Morgunblaðið - 18.11.1952, Page 1
39. árgangur
164. tbl. — Þriðjudagur 18. nkvembcr 1952
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
SafnaSl rúmi. 30 þús. kr. til Hringsins
írezkir tognmeigendur neitu oð
ufléttn löndunnrbanninu
Sem kunnugt er átíi kona sænska sendifulltrúans hér, frú Öhrvall,
frumkvæðið að því að efnt var til skyndihappdrættis, til ágóða
fyrir Barnaspítalasjóð Hringsins, á söngskemmtun þeirri er Jussi
Björling hélt í Þjóðleikhúsinu. — Sendifulltrúinn hefur nú afhent
ágóðann, er nam kr. 31.400,00. — Boðaði hún stjórn Ilringsins á
sinn fund að hcimili sínu við Fjólugötu í gærdag. Frú Ingibjörg
Cl. Þorláksson veitti þessum gilda sjóði móttöku fyrir hönd stjórn-
arinnar. Tók Ijósmyndari Mbl. mvnd þessa við það tækifæri.
Enmfylking Papugos
vann mikinn sigur
Hetur öruggan meirihluta í gríska þinginu
AÞENA 17. nóv. — Samfylkingarflokkur gríska hershöfðingjans
Papagos vann stórsigur í þingkosningunum, sem fram fóru í Grikk-
landi um helgina. Hefur hann mikinn meirihluta í þinginu. Kon-
ungur hefur farið þess á leit við Papagos að hann myndi stjórn.
ÖRUGGUR MEIRI IILUTI «--------------------
Það er nú Ijóst, að samfylk- Mótmæla flugi yfir Iandamæri
ingarflokkur Papagos hershöfð- BELGRAD — Búlgarska stjórnin
ingja muni fá 241 þingsæti af 300.' sendi Júgóslövum nýlega mót-
Af töldum atkvæðum hefur hann^mæli vegna þess að júgóslavnesk-
55%. Lýðræðissambandið, sem ar flugvélar hefðu flogið yfir
talið er hliðhollt kommúnistum,* búlgarskt landsvæði.
fékk ekki einn einasta þingmannjj
kjörinn. 2
Nýjar iiliegur um
isngaskipti
NEW YORK, 17. nóv. — Sendi-
nefnd Indlands á þingi S.Þ. lagði
í dag fram nýja tillögu til sátta
í fangaskiptamálinu í Kóreu. Er
tillagan í 17 atriðum. Er lagt til
að mynduð verði nefnd með full-
trúum fjögurra þjcða og stinga
Indverjar upp á fulltrúum frá
Svíþjóð, Tékkóslóvakíu, Póllandi
og Sviss. Er lagt til að fangarnir
verði fluttir á hlutlaus svæði og
fái þar tækifæri til að ákveða I
hvort þeir vilja snúa heim eða
ekki. — NTB.
'ViSJa ekki fallast á skoð-
anir islenzkra sérfræðinga
Jafniðst verður staðið á rétti j
íslendinga og fyrr '
Svohljóðandi fréttatilkynning barst Morgunblaðinu skömmn
fyrir miðnætti í nótt frá utanríkisráðuneytinu:
SVO sem áður hefur verið skýrt frá í fréttatilkynningu utanrikis-
ráðuneytisins frá 13. nóvember s.l., lýsti íslenzka ríkisstjórnin sig
fúsa til þess að senda sérfræðinga til London til að skýra nauð-
synina á friðun íslenzkra fiskimiða fyrir brezkum togaraeigend-
um, samkvæmd ósk brezku ríkisstjórnarinnar, enda yrði að vona,
að slíkar skýringar myndu eyða margs konar misskilningi.
Parísanbúar vilja elcldj
nýiízkœbygfiirfa
Byggingarnefnd borgarinnar neifar að samþykkja
í UNDIRBÚNINGI er að hefja J París byggingu á bækistöðvum
menningar- og fræðslustofnunar S. Þ. (UNESCO). En teikning sú,
sem samþykkt hefur verið mætir sterkri mótspyrnu Parísarbúa.
