Morgunblaðið - 24.12.1952, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1952, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. des. 1952 r-s JÓLALESBÓ BARIMAIMNA ASARNIR rJORIR — snsásaga eliir Skalfie Jespersen (Lauslega þýtt) |v . Félag þeirra hét „Fjórir ás- ! ár“. Þeir höfðu gefið þvi þetta , nafn* , því þeir þóttust hafa hæztu spilin á hendinni. Fé- lagsmennirnir f jórir voru tví j hurarnir Arthur og Fleming, j er í daglegu tali voru kallaðir j Hop og Hí. Faðir þeirra var j kaupmaður og fundarsalurinn j uppi í pakkhúsloft hans. Þriðji var Eiríkur-Knútur. En þó ^ að hann héti tveim nöfnum, ) runnu þau saman í daglegu tali. Og svo var það Jesper, er hét sínu óbreytta nafni. Þessir fjórir höfðu verið félag- ar síðan þeir mættust í fyrsta bekk barnaskólans. En nú voru t>eir komnir í annan bekk mið- ■skólans. Félag þeirra var tveggja ára, Og hafði þegar leyst mörg verkefni. Engin föst félagsgjöld voru, en J>eir neyttu sameiginlegra ráða til að komast yfir fjármuni, til Jæss að leysa aðkallandi verk- efni sín. Og alltaf var hægt að halda skemmtun og fá einhvern aðgangseyri frá forvitnum gest- um. Svo var hægt að safna .skrani, fataræflum og brotajárni til sölu. Þegar slíkt var í undir- búningi, sáu drengirnir um að gera svo mikið gagn heima fyrir, að foreldrarnir beinlínis færu fram á að taka þátt í fjársöfn- Úninni. . Þannig höfðu þeir getað keypt sér öll áhöld til að leika borð- tþnnis og ýmislegt annað rekstr- inum viðkomanai og var þetta eign félagsins. Nú leið að jólum og félags-1 menn höfðu ekki haft tíma til að halda neina fundi. Féíags- rnenn höfðu verið önnum kafnir Við að útbúa jólagjafir hver fyrir I 6Íg. Er 5 dagar voru til jóla, sendi Eiríkurknútur fundarboð út, teiknaði hjartaása á pappaspjöld j Ög festi þau á garðhlið félags- f manna. Þetta var fundarboðið lögum samkvæmt með tilgreind- úm fundartíma. '■ ★ Jesper kom fyrstur á fundar- stað. Hánn kveikti á vasaljósinu til að komast heilu og höldnu fram hjá öllu skraninu, sem var í pakkhúsloftinu. Þeir félagar höfðu þar sérstakan bás fyrir fundaherbérgi. Þar var rafmagns lampi með hárauðum skerm, er auðsjáanlega hafði einhvern tíma veriS í vistlegra umhverfi. •— En vistlegt var þarna í básn- txm. „Teppi“ á gólfinu melétinn bjarnarfeldur og tvö gæruskinn, til að hylja stærstu götin. Öll, voru húsgögnini heimatilbúin, J nema eldgamall ruggustóll. "CJpp- j haflega flugust félagsmenn á um að sitja í stólnum á-fundum. —t Þetta þoldi stóllinn ekki, svo allt L af þurfti að hafa hann í við- gerð unz félagsmerm urðu ásátt- ir um, hver ætti að fá að sitja þar. Brunakuldi var í loftinu og Jesper flýtti sér að kveikja á steinolíuofninum og vafði sið- an um sig bjarnarfeldinum. Skommu seinna komu þeh Hop og Hí. Þeir voru önugir' í bragði yfir að vera teknir úr jólaann- ■ ríkinu heima, því þeir voru :í! miðjum ' klíðum að smíða fínan bil, handa yngri bróður sínum, úr barnavagnshjólum og íjala- kössum. „Hvar er Eiríkurknútur", tnuldraði Hop í vondu skapi. „Já, hvað verður af honum“, sagði Hí. „Gat hann ekki eins beðið með fundinn þangað til ■ i jólafríinu". 1 „Ég veit ekkert um hann“, svaraði Jesper syfii’.l.ega í bjarn- , arfeldinum. Har.n iiaíöi l.ygt höf- uðio, á gapai'.di haufkupu bjarn- -- r - - * j; i vj'i ■, Skömmu seinna kom Eiríkur- knútur hlaupandi í hendingskasti. „Þú ert tíu mínútur á eftir tímanum, og hefðir átt að 'vera hér fyrstur“, sagði Hí. „I-Ivað get ég gert að því, að mamma þurfti endilega að fá mig til að sendast eftir kardemomm- um,. og ekki er það mín sök, hvað seint gengur afgreiðslan búðinni hjá honum föður þ:n- um“. „Allt í lagi“, sagði IIÍ. „Og hvað er svo fundarefnið?