Morgunblaðið - 21.12.1952, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.1952, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. des. 1952 Jón Björnsson skrifar um BÓKMENNTIR Kann hvergi betur við Einar Benediktsson: Laust mál. — Úrval. ísafoldarprentsmiðja hf. 1952 ÁRIÐ 1945 gaf ísafoldarprent- smiðja út ljóðmæli Einars Bene- diktssonar í þrem bindum. Sá Pétur Sigurðsson háskólaritari um þá útgáfu. Þessi útgáfa var hið mesta þarfaverk, en margir söknuðu þess, að þar var ekkert í óbundnu máli eftir skáldið Nú ' er bætt úr því með þessu riti. Hér er samankomið úrval úr sögum og greinum Einars, ásamt ævi- sögu hans eftir Steingrím J. Þor- steinsson prófessor, sem einnig hefur séð um útgáfuna að öðru leyti. Þetta er hin ýtarlegasta ævisaga Einars, sem enn hefur birzt, og er hún þó ekki annað en ágrip, að því er höf. segir sjálf ur. Þessi tvö bindi eru alls á átt- i unda hundrað síður. Það er því . útilokað, að gera nokkra grein | fyrir safni þessu, eftir að hafa ; blaðað í bókinni, en fljótt á lit- j ið virðist val útg. vera af smekk- j vísi gert. Sumir kunna nú ef til j vill að halda, að gamlar blaða- ! greinar eigi lítið erindi til nú- j tímakynslóðarinnar, öðruvísi en ; sem liður í heiidarútgáfu eins af stórskáldum þjóðarinnar. En sá i sem blaðar i safni þessu, kemst j skjótt að annarri niðurstöðu. Það j verður fyrst og fremst ljóst af 1 ýmsum greinum Einars, að hann j hefur í mörgu verið langt á und- | an sínum tíma. Trú hans á fram- i tíð þjóðarinnar er óbilandi, og hann er fullur áhuga fyrir sögu- legum rétti hennar, eins og Græn , iandsritgerðirnar sýna. En efst í huga hans er mannúðarhugsjón- j; in, eins og hún birtist fegurst hjá , helztu forvígismönnum hins sið- ; menntaða heims. Sumar greinar hans af þessu tagi eru þarfar hug vekjur enn þann dag í dag. Mætti nefna grein hans ..Fátækralög- gjöfin frá 1914“, þar sem kemur fram viðhorf hans til einstaklings og þjóðfélags, en þetta er mál- efni, sem er efst á baugi í dag, : eigi síður en fyrir fyrri heims- styrjöld, þegar andstyggileg dýrkun valdsins í ýmsum bún- ingi virðist hafa náð æ ríkari tökum á fólki en áður var. Væri i rauninni brýn þörf á að kynna skólakynslóðinni skoðar.ir mæt- ustu manna þjóðarinnar á þess- um vandamálum, í stað þess að fylla hana með all.skonar óbr.rfa, sem kemur að litlu gagni þegar á reynir. Fyrsti kafli safnsins er Sögur og svipmyndir. Þar eru fle«tar af sögunum úr fyrstu bók Einars, Sögur og kvæði“, sem kom út árið 1897, en hér er miklu aukið við. Skáld og þjóðmenntir er annar kaflinn, en þar er mest af því, er Einar ritaði um samtíma- rithöfunda. Var hann oft hvass- yrtur og allt annað enn sann- gjarn i sumum dómum sínum, en allt um það lýsa þessar greinar skoðunum hans vel. Svo kemur kaflinn Saga og þjóðarframi, en þar eru nokkrar af greinum Ein- ars um sagnfræðileg efni. Þjóð- mál og framkvæmdir er sameig- inleet heiti á stjórnmálagreinum skáldsins, en þar hefur verið af mestu að taka. Síðasti flokkur- inn nefnist Hugleiðingar og heim speki. Þar eru greinar um lífs- skoðun skáldsins og heimsmynd, en ýmsar þeirra birtust í Eim- reiðinni og fleiri tímaritum á efri árum skáldsins. Síðasti þáttur- inn er svo ævisaean. eins og áður var getið Útgefandinn ritar for- mála fyrir safninu og gerir þar grein fyrir útgáfunni. Margir rfir^pu taka undir orð hans í lok "mála^s, er hann kemst svo að d"' ði: „Einar Benediktsson er vafa íajjst einhver merkile^^sti mað- Ur, sem fæðst hefur á íslandi, og einn þeirra örfáu samtímamanna ölskar, sem munaður verður og ifíéúnn eftir þúsund ár, ef nokk- Í: ur veit þá deili á íslenzkum mönn um og menntum". Nokkrar myndir prýða bókina og ytri frágangur hennar er góð- ur. Tvö merk safnrit: Austurland >'V. bindi. Göngur og réttir IV. bindi. Bókaútgáfan Norðri 1952. RITSAFNIÐ Austurland er gefið út að tilhlutan Sögusjóðs Aust- firðinga. Af því eru nú komin út fjö‘gur bindi og von er á fleirum í viðbót. Meginefni þessa bindis eru „Þættir úr sögu Austurlands á 19. öld“, eftir Halldór Stefáns- son. Er hér um að ræða lýsingu á þjóðháttum og atvinnuvegum Austurlands á þessu tímabili, auk venjulegrar atburðasögu og lýsingu árferðis. I greininni er mikill fróðleikur samanlcominn. Má sjá af þessu yfirliti, að nýjar hræringar í þjóðlífinu hafá oft látið fyrst á sér bæra á Austur- landi. Svo er um fríkirkjuhrevf- inguna, og ýmislegt nýtt. Þáttur Norðmanna í athafnasögu lands- fjórðungsins er drjúgur, og koma þeirra þangað varð til að ýta undir framtak innlendra manna. Frá öllu þessu er greint í ritgerð- •inni, eins ítarlega og unnt er í svo stuttu máli. Einnig er rakin saga skólanna og annarra menn- ingarfyrirtækja, blaðamennsku, o. s. frv. Á Austfjöroum var blað ið Skuld, sem Jón Ólafsson stýrði gefið út. Þótti Skuld eitt bezta blað landsins á sínum tíma. Hér er einnig frásögn af örlagaríkum náttúruviðburðum, svo sem Öskjugosinu 1875, en ýmsar jarð- ir á Jökuldal fóru þá í eyði vegna öskufallsins. Varð það til þess, að ýta undir Ameríkuferðirnar, sem komust í algleyming upp úr því. Mikill kostur er það að ritgerð- inni fylgir nákvæm nafnaskrá. Nafn höfundar er trygging fyrir því, að hér sé farið eftir beztu heimildum, sem völ er á. Er rit- gerðin því mikils virði fyrir sögu nítjándu aldarinnar. Væri full þörf á því að fleiri héruð ættu jafn greinargóð yfirlit yfir sögu sína, og þá einkum síðari hluta aldarinnar sem leið, þegar fólkið var að vakna til framtaks eftir aldalangan dvala. — Aðrar rit- gerðir í þessu bindi eru „Um Víkur og byggð þar“, eftir Hall- dór Stefánsson. „Yfirlit um ætt- stofna austanlands“ eftir sama, og bindinu lýkur með skemmti- legum sagnaþætti eftir Eirík Sig urðsson. Göngur og réttir er orðið mikið 1 og merkilegt safn. Af þvi eru nú kofmin út fjögur stór bindi. Hef ur Bragi Sigurjónsson búið þau undir prentun. í þessu bindi eru gangnaþættir af Vestur- og Suð- j urlandi og Vestmannaeyjum. Ás- geir Jónsson frá Gottorp ritar inn- gangsorð er hann nefnir „Aldrei gleymast unaðsdagar“. Margir þáttanna eru. eins og vænta mátti, skemmtilegir og fjölbreytt ir, enda er hér sagt frá mjög ólíkum byggðarlögum. Hafa gangnamenn oft komizt í hann krappann í illviðrum á öræfum mitt inni í landi, eins og við Þórisvatn, eða í hengiflugum • Vestfjarðafjallanna. Hefur þá oft revnt á seiglu ög útsjónarsemi. | Það. sem einkum getir þættina skemmtilega, er, að útg. hefur I látið máifar þeirra, sem segia frá, njóta sín óbreytt. Ég gæti trúað, I að þeir, sem stunda sögu málsins og sérkennileg orð, myndu ekki leita án árangurs í þessu riti. Göngur og réttir eru eitt af þeim ritum,’ sem hafa mjög mik- ið menningarsögulegt gildi. Holl ari og betri gjöf er ekki hægt að gefa yngri kynslóðinni, hvort heldur er á jólunum eða við önn- ur hátíðleg tækifæri, því að hér koma ljóst