Þykir hún of nýtízkuleg.
16 HÆÐA HÚS
Samkvæmt teikningunni, er
ætlazt til að byggingin verði 16
hæðir og rúmlega 50 metra á
hæð. Er hún í líkum stíl og
bygging S. Þ. í New York, t. d.
með breiðri forhlið, sem er þakin
gleri.
f ÓSAMRÆMI VIÖ
UMHVERFIÐ
Franska ríkið gaf byggingarlóð
á mjög góðum stað í París, þ. e.
STYRK STJÓRN
Er þessi úrslit voru kunn, kall--
aði Páll Grikkjakonungur Papa
gos þegar á sinn fund og fól hon-
um að mynda nýja stjórn. Mun
hún taka við völdum á miðviku-
dag. Flokkur Papagos hafði fyrst
og fremst á stefnuskrá sinni að
mynda þyrfti trausta ríkisstjórn
og að efla þyrfti landvarnirnar.
Uppskeran
gengur illa
'Lh9&'
1230 þúsund ný íbúðarhús
í Bretlandi á þessu ári
Prófsteinn á hæfni sijórnarinnar
LONDON. — Allar líkur benda nú til að á fyrrsta ári hinnar nýju
brezku íhaldsstjórnar muni byggingaframkvæmdir í landinu verða
meiri en nökkru sinni áður. Þykir byggingaáætlun stjórnarinnar
hafa tekizt með afbrigðum vel og þó lofar stjórnin að gera enn
betur á næsta ári.
BERLÍN, 17. nóv. — Austur-
þýzka stjórnin hefur gefið út
yfirlýsingu um að haustuppsker-
an sé í mikilli hættu og skorað
á allan almenning að hjálpa til
við uppskeruna. Segir í tilkynn-
ingunni að nú sé komið í hús,
aðeins um 60% af sykurrófna-
uppskerunni og aðeins 52% af
vetrarhveitinu hefur verið sáð.
Pram til þessa hefur austur-
þýzka stjórnin kastað skuldinni
á óstjórn í landbúnaðarmálum
yfir i vestræna flugumenn.
Frakkar eiga hraðfleyga flugu
PARÍS. — Franska þrýstilofts-
orustuflugan Mystere flaug ný-
lega með 688 mílna hraða á
klukkustund. Er það meiri hraði
en núverandi viðurkennt heims-1
met.
PRÓFSTEINN
Byggingaframkvæmdir hafa
eftir stríðslokin þótt mikilsverð-
ur prófsteinn á hæfni þeirra rík-
isstjórna, sem setið hafa við völd
í Bretlandi. Þótti mörgum að
verkamannaflokksstjórnin gengi
slælega fram í þeim málum á
valdatímum hennar og voru þeg-
ar mest var, byggð 200 þúsund
hús og stundum minna en það.
HELDUR
KOSNINGALOFORÐ
íhaldsflokkurinn hét því fyrir
siðustu kosningar, að ef hann
kæmist til valda skyldi hann
gera gangskör að því að berjast
gegn húsnæðisleysinu. Og nú
þegar þykja allar líkur benda til
að atjórn íhaldsílokksins setli að
standa við loforð sín, því að á
i fyrsta valdaári hennar nú, er
fyrirsjáanlegt, að 230 þúsund hús
verði byggð.
Mau-mau menn
NÆROBl, 17. nóv. — Stjórnin í
Keniu hefur haldið áfram að-
gerðum sinum gegn leynifélags-
skapnum Mau-mau. Voru 35
menn handteknir í dag, grunaðir
um þátttöku í félagsskapnum.
Ekkert lát verður þó á starfsemi
Mau-mau. Fara stöðugt fram eið-
vinningar og galdrasamkomur og
auk þess eru morð á meðlimum
félagsins, sem rjúfa eiðinp dag-
Jegir viðburðir.
