Morgunblaðið - 16.01.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.01.1953, Blaðsíða 14
I 14 MORGVNBLABi» Föstudagur 16. jan. 1953 ninnimiKiifiiiitiiiHniffimiiimifi Hamingjan í hendi mér Skáldsaga efiir Wmston Grahain niiiiiiaiDiiiiiiiiiMiiiiiiiniiiiiiiiMiiiiiiiiimiiiiiiniiiiiiiii Framhaldssagan 20 „Það er dálaglegur heimanmund ur sem ég faeri þér.“ „Ef ég lendi í vandræðum þá gef ég sjálfum mér um kennt, vegna þess að ég gat ekki beðið eftir þér. Ef peningunum hefði verið skilað fyrst, þá hefði ailt verið klappað og klárt“. „Hvernig útskýrðir þú þetta fyrir Henry Gune?“ „Ég sagði að ég hefði verið kallaður skyndiiega út úr borg- inni. Við getum ekki losað okkur við peningana núna. Sarah. Ef við hefðum gert upp við Berke- ley Reckitt áður en þessi orðróm- ur komst á kreik — við getum ekki farið r.úna og sagt við hann: Viljið þér gera okkur þann greiða að taka aftur við peningunum áður en við verðum handtekin fyrir fjársvik, því við vitum að þér eruð farinn að gruna okkur“. „Ég skil bar ekki, hvernig þessi orðrómur hefur byrjað núna. Ef einhver hefur vitað eitthvað, þá hefði það átt að koma á daginn strax en ekki núna þegar fimm mánuðir eru liðnir“. Ég stóð líka á fætur. Ég var allt of taugaóstyrkur og reiður gagnvart sjálfum mér, til að láta eins og ekkert væri. „Það eina sem við þurfum að láta skipta okkur máli, er þessi orðrómur. Hann er svo sem mjög óljós, eftir því sem Michael sagði. Spurn- ingin er sú, hvort hann er nógu sennilegur til þess að menn sem hafa með tryggingarmál að gera, leggi trúnað á hann. Það er það sem skiptir máli“. —//— ' Næsta morgun fór ég inn á skrifstofuna til Michael. „Ég hef hugsað um þetta, sem þú sagðir mér í gær. Ég get ekkert gert í þessu, fyrr en ég heyri alla sög- una eins og hún er“. Hann beit í blýar.tinn, sem hann hélt á. „Ég held að þetta líði hjá. Mér finr.st að þú gerðir bezt í því að umgangast ekki fólk að óþörfu í nokkrar vikur, og þegar þú hittir einhvern, vertu þá eins blátt áfram og frjálslegur og þú átt að þér. Flestir munu þá segja: Hvað þá? Branwell? Hvaða vitleysa. Hann er allt of heiðarlegur til þess að vera við slíkt riðinn“. „Veit faðir þinn um þetta?“ spurði ég. „Ég held ekki. Ég ætla sannar- lega ekki að segja honum það“. „Haitu því leyndu fyrir honum ef þú getur. Ég vil ekki að fólk hafi óþarfa áhyggjur mín vegna“. Ég fór út til að rar.nsaka mál í Hammersmith. Auðvitað var það ekki eingöngu það að ég vildi ekki að gamli maðurinn hefði áhyggjur mín vegna. Ég kærði mig bara ekki um að þurfa að ljúga að fleirum sem ég bar virð- ingu fyrir. Erindið til Hammersmith var í sambandi vjð oðsKÍnnaþjófnað. Ég reyndi að beita mér öllum við það til þess að gieyma hinu. Mig grunaði biátt að loðskinnasalinn væri að reyna að fá meira upp úr tryggingunni, en honum bar. Hann hét Collandi. Eítthvað var líka athugavert með bækurnar. Fyrst sagði hann að þeim hefði líka verið stolið, en svo sagði hann að þær væru hjá endurskoð andanum. Hann loíaði að hafa þær við hendina r.