“ „Jú, sjáið þið tií. Ég veit ekk' hvort þið þekkið fjósameistarann Jensen í Víðirgerði". Hinir hristu höíuðið til and svára. „Já, ég get ímyndað mér það“ hélt hann áfram. Ég þekki han? ■ ekki heldur. En ég veit að hanr iegið á spítalanum frá því í október. Víðirgerðisbóndinn hef- ir ráðið annan fjósameistara, en hann hefir lofað konunni að vera kyrri í húsinu, því að það til- heyrir jörðinni. Þetta er vel gert af honum. Hvert ætti hún að fara með börnin sín tólf“. „Sagðir þú tólf?“, spurði Hí. „Það getur verið að þau séu ckki nema 8 eða 9, en mörg eru þau, og konan þarf að vinna fyrir þeim öllum. Með því að hjálpa öðrum húsmæðrum við þvotta og hvað sem fyrir kemur. Mamma segir að hún sé sérstaklega iðin og dugleg. Hún var hjá okkur í gær. I gærkveldi fór svo mamrna að tala um það, hve erfiðar kring- imstæður her^ar væru. Það er ekkert smáræöi, sem þarf til að klæða óll þessi börn og fjósa- meistarinn maður hennar fær ekki heilsuna fyrst um sinn, sagði marnma. Væri það ekki /erkefni fyrir ykkur „Fjóra Asa“ -agði hún að gieðja har.a um jól- in. Þið eruð vanir að þykjast ,eta al’t sem ykkur dettur í hug“. „Heldutðu að þetta fólk fái kki hjá’p frá því opinbera, eða hvað það heitir“, spurði Hi eftir stundarþögn. „Þetta sagði ég líka, en mamma "llyrðir að það sé ekki nóg og að sjálfsögðu er það erfitt að ,era ein með svo mörg börn. Eigum við ekki að fara þangað á morgun og kynna okkur málið ★ Þetta var strax samþykkt og áhugi þeirra vakinn. T.víburarnir flýttu sér heim til þess að ljúka við bílinn. Næsta dag hjóluðu þeir allir fjórir út í Austurtún og fóru hægt fram hjá húsinu. Húsið leit vissulega hrörlega út, en þarna voru laglegar gardínur fyrii Klipptu út þessa litlu ferhyrninga og raðaðu þeim upp öðruvísi. Vittu hvort ekki getur orðið úr þeim falleg mynd. Anna litla fór út með nokkur kálblcð hanaa imu uyn, sem á behra 1 búri í garði::ar.t hjá fcoanl ÞiS gefið árÉíðanlega íundið dýr.'ó. ei b.ii dragið strik eftir tölustöfunmn. Þiy byrjið þar seni . -úvr 1 o? hatd:) --o áfrar- • - í J2.' gluggunum og, pottablóm til prýðil. En í gar.ðholunni fyrir framan húsið var urmull af smá- krökkum. - Þegaf barnamoðið var komið inn, sagði Eiríkur Knútur: „Við verðum að fara inn og tala við fólkið. Ég geri mér það til erindis ,að fá lánaða hjóla- pumpu.“ Þeir börðu að dyrum. Enginn heyrði til þeirra, sem eðlilegt var, fyrir kliðnum í krökkunum inni fyrir. í forskyggninu var urmull af tréskóm á steingólf- inu. Þeir héldu áfram inn í eld- húsið, þar sem barnahópurinn var, en elzta stúlkan, 11 ára, korn til dyra. „Góðan daginn", sagði Eiríkur knútur. „En hvað þið eruð mörg?“ „Já, en mamma er ekki heima og Jens heldur ekki“, svaraði stúlkan. „Hver er’ Jens?“ „Það er stóri bróðir. Hann er 12 ára og sendisveinn í bænum". „Veiztu hvað hin öll heita?“, spurði Jesper og tók fram vasa- bók sína og blýant. „Vitanlega veit ég það“, sagði stúlkan ,um leið og hún þurrkaði þeim yngstu um nefið. „Það þykir mér vel gert af þér“, sagði Jesper, „og veiztu. líka hve gömul þau eru. Láttu mig heyra“. Það kom í ljós að stúlkan hét Annie. Hún romsaði upp nöfnin öll, en síðan spyr Hop: „Hlakkið þið ekki til jólanna?“ „Jú, það getur verið að við fáum lítið jólatré", sagði Annie með gSeðibragði. „Ef við höfum efni'á því“. Um léið tók hún yngsta barnið í fang sér, en það hafði dottið niður af stól. Hi flýtti sér að rétta henni brjóstsykurspoka, hún átti að skipta brjóstsykrin- um á milli systkina sinna en „Ás- arnir fjórir“ snéru til hjólhestc sinna. Er þeir höfðu hjclað spölkorn, sagði Jesper: „Þetta er nokkuð góð hugmynd hjá mömmu þinni.