Morgunblaðið - 13.01.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.01.1953, Blaðsíða 7
i Þriðjudagur 13. jan. 1953 TAORGXJTiBLÁÐlB I Á MEÐAL þess, sem heimsathygl in hefir beinzt að einna óskipt- ust að undanförnu er starfsemi Mau Mau flokksins og kynþátta málin í Kenyu. Aðal atriði þessa máls er engin ný bóla. Flestir Afríkubúar í Kenyu hafa þegar um langan tíma alið á vissum óróa og óánægju, þá hefir aðeins skort áltveðni og skýrleika til að láta í ljós og fylgja eftir skoð- unum sínum og tilfinningum. En þessum hæfileikum er Jomo Keny atta gæddur í ríkum mæli og það er einmitt þessvegna, að hann er orðinn að þjóðernislegu tákni í augum kynþáttar síns og jafn- framt sú persóna, sem hlutaðeig- andi stjórnarvöld eiga við í einna flóknustum brösum um þessar mundir. Hann er einn hinn hrein- ræktaðasti og rótttækasti þjóð- ernissinni, sem um getur og það kemur því gréinilegar í Ijós, sem hann heyrir til samsteypuþjóð- félagi, sundurleitu og ósamhæfðu. ÆVIFERILL AFRÍKANSKRA ÞJÓÐERNISSINNA Helztu æviatriði hans eru svip- uð því, er almennt gerist um afrikanska þjóðernissinna. Fyrst er það trúboðsskólinn, síðan stutt starfstímabil, hægfara pólitísk vakning og síðan ferð til útlanda. Þar tekur við langur tími starfs og náms erlendis, aðallega í Bret- landi, þar sem hann komst í sam- band við marga Afríkubúa í svip aðri aðstöðu og hann sjálfur og nokkra af þeim fáu Evrópumönn- um, sem kæra sig um að kynnast Afríkumönnum (hvernig sem nú á því stendur. Og svo kemur að afturhvarfinu til heimalandsins og þeim afleiðingum sem ennþá eru ófyrirsjáanlegar. Það, sem er ólíkt með Keny- atta og öðrum afríkönskum þjóð- ernissinnum á rætur sínar að rekja til hinnar hverfulu skap- gerðar hans og hinnar marg- breytilegu þjóðfélagsskipunar í Kenyu. RÚMLEGA FIMMTUGUR — EKKI ALVEG VISS UM FÆÐINGARÁR SITT Jomo Kenyatta fæddist ein- hversstaðar í Kikuyu-héraðinu fyrir rúmum 50 árum — hann sjálíur veit ekki nákvæmlega um fæðineardag sinn og ár. Um tíu ára aldur gaf hann sig fram við munaðarlausrahæli, rekið á veg- um skozka trúboðsins nálægt Fort Hall og kynnti sig undir nafninu Kamau Wa Ngengi. — Þarna var gerð á honum vel heppnuð læknisaðgerð við mænu sjúkdómi, sem hann var haldinn. Hinn fyrsti starfi hans var sem aðstoðar eldhúsdrengur. Það kom þegar í ljós, að hann bjó yfir mjög svo auðugu ímyndunarafli, hann gat, eins og húsbóndi hans komst að orði „spunnið upp sög- ur eins og gamall sjóari“. Nú var hann skírður „Johnstone", send- ur í trésmíðalæri, og síðan fékk hann atvinnu við vatnsvirkjunina í Nairobi, þar sem hann komst í kynni við brezk hjón, sem sýndu vinsamlegan áhuga á honum og hinum óvenjulega góðu gáfum hans. 1922 — FYRSTA PÓLITÍSKA SKREFID Árið 1922 tók hann hið fyrsta skref sitt á stjórnmálabrautinni er hann gerðist meðlimur í Kikuyu samtökunum, en sá flokk ur má teljast hin fyrstu skipu- lögðu félagssamtök, sem nokkuð létu að sér kveða meðal Kikuyu manna, þess kynþáttar í Kenyu, sem náð hefir mestum þjóðfélags- legum þ"oska. Hinn