Morgunblaðið - 13.01.1953, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 13. jan. 1953
8
orgtmMaWfr
(Jtg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar KristinMon.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600
Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakiO.
Ávarp rithöfundanna
hinni nýju endurvarpsstöð við
Akureyri eru fuílkomnustu tæki
sinnar tegundar hér á landi
Þrefaldar styrkleika útvarpssendinga
frá Reykjavík á Akureyri
FYRIR nokkru hafa all-margir
heimsfrægir rithöfundar sent
aðalritara Sameinuðu þjóðanna
ávarp og óskað þess að umræður
verði hafnar á allsherjarþinginu
um það „tilræði við mannrétt-
indi í heiminum og þá ógnun við
heimsfrðinn, sem fram kom í
hinum nýafstöðnu réttarhöldum
kommúnista í Prag“.
Rithöfundarnir segja ennfrem-
ur í. þessu ávarpi sínu, að aldrei
hafi það komið betur í ljós en í
Pragréttarhöldunum, hversu
menningarf jandsamleg stefna
kommúnista sé.
í bréfi því, sem rithöfundarn-
ir rituðu Trygve Lie komust þeir
m.a. að orði á þessa leið:
„Það er álit okkar, að Sam-
einuðu þjóðunum beri skylda til,
að láta fram fara nákvæma rann-
sókn á Pragréttarhöldunum og
öðrum þeim réttarhöldum, er
stefna í sömu átt, í þvi skyni að
halda fast við þá megin reglu
samtakanna, að vinna að friði og
öryggi í heiminum og sjá svo um,
að grundvallaratriði hinna al-
mennu mannréttinda verði í hví-
vetna haldin. Það er ennfremur
. skoðun okkar að atburðir þeir,
sem gerðust í Pragréttarhöldun-
um brjóti algerlega í bág við
mannréttindayfirlýsingu Samein
uðu þjóðanna, er samþykkt var
á allsherjarþinginu hinn 10. des.
1948 mótatkvæðalaust“. j
Undir ávarpið skrifa eins
og áður er sagt margir heims-
frægir rithöfundar, þeirra á
meðal, James T. Farrell, Juli-
an Huxley, Salvadore De
Madariaga, Sidney Hook,
Francois Mauriac, Bertrand
líussel), Ignazio Silone, Upton
Sinclair og Stephen Spender.
Ýmsir af þessum mönnum hafa
áður verið kommúnistum hlið-
hollir og litið á rússnesku bylt-
inguna af velvild og samúð. En
þeim er nú orðið ljóst, að hið
kommúniska skipulag hefur
ekki leitt jöfnuð og réttlæti yfir
þær þjóðir, sem því hefur verið
'þrongvað upp á. Þvert á móti
hefur það haft í för með sér kúg-
un og ofbeldi, sem vart á sér
hliðstæður í veraldarsögunni.
Almenning um víða veröld
mun ekki greina á um það, við
hina frægu rithöfunda, að réttar-
höldin í Prag og önnur hliðstæð
í fleiri leopríkjum kommúnista
séu hnefahögg framan í allt vel-
sæmi og lýðræðislegt réttarfar.
í raun og veru eiga þau ekkert
skylt við réttarhöld í venjulegri
merkingu þess orðs. Þau eru
nakinn skrípaleikur, sem settur
er á svið til þess að þóknast
Moskvavaldinu og klína stimpli
einhverra dómstóla á ódæðis-
'Verkin.
. í þeim löndnm, sem komm-
únistar stjórna cr ekkert rétt-
arörygsri til. Þar eru menn
hnepptir í fangelsi, Ieiddir
fram fyrir pólitískan stóra-
dóm vald^afanna og síðan
skotnir eða hengdir. — Saka-
giftirnar eru svo að segja allt-
af hinar sömu, að hafa haft
ólevfilegt samband við hinar
vestrænu lýðræðisþjóðir og
unnið að því að steypa komm-
únistastjóminni. Fyrir þessi
svik við einvaldinn í Kreml
er hver leiðtogi kommúnista
á fætur cðrum nú tekinn af
Iífi utan laga og réttar.
Það skipulag, sem heldur sér
við á slíkum mannfórnum getur
ekki átt langa framtíð fyrir
höndum. Spillingin heldur áfram
að grafa um sig innan vébanda
þess. Þar logar allt í ótta og skelf
ingu. Þar tortryggja allir alla.
