Morgunblaðið - 06.03.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.03.1953, Blaðsíða 7
r Föstudagur 6. marz 1953 MORGUNBLAÐIÐ rr^ hi IM iör. mnmpror HINN 25. febr. létst Guðmundur Gestsson, fyrrverandi dyravörð- úr'Menntaskólans, nærri 84 ára að aldri og verður til moldar bor- inn í dag. Guðmundur fæddist 8. maí 1869 að Geitabergi í Svínadal í Borgarfjarðarsýslu, en lengstan hluta æsku sinnar var hann á Ferstiklu hjá foreldrum sínum. Snemma aflaði hann sér nokk- urrar menntunar og jafnframt bústörfunum íékkst hann um hríð við barnakennslu þar í sveit- inni. Til Reykjavíkur fluttist hann 1903. Árið 1905 giftist hann Viiborgu Bjarnadóttur ættaðri frá Þykkvabæ í Landbroti í Skaftafellssýslu og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust tvær dætur: Guðrúnu, konu Einars Ástráðssonar, læknis á Eskifirði og Halldóru, konu Sigurðar Magnússonar skipstjóra á Eski- firði. Eftir að Guðmundur fluttist til Reykjavíkur, stundaði hann ýms störf, vann i Vatnsveitunni og síðar við ýmiskonar verzlunar- störf, lengst af hjá P. Thorsteins- son. Um skeið var hann umsjón- armaður við Fríkirkjuna og Þvottalaugarnar. En haustið 1921 tók Guðmundur við dyra- varðarstöðunni í Menntaskólan- um og geg-ndi því starfi í 19 án. til vorsins 1940, er hann lét ár síarfi, 71 árs að aldri. Síðan fékkst hann við aktýgja- og söðlasmíði, eins og hann hafði áður gert í fristundum sínum, og fékkst við það íram yfir áttrætt, er heilsu hans tók að hraka. Enda þótt Guðmundur væri orðinn fimmtugur að aldri, er hann gerðist dyravörður í Menntaskólanum og hefði gegnt mörgum störfum áður, leit hann á það starf sem sitt aðal ævi- starf, og við það voru flestar minningar hans bundnar. Þetta var erfitt starf og illa launað, er! Guðmundur tók við því. Fóta-! ferðartíminn var kl. 4 að morgní. | Hann þurfti að leggja í 15‘—16 kolaofna og gæta þess, að heitt væri orðið í öllum stofum er- nemendur og kennarar komu kl. 8, því að það var Guðmundi á- hugamál, að unglingarnir gætu komið inn í hlýja stofu, þegar þeir komu kaldir og blautir í skólann. í því sem öðru kom fram umhyggja hans fyrir heilsu þeirra og vellíðan. Allan daginn frana til kl. 3 þurfti Guðmundur svo að ganga með kolafötuna í stofurnar og bæta í ofnana. Síð- ari hluti dagsins fram á kvöld fór svo í að þvo gólfin, kvistótt timburgólf, slitin af fótum margra kynslóða. Eina þvotta- konu hafði hann sér til aðstoð- ar. En þrátt fyrir þetta mikla erfiði, seríTað vísu léttist, þegar aðbúnaður batnaði, hafði Guð- mundur alltaf tíma til að sinna rnargvíslegu kvabbi nemend- anna, sem alltaf áttu sér víst at- hvarf í eldhúsinu „hjá púrtner", hvað sem að höndum bar, hvort heldur sem þeir höfðu meitt sig eða rifið buxurnar sínar í „ganga slag“, eða þurftu að fá pappír eða ritföng. En þar var Guðmundur heldur ekki einn. Hjá stóru elda- vélinni, sem skíðlogaði í allan daginn, stóð frú Vilborg alla daga, sífellt glöð og hýr og vin- gjarnleg, en þó stjórnsöm og ströng, og leysti ásamt Guð- mundi úr hvers manns vanda. Þar var alltaf heitt kaffi á könn- unni og venjulegast kleinur á fati, og þeir eru ekki fáir bit- arnir og soparnir, sem núverandi miðaldra embættismenn og menntamenn landsins fengu í eldhúsinu hjá frú Vilborgu. Og sumir voru þar líka í fæði, því að frú Vilborg hafði lengst af matsölu á hendi og allir kost- gangararnir . urðu vinir fjöl- skyldunnar. Litla íbúðin þeirra Guðmund- ar og Vilborgar var heimili, þar sem ríkti menning, góðvild, hjartahlýja og hæglát gleði. — Slík voru.