fram hinir beztu vig- inleikar þjóðarinnar, skyldurækn Frh. á bls. 11 ÞAÐ var í senn skemmtilegt og ömurlegt um að litast í Revkja- | víkurhöfn síðustu dagana. Friður floti íslenzkra skipa liggur þar I bundinn við hafnarbakkann, sum þeirra full af jólavörum, sem ekki má snerta við að flytja frá borði. Verkfallið hafði lamað alla hafnarstarfsemina. Lokaðar vörugeymslur, stöðvuð upp- skipunartæki| verklausar mann- hræður á stjli — allt þetta gefur höfninni, þessum miðpunkti starfs og viðskipta höfuðborgar- innar, hnípinn og vonleysislegan svip. VILL KOMAST SEM FYRST Á SJÓINN AFTUR | Það væri nógu gaman að vita, hvernig lífið liggur i skipverjum þeim, sem kunna að vera um borð í einhverju þessara kyrrsettu skipa. í slíkum hugleiðingum laumast ég um borð í gæðaskipið Gullfoss og hitti þar fyrsta n.anna að máli eina þernuna á fyrsta farrými, ungfrú Huldu , Helgadóttur. — Ég er þegar sárleið orðin á aðgerðaleysinu og vildi komast stm fyrst á sjóinn aftur, segir I hún mér. — Við fengum þarna ! reyndar óvænt frí en það er ann- j ars auma fríið, þegar til lengdar | lætur. Skipið er svo að segja mannlaust, nema nokkrir menn stm gæta ljósavélanna, sem eru stóðugt á vakt. Matsveinar og i þjónar eru í verkfalli, svo að I þeir, sem hér eru um borð hafast við á skrínukosti. Allar áætlanir verða fyrir leiðinda raski. Við áttum að fara til Akureyrar nú um helgina og til Hafnar þ. 27. des., en ekkert er að vita, hvað úr því verður. Allt er í óvissu og á ringulreið. I Á GULLFOSSI SIÐAN HANN VAR BYGGÐUR I — Hvernig fellur yður annars skipsþernustarfið — svona þegar ekkert verkfall er til að gera, yður lífið leitt? i j — Mér hefur aldrei fallið neitt starfs eins vel. Ég hefi verið hér á Gullfossi síðan hann var byggð- ur fyrir tæpum þremur árum en áður hafði ég leyst tvisvar sinn- | um af á Goðafossi. Ég er líka svo heppin, að ég hefi aldrei fundið til sjóveiki, enda þykir mér vænt um sjóinn og er fædd og alin upp á sjávarbakkanum, í Borgarfirði ’ eystra. I VEL VIÐ ALLA FARÞEGANA — En er þetta ekki samt held- ur erfitt verk — og ef til vill stundum vanþakkað? — Ekki svo mjög, við erum sex þernur á skipinu, fjórar á fyrsta farrými og tvær á öðru og þriðja, svo að ekki er meira en hóflega á okkur lagt. Auk þtss eru farþegarnir yfirleitt ákaflega góðir og þægilegir við- skiptis, svo að sjaldan keraur til nokkurra árekstra. Ég get sem betur fer sagt, að mér sé vel við alla þá farþega, sem ég hef haft mig en e sjonum Hebbað við ungfrú Huldu Helge- dóflur, þc:'nu á GuEBfossi 'M’Á Hulda Helgadóttir að starfi. k'rmi af í starfi mínu hér á Gullfossi. — Hafið þér farið víðe? — Ekki get ég sagt það. Áætl- ur. okkar hefur lfengst af verið sú sama: Reyk.javík — Leith — Kaupmannahöfn, fram og til boka. í hitteðfyrra vorum við þó sex mánuði í förum á milli Frakklands og Norður-Afríku, en skipið hafði verið leigt frönsku félagi til farþegaflutninga. „LÍKKISTA Sá:FARANNA“ — Fórum við á milli Bordeaux og Casablanea og stóðum venju- lega við um 2—3 daga í hverri höfn. Við komumst létt út af vetrarkuldanum það herrans ár- ið Loftslagið var indælt og þægi- legt. Mikið var búið að hrella okkur á Biscay-flóanum, að þar væru krappir sjóar og illir, enda væri hann kallaður „líkkista sæ- faranna“. Sem betur fer reynd- ust þessar sagnir æði mikið orð- um auknar, þó ekki með öllu tii- hæfulausar. í CASABLANCA — FJÖLBREYTT OG LITAUÐUGT LÍF — Hvað getið þér sagt mér af Bordeaux og Casablanca? — Casablancka fannst mér nú öllu skemmtilegri. Hún er nýrri borg heldur en Bordeaux, litauð- ug og fjölbreytileg. Þar ægir öllu saman, Evrópumönnum og Aröb- um og mikið er þar um verzlun og alls konar prangarastarfsemi, fallegar vörur og sérkennilegar. •—- Hafið þér haldið heilög jól á hafi úti? — Já, við vorum þennan sama vetur á siglingu á jóladaginn. Annars frestuðum við sjálfum jólafagnaðinum þangað til við komum í höfn í Casablanca á annan í jólum og vorum laus við farþegana, sem flestir voru Frakkar eða Arabar. Annars komu þeir sér yfirleitt vel hjá skipshöfninni og furðu vel tókst að gera sig skiljanlegan með bendingum og handapati, þar sem hvorugur skildi annars mál. FENGU FÆRRI EN VILDU — Hugsið þér ekki gott til hinnar fyrirhuguðu reisu til Mið- jarðarhafsins? — Hún verður sjálfsagt mjög ánægjuleg og nógu margt verð- ur um manninn þann mánuðinn um borð í Gullfossi, þ. e. 200 manns færra en vildu hafa fengið lofun fyrir fari. Æætlunin er aS fura til Algier, Spánar, Portúgals, Ítalíu og Nizza, svo að það verð- ur eflaust margt, sem fyrir aug- un ber. Ég verð líka fegin, þegar deyfð vetrarmánaðanna lýkur og meira verður að gera. Þegar far- þegar eru aðeins 50—60, eins og oftast er yfir veturinn, er jafn- ! vel full rólegt og lítið um verk- I efni. — Hvers munduð þér helzt sakna úr núverandi starfi yðar, ef þér einhverra hluta vegna I yrðuð að breyta um? MUNDI SAKNA ÓTAL MARGS — Ég hef yfirleitt alls ekki í hyggju að skipta um stöðu. Ég konn hvergi betur við mig en á sjónum og mundi sakna ótal margs, ef ég ætti að hverfa að öðru starfi, ekki sizt landsýnar- innar íslenzku við hverja heim- komu, sem að vísu er ærið mis- jöfn, en alltaf indæl samt. Ég hefi oft veitt því athygli, að er- lendir ferðamenn, sem komið hafa með okkur til íslands hafa staðið uppi á þiljum heilar næt- ur, og það jafnvel þótt þeir væru cmurlega á sig komnir af sjó- veiki og vanlíðan, til þess að missa ekki af því er fyrst sæist blána yfir jökulbungunum á há- lendi íslands, og sannarlega er það nokkuð, sem er óviðjafnan- | legt og ógleymanlegt þeim, sem ! einu sinni hefur séð það. í . * i Her lýkur þessu stutta sam- tali mínu við ungfrú Huldu Helgadóttur. Ég óska henni að skilnaði gleðilegra jóla og góðs byrjar, er Gullfoss leggur næst frá landi. — sib. Gjafir til Mæðrastyrksnefndar I N. N. 100,00. 90 ára blindur mað ur 100,00. Þórdís 325,00. N. N. 200,00. S. Z. & Co. 100,00. Hvann- bergsbræður, starfsf. 210,00. Frá F. R. 50,00. N. N. 100,00. Eggert Kristjánsson og Co. 350,00. E. Br. 150,00. Jóh. Finnsd. 50,00. F. Bl. 50,00. Toledo, föt ný. Ásgeir og Sveinb.jörn 100,00. Slysatrygging- arstofan 205,00. Guðrún Sæmunds dóttir 100,00. Lítil stúlka 10,00. Egill Guttormsson 100,00. N. N. 60,00. Sigdís Ketilsdóttir 100,00. M. Þ. 500,00. Kristinn 100,00. N^ N. 50,00. N. N. 50,00. Einar Eyj- ólfsson, ný föt. Þorláksson J. og Norðmann 500,00. Ónefnd 50,00. Ásta og Jón 100,00. Starfsf. Raf- magnsveitu Reykjavikur 1.575,00. &sta, Magga og Hanni 200,00. Kona 50,00. Þorsteinn 250,00. Mar- grét Bergmann 200,00. Þorsteinn Bergmann 200,00. Ingibjörg og Þorvaldur Ámason 100,00. T. M. 100,00. Svava Þórhallsd., 100,00. Carl D. Tulinus og Co. 300,00. Frá Bjarna 100,00. — Kærar þakkir. — Nefndin. — 4 BEZT AÐ AUGLÝSA T I UORGUmLAÐim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.