“ „Nú er það svart, maður“, sögðu tvíburarnir. „Ekki nema fjórir dagar til jóla“. „Við höfum nóg að gera“, sagði Eiríkurknútur. Og þeir fengu nóg að gera. ★ Fyrir háttatíma höfðu þeir heimsótt alla bekkjabræður sina. Þeir fjórir fengu fimm í hlut að heimsækja. Alls staðar var þeim vel tekið og þeim sagt að koma daginn eftir til að sagkja böggul. Síðan fóiu þcir heim til Hop og Hj til að k’ippa jólaskraut og sett ust niðitr í borðstofunni, því vera kunni að einhver kvenleg aðstoð byðist þeim við verkið. Þetta kom á daginn.En áður hafði Jesp- er fengið gott símtal við frænda sinn skógarvörðinn er átti heima mílu vegar frá kaupstaðnum Þcir sátu við klippingar og lím- ingar langt fram á kvöld og að sjálfsögðp vitnaðist það til hvers þeír ætluðu jólaskrautið. Er þeir hcfðu komið þessu öllu fyrir í pappakassa fór Skov nið- ur í verzlunina og liom aftur með hvellhettur og stjörnuljós, er komst í sama kassann. Hanr. hafði líka meðferðis eina vín- flösku er átti að vera híutdeild hans í gjöfinni. „En það er betra fyrir ykkur sagði hann, að stofna happdrætti um flcskuna og selja miðana, er þið safnið böggl- unum á morgun. Ef þið seljið alla miðana þá fáið þið hundrað krón ur. „Megum við nota þá peninga t'l hi’ers sem við viljum, ég m-ina tiá ,fólkslns í Austurtúni? spurði Hop. V’•■••• • „Húrra“, hrópuðu drengirnir. Jesper fór með pappakassann heim og næsta morgun kom frændi hans skógarvörðurinn út í Austurtún með kassann og fallegt jólatré. Bundinn var seð- ill á tréð og þar stóð: „Með beztu kveðjum frá jólasveininum. Ég kem aftur“. Drengirnir fengu snemma frí frá skólanum þennan dag og byrj uðu strax á söfnunarleiðangvm- um. Alls staðar var böggull tii handa þeim og happdrættismið- arnir gengu greiðlega út. Að lok- um urðu þeir að skammta þá til þess að allir fengjuaðverameð og freista gæfunnar. Skrifuð vortt nöfn á seðlana um leið og þeir seldust svo hægt væri að draga um nafnaseðlana. Hans slátrari og ritstjórinn Eiríkur voru eftir litsmenn. En svo skringilega vildi til að slátrarinn vann á miða sera hafði kostað hann 5 aura. Mikið var að gera um kvöldið' að taka saman gjafirnar og ganga frá þeim. Öll fengu börnin leik- föng, tvö hvert. Annars voru gjaf irnar föt og skór. Og nokkuð af sælgæti, epli og hnetum. En nokkrum erfiðleikum var bund- ið að skipta fötunum, t. d. ákveða hver átti að fá rauðan kjól*. Karen sem var þriggja ára eða Löuise sem var fjögurra. Svo betta varð frú Jensen sjálf a<5 ákveða. Svo kom að því áð ákveða kvað ætti að standa á gjafabögglunum. Fyrst ætluðu þeira að skrifa „Frá jólasveinin- um“, en svo ákváðu þeir að skrifa öll nöfn viðtakenda og segja aðeins „frá góðum vinum“. En við höfum ekkert hugsað um þessar hundrað krónur. Hvað eigum við að gera við þær?“, spurði Hop. „Mamma er vís til að steikja gæs, ef við náum í gæsina í tæka ííð“. Og þetta varð að samk*ulagL í því kom frú Skov til að skipa drengjunum í rúmið, því klukkan var orðin margt. En þegar húm heyrði uppástunguna um gæsina var hún boðin og búin til að leggja þar hönd að verki. ★ Næsta morgun fann frú Jenseni í Austurtúni miða sem stungið hafði verið undir útidyrahurðina og þar stóð: „Hugsaðu ekki um jólamatinn. Hann kemur áreiðan- lega fyrir klukkan fjögur“. Undir eins og búðir voru opn- aðar fóru „Ásarnir" á stúfana I gæsakaup. Jörundur slátrari af- greiddi þá sjálfur, svo þeir fengu góð kaup og fleskbita í viðbót, því „margir eru munnarnir”, sagði slátrarinn, sem vissi hvert gæsin átti að fara. Á slaginu fjögur staðnæmdist vörubíll Skov kaupmanns fyrir utan litla húsið í Austurtúni og fjórir náungar í jólasveinabún- ingum stigu af vagninum. Eiríkur Knútur á undan með stórt steik- arfat, hinir með íartöflur og sósu, búðing og sultutau. Allt var þetta sett inn í eldhúsi til frú Jensen. Börn hennar komu í ha'a rófu orðlaus af undrun. Þau höfðu ekki hreyft sig úr sporun- um þegar drengirnir komu irin aðra ferð með jólagjafirnar. „Gleðileg jól“, sögðu þeir og hurfu út í myrkrið. „Þessu gleyma þau aldrel“, sagði Hop, þegar hann klifraði upp i bílinn. „Þessu gleymum við heldur ekki“, sagði Eiríkur Knútur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.