þau bæði hjónin. Á- hrif þeirra á nemendurna í skól anum voru líka mikil og öll til-1 menningarauka, enda voru þau j ákaflega vinsæl af þeim. | Guðmundur var mjög greind- ur maður, fróðleiksfús, víðlesinn og vel að sér, hæglátur og smá- kíminn, og vel látinn af öllum. Sjálfur þakka ég “honum þriggja áratuga vináttu og mun minn- ast hans sem eins af mínurn göf- ugustu vinum. Blessuð veri minning hans. E. M. Slúrieifekipii víð Baiidaríkin ÍSLENZIvUM stúdent stendur til boða styrkur til náms við Dart- mouth College, New Hampshire, næsta vetur. Styrkhafi fær ó- keypis kennslu, um $700 til greiðslu fyrir fæði o& húsnæði, $50 á mánuði tái annarra þarfa. Einnig er heitið nokkrum auka- styrk til annars, t. d. tii ferða- laga. Kennslutími er frá 17. sept. til júníloka. Skrifstofa Háskóla íslands tek- ur við umsóknum til aprílioka. Með umsóknum skal senda próf- skírteini (eða eftirrit), greinar- gerð um námsferil og fyrirhugað nám, ennfremur meðmæli frá kennurum og öðrum. Hér er að ræða um upphaf stúdentaskipta milli Háskóla ís- lands og' Dartiwnouth College, og' mun stúdent þaðan verða hér við nóm í íslenzku næsta vetur. Ekki er þó nauðsynlegt, að sá, sem styrkinn fær hér, hafi stund- að nám við Háskóla íslands. Ætl- azt er til, að héðan verði sendur stúdent rúmlega tvítugur að aldri. Háskóli fslands veitir frekari upplýsingar um Dartmouth College og annað, sem þetta mál varðar. betar Haraldsdóftiir AKUREYRI, 4. marz: — Ungfrú Elísabet Haraldsdóttir hélt pianó tónleika í Nýja Bíói á Akureyri í gærkvöidi. Voru þeir haldnir á á vegum Tónlistarfélags Akureyr ar og eru það fyrstu tónleikar félagsins á þessu ári. Þess skal getið að Elísabet Haraldsdóttir hélt sína fyrstu opinberu tónleika hér á Akureyri árið 1947. Kom hún þá. einnig á vegum Tónlistar- , félags Akureyrar ásamt foreldr- um sínum, er höfðu hér aðrra tón- i leika fyrir Tónlistarfélagið. I Efnisskráin í gærkyöidi var helguð þessum tónskáldum: Beet- hoven, Mozaxt, Debussy, Ravel og Chopin. Húsið var fuilskipað til- heyrendum .er tóku hinni ungu listakonu með mikium fögnuði. Fór hrifning þeirra vaxandi eftir því sem á tónleikana leið. j Að iokum var iistakonan hyllt hvað eftir annað með miklu lófa taki og lék hún þá tvö au.kalög ' eftir Schúbert og Palmgreri. Að | sjálfsögðu bárust henni rnargir blómvendir. — H, Vald. SPCRNINGAK .tóns ákna SONAR, BANKASTJÓRA Jón Árnason bankastjóri hefir nýlega rætt um Mótvirðissjóðinn í athugasemdum um frumvarpið um Framkvæmdabanka íslands, í bréfi til hæstvirts viðskipta- málaráðherra. Þessi skrif hans hafa siðan birzt í blöðunum, og mun ég því fara um þau nokkr- um orðum. Jón Árnason segir, að sér sé .ek&i kunnugt, hvort komið hafi „bein krafa frá stjórn Banda- ríkjanna um það, að stofnaður skuli sérstakur banki til þess að hafa með höndum Mótviroissjóð -------—“. En lesandinn hlýíur að spyrja: kom slík krafa an þess Jóni Árnasyni væri kunnugt um? Og- ef ekki bein krafa — þá ó- bein? Síðan heldur hann áfram „------— og þá heidur ekki hvort afsidpti Bandaríkjastjórnar af meðíerð sjóðsins mundu hverfa, þegar búið væri að afhenda hann Framkvæmdabankanum“. Þessar spurningar eru þannig, ,að menn gætu haldið að hér væru dularfuli mál á ferðinni. Um aðdragandann að stofnun Framkvæmdabankans hefi ég þegar rætt. Bandaríkjastjórn á þar ekki upptök, né hefir hún ráðið stofnun bankans. Engar óskir eða kröfur hafa