æsta dag. En næsta dag voru engar bæk- ur komnar. Hins vegar var Collandi búinn að ráða til sín lög fræðing, Abel að nafni, sem átti að star.da fyrir hans málstað. Abel var sú manntegund, sem mér var ekkert gefið um, eld- snöggur og harðvítugur eftir því. En nú, hafði ég fengjð yituf^kju hrú 'það að orðstí f ‘Gálíártcfi ’ váV ................IHHIHHHIHHHHIM eins bágborinn og hann gat ver- ið og ég stagðist ekki ganga frá neinum útborgunum fyrr en bæk- ■ urnar væru komnar. Þá urðu miklar skeggræður og hótanir um að fara með mál á hendur mér en ég fór við svo búið. Berkeley Reckitt var líka ábyrgð armaður í þetta sinn. Ég velti | því fyrir mér, hvort hann mundi yfirvinna andúð sína á mér þegar | hann sæi undirskrift mína og hvort hann mundi meta það við mig að verðleikum að ég borgaði ekki út fé hans nema fullar ástæð ur væru fyrir hendi. j . -//- ! Ég kom frekar seint heim um kvöldið. Sarah var ekki í and- dyrinu eins og venjulega, en hún var uppi. Andlit hennar breyttist alltaf þegar hún sá mig. Það var eins og það lifnaði við. Ef til vill var það alltaf þannig, þegar hún sá einhvern, sem henni þótti vænt um .. en þessi stund var að verða ánægjulegasta stund dagsins fyri mér. Enda þótt eins væri þennan dag, far.n ég það þó, þegar ég . kyssti hana að eitthvað var að. ' „Þú kemur seint“, sagði hún, „er nokkuð að?“ „Nei, ég hef varla séð Michael í dag og hitt fólkið sem ég hef haft samband við kom sæmilega kurteislega fram. Nei, þarna ert þú“, ég beygði ynig niður til að klappa Trixie, sem flaðraði upp um mig. „Er hún búin að sætta sig við að búa hér?“ I „Hálfpartinn. En hún er vön við sveitalífið. Henni er ekkert um borina." Eftir stutta þogn spurði ég: „Áttir þú hana eða Tracey?" „Tracey gaf mér hana í afmælis gjöf. En af einhverjum ástæðum fannst mér alltaf, hún vera fyrst og fremst trygg honum“. j Sarah gekk yfir að skápnum og tók út nokkrar flöskur. Ég virti hana fyrir mér. „Ég get ekki að því gert, en einhvern veginn finnst mér áhyggjur þínar ekki snúast eingöngu um Trixie“. Hún snéri sér við og leit á mig. „Get ég svo illa dulið það?“ „Þér tekst ekki betur“. „Ég kom heim um fimmleytið" sagði hún. „Þá beið mín maður í anddyrinu. Sagðist vera lögfræð- ! ingur. Herra Jerome kaliaði hann sig. Sagðist eiga erindi við mig, svo ég bað um te upp og við sát- um yfir tebollunum og spjölluð- um um fjárþröngvanir ....“. ! „Heyrðu“, sagði ég. „Er þetta „Herra Jerome sagðist vera kominn fyrir skjólstæðing sinn .. en vildi þó ekki segja nafn hans. Hann sagði að skjólstæð- ingur hans hefði sérlegan áhuga á fé því sem ég hefði fengið út á trygginguna fyrir Lewis Manor. þegar bruninn varð þar og eig- inmaður minn týndi lífinu. Herra Jerome sagði að almennt væri álitið að kviknað hefði í af mis- tökum, en á meðal kunnugra væri það auðvitað vitað mál, hvemig um hnútana hafði verið búið. 28 þúsund Dund voru líka sæmileg upphæð og mikið fyrir hana vinnandi. Skjólstæðingur har.s viidi fá 14 þúsund fyrir að þegja. Hann sagðist hafa sann- anir fyrir hendi 05 ef lögreglan kæmist í málið mundi ég lenda í fangelsi". „Hvað sagðir þú?“ „Ég sagðist ekki vita hvsð hann væri að tala um. Ég sagði að ég tryði því ekki að nokkur fótur væri fyrir þessu sem hann segði. Að minrsta kosti yrði ég að fá umhugsunarfrest ..“. „Ágætt. En hann ....“. „Hann sagðist mundi koma aft- ur .. núna í kvöld.