gáfaði Keny- atta var brátt gerður að formanni flokksins. Árið 1928 hafði hann haf;ð útgáfu dagblaðs, skrifuðu á Kikuyu-máli og árið eftir var hann sendur til Bretlands á veg- um flokksins til að bera upp kvartanir um ágang Breta á land Kenya-manna. Jomo Kenyatta KOMA F.VRÓPUMANNA KENYU TIL TJÓNS Landskortur er hið gamla mein Kenyu. Kenyatta hefir látið sig þetta vandamál miklu skipta og árið 1938 kom út bók eftir hann um þetta efni er hann kallaði „Facing Mount Kenya“. Er bókin full af djúphugsuðum mannfræði legum athugunum. Kenyatta held ur þar fram, að áður en Evrópu- menn komu til Kenya hafi verið þar í gildi kerfisbundnar reglur um eign og yfirráð landrýmis þannig, að enginn hluti landsins var ónotaður, en að koma Evrópu manna hafi valdið truflunum á þessu kerfi til mikils tjóns fyrir landsbyggja. Kikuyu-menn, seg- ir hann, héldu, að Evrópumenn- irnir mundu standa aðeins-stutt við, svo að þeim var leyft að ,.húka“, bar sem beir voru nið- ur komnir. ■ Evrópumennirnir stóðu hins vegar í þeirri mein- ingu, að stór landsvæði væru ó- notuð. sem í raun og veru voru beitilönd fyrir nautpening, en síð- ar, staðhæfir Kenyatta, kom í ljós, að þeir vildu í alls engu virða eignarrétt Afrímúmanna. SEX MÁNUÐIR í ENGLANDI Þessi fyrsta heimsókn hans til Englands stóð aðeins í 6 mánuði og án þess, að hann fengi nokkru áorkað. Nýlenduhreyfingin hafði 'ekki enn rutt sér til rúms í hug- um almennings en hann fann samt/að hún lá í loítinu. Eftir eitt ár heima í Kenyu kom hann á ný til Englands, í þetta skipti til 13 ára dvalar. Fyrsta árinu varði hann til náms í mannfræði við háskólann í Lor.don og ávann sér brátt mikið traust og álit fyr- ir gáfur sínar hjá próf. Malinow- ski, sem skrifaði síðar formála að bók hans, þas sem hann fer um hann mörgum lofsamlcgum orðum. ERFID STÚ3SNTSÁR Kenyatta átti á þessum árurn að stríða við alla hina venjulegu örðugleika hins litaða nýlendu- stúdents í Bretlandi. Hann var félítill, fékk einhvern smástyrk frá ýmsum Kikuyu sjóðum, og hanr átti í basli með að fá hús- næði, þótt harm væri á þessum árum hinn geðfelldasti ungur maður. Hann skrifaði bókina sína í gömlu og þægindasnauðu húsi, þar sem hann loksins fékk inn: hjá vinsamlegu fólki. Á þessum 13 árum tókst Kenyatts að ferð ast víða um Evrópu^korrist m. a. til Moskvu þótt aldrei væri hann meðlimur kommúrústaflokksins 5 Bretlandi. Hann var fyrst og fremst einstaklingshyggjumaður með áhugann óskiptan við Kik- uvu þjóðílokkinn og siðvenjur hans. LANDBÚNADARVERKAMAÐ- UR — GIFTIST ENSKRI KONU Á meðan á styrjöldinni stóð, vann hann um skeið sem land- búnaðarverkamaður, þekktur und ir nafninu „Jumbo“ í barkránni, sem hann vandi komur sínar í. Hann hélt jafnframt fyrirlestra fyrir Menningaisamtök verka- manna. Árið 1942 kvæntist hann enskri konu, Edna Grace Clarke og ári siðar fæddist þeim hjónunum sonur, sem hlaut nafnið Peter. Kenyatta var ákaflega hreykinn af syni sínum. Gifting Kenyattas virðist sýna ljóslega, að á þessum árum hafi hann ekki enn alið