borist frá stjórn Bandaríkjanna um stofn-1 un bankans. Undurbúningurinn að stofnun hans hefir farið fram ; í samráði við alþjóðastofnun, og 'á Jón Árnason sæti í yfirstjórn. hennar sem fulltrúi íslands. Mótvirðissjóðurinn er til orð-! inn samkvæmt sanmingi við Bandaríkin, dags. 3. júlí 1948. Samningurinn var birtur i Stjórn artíðindunum 1948, A-deiId, bls. 232. j í 4. grein samningsins segir svo, að andvirði í íslenzkum krónum þeirra vara, þjónustu eða tæknilegra upplýsinga, sem ríkis-! stjórn Bandaiikjanna greiðir, án endurgjalds, skuli lagt inn á sér- 1 stakan reikning, sem ríkisstjórn íslands stofnar í sínu nafni í Landsbanka ísiands. Síðar í ] greininni segir svo: „G. Ríkisstjórn íslands getur hafið innstæður, sem fyrir hendi kunna að vera á hinum sérstaka reikningi, tii þeii’ra ráðstafana, sem samkomulag kann að nást um á hverjum tima við ríkis-1 stjórn Bandaríkja Ameríku. Við : athugun á tillögum, sem rikis- stjórn íslands gerir um ráðstöfun á innstæðum á hinum sérstaka reikningi, mun ríkisstjórn Banda ríkja Arneríku hafa í huga þá þörf, sem er á því að efla eða viðhalda öryggi í peningamáium og fjármálum innanlands á ís- landi og á því að efla framleiðsíu- ' störf og milliríkjaviðskipti svo ' og leit og og eflingu á nýjum ' auðlincium á ísiandi, þar með tal- ið sérstaklega: | a) Útgjöld vegna fyrirætlana ' eða áætlana þ. á. m. þeirra, sem eru þáttur í heildaíáætlun um ' eflingu framleiðslugetu íslands ' og hinna þátttökuríkjanna, og fýrirætlana cða áæti&na, sem er- j lendur gjaldeyriskostnaður við er greiddur með aðstoð, sem ríkis- stjórn Bandaríkja Ameríku veit- ir samkvæmt lögum frá 1948; um efnahagssamvinnu eða á ann- an hátt, eða með lánum frá Al- þjóðabankanum. b) Útgjöld i sambandi við leit ! að og aukna framieiðsiu á efni- vörum, sem þörf kann að vera fyrir í Bandaríkjum Ameríku vegna sltorts, sem er eða líklegt er að verði á slíkum vörurri í Bandaríkjum ðmeríku; og ‘ c) niðurgreiðslum, sem um munar, á þjóðarskuldum, eink- um á skuldum (við) Landsbanka íslands eöa aðrar bankastofnanir. 7. Kvaðalausum innstæðum, sem eftir eru á hinum sérstaka reikningi hinn 30. júní, 1952, skal ráðstafa á íslandi í þeim tiigangi, sem samkomulag kann að nást urn milli ríkisstjórna íslands og Þriðfa greirs illMMIIIMIIIIIItiui || |||II|||||(MI| II1111111111111111 ■11111111111 Bandaríkja Ameríku, og er þá áskilið, að samþykki Bandaríkja Ameríku sé háð staðfestingu lög- gjafarþings Bandaríkja Ameríku í formi laga eða sameiginlegrar ályktunar beggja deilda“. Það er hálft fimmta ór síðan samningurinn var gerður og birt- ur almenningi. Það hefir því síð- ur en svo verið leyndarmál að við þyrftum samþykki Banda- ríkjamanna til notkunar sjóðs- ins, fram til 30. júní, 1952. En gert var ráð fyrir að efnahags- aðstoðin hætti þá og samið yrði um endanlega ráðstöfun þess fjár, sem þá yrði í Mótvirðis sjóði. Þessir samningar hafa enn ekki átt sér stað, fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að efnahags- samvinnan liefir haldið áfram, en tilsvarandi ákvæði eru í hinum nýju lögum Bandaríkjaþings, Mutual Security Act, sem fram- lengir þessa starfsemi Banda- ríkjanna til 30. júní, 1954. Þá telur Jón Árnason „alve^ óhjákvæmilegt“ að skilja „full- komlega. á. milli Mótvirðissjöðai og' annarra f’ármála á íslandi“_ Tilætlunin með ókvæðunum ura mótvirðisfé var sú, að það ætti að geymast í seðlabanka við- komandi þjóða. í samningunuia við ísland hefir sennilega veriíí talið nógu ljóst að setja þaff ákvæði, að Mótvirðissjóðurimx skyldi geymdur í Landsbanka íslands. 