Morgunblaðið - 24.01.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.01.1953, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laug^rdagur 24. jan. 1953 Tillögnr Sjálfstæðismanno í Framhald af hls. 7 yerða nokkuð önnur í landinu. Að vísu mundi ekki í fyrirsjá- anlegri framtíð fullkomið tveggja flokka kerfi komast á, en það mundi sækja í slíkt horf. Hugs- anlegt er, að það mundi leiða til þess um sinn, að t. d. Sjálfstæðis- flokkurinn fengi tiltölulega fáa þingmenn kosna, því að meiri- hlutakosningar leiða til meiri sveiflu í þingmannafjölda til og frá, en hlutfallskosningar og slíkt fyrirkomulag mundi e. t. v. greiða fyrir svokallaðri „vinstri sam- vinnu“ í bili. En þeir, sem mest kvarta undan þeirri leiðu sam- suðu og ábyrgðarleysi, sem leiðir af stjórnarsamvinnu slikri, er verið hefur undanfarin ár, ættu allra síst að kvarta undan því, þótt samstæður meirihluti mynd- aðist á Alþingi. Ástæðan til þess, að Sjálf- stæðismenn hafa lengst af verið í stjórn siðan 1939 er alls ekki sú, að flokksmenn yfirleitt eða forystumenn flokksins hafi ætíð talið það flokkslegan ávinning að vera í ríkisstjórn. Þvert á móti. En það hefir verið eina ráðið til að sjá landinu fyrir löglegri þing- ræðisstjórn. Þau tvö ár frá 1939, þegar Sjálfstæðismenn voru ekki í ríkisstjórn, tókst ekki að mynda þingræðisstjórn, heldur varð illu heilli að hafa utanþingsstjórn. Meðan núverandi kjördæmaskip- an helst er nærri víst, að sam- steypustjórnir halda áfram, með öllum afleiðingum slíks stjórnar- fars. Að mínu viti er betra að vera í minnihluta og utan ríkisstjórn- ar um sinn, ef til er löglegur meirihluti á Alþingi til þess að mynda ríkisstjórn, heldur en að viðhalda langa hríð þeim hætti, sem nú er. HinU ber auðvitað ekki að neita að svo fjölmennur flokkur sem Sjálfstæðisflokkurinn öðlast miklu meiri möguleika til að fá einn hreinan meirihluta með ein- menningskjördæmum heldur én nokkrum öðrum hætti. NÁNARA SAMBAND ÞINGMANNS OG KJÓSENDA Sumir hafa það á móti þess- ari skipan, að óeðlilegt sc að skipta Reykjavík í mörg kjör- dæmi. En hvað er óeðlilegra að skipta Reykjavík í mörg kjör- dæmi til Alþingis en til preít- kosninga? Reykjavík var lengi eitt prestakall. Þá þótti sum- um óeðlilegt að skipta henni í fleiri. Nú þykir það sjáifsagt. Um allan hinn engilsaxneska heim er stórborgum skipt í mörg kjördæmi og sannast sagt sé ég enga frambærilega ástæðu á móti því, að slíkt hið sama eigi við hér. Þvert á móti mundi skipt- ing Reykjavíkur í tildæmis 16 eða 17 kjördæmi hafa í för með sér miklu nánara samband þing- manns og kjósenda en verið hef- ur. Þingmaður mundi miklu bet- ur en nú vita, hvað kjósendum hans liði og eiga þess kost að greiða fyrir mörgum áhugamál- um þeirra, og veita einstakling- rfnum samskonar fyrirgreiðslu <|g þingmenn utan af landi verða éö veita sínum kjósendum. Þetta yrði aukin vinna og umstang fyrir þingmennina, en ég þori að fullvrða. að af því yrði mikill yinningur fyrir kjósendur. > Ég viðurkenni, að endalaúst má deila um ágæti hlutfaiiskosn- inga og meirihlut'iVosninga frá fræðilegu sjónarmiði. Hitt verð- 'ur ekki um deilt, og vonast ég |að allir Sjálfstæðismenn geti ver ið sammála um það, að hver kost- ur sem upp verður tekinn, þá verði séð um það, að sömu regl- ur gildi um Reykjav'k í þessum efnum og aðra staði á Iand- inu. Það er slíkt höfuðatnði, að frá því má aldrei víkja. KJÖRDÆMASKIPUNIN í samræmi við það, sem ég hefi nú sagt er sjötta breyting- irtiliaga