á neinni and- úð gagnvart Evrópumönnum. Þeg ar hann, á þessu tímabili, var spurður, hvort hann áliti, að hvít- ir menn skyldu rekpir frá Kenyu, svaraði hann jafnan neitandi, sagði, að þeir mundu smám sam- an gerast afrikanskir, er þeir hefðu lagað sig eftir þjóðfélags- háttum og þörfum Afríkumanna. Frá þessari skoðun sinni hefir hann sýnilega vikið eftir að hann snéri aftur til heimalands síns. FORSETI AFRÍKUSAMBANDS- INS — HETJA DAGSINS Þegar hér var komið sögu, var hann einn á meðal hinna mennt- uðu negra í Englandi, sem stofn- uðu til Afríkusambandsins með það fyrir augum að sameina pólitíska starfsemi allra negra- samtaka í Afríku. Kenyatta var kjörinn forseti sambandsins og Kwame Nkrumah, rétt nýkominn til Bretlands frá Bandaríkjunum, aðalritari þess. Árið 1945 hélt sambandið ráðstefnu í Manchest- er, þar sem mættir voru fulltrú- ar frá Afríku, Bandaríkjunum og Vestur-lndíum. í tvær vikur var rætt fram og aftur um vanda- mál hins svarta kynþáttar á jörð- inni. Á flestum fundum ráðstefn- unnar var Kenyatta íundarstjóri. Hann var sannkölluð hetja dags- ins. Afstaða hans, yfirveguð og kímni krydduð, stakk greinilega i stúf við flesta af hinum full- trúunum. 8REYTT AFSTADA Það var sæmilcga auðvelt. fyr- ir hann að t.aka á hlutunum me.ð gamanlyndri rósemi, á meðan hann var í Bretlandi, í tiltölu- lega rólegu andrúmslofti. Hon- um veittist það allt erfiðara í hinni óróafullu og æstu Kenyu, sem hann hafði horfið til aftur árið 1946. Hann var hér á ný í aðstöðu hins minni máttar og að- hylltist nú æ meir þá fráleitu skoðun, að málstaður Kikuyu þjóðflokksins hlyti alltaf að vera sá eini rétti. Héðan í frá hélt hann eina ræðuna eftir aðra, þar sem hann staðhæfði af mælsku og áherzluþunga, sem minnti á málflutning Hitlers, að Kenya yrði paradís á jörð, ef aðeins hinn hvíti maður yrði þaðan á brott. SJÁLFUR SEMUR IIANN SIG AÐ SIDUM EVRÓPUMANNA En einkennilega kemur það samt fyrir, að um leið og Keny- atta lofar hástöfum ágæti Kikuyu þjcðflokksins, kynþáttar síns, og siði hans og venjur, þá semur hann sjálfur sig í flestu að hátt- um Evrópumanna. Hann býr í húsi, byggðu í evrópskum stíl og neitir hinnar beztu fæðu, sem völ er á í nýlendunni. Hann geng- ur jafnan með fílabeinsstaf í hönd — það er hans kennimerki — og með gífurmikinn gimsteins hring á vísifingri hægri handar. Hann gengur ekki í hinum venju- legu klæðum Afríkumanna held- ur í fötum msð Evrópusniði, — sérlega vel falla honum föt úr ljósbrúnu rifflaflaueli. HIN SANNA MENNTUN — AÐ KUNNA AÐ VINNA í ræðum sínum leggur hann næstum þvi ofstækisfulla áherzlu á kappsamlega vinnu og afneitun allra holdsins lystisemda. Hvað eítir annað hefir hann ráðizt gegn lifnaði þjófa, vændiskvenna, slæpingja og sníkjudýra og tal- að af brennandi áhuga fyrir gagnlegri og raunhæíri menntun. („Það sem ég á við er ekki það, að komast yfir bók og penna, heldur það að læra að vinna — ef við notum hendurnar, verð- um við að mönnum, ef ekki — að einskisnýtum auðnuleysingj- um“.) Slík orð og ræður