Hinir æðstu valdamenn keppast
um að bera hver á annan svik og
landráð. Menn ákæra af ótta við
það, að verða sjálfir ákærðir,
fangelsaðir og drepnir. í raun og
veru má líkja slíku þjóðfélagi
við „bænahús krjúpandi þræla“.
Yfir því vaka árvökur augu
einræðishöfðingjans í Kreml,
sem íslenzkir kommúnistar segja
að sé hin „mikla von mannkyns-
ins“ og „brjóstvörn friðarins" í
heiminum.
Ekki er ennþá vitað hvernig
allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna snýst við ávarpi rit-
höfundanna, sem getið var hér
að ofan.
Fyrir því liggja mörg erfið
viðfangsefni, sem miklum
vandkvæðum er bundið að
ráða til lykta. En vissulega
varðar samtök hinna Samein-
uðu þjóða um þau hróplegu af
brot, sem framin eru svo að
segja daglega í leppríkjum
kommúnista gegn almennum
mannréttindum þjóða þeirra.
Og meðal allra lýðfrjálsra
þjóða mun þctta ávarp vekja
mikla og verðskuldaða at-
hygli.
Faxaf lóasamgöngu r
ALLT er enn á huldu um hvað
ofan á verður um útvegun nýs
skips til þess að annast samgöng-
ur um Faxaflóa í stað Laxfoss.
Eki allir eru sammála um, að á
þessari fjölförnustu ferðamanna
sjóleið landsins verði að vera
gott og fullkomið skip.
Hið nýja Faxaflóaskip verður
að hafa rúm fyrir a. m. k. jafn
marga farþega og Laxfoss. Það
verður einnig að geta tekið nokkr
ar bifreiðar og það verður að
vera vel búið, bæði að því er
snertir siglingatæld og allan að-
búnað farþega.
Þvi miður hafa flóabátar hér
við land yfirleitt verið fremur
ófullkomin skip. Oftast hafa það
verið venjuleg fiskiskip, sem
ekki hafa sérstaklega verið út-
búin til farþegaflutninga. Á ör-
fáum stöðum hafa þó góðir bát-
ar annast þessar ferðir og ríkið
ver árlega allmiklu fé til styrkt-
ar þeim. En einmitt vegna þess,
að bátarnir hafa ekki verið sér-
staklega smíðaðir til flóabáta-
ferða og flutninga hefur rekstur
þeirra víða orðið dýrari en þörf
var á. Þegar nýtt skip verður nú
fengið til Faxaflóasamgangna
verður það að öllu leyti að mið-
ast við þá þörf, sem því er ætlað
að fullnægja. Aðalatriðið er ekki
að það sé mjög stórt, heldur hitt
að það sé ganggott og notalegt
farbegaskip.
Mjög æskilegt væri að undir-
búningi áð kaupum eða smíði
þessa skips verði hraðað. Enda
þótt sæmilegt skip annist þessar
samgöngur nú er það þó bæði
dýrt og óhentugt.
S.L. SUNNUDAG var hin nýja
endurvarpsstöð á Akureyri tek-
in í notkun að viðstöddum gest-
um við hátíðlega athöfn og út-
varp frá hinni nýju stöð. Ræður
fluttu menntamálaráðherra Björn
Ólafsson, yfirverkfræðingur út-
varpsins Gunnlaugur Briem, út-
varpsstjóri.Jónas Þorbergsson og
sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og
bæjarfógetinn á Akureyri' Frið-
jón Skarphéðinsson.
TIL SKJALDARVÍKUR
í HITA OG BLÍÐU VEDRI
í 6 stiga hita og sumarblíðu
héldu gestir Ríkisútvarpsins frá
Kaupvangstorgi áleiðis til hinn-
ar nýreistu endurvarpsstöðvar er
reist hefir verið í landi Skjaídar-
víkur um 7 km. leið frá Akur-
eyri. Útvarpsstjóri og yíirverk-
fræðingur útvárpsins tóku á móti
gestum og buðu þá velkomna.
Kl. 15 hinn 11. jan. hófst athöfn
in, er hin nýja útvarpsstöð við
Akureyri var formlega tekin í
notkun. Gestirnir höfðu tekið sér
sæti við veizluborð í húsakynn-
um endurvarpsstöðvarinnar og á
slaginu kl. 3 heyrðum við i fyrsta
þul útvarps Akureyrar. Dagskrá-
in hófst með því að Kantötukór
Akureyrar söng „Rís íslenzk
tunga“ undir stjórn höfundarins,
Björgvins Guðmundssonar.
