Morgunblaðið - 13.01.1953, Blaðsíða 5
r EriSjudagur 13. jan. 1953
ifcá. xj /í. 4jr XJ /V U L /~Á i’J í -Ö
6 !
Afurðir afskekktustu byggð-
anna einnig vei þegnar
Frétlir úr /Ílitaveri
AF sveitunum „milli sanda“ í
Skaftafellssýslu eru tvær lág-
sveitir. Það eru Alftaver og Með-
alland. Þær liggja frammi við'sjó
sitt hvoru megin Kúðafljóts —
Meðalland austan, Alftaver vest-
an og liggur Mýrdalssandur að
því að utan og ofan. — Nýlega
handhafa. Þáð er eftirsjá að
hverju býli, serri í eyði fer. Allur
þorri af ungu fóiki hér í Alfta-
veri fer að heiman lengri eða
skemmri tíma yfir veturinn —
í atvinnuleit eða til upplyftingar.
En flestra leið liggur heim aftur.
Þótt því finnist glæsilegri fram-
hefur fréttaritari Mbl. á Síðu tíðarhorfur annarsstaðar eru því
aflað sér nokkurra fregna úr
Alftaveri og fara þær helztu hér
ó eftir:
TÍDARFAR OG IIEYFENGUR
VORIÐ var í kaldara lagi en
skepnuhöld urðu góð. Féð gekk
vel fram og afurðir þess urðu
með bezta móti. Grasspretta
reyndist í fullu meðallagi þó dró
kal í túnum allmikið úr töðu-
feng. Er það kal eftir tvo síðast-
liðna vetur. Hallalítil, lautótt
tún hafa orðið verst úti. Hey-
fengur varð með allra mesta
móti og framúrskarandi góður.
Allar útengjar voru nýttar til
hins ýtrasta og stóð slátturinn
hjá flestum bændum hart fram
í fjársöfn.
TÚN OG ENGJAR
Arlega er hér nokkur nýrækt
á flestum bæjum og sumum all-
mikil. Hefur því töðufengur
margfaidast miðað við það sem
óður var. Þó telja menn það mik
íð vafamál, hvort þessi ræktun
foorgi sig raunverulega — hvort
útheyið er ekki mun ódýrara fóð
ur heldur en taðan, þar sem engj-
ar eru í meðallagi. Hér þarf þó
ekki að k.osta til framræslu, því
að staðhættir eru þannig, að taka
má þurrt iand til ræktunar án
landþurrkunar. Hér kemur að
vísu margt til greina, sem of
langt yrði að ræða í þessum
fréttapistlum. — En saman-
burður á fjárhagsafkomu
bænda og ríkisbúanna, þar
sem allur heyfengur er tek-
inn á ræktuðu landi — hvað
segir hann? Hvorum er sá sam-
anburður í vil — engjabóndan-
uin eða ríkis- og ræktunarbúinu?
HÚSAKOSTUR OG ÞÆGINÐI
Nýbyggingar eru hér ekki
neinar sem stendur — aðeins við-
hald og endurbætur eftir því sem
þurfa þykir. Yfirleitt er húsa-
kostur hér viðunanlegur. Tíu af
tólf heimilum hér í sveit hafa nú
orðið olíukynntar miðstöðva-
eldavélar. Þykja þær mjög góð-
ar til upphitunar og þægilegar til
suðú, miklu hægari í notkun
heldur en kolavélar og eitthvað
ódýrari. Raímagn til suðu og
Ijpsa er hér aðeins á einum bæ
og þó stopult, því að vatnið þrýt-
tir í. sumarþurrkum og langvar-
andi frostum. í sveitinni eru
fjórir traktorar og nokkrir bílar
og bílfær vegur er nú heim á
hvern bæ. Má því telja samgöng-
iur í góðu horfi.
AFKOMUMÖGUEEIKAR
Frekar hefur fólki fækkað hér
á undanförnum árum. Nú eru 12
býli í hreppnum með um 80
manns. í seinni tíð hafa jarðir
ekki gengið úr ábúð nema
Þykkvabæjarklaústur I, sem flest
ir Álftveringar uria illa enda þótt
þeir' 'hjóti gestrisni núverandi
æskustöðvarnar kærar. Það er
líka reynsla fyrir því að Álfta-
verið fæðir börn sín vel, ekki síð-
ur heldur en aðrar sveitir, sem
kunna að sýnast bjargvænlegri
og nær niarkaðsstöðum. —
Það er okkur mikil nauð-
syn að nýta landið allt og
mikið geta hinar afskekkt-
ari sveitir lagt fram á matborð
þjóðarinnar. Þeirra afurðir eru
ekki síður þégnar en hinna sem
skemmra eiga með þær á mark-
aðinn.
