Morgunblaðið - 13.01.1953, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.01.1953, Blaðsíða 16
Veðurúllif í dag: Vaxandi SA. Slydda og rign- ing með kvöldinu. 9. tb!. — Þriðjudagur 13. janúar 1953. HeimaSHólum Sjá UaSsiðu 9. Sljórnarfrumvörp IMiðurfelling aðflutnings- gjalda af kaffi og sykri Verðiagsuppbæfisr í samræmi viS samkomulagið um iausn vinnudeiiunnar TVÖ stjórnarfrumvörp voru lögð fram á Alþingi í gær um ráð- Etafanir í samræmi við samkomulagið í desember um lausn vinnu- deilunnar. Fyrra frumvarpið fjallar um niðurfetlingu aðflutnings- gjalda af kaffi og sykri. HÍtt er um það að verðlagsuppbætur á kaup opinberra starfsmanna breytist til samræmis við samningana um lausn vxnnudeilunnar. Fyrsta hríðin á vetrinum í bænum i komið FELI.D Mflt'R AÐFLUTNINGSGJÖLD AF KAFFI OG SYKRI Meðal þeirra ráðstafana, er ríkistjórnin beitti sér fyrir við lausn vinnudeilunnar í des. s.l. var lækkun verðs á sykri og kaffi. Var sú verðlækkun gerð á þeirri forsendu að felld yrði nið- ur aðflutningsgjöld, þ. e. vöru- magns- og verðtollur af vöru- tegundum þessum. Nauðsynlegt var að vei'ðlækkunin kæmi þeg- j ar í stað til framkvæmda, er! samningar höfðu tekizt, og varð til þess að svo gæti orðið, að leita heimildar til þess að endur- greiða aðflutningsgjöld af birgð-l um verzlana af áðurgreindum vörum, enda væti birgðatalning etaðfest af hreppstjóra eða trún- aðarmanni verðgæzlunnar. Til þess að rxkisstjórnin geti staðið við gefin heit er henni nauðsynlegt að fá heimildir þær, er felast í þessu frv. VERÐLAGSL PPBÆTUR Á LAUN OPINBERRA STARFSMANNA í stjórnarfrumvarpinu segir að á tímabilinu frá 20. des. 1952 til 28. febr. 1953' skuli greiða verð- lagsuppbót sem hér segir: Á grunnlaun lægri en 1830 kr. á mánuði skal greiða verðlags- uppbót skv. vísitölu 158. Á grunnlaun hærri en 1830 kr. á mánúði skal greiða verðlags- uppbót skv. vísitölu 153. Þó skal kaup reikrxað eftir þessu aldrei vera lægra en fyrstnefnda kaup. Á þann hluta launa, sem eru fram yfir 220.0 kr. á mánuði skal greiða verðlagsuppbót skv. vísi- tölu 123 stig. Hinn 1.. marz 1. júní, 1. sept. og 1. des. 1953 skal verðlagsupp- bót breytast þannig að á grunn- laun, sem eigi eru hærri en 1830 kr. á mánuði skal greiða uppbót samkvæmt kaupgjaldsvísitölu, reiknaðri eftir framfærsluvísitölu næsta mánaðar á undan, að við- bættum 10 stigum, en á laun sem hærri eru en 1830 kr. skal bæta við 5 stigum. í SAMRÆMI VIÐ SAMKOMULAGIÐ í greinargerð segir m. a.: — Vegna verðlagsráðstafan þeirra, sem gerðar voru i sambandi við samningana um lausn vinnudeil- unnar er talið að kaupgjaldsvísi- talan .... lækki um 5 stig. Hinni opinberu vísitölu hefur hins veg- ar ekki verið breytt og þykir því rétt að ákveða beintínis í lögum vísitöluupphæð þá, sem kaup skuli reiknað eftír, þar til kaup- gjaidsvísitala verður reiknuð út að nýju. _______________ Drengur iellur í djúpan skurð NOKKRU fyrir hádegi á sunnu- daginn sást frá húsinu Lyngholt við Holtaveg, í Langholti, hvar lítill drengur féll ofan í djúpan skurð, sem er rétt hjá veginum heim að hinum nýja barnaskóla. Brugðið var skjótt við drengnum til hjálpar og hann dreginn upp, borinn inn í hús og færður úr hverri spjör. Læknir kom, en drengurinn litli hafði sopið dá- lítið af vatni. Ráðstafanir voru gerðar til þess, að girða skurðinn á þessu svæði. saman a ný ALÞINGI kom saman til fundar í gær eftir jólafrí sitt. Var hald- inn fundur í sameinuðu þingi, sem stóð örskamma