BÆTT HLUSTUNARSKILYRÐI
NORÐANLANDS
Fyrstur tók til má's Björn
Ólafsson ráðherra. Flutti hann
ávarp. Sagði hann að nú væri
bætt úr hinu óviðunandi ástandi,
er ríkt hefði á Norður- og Aust-
urlandi í útvarpsmálum þeirra
landsmanna, er þar búa. Afhenti
hann stöðina fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar og óskaði þéim far-
sældar er hennar mættu njóta
um ókomin ár.
TRUFLANIR FRÁ STÖÐVU.M
AUSTAN JÁRNTJALDS
Næstur tók til máls yfirverk-
fræðingur ríkisútvarpsins, Gunn
laugur Briem. Ræddi hann til-
i drög byggingarinnar og gat
ástæðnanna fyrir nauðsyn þess,
að endurvarpsstöð væri hér á
Akureyri. Lýsti hann styrkleika
og tæknilegum útbúnaði stöðvar-
innar. Gat hann þess, að hér á
landi ættum við að stríða við
: truflanir frá erlendum stöðvum
m. a. tveggja truflanastöðvar
annarri frá Austur-Þýzkalandi,
en þær fylgja ekki alþjóðafyrir-
mælum um útvarpsstöðvar.
I
STÓRFRAMKVÆMDIR Á
VEGUM RÍKISÚTVARPSINS
i Því næst hóf ræðu sína Jónas
Þorbergsson útvarpsstjóri. Gat
hann þeirra miklu framkvæmda
er ákveðnar hefðu verið árið
1948, svo sem styrkaukningu
stöðvarinnar í Reykjavik, bygg-
ingu nýrrar endurvarpsstöðvar
að Eiðum og flutnings þeirrar
gömlu til Hornafjarðar og að
lokum byggingu þessarar stöðv-
ar við Akureyri. Þakkaði hann
landsyfirvöldum fyrir leyfi til
innflutnings og byggingar stöðv-
arinnar og óskaði Akureyringum
til hamingju með hana. Sagði
hann, að einn þeirra starfsmanna
I ríkisútvarpsins, er þar hefði starf
að frá upphafi, tæki nú við for-
stöðu þessarar stöðvar, en það er
Davíð Árnason stöðvarstjóri frá
Eiðum. Loks afhenti útvarps-
stjóri stöðina stöðvarstjóranum
til stjórnar og varðveizlu og
lýsti hana tekna til starfa. Að
lokum þakkaði hann gestum
komuna.
HUGINN OG MUNINN
TUTTUGUSTU ALDARINNAR
Síðastur ræðumanna var Frið-
jón Skarphéðinsson sýslumaður
og bæjarfógeti á Akureyri. Þakk
aði hann yfirmönnum ríkis og
útvarps fyrir hönd Eyfirðinga og
Akureyringa. Kvað hann út-
varpið skóla þann er hvert manns
barn nyti og líkti því við hrafna
Óðins, Huginn og Muninn, er hin
mikla tækni tuttugustu aldarinn-
ar hefðu gert að veruleika. Síð-
Framh. á bis. 12
landsbankinn sjái m
sparisjóðseftirlit
GÍSLI JÖNSSON alþm. hefur
lagt fram í Efri deild frumvarp
um breytingu á lögum um span-
sjóði. Fjallar það um sparisjóðs-
eítirlit. Skv. bráðabirgðaákvæði
um L. 69/1941 er svo ákveðið að
ráðherra sá, serli fer með banka-
mál og þeir aðstoðarmenn, er
hann kveður til þess, fari með
sparisjóðseftirlit.
Uísli telur að eftirlitið yrði
bezt rækt með því að fela það
Landsbanka íslands, sem vegna
viðskipta við sparisjóðina hefur
langmesta þekkingu á rekstri
þeirra og efnahag. Þá er það ekki
heldur létt á metaskálunum að
Gísli telur að með þessu móti
i geti ríkissjóður sparað sér kostn-
að, sem er áætlaður rúmar 40
þús. kr. á ári, þar sem líklegt má
j telja að Landsbankinn vildi ann-
ast þessi störf ríkissjóði að kostn-
! aðarlausu.
Síidinni seinkar í Kcregi
ÁLASUNDI 12. jan. — Fiski-
rannsóknarskipið G. O. Sars kom
í gær til Álasunds til þess að fá
minniháttar viðgerð. Frá skip-
inu er tilkynnt, að síldin sé enn
í hafi og tæplega megi hennar
vænta að landi fyrr en síðla í
i þessum mánuði. — G. A.
