokið er þess greinilegur vottur að iðnaðurinn er i sókn á öllum sviðum. Islenzkir iðnaðarmenn gera sér það áreiðanlega ljóst, að höfuð- j takmark þeirra hlýtur að vera ! samkeppnishæfni við erlenda iðn | aðarframleiðslu. En til þess að geta orðið það þurfa þeir aðeins sanngirni og skilning af hálfu þings og þjóðar. Það er vel farið, að um þessar mundir mun að því unnið, að rannsaka hvar skórinn kreppi að hjá ýmsum greinum iðnaðarins og hvaða verndar þær þarfnist. Þeirri rannsókn þarf að ljúka sem fyrst þannig að unnt sé að gera viðeigandi ráðstafanir. Sjálfstæðismenn hafa á þessu glöggan skilning. Þess- vegna hafa þeir beitt sér fyrir slíkri rannsókn. Þessvegna hafa þeir einnig lagt áherzlu á að bæta úr Iánsfjárþörf iðn- aðarins og tryggja honum aukna orku til starfsemi sinn- ar. Hinum nýja Iðnaðarbanka ísiands fylgja góðar óskir um vöxt og viðgang. Við hann eru einnig tengdar miklar vonir. Atvinnulíf þessarar þjóðar þarfnast hans, og ekki aðeins iðnaðarmenn heldur og allir þeir, sem skilja að lífskjör fólksins byggjast á góðum og fjölbreyttum atvinnutækjum, fagna stofnun hans. Rauður liskur - rauðir flokkar! SÍÐAN að breytt var gengi ís- lenzkrar krónu, hefur fjöldi hrað frystihúsa víðsvegar um land get- að fryst eína fisktegund, sem áð- ur var lítt tekin til slíkrar vinnslu. Það er karfinn. Togar- arnir afla stundum mjög mikið af þessum nytjafiski. Mjög mikil atvinna hefur verið við karla- Vinnsluna og á einstökum stöðum hefur hún beinlínis haft úrslita þýðingu fyrir atvinnulífið. af- komu hraðfrystihúsanna og at- virmu fólksins. Án gengisbreytingarinnar hefði vinsla karfans verið ókleif. Af því hefði ieitt stórum minni atvinnu. Þeir flokkar, AB-flokkurinn og kommúnistar, sem börðust með hnúum og hnefum gegn gengis- breytingunni voru því með því atferli að berjast gegn aukir.ni atvinnu almennings við sjávar- síðuna. Þeir voru að berjast gegn hagsmunum hraðfrystihúsanna og gegn auknum gjaldeyristekj- um. Þetta veit fólkið í kaupstöoum og sjávarþorpum. Það veit, hvaða þýðingu karRwdnnslan hefur haft fyrir atviofc'ulíf byggðarlaga sinna. Um þessar mundir er víða unn- ið að hraðfrystingu karfans. Von- ir standa til þess að markaður haldist áfram fyrir hann í Ameríku. Það er kaldhæðni örlaganna að hinir svokölluðu rauðu flokkar skuli hafa sagt hag- nýtingu þessa fallega rauða fiskiar strið á hendur. Þeir sáu að vísu „rautt“ þegar geng isbreyting var frzmkvæmd til þess að bjarga framleiðslu- stéttum sjávarsíðunnar frá al- geru hallæri, En þá brast skiln ing á þörfum fclksins o? þeir þekktu eliki IfiSIrnar til þess að skára því atvinnu. Þess vegna börðu þeir höfðinu við steininr!. Re”nslan er stöðugt að sanna þióðinni skammsýni þessara flokka og hinnar neí- kvæðu bai’átíu hcírra. ÁRIÐ 1938, þegar John Stein- beck, hinn heimskunni bandaríski rithöfundur, vann að hinni frægu sögu sinni, Þrúgur reiðinnar, reit hann eftirfarandi í dagbókina sína: ,,Ég verð að skrifa einhvern tíma bók um fjölskylduna mína heima“. Og 1951 lét hann verða af því og tók til við að lýsa heima fóiki sínu. Ætlun hans var að skiifa sögu, er skýrt gæti sonum hans, sem nú eru 8 og 6 ára að aldri, frá háttum forfeðra þeirra og Salinasdalnum í Kaliforniu, þar sem þeir tóku sér búfestu. ÆTTASAGA East of Eden, en svo heitir þetta nýja ritverk Steinbecks, gerist á árunum milli borgarastyrjald- arinnar í Bandaríkjunum og fyrri