“ --//— V:ð létum eins og við hefðum góða matarlyst, en vorum komin upp aftur k'ukkan hálf átta. Sarah saPði að her--q ,Þ-nme hefði lagt áherzlu á það að þau hittust aftur niðri í anddyrinu. Hrói höttur snýr aftur eftir John O. Ericsson 99 sólarhringsins, þegar loftið virtist vera fullt af ósýnilegum verum og alls kyns hljóðum. Enginn fór að ástæðulausu út á þessari nóttu. Þó þokaðist hópur manna áfram meðíram trjánum á leið til Lee-kastala. Allir voru gangandi nema sýslumaðurinn og Merchandee. Tveir piltar höfðu verið sendir á undan til að njósna um mannaferðir við kastalann. Það var engu líkara en hópur afturgangna væri þarna á ferð, því að allt var hljótt. Mennirnir höfðu nefnilega feng- ið skipun um að forðast allan hávaða, og ekki máttu þeir tala saman. Þeir höfðu frétt, að Hrói höttur og menn hans . væru um þessar mundir í hinum enda skógarins. Fimmti 1 hver maður bar blys. sem ekki var búið að tendra. En þeir höfðu fengið sklpun um að kveikja í þeim ef þeir yrðu fyrir árás, svo að þeir dræpu ekki hvern annan. | Þeir urðu ekki varir við neinn óvin, og kastalinn var nú ekki langt undan. Riddararnir, sem sendir höfðu verið á undan komu nú til baka. Þeir gengu og teymdu hestana. íbúarnir voru í fasta svefni. í bænum voru öll ljós slökkt. Aðeins ljósglæta sást úr varðturni, sem gaf til kynna, að enn væri einhver, er vekti yfir þessum annars svo dauða og líflausa bæ. Lae-kastali var á litlu nesi, sem skagaði út í lítið stöðu- vatn og voru háir varnarmúrar umhverfis. Mikill gróður var allt í kringum kastalann. Merchandee og sýslumaðurinn stigu af hestum sínum, þegar þeir höfðu fengið þær upplýsingar hjá njósnurun- um, að enginn í bænum eða í kastalanum hefði orðið var við ferð þeirra. Nokkrir mannanna fengu skipun um að leiða hestana það langt inn í skóginn, að hnegg þeirra heyrðist ekki. Siðan læddist allur hópurinn fram með skóg- arjaðrinum í áttina til strandarinnar. I Þeir voru aðeins nokkur hundruð metra frá brúnni, sem .þeir urðu að fara yfjr til þess að komast inn í kastalann. Kástaiirin-og þörpið, sem honum fylgdi, var nokkuð stórt. m^Jlvítan ur a a tenn - - ./ einni vihu cei; ló Spegillinn sýnir ySur áhrif PEPSODENT. Það er undravert, hvað Pepsodent breytir brosinu. Á að- eins einni viku verða tennurnar skjanrva hvítar, fallegri en nokkru sinni fyrr. Það er vegna þess að Pepsodent inniheldur undraefnið Irium, sem leysir upp hina dökku skán af tönnunum og gerir þær skínandi hvítar. í KVÖI.II _ BrosiS tu sp^grilsins. — Athugiö r Vö»r vandlega. 1»VÍ XÆST — Burstið tennur yðar meö Pep- sodent kvölds og morg-na í eina viku. SÍ»AIV — BrosiS aftur til . spegilsins. — Siáið hve j vitai notkun Pepsodenc hefir fcert tennur yðar hv'ftar og brosið heillandi i X-*»0 28-»?-50 'iANNKUEMlt) MKd I K I íi iVi * * Irium er s^rstakt uppleysandi efni, er hreinsar vel, og- er skrásett vör*)ime*'ki nf limited. PEPSOOFNT LTD., LONDON', ENGLANT). Skrifstofa S&mbcnds smásölLverzSaria flytur í dag á Laugaveg 22. Símanúmerið verður 82390. (Skrifið hjá yður númerið) 4 kerbergja ibúð björt og falleg, í nýlegti steinhúsi, til leigu nú þegar. Gólfflötur ca. 145 ferm. Einhver fyrirfram borgun. — Tilboð merkt: „Vest- urbær —735“, sendist blaðinu fyrir laugardags- kvöld. Unglingspiltur óskast nú þegar til innheimtu og afgreiðslustarfa. Uppl. kl. 5—6 (ekki í síma). Verzl. Vald. Poulsen h.f. Klapparstíg 29. Herbergi til leigu fyrir einhleypan karlmann, & bezta stað við Miðbæinn. — Stærð gólfflatar ca. 16 ferm., tveir inn- byggðir klæðaskápar. Ljós og hiti og ræsting fylgir. — Tiiboð sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 20. þ. m. merkt: „Miðbær — 728“. ■■■■■■•■■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.