Velvakandi skrifai:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Lítiö um skíðaferðir.
EINS og að líkum lætur hefur
ekki mikið verið um slciða-
ferðir það, sem af er þessum
vetri. Ástæðan er einfaldlega sú,
að snjór hefur hvergi verið finn-
anlegur nema upp í háfjöllum.
Enda þótt ég og fleiri vildum
gjarnan geta komist á skíði fer
því þó fjarri, að ástæða sé tii
þess að fara beinlínis að biðja um
snjókomu. Enda er það að öllum
líkindum óþarfi. Janúar, febrúav
og jafnvel marz eru oft snjó-
þyngstu mánuðirnir hér sunnan-
lands.
Drevmir fyrir daglátum.
ANNARS hitti ég nýlega mann,
sem hafði dreymt fyrir veðra
brigðum á næstunni. Hann var
alveg viss um, að á ákveðnum
tima myndi slfipta um.
Er nokkuð að marka drauma
þína? spurði ég.
Það hafði ég nú haldið. f fvrra
dreymdi mig nákvæmlega fyrir
hlutarhæð bátsins, sem ég var á
yfir vetrarvertíðina. Mig dreym-
ir iðulega fyrir daglátum.
Svo skildi með okkur.
Víst verður ekki framhjá þvi
gengið, að sumt fólk er ákaflega
berdreymið. Ég þekkti líka einu
sinni gamla konu, sem alltaf
þóítist vita norðanátt fyrir. Gigt-
in í mjöðminni á henni var henn-
ar baromet og veðurspá.
Vcðurvitringar.
FÓLK er ekki eins veðurglöggt
nú og áður. Margir garnlir
sjómenn og bændur voru sann-
kallaðir veðurvitringar. Þeir
höfðu að vísu aðeins sinn talc-
|markaða sjóndeildarhrlng og
fengu engar veðurfregnir víðs-
vegar frá af landinu eða frá fjar-
lægum heimshlutum. En reynsla
þeirra og athyglisgáfa hafði skap-
að frábæra hæfileika til þess að
sjá út veðrið með aðstoð loft-
vogarinnar, sem var þeirra líf og
yndi. Þá var loftvog til á hverju
einasta heimili við sjávarsíðuna,
og víða í sveitum líka.
Nú sést þetta merkilega tæki
frekar óvíða og í kaupstöðum
varla nokkursstaðar.
Vísindin hafa leyst gömlu veð-
urspámennina af hólmi Veður-
stofan er okkar alvitra forsjón.
(Henni skjátlast að vísu stund-
um). Veðurvísindin hafa unnið
stórkostlegt afrek. Með hverju
árinu, sem líður færa þau mann-
kindina nær því takmarki, að
geta reiknað hverskonar hrær-
ingar náttúruaflanna út fyrir-
fram.
Utanfarir
stjórnmálamanna.
DANSKT blað skýrði nýlega frá
því, að næsti fundur ríkis-
stjórnar Danmerkur myndi senni
lega verða fámennur. Utanríkis-
ráðherrann væri í París á fundi
Atlantshafsráðsins, fjármálaráð-
herrann væri í París á fundi urri
efnahagsmál, menntamálaráð-
herrann væri einnig í París á
fundi í sambandi við Unesco,
menningar- og fræðslustofnun
Sameinuðu þjóðanna o<* kirkiu-
málaráðherrann væri í Noregi.
Tveir aðrir ráðherrar væiu úti
á landi sér til hvíldar vegna las-
Jeika.
Þetta mundi ísiendingum
þykja nóg um. Hér verður stöð-
ugt vart gagnrýni á utanfarir
stjórnmálamanna, enda þótt sarsn
leikurinn sé sá, að íslenzkir
stjórnmálamenn ferðist miklu
minna en stjórnmálamenn ann-
arra þjóða.
En fáir þurfa frekar á því að
halda en einmitt þejr, sem fást
við opinber mál, að víkka sjón-
deildarhring sinn og kunna nokk-
ur skil á því, sem gerist meðal
annarra þjóða en þeirra eigin.
Menn verða nærsýnir og skiln-
ingslitlir af því að þekkja aðeins
sitt eigið bæjarhlað.
í stuttu máli sagt:
EFTIR að hafa brotizt gegnnm
Gerplu um hátíðarnar finnst
mér hún leiðinlegasta skáld-
verk Halldórs Iíiljans Laxness.