okkar á þessa leið: | Kosningaréttur sé svo jafn sem þjóðax-hagir og slaðhaettir leyfa. Enginn landshluti hafi færri þingmenn en hann nú hefur, en þingmönnum verði fjölgað á hinum fjölmennari stöðum eftir því sein sam- komulag getur fengist um við heildarlausn málsins, þó svo, að fjölgun þar ncnii ekki færri þingmönnum en tölu nú- verandi uppbótarþingmanna, og verði tölu þeirra, ellefu, skipt niður á fjólmcnnustu staðina, eftir því sem útreikn- ingar nú sýna að þeim ber. Stjórnarski’áin heimili almenna öggjafanum að endurskoða lcjör- 'æmaskipunina á hæfilegum 'resti, þannig að ti-yggt verði í framtíðinni svipað hlutfall milli fjöida fulltrúa fjölbýlis og strjál- býlis og hér er gert ráð fyrir. Kosningafyrirkomulagið verði hið sama um land allt, þ. e. ann- aðhvort allstaðar einmennings- kjördæmi eða stærri kjördæmi, bar sem fjórir til sex menn verði kosnir í hverju með hlutfalls- kosningum. Gunnar Thoroddsen tók fram í nefndinni, að hann væri andvíg- ur einmenningskjördæmum og svo er um fleiri Sjálfstæðismenn. ÝMSAR UMBÓTATILLÖGUR Þá hefi ég gert grein fyrir þeim höfuðatriðum, sem ég tel mestu máli skipta, en ýmsar fleiri breytíngar leggjum við til. Sú sjöunda er, að athugandi sé til samkomulags, ef aðrir leggja á það áherzlu, að ákvæðið um deildaskiptingu Alþingis í 32. gr. falli niður og verði þá öðrum ákvæðum stjórnarskrárinnar breytt til samræmis við það, enda sitji þing þá óskipt. Segja má, að eins og hér háttar, sé deildaskipting tiltölulega þýð- ingarlítil og gjöri þingstórf óþarf- lega flókin, og vei’ð ég þó að telja það heldur til hins lakara að hverfa frá henni. Áttunda breytingartillagan er sú, að í stað 5 ára búsetu, sem skilyrði fyrir kosningarétti, nægi eins árs búseta. Fimm ára bú- setan var sett vegna jafnréttis- ákvæðisins við Dani á sínum tima og er nú orðið með öllu óþarft. Þá leggjum við í níunda lagi til, að ákvæðum 33. gr. stjskr. um samkomutíma Alþingis verði breytt til samræmis við það, sem segja má að venja sé nú, þ. e. að hann verði með berum orðum ákveoinn hinn 1. október í stað 15. febrúar, sem nú er alveg horf- ið frá. Tíunda og éllefta breytingar- tillögurnar eru varðandi fjárlög og fjárgreiðsur úr ríkissjóði eins og ég hefi áður gert grem fyrir. Tólfta tillagan er sú, að 46. gr. verði breytt svo, að Hæstarétti í stað Alþingis verði falið að skera úr um kjörgengi þing- manna og lögmæti kosninga. Veitir slikt aukna tryggingu fyr- ir réttdæmi í þessum efnum.. Þrettánda breytingatillagan er, að 58. gr. stjskr. breytist á þá íeið, að Alþlngi setji sér sjálft’ I þingsköp, þ. e. a. s. að þau séu j ekki sett með lögum eins og nú er. Það er yfirleitt venja, að slik- ar stofnanir sem Alþingi setji sér sjálf þingsköp, og fyi’irmæli um, að þetta skyldi gert með lög- j um, var á sínum tíma sett af dönsku stjórninni, til þess að hún fengi nokkurn íhlutunarrétt um þessi efni, og er sjálfsagt að breyta því. « f fjórtánda lagi leggjum við til, að aftan við 59. gr. stjskr. bætist fyrirmæli um, að æðsti dómstóll skuli vera Hæstiréttur skipaður íimm mönnum. Með þessu er búið tryggi- legar um æðsta dómsvaldið en | verið hefur og dregið úr þeirri hættu, að slíkar árásir.séu gerð ar á dóminn sem dæmi eru til. í fimmtánda lagi leggjum við til, að 61. gr. stjskr. breytist svo, I að aldurstakmark hæstaréttar-. dómara verði 70 ára í stað 65 áraj eins og nú er ákveðið. Er auð- vitað ástæðulaust að hafa um þá lægra aldurstakmark en aöra embættismenn. TRYGGING