stund. Að- eins voru tvær þingsályktanir á dagskrá. Engar umræður urðu. Þingsályktunartillögu um sölu þjóðjarða og kirkjujarða var vte- að til 2. umræðu og fjárveitinga- nefndar og þingsályktunartillögu- um bátasmiði innanlands var vis- að til 2. •umræðu. FYRSTA vetrarhríðin á vetrinum gekk yfir Reykjavík í gærkvöldi. — Var hríðin alldimm. — Fólkið á Lækjartorgi, sem var rð bíða eftir strætisvögnum, hafði ekkert á móti því að standa úti í hríð- inni. — Það er bara kominn vet- ur, sagði það. — Strætisvagna- stjórar urðu að setja keðjur á vagna sína í skyndi, því þeir létu ekki nógu vel að stjórn. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. -IRAÐSKÁKMÓTI íslands lauk í gærkvöldi með sigri Benónýs 3enediktssomar, er hlaut 7 vinn- ;nga af 9 mögulegum. Benóný varð því „Hraðskákmeistari ís- lands 1953“. Hann tapaði aðeins einni skák. Tíu menn kepptu tíl úrslita. í öðru sæti var Guðm. Ágústsson, með 6V2 vinning. 3. Þórir Ólafsson, 6 vinninga. — Friðrik Ólafsson hlaut 5V2 vinn- ing. Þeir Jón Pálsson og Jón Einarsson 4Vz vinning hvor. — Eggert Gilfer 4 vinninga. Ingi R. Jóhannsson og Ingvar Ásmunds- son með 3% vinning og Margeir Sigurjónsson með 0 vinning. 4 reykvískir skiðamenti fara í Austisrriki Líkbgt að þelr keppi i Sviss, Austurríki og i ftioregi Fljúgsndi diskur yfir Hefst saniði atattúru- gripasafnsins að vori Safnið í bráSabirgðahúsaæii í rúm 40 ér NáitúrufræSideild verSur sfofnuð PÉTUR Sigurðsson háskólaritari og framkvæmdastjóri Happdrættis Háskóla íslands, skýrði blaðamönnum svo irá í gær, er hann gerði grein fyrir starfsenii happdrættisins á líðnum 19 starfsárum, að næsta viðfangsefni Háskólans sé að reisa náttúrugripasafnsbygg- ingu. Er nú unnið að því að fullgera teikningar að byggingunni, sem standa mun sunnan Háskólans, milli hans og íþróttahússins. í vor verður byrjað á byggingunni, fáist nauðsynleg fjárfestingar- leyfi. FJÓRIR kunnir reykvískir skíðamenn hafa ákveðið að fara til Austurríkis og dveljast þar við skíðaæfingar í 4—5 vikur. Ferð þessa fara skiðamennirnir algerlega á sinn kostnað, verja til hennar sumarfríi,sínu,-en hafa við undirbúning ferðarinnar notið stuðnings Skíðasambands ísiands, sem skrifað hefur skíðasambandi Austur- ríkis, og mun það veita íslendingunum fyrirgreiðslu. GÓÐ ÆFINGASKILYRÐI j þeirra í Austurríki, er líklegt, Þeir, sem utan fara, eru Magn-J að þeir félagar taki þátt í keppni ús Guðmundsson. núverandi ís- í Austurríki og Sviss, og gera landsmeistari í tvíkeppni (bruni þeir jafnvel ráð fyrir að koma á og svigi), Óskar Guðmundsson, j heimleiðinni við í Noregi og taka Þórarinn Gunnarsson og Þórir | þátt í Holmenkollenmótinu, en Jónsson. . j það fer fram í síðustu viku febr. Tilgangurinn með förinni er sá, Um þátttöku þeirra er þó ekkert að"fá notið æfinga við beztu skil-! ákveðið enn. Fer hún eftir ár- yrði. í Austurríki er að finna c-inhver beztu skíðaíönd, sem völ er á. Við æfingarnar hafa skíða- mer.nirnir afnot af dráttarbraut- um, og tími þeirra nýtist því margfalt betur en ella. TAKA ÞATT I SKÍÐAMÓTUM Er líða tekur á dvalartíma angri á æfingunum. Veldur eignatjóni SAN JOSE — Nýlega varð hér allsnarpur jarðskjálftakippur, sem eyðilagði fjölmörg hús í bæn urn Limon. Ekki er kunnugt um manntjón. — Er þetta annar jarð- skjálftinn, sem vart verður við í Costa Rica undanfarna 9 daga. NORDAN aí' Ingólfsfirði ber- ast fregnir um að nokkrir menn hafi horít drykklanga stund, á furðuljós svífa um himingciminn. Virðíst ijósið eftir lýsingu þeirra eínna helzt bera saman við fregnir af hin- um svonefntíu Fljúgandi disk- um. — Þessi diskur var ekki alveg eins síór um sig og tungl í fyllingu. Hann lækk.