myndu reyn- ast áhrifameiri, ef Kenyatta sjálf- ur lifði ströngu líferni, en sann- leikurinn er sá, að hann er að ýmsu leyti eftirlátur við sjálfan sig eins og hin vöxtulega istra hans og blóðhlaupin augu bera vitni um. í kunningjahópi á hann til að vera kátur og skemmtilega ræðinn, laus við alla öfga ,en hin hógværa andstaða gagnvart Evrópumönnum, sem kemur fram í áðurnefndri bók hans hefir nú snúizt upp í fjandsamlega fyrir- litningu á hinum hvítu nýlendu- mönnum. GÆTU LÆRT AF AFRÍKU- MANNINUM Kenyatta sá áður í mjög skýru ljósi vandamál hinnar fyrstu kyn slóðar Afríkubúa, er orðið hafði fyrir vestrænum áhrifum. Á ein- um stað í bólc sinni skrifar hann: j „Hinn nýsiðmenntaði Afrikumað- i ur lítur á þcssa siðmenningu með óttablandinni grunsemd. Hann stendur uppi óviss og flöktandi á miili tveggja þjóðfélagsafla“. Þegar þetta var, leitaði hann eft- ir samræmingu þeirri er var nauðsynleg. Og enn skrifar hann: „Fortíðin hefir gert of mikið af því að reyna að upplýsa og sið- mennta hina einföldu villimenn. Þessi viðleitni hefir byggzt á þeirri fordómafullu hugmynd, að menning Afríkuþjóða sé frum- stæð og ófullkomin og heyri að- eins fortíðinni til, svo að arf- leifðir hennar hlj.óti að skoðast sem hverjir aðrir forngripir, sem ekki eigi heima annars ptaðar j en á einu eða öðru safni. Evi'ópu- | mönnum ætti að vera ljóst, að 1 það er ýmislegt, sem þeir gætu lært af Afríkumanninum“. P.URT MED I>Á HVÍTU! Nú kærir hann sig kollóttann um, hvort Evrópumaðurinn lær- ir nokkuð eða ekki neitt — að- maðurinn hefir ekkert á Evrópu- búum að græða. Kenyatta er nú í hinum rót- tækasta vinstri armi Afríkusam- bandsins í Kenyu, í andstöðu við öll hin gætnari sjónarmið. Hver muni framvindan á æví- ferli hans héðan í frá, er á huldu á svipaðan hátt og er um þróuik hins sundurleita þjóðfélags, sem hann heyrir-til. Tvímælalaust er hann góðum hæfileikum búinn, þó að svo kunni að fara, að hanu reynist ekki annað en tákn upp á hinn ófrjórri og spillta hluta af þeirri kynslóð afrikanskra for- ingja, sem hafa þegar á ýmsum. sviðum náð markverðum árangri — Nkrumah, Tshekedi, Moroka og — vonandi einnig Mathu. (Úr „The Observer“) i Ford ínodcl 1947 fólksbifreið til sýnis og sölu við Þing- holtsstræti 2, kl. 12.30 til 2 í dag. — Khúð — Lán Sá, sem gæti lánað 30 þús. kr. gegn fyrsta veði í húsi, gæti fengið litla íbúð á leigu næsta haust. Gæti einnig fengið að vinna við húsið upp í leiguna. Tilboð sendist afgr. Mbl„ merkt: „Ibúð — Lán — 695“. Smergilskífur Rafmagns-sniergelsjkjfur 7“ Borpatronnr L”, %” %”. — Rennibekks-palronur 314” 4”, 5”, 6” 9”, 1014“ Pinnálar á kúlulegum, m. st. Verzl. Vald. P»ulsenhí Klapparstig 29 — Sími 3024 V-Rei l - c. .'.‘V óvollt fyri.liggjandi" . ’ýC'nf.'-./sr V-reimar ávalt fyrirltggj- andi. Einnig reimskífur. Verzl. Vald. PoulsenS'r Klapparsíig ?9 — Sími 3024 ■% Vtl S K1P AÚTCCRÐ RIKISINS Tekið á móti flutningi til Salt- eins — á burt með hann! Afríku- 1 hólmavíkur á morgun. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.