í útjaðri Boulogne-skógar. En
nýlega ræddi skipulagsnefnd
Parísarborgar málið. Hún neitaði
algerlega að slík nýtízku bygging
yrði reist á staðnum. Gerði nefnd
in það fyllilega ljóst, að UNESCO
yrði annaðhvort að koma bygg-
ingunni fyrir annars staðar eða
fá teiknaði aðra byggingu, sem
hæfði betur Boulogne-skógi. —
Telur nefndin að teikning sú,
sem fyrir liggur sé í megnasta
ósamræmi við umhverfið.
SKÝJAKLJÚFAR
Mörg frönsk blöð hafa ráðizt
heiftarlega á stíl hinnar fyrir-
huguðu byggingar, kallað hana
fyrirlitlegan skýjakljúf, vatns-
kassabyggingu o. s. frv.
Truman og Eisen-
hower ræðast við
NEW YORK, 17. nóv. — Truman,
fráfarandi forseti Bandaríkjanna
og Eisenhower, hinn nýkjörni
forseti, munu eiga viðræðufund
saman á morgun. Helztu umræðu
efni þeirra verða Kóreustríðið og
sambúðin við Frakkland ásamt
atburðunum í Indó-Kína. — NTB.
Bretar ófúsir að fakaásig
skuidbindingar
LUXEMBURG: 17. nóv. — Full-
trúar Breta áttu í dag viðræður
við fulltrúa Schuman-samsteyp-
unnar. Jean Monnet formaður
Schuman-samsveypunnar lét í
ljósi þær skoðanir, að Bretar
ættu að taka virkan þátt í sam-
starfi Evrópuþjóðanna um fram-
leiðslu kola og stáls. Bretar hafa
j hinsvegar ekki viljað binda sig
frekar en mqð viðskiptasamn-
1 ingum fyrir hyert ár.
Fundur þessi var halðinn í
London í dag og mættu þar af
íslendinga hálfu dr. Árni Frið-
riksson og Hans G. Andersen,
þjóðréttarfræðingur. Fundur-
inn hefir ekki borið tilætlaðan
árangur, því að brezka utan-
ríkisráðuneytið skýrði frá því
í kvöld, að brezkir togaraeig-
endur séu ekki reiðubúnir til
þess að aflétta löndunarbann-
inu. í kvöld var gefin út svo-
hljóðandi fréttatilkynning í
London:
TILKYNNINGIN
„Félag brezkra togaraeigenda
og félag yfirmanna á brezkum
togurum telja að skýringar og
frambornar ástæður fulltrúa ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar séu
ekki fullnægjandi, en þeir séu
reiðubúnir hvenær sem er að
ræða við íslenzka fulltrúa um
nauðsynlegar friðunarráðstafanir
til réttrar verndunar íslenzkum
fiskimiðum".
EKKI HNEKKT
Um þessa fréttatilkynningu
vísar íslenzka ríkisstjórnin til
þess, sem tekið var fram í frétta-
tilkynningu hennar 13. nóv. s.l.,
þar sem segir, að jafnframt því
sem hún sé fús til að láta um-
beðnar skýringar í té þá skuli
tekið fram, að hún byggði allar
ráðstafanir sínar varðandi fiski-
veiðalandhelgina á þeirri skoðun,
að þær væru innan lögsögu ís-
lands samkv. alþjóðalögum, og
meðan þeim væri ekki hnekkt á
lögformlegan hátt, gæti hún ekki
samþykkt erlendar kröfur um
tilslakanir á friðunarsvæðinu. —
Viðræður um slíkar tilslakanir
myndu því vera gagnslausar og
aðeins vera til ills, þar sem þær
kynnu að vekja vonir, sem ekki
gætu rætzt.
Dönum slendur ógn
af Rússum
-NEW YORIÍ, 17. nóv. — Ole
Björn Kraft, utanríkisráðherra
Dana, sem nú tekur þátt í þingi
S.Þ., hélt ræðu í dag á fundi
bandaríska blaðamannasambands
ins. Hann minntist á það með
vaxandi ugg, að Rússar kæmu
sér upp öflugum hernaðarbæki-
stöðvum við Eystrasaltið og
gerþu stórp hluta þessa innhafs
að bannsvíeði. — NTB.