ÁLFTAVER OG KÖTLUGOS
Álftaver er sú sveit, sem, ásamt
Út-Meðallandi, er í mestri hættu
fyrir Kötluhlaupum, enda hefur
hún oft orðið fyrir miklum skaða
í Kötlugcsum. — Nú má hvað úr
hverju fara að búast við gosi.
Hvert er viðhorf Álftveringa til
þessa yfirvoíandi háska? „Dag-
lega kemur mér Kötlugos ekki í
hug“, segir bóndi einn í Veri.
„Samt er mér það fyliilega ijóst,
að gosið kemur fyrr eða síðar og
gerir þá tjón á löndum, mann-
virkjum og fénaði. Ekki virðist
mér líkieg varanleg iandeyðing
á núverandi graslendum byggð-
arinnar. Það virðist nokkurn veg
inn öruggt, að hraunhólar og hæð
ir bægi enn sem fyrr jökulhlaup
inu frá flestum bæjum og aðal-
gróðurlandinu. Með þeim hætti
hefur þessi óasi austast á Mýr-
dalssandi alltaf varist í undan-
förnum Kötluhlaupum. Jafn-
framt ætti mannslífum í byggð-
inni að vera sæmilega borgið,
þótt aldrei sé hægt að vita hvað
skeður þegar sérstaklega stendur
á. En það yrði ákafiega erfitt —
raunar ógerlegt að fyrirbyggja
alla slysahjettu af völdum hlaupa
Það væri þá ekki nóg að flytja
byggðina á brott úr Álftaveri,
heldur yrði líka að afleggja þjóð
veginn um Mýrdalssand, j— og
hverjum dettur slíkt í hug? Hitt
er svo annað mál, að hér þarf að
vera vel á verði og viðhafa alla
varúð og fyrirhyggju, bvggja
ekki dýr mannvirki á óheppileg-
um stöðum að. þarflausu o. s.
frv. „En það fullyrði ég“, segir
þessi bóndi að lokum, „að enginn
flóttahugur er í Álftveringum af
þessum sökum“. G. Br.
af ýmsúm stærðum og ein-
býlishús höfum við til sölu
á hitaveitusvæðinu og utan
þess. —
Ilöfum kaupaitda að 5 her-
bergja íbúð í Vogahverfi.
FasteignaviSskiþti
Aðalstræti 18. — Sími
1308 og 6642. —
yndisaian
heldur áfram — INiofið tækifærið! í
Margar ágætar vörur seldar með
611% afslætti
Gefum 5% afslátt af öllum öðrum vörum verzlunarinnar, meðan s
3
skyndisalan stendur yfir.
Vefnaí
Veót
ciruoru
búÉ
nrgo
'iíu 4
TIL LEIGU
Á góðum stað í bænum eru
tvö samliggjandi herbergi
til leigu nú þegar. Inngang-
ur úr fremmri forstofu. —
Eldhúsaðgangur eftir sam-
komulagi. Einungis barn-
laust fólk kemur til greina.
Upplýsingar veittar á Berg-
staðastræti 60, I. hæð, eftir
hádegi í dag.
Vinna — Lán
Ungan, reglusaman mann
vantar atvinnu í C til 7 mán-
uði. Sá, sem gæti skaffað
vinnu, gæti kannske fengið
5 til 10 þús. kr. lán til sama
tíma. Þeir, sem vildu sinna
þessu, leggi tilboð inn á af-
greiðslu Mbl. fyrir miðviku-
dagskvöld mérkt: „5 til 10
— 699“. —
Útsaia í verzl. Siiót
á íslenzkum ullarfatnaði, . ;
kjólaefnum, náttfataflúneJi;,
skyrtuflúneli, sirsi, hentugu
í gluggatjöld og mörgu fleiru.
10%—50% AfSLÁTTUR
Verzlunín Snót, Vesturgötu 17.
I
■»>
S;
i
Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu --
Herbergi óskast
Einhleypur kaupsýslumaður
mjög reglusamur, óskar að
fá leigt, 14. maí n.k., 2 góð
herbergi (eða 2ja herb. í-
búð), sem næst Miðbænum.
Afnot af síma er húsráð-
anda velkomin. Tilboð merkt
„Einhleypur kaupmaður —
702“, sendist Mbl. fyrir 20.
þcssa mán.
Þurkað - pressað - grænmeti
Nýkomnar eftirtaldar tegundir:
Rauðkál Hvítkál
Gulrætur Laukur
Púrrur Súpujurtir
Spínat Snittebaunir
"7Í '
3
appdrætti Háskóla íslands
Vegná mikillar eftirsurnar eftir sölumiðum neyðast umboðsmenn til þess að selja ósótta
miða. — Menn skyldu flýta sér að sækja númer sín eða tala við umboðsmanninn, ann-
ars er hætt við að þau verði seld.