MANNRÉTTINDA Þá leggjum við til í sextánda lagi, að athugað verði, að stjórn-J arskráin kveði á um, að ákæru-' valdið sé í höndum opinbers ákæranda, er hafi svipaða stöðu og hæstaréttardómari. Þetta er gamalt áhugamál Sjálfstæðis-1 manna, og skal ég þó játa, að við aukna þekkingu á framkvæmd t þessara mála efast ég sjálfur j nokkuð um að þessi breyting sé til bóta eða að öllu leyti fram- kvæmanleg. Þá leggjum við í sautjánda lagi til, að inn í VII. kafla stjskr. verði bætt þeim mann- réttindaákvæðum, sem eru í mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna og samningi Evrópuráðsins um mannrétt- indi og frelsi, að svo miklu leyti sem þau eiga við hér á landi og þau eru ekki þegar ákveðin í stjskr. Orðalagi fyrirmælanna þarf að breyta eftir því sem við á um stjskr. ákvæði og hvergi skal veita minni vernd en nú er veitt. Það kemur einkum til greina um j eignaréttarákvæðið, sem er veik- ara í mannréttindaskránni og samningnum en í íslenzku stjórn- arskránni. Þar ber að halda fast í hina auknu réttarvernd íslenzku fyrirmælanna. ■» Um þessar mannréttindayfir- lýsingar ber þess að gæta, að þær eru yifrleitt allar eða flestar í samræmi við það, sem þegar er gildandi lög hér á landi og flest- ar þeirra eru svo óákveðnar að orðalagi, að erfitt er að fðstmóta þær í stjskr. En sjálfsagt er samt að taka tillit til þeirra í setn- ingu hinnar nýju stjskr. t , AUKIN SJALFSTJORN ■HÉRAÐA Þá leggjum við í 18. lagi til,) að 76. gr. stjskr. verði breytt á bá leið, að sagt sé að rétti héraða j og sveitarfélaga til að ráða sjálf málefnum sínum með umsjón, stjórnarinnar, skuli skipað með lögum, enda sé að því stefnt, að þau fái sem víðtækasta sjálf-( stjórn í þeim málum, er þau sjali' standa fjárhagslega straurn af. Mjög hefir verið rætt um aukið sjálfstæði héraðanna til að koma í veg fyrir sameiningu alls valds hér í Reyltjavik. Mikið er til íi þessu því að æskilegt er, að borg-1 ararnir ráði sem mest málum sínum sjálfir. En þá verða það j líka að vera þeirra eigin mál en ekki mál annarra. Það tjáir ekki að fá slíkum héraðastjórnum vald til þess að ráðstafa fé, sem tekið er með sköttum af mönn- um í öðrum héruðum, heldur einungis af héraðsmönnum sjálf- um. Því er ekki að leyna, að nokk- uð gætir óskýrleika í sumu þessu tali um aukið vald hérað- anna, og sérstaklega er mjög varhugavert og fráleitt, ef þess- ar héraðastjórnir eiga að vera undirstaða kosninga til efri deild ar Alþingis, eins og sumir vilja. Með slíku væri verið að veikja Alþingi og gera það óstarfhæf- ara en verið hefur, og er sízt leikur að slíku gerandi. ADFERÐ VIÐ STJÓRNARSKRÁR- BREYTINGAR Þá bendum við í nítjánda lagi á, að athugað verði, hvort þá aðferð eigi að hafa við stjskr. breytingar, að á eftir samþykkt tveggja þinga með kosningum á milli, vcrði frumvarpið lagt undir þjóðar- atkvæði. Slíkt mundi auðvitað tryggja enn betur en ella, að almenning- ur væri í raun og veru samþykk- ur stjórnarskrárbreytingu, en stundum mundi slík atkvæða- greiðsla þó e. t. v. þykja nokkuð umstangsmikil. Þá víkjum við í tuttugasta lagi að tillögunum, sem fram hafa komið um þjóðfund og segir þar, að um hann skuii ekki tekin endanleg ákvörðun fyrr en sýnt er, hvort samkomulag verði um framkomnar tillögur. Að svo stöddu verði þess vegna ráðgert, að stjskr.breytingin verði gerð án þess að til þjóðfundar verði efnt um stjskr.breytinguna. Ég hef haft nokkra tilhneig- ingu til að vera fylgjandi þjóð- fundi, en skilyrði fyrir gagnsemi