heimsstyrjaldar. Fjallar efni hennar einkum um tvær fjöl- skyldur, og er því raunar þannig komið fyrir, að manni finnst oft við lestur sem hér sé um tvær sögur að ræða. Er orsökin sú, að skáldið segir oft sögu annarrar fjölskyldunnar án þess að það virðist vita af tilveru hinnar. FLUTTIST TIL KALIFORNIU Adam Trask, ein hetja sögunn- ar, var fæddur i Connecticut 1862 en fluttist ekki til Kaliforníu fyrr en aldamótaárið 1900. Kynntist hann þá Hamiltonfjölskyldunni (ættingjum Steinbecks sjálfs), en þó að hlutverk hans á æskustöðv- um Steinbecks hefjist svo seint, segir Steinbeck nákvæmlega frá lífi hans og störfum, og er hlutur hans mikill í sögunni. ÆVINTÝRAMAÐUR | Eaðir hans var latur bóndi, er hélt mjög bæði af kveníólki og I — ekki síður — pelanum sínum. Hann var einn af þessum borgara stríðshetjum, sem voru þess full- vissar, að þær hafi bjargað ein- ingu og framtíð Bandaríkjanna. Adam litli fór ekki varhluta af leti óg ómennsku föður síns, er æskti þess einna helzt, að hann legði fyrir sig hermennsku og hafði mjög djúptæk áhrif á allt sálarlíf hans með þessum afar- kostum. Og ekki bætti það úr skák, að hálfbróðir hans, er var yngri en hann, vann öllum árum • að því að gera honum lífið sem leiðast og hafði einu sinni næst- um því gert algerlega út af við hann. — Svo kom að því, að Adam kæmi til Kaliforníu eftir erfitt og reynslufullt líf. Hafði hann þá verið í hernum, ráfað um landið sem betlari, flúið undan glæpafélagi í Flórídaríki og verið auðmýktur á allan hátt. En samt komst hann þó til Kaliforníu að lokum og var þá með nokkuð skot silfur úr handraða föður síns, auk Katýjar, er hann hafði kvænzt á þcssum ævintýraferðum sínum. Katý var bæði lastafull og ódæl og gerir Steinbeck hana að einum mesta kvenflagði, sem um getur í söpu skáldsagnagerðarinnar. í æsku hafði hún myrt báða for- eldra sína, kveikt í heimili sínu og flækzt til Bóston. Þar lagði hún lag sitt við karlstaur, sem rak pútnahús með miklum glæsi- brag, gerði hann vitlausan af af- b. ýðisemi og kom þar að, að hann gerði morðtilraun á henni, — sem (samkv. kröfu efnis og aðstæðna) fór auðivtað út um þúfur. Eftir það skreið hún í eina sæng með Adami Trask, eins og lög gera ráð fvrir, en áður en þau héldu vestur á bóginn, hafði hún einnig yljað Karli, bróður hans, næturlangt. EITT MESTA KVENFLAGD IIEIMSBÓKMENNTANNA Er til Kaliforníu kom hegðaði hún sér engu betur. Hún :’æddi Ad?m tvíburaStráka, skaut hann við svo búið, flýði til næsta :iá- grannaþorps og gerðist þar vænd- iskona. Þar reyndist hún bezt (og rav.ncr með ágætum) cg smjattar Óhrætíaur viö almenningsálitið Steinbeck á þeim þætti sögunnar af mikilli lyst — og kunnáttu. Eins og lög gera ráð fyrir um slíkan óhappakvenmann sem Katý var, fór ekki hjá því, að hún gæfi eiganda pútnahússins inn eitur og kæmi honum þannig fyrir kattanef (góðu heilli), tók sjálf við stöðu hans og græddist fé á báðar hendur. En skáldið finnur, að svona megi þetta ekki ganga til lengdar. Uppgjörið nálg ast, Katý óttast verk sín og sf- leiðingar þeirra og fremur sjálfs-, morð, en þó ekki fyrr en sonur hennar annar, veiklundaður tán- ingur kemst að því, hver móðir hans sé í raun og veru. FAGURGALI OG VIZKA AÐ JÖFNU Gagnstætt sögu þeirra Adams og Katýjar er ættarsaga Hammil- tonanna bæði skemmtileg og fög- ur. Sam Hamilton var stór, vin- gjarnlegur Norður-írlendingur, sem gæddur var fagurgala og vizku í jöfnu