ði stcð- ugt flugið meðan þeir Ingólfs- firðingarnir horfðu á hann, frá Eyri. Stóð þessi sýn yfir í átta mínútur og hvarf disk- urinn á bak við í'jall. Einmenningskeppni í Bridgs EINMENNINGSKEPPNI Bridge- félags Reykjavíkur hófst síðast- , liðinn sunnudag, og eru þátttak- ! endur á annað hundrað. Eftir fyrstu umferðina eru þessir efst- ir: Gunnar Guðmundsosn 60 stig, Árni Jónsson 57]/2, Gunnl. Krist- jánsson 57 14, Exnar Ágústsson 56, Jakob Bjarnason 55, Ósk Kristjánsdóttir 54, Þorst. Þor- steinsson 54, Óli Hermannsson 5314, Zoph. Benediktsson 5214, j Guðl. Guðmundsson 52, Ólafur j Þorsteinsson 52, Einar Þorfinns- son 5114, Ingólfur Ólafsson 5114, Karl Jéhannesson 5114, Einar Guðjohnsen 51 og Kristinn Berg- þórsson 51. ! Önnur umferð var spiluð í gærkvöldi, en þriðja og síðasta umferðin fer fram n.k. sunnudag. HASKOLANAM í NÁTTÚRUFRÆDUM I stuttu samtali er Morgun- blaðið átti í gær við dr. Finn Guðmundsson, kvað hann miklar framtíðarvonir við hið væntan- lega náttúrugripasafn vera bundnar. Þegar safnið væri kom- ið í fullkomið horf í hinum nýju húsakynnum, yrði þess ekki langt að bíða þar til ný fræði- grein yrði tekin upp í Háskól- anum, þ.e.a.s. kennsla í náttúru- fræði, svo sem gert er ráð fyrir. Finnur kvað Gunnlaug Hall- dórsson, arkitekt, nú hafa lokið útlitsteikningum að stafninu og hann væri nú að fullgera vinnu- teikningar. ÞRENGSLIN TIL TJÓNS Nátttirugripasafnið hefur orðið fyrir miklu tjóni vegna hins mjög svo ófullkomna aðbúnaðar. Nokkur bót varð það er lokið var Þjóðminjasafnsbyggingunni, en þá fékk safnið húsnæði þar, vinnustofur fyrir þá dr. Finn o% dr. Sigurð Þórarinsson, svo og nokkurt pláss fyrir geymslur. í SAFNBYGGINGUNNI í væntanlegri náttúrugripa- safnsbygginí'u verða m.a. miklar geymslur, stórir sýningarsali'- og þar verða vmnustofur. — Hvtg- myndin er að skapa þar mögu- leika fyrir erlenda náttúrufr,æð- inga að dveljast við rannsóknir og athuganir. FISKABÚR OG GRÓÐURHÚS Þá verða þar stór fiskabúr, fyr ir sjávarfiska og vatna, og sjávar dýr og gróðurhús, þar sem hvers konar gróður verður sýndur. Þá verða að sjálfsögðu kennslu stofur og vinnustofur náttúru- fræðideildar Háskólans. Hæsfi viiiningur 491 kr. fp’ir 10 réíla MEÐ leikjum 3. umferðar ensku bikarkeppninnar, sem fram fór á laugardag, hófu getraunirnar starfsemi sína á ný eftir jólahlé- ið. I nokkrum leikjanna fóru leikar nokkuð á annan veg, en almennt hafði verið gert ráð fyr- ir og tókst engum að ná réttari ágizkun en 10 réttum. Voru 2 með 10 réttar, og er annar ungur drengur á Akranesi, sem tókst það í einfaldri röð. Hæsti vinningur var 491 kr. fyrir 10 rétta í kerfi. Vinningar skiptust annars þannig: 1. vinningur kr. 344 fyrir 10 rétta (2). 2. vinningur kr. 49 fyrir 9 rétta -30). ' 1 I Kanadadollar lækkar GENGI Kanadadollars hefur lækkað um 11 aura eða úr 16,90 kr. í 16,79 kr. sölugengið. Frjáls skránirxg er á kanadiskum dollara og eru því alltíðar sveiflur á gengi hans. Enn er hann þó í hærra gengi en bandarískur doll- ar, scm er 16,32,____ Urðu einslrfs varir HANOI — Franskar hersveitir hafa verið í könnunarferðum undanfarið í grennd við bæinn Cono, án þess að rekast á einn einasta Viet-Mín hermann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.