s’íks þjóðfundar tel ég vera það, að til hans yrði kosið með öðr- um hætti en til Alþingis nú. Ef sama kosningafyrirkomulag ætti að vera tel ég að þjóðfundur sé þýðingarlítill. Ég verð og að játa, að ef menn á annað borð hafa komið sér saman um kosninga- f.vrirkomulag til þjóðfundar, þá eru svo mikJar líkur til að það kosningafyrirkomulag verði hið sama, sem menn að lokum á- kveða um kjördæmaskipun og kosningu til Alþingis, að segja má, að þá sé þjóðfundur tilgangs- lítill. ALÞJÓÐARMÁL Ég hef þá reynt að gera grein fyrir þeim breytingum, sem við leggjum til að gerðar séu á stjskr. og þeim höfuðrökum, sem liggja til grundvallar tillagna okkar, Ég legg áherzlu á, að stjskr.málið er mál, sem ekki má eingöngu eða fyrst og fremst skoða frá flokkslegu sjónarmiði. Það er alþjóðarmál, sem meta verður með langa framtíð fyrir augum, en ekki hvað kemur til- teknum flokki að gagni um stundarsakir. En gailinn við stjskr.breytingar, bæð i 1933 og 1942 var sá, að um of var miðað við stundarfyrirbrigði, þótt bróð nauðsyn væri raunar til bóta. í samræmi við þá skoðun mina, að hér sé um alþjóðar- mál að ræða, fremur en flokks mál, þá tel ég, og hef ætíð talið, að það skipti ekki öllu máli hvort stjskr.breyting yrði afgreidd árinu fyrr eða síðar. Miklu meira máli skipti, að þjóðin áttaði sig til hlitar á um hvað væri að ræða, og eftir ítarlegar umræður og at- huganir yrðu sett þau ákvæði, sem skaplegt samkomulag gæti fengizt um svo að hin nýja stjórnarskrá geti orðið hornsteinn hins íslenzka þjóð- félags um langa framtíð. — Qtsvör á Akureyri Framhald af bls. 5 ureyrar 150 þús., til nýbygginga 900 þús., óvænt og óviss útgjöld 200 þús., ýmis útgjöld 50 þús., lán til Laxárvirkjunar 500 þús. og lán til Krossanesverksmiðju 300 þús. — Vignir. Sakamál, nýtf fímarit ALL NÝSTÁRLEGT tímarit hef- ur hafið göngu sína, og er aðal- efni þess frásagnir af frægum sakamálum, nýjum og gömlum. Heiti ritsins er SATT, og ber það nafn með rentu. Frásagnir þær, sem hann flytur, eru íærðar í þann búning, að þær halda at- hygli lesandans óskertri frá upp- hafi til enda, og eru áhrifin þeim mun ríkari sem hér er um raun- veruleikann að ræða. Af efni janúarheftis má nefna Kjarnorkunjósnir, þar sem rakið er mál Rosenbergshjónanna, sem tekin verða af lífi einhvern næstu daga, verði dóminum ekki breytt. Myndir eru af þeim hjón- um, svo og Fuchs, Greenglass og Harry Gold, sem mest koma við sögu. — Var Hauptmann sekur. Lindbergmálið frá nýju sjónar- miði. — Mannrán í miðri Lond- on, sögulegur atburður, er Sun Yat Sen, sem síðar varð fyrsti forseti Kina, var rænt í London. — Arsenik og ást, má) skóla- stúlkunnar norsku, Randi Mur- • en, og aðdáenda hennar, er mikla athygli vakti á Norðurlöndum járið 1950. — Stefnumótið á ströndinni, frægt mál frá Eng- landi. — Skáldið og perlufestin, j furðulegt sakamál, er vakti I mikla athygli á Bretlandi árið sem leið. 12 metra iangur hvalur. BELGRAD 23. jan.: — Nýlega hefur veiðzt 12 metra langur hval ur við Pageyju í Adríahafinu. — Hvalurinn óg um 6 tonn. — NTB. * MARKÚS Eftir Ed D«dd * THE > 'v:S;.0‘C ...iT tvci-'l CXt í'BCA,ZDr I 1) borð. Útvarpstækið féll fyrír ^um það- Hávaðarnir og flúðirn- ekki um annað að hugsa, en að um því og kastast svo niður fossí- Jonni. ar taka við og grípa bátinn helj- reyna að halda Hfinu í þessum inn. 2) En það er of seint *áð hugs'a artökúm. Bátsverjarnir hafa ólgusjó. Báturinn kaffærist næst *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.