hlutfalii. Búskapur hans fór algerlega út um þúfur, en hann hlóð niður börnum, eins. og vera ber um góðan og þjóð- hollan bónda, og kom þeim á legg með mesta myndarbrag. Hver maður gæti -verið hreykinn af því að hafa átt annan eins afa og skáldið John Steinbeck. Ekki fer hjá því, að sumum muni finnast við lestur þessarar bókar, að skáldið hefði átt áð halda sér við ættarsöguna og sleppa hinu gamninu. En því verð ur á hinn bóginn ekki neitað, að með þessari bók hefur hann eflt orðstír sinn sem háðskt ádeilu- skáld, til muna, því að East of Eden er bezta ádeilurit, sem hann Framhaid a Dis. i'Z Velvakandi skrifar ÚR DAGLEGA LÍFINU Lítil saga TVEIMUR mönnum er boðið til Bandaríkjanna. Annar er ungur fuljtrúi í einu ráðuneyt- anna í lítilli stöðu, efnalaus mað- ur. Yfirboðarar hans fela honum að vinna ákveðið verkefni fyrir ráðuneytið meðan hann dvelur érlendis. Þess vegna er hann lát- inn halda launum sínum til fram- færslu konu sinni og tveimur börnum á meðan hann hann er í siglingunni, sem sennilega stend ur í tæpt ár. Ellá hefði hann heldur ekki getað tekið boðinu Hinn maðurinn er hátt launað- ur prófessor, menntaskólakenn- ari, alþingismaður og nefndameð- limur, í stuttu máli sagt hátekju- maður. Hann heldur líka launum sínum. Ekki sambærilegt ANNAN þessara manna, hinn fyrrnefnda, sem aðeins teku, fulltrúalaun á einum stað, hefur AB-blaðið hundelt í nokkrar vik- ur fyrir að halda launum til fram færslu fjölskyldu sinnar meðan hann er utan og vinnur þar m.a í þágu ráðuneytis síns. Þessum unga manni bregður Hannes á Horninu um að þiggja „mútur vegna launagreiðslanna til fjöl- skyldu hans!!! Prófessorinn, bitlingakratinn og hátekjumaðurinn, má hins vegar halda launum sinum eins lengi og hann vill. Hann má fara utan á fullum launum, hvort sem hann fer til Evrópu eða Ameriku. Það er ekki sambærilegt. En hinn unga menntamann verður að rægja í margar vikur. gjörsamlega að ósekju. Hinsveg- ar telur hann sjálfsagt að há- tekjumaður og bitlingakrati missi einskis í við utanfarir sínar. Svona þroskaðar eru hugmynd- ir Hannesar á Horninu um jöfnuð og réttlæti. Rótarhátturinn uitpmálaður RÓTARHÁTTURINN er svo uppmálaður í þessum mál- fiutningi AB-blaðsins, að ekki veiður um villst. Hannes á Horn- inu, sem sjálfur þiggur drjúg rit- höfundarlaun fyrir að skrifa bæk ur um baráttu fátæks fólks, veit jsannarlega hvað til sír.s friðar iheyrir. Honum ber að rægja og 'bakbíta hinn unga meöntamann Gróa gamla er ennþá á sínu horni Látum svo vera. En Gróa gamla á Leiti getur verið ánægð. Merki hennar er ekki fallið. Því er hald ið hátt á lofti. Hún er ennþá á sínu horni. Enn um rjúpnaveiðar SVO er hér stutt bréf fra „rjúpnaskyttu“. Kemst hún að orði á þessa leið: „Ég kann hálf illa við að um rjúpnaveiðar sé talað eins og hálf CTe’’ðan níðinPshátt. Ef þær væru það, er þá ekki allur veiðiskapur óviðurkvæmilegur? Mig :ninnír meira að segja að náttúrufræð- ínearnir okkar væru á móti því að friða rjúpuna. Þeir héldu því fram að sú ráðstöfun myndi engin áhrif hafa á fjölgun hennar. Um þá kennipgu skal ég ekkert fuil- vrða. En við sem förum á rjúpna- veiðar trerum það annað hvort til þess að afla okkur tekna af því eða góðra og hollra matvæla. Enn aðrir stunda þær sem íþrótt eins óg ahnan veiðiskap. Þessu vildi ég biðja þig a5 koma á framfæri, Velvakandi góð ur. — Rjúpnaskytta“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.