1 framkvæmdinni var hann hinsvegar settur í hinn al- menna viðskiptabanka, isparisjóða deildina. Fyrsta skrefið til þessi að skilja á milli Mótvirðissjóð* og annarra fjármála var það, a* fá bankastjóra Landsbankans til þess að flytja Mótvirðissjóðinm aftur úr viðskiptabankanum (sparisjóðsdeildinni) í seðlabank— ann. Stofnun Framkvæmdabank- ans má líta á sem næsta skrefiS. Og miðað við allar aðstæður ver* ur að telja flutning Mótvirðis- sjóðs í Framkvæmdabankanm viðunandi lausn. Kvennadeiid SVFÍ Af framansögðu leiðir, að end- anleg ráðstöfun Mótvirðissjóðs hefir ekki verið tímabært mál hér á landi. Stofnun Fram- kvæmdabankans brejúir. samn- ingsákvæðunum um Mótvirðis- sjóð á engan hátt, en er, að mínu áliti, góður undirbúningur að endanlegri ráðstöfun hans. Með stofnun bankans er sagt að við íslendingar viljum gera sjóðinn að eign bankans og nota hann því í framtíðinni til fram- kvæmda. En hvað liggur til grundvall- ar fyrir skilyrðum Bandaríkja- manna fyrir notkun Mótvirðis- sjóos? Hvað fýrir þeim vakir kom greinilega fram í umræðum í Bantíaríkjunum í sambandi við lagasetninguna. Það er, að fjár- útlát amerískra skattgreiðenda komi viðkomandi þjóðum að tilætluðum notum. Hér á landi hefir mótvirðissjóðsfé verið ráð- stafað með samþykki Bandaríkj- anna til þess. að greiða með inn- lendan kostnað af virkjununum við Sog og Laxá og af áburðar- verksmiðjunni. Mér er ekki kunnugt um neinn ábyrgan mann, sem skilið hefir ákvæði samninganna um Mót- virðissjóðinn þannig, að Banda- ríkin hugsuðu sér íhlutun um efnahagsmál þátttökuríkjanna í framtíðinni, þ. e. eftir að aðstoð- artímabiiinu lýkur. Enda væri seint til að taka fyrir Banda- ríkjamenn, þar sem sjóðnum hef- ir að mestu eða öllu leyti þegar verið ráðstafað, með þeirra sam- þykki, í sumum þátttökuríkjun- um. Því er þó' ekki að neita, að sá fræðilegi möguleiki er til, að Bandaríkjaþing setji ný lög, sem feli í sér framtíðar afskipti af notkun eftirstöðva mótvirðisfjár- ins. En þegar litið er á tilgang Bandaríkjamanna, sem er sá að efla vini sína og bandamenn, þá væri slík ráðstöfun mjög í ósam- ræmi við hann, þar sem afskipti af þessu tagi verða venjulega til- efni leiðinda og jafnvel óvin- áttu. I DAG, 5. marz á kvennadeiid Slysavarnafélagsins á Siglufirði. '20 ára afmæli. Konurnar í deild- inni hafa af miklum dugnaði og örugglega unnið að eflingu bygg— ingarsjóðs fyrir björgunarskúti*. Norðurlands og hafa konurnar* safnað til hans 106 þúsund krón- um. En deildin hefur og lagt öðrumi málum mikið lið. Hún hefir byggt: skipbrotsmannaskýli að Látrun*. við Eyjafjörð og lagt fram 14 kostnaðar vegna björgunarskýlis- ins í Héðinsíirði ásamt karladeilA S.V.F.Í. á Siglui'irði, er lagði einn- ig fram 14, en Slysavarnafélögiri á Óiafsfirði lögðu fram hinn helna. inginn á móti. Á 15 ára afmæli deildarinnar af henti kvennadeildin 10.000,00 kx_ í björgunarflugvélasjóð Slysa- varnafélags íslands. Þá hefir deildin og gefið kr. 20.000,00 til sundlaugarinnar á Siglufirðí og; kostað lagningu öryggissíma a® Reyðará á Siglunesi o. m. fl. Á þessum 20 árum hefir deild- in safnað alis rúmum 200.000,00 krónum til slvsavarna. Starfs- áhugi deildarinnar er mikill ogr óskiptur. Síðastiiðið ár nam eigaa aukningin númlega 17 þúsundt krónum. Núverandi stjórn.. kvennadeildarinnar er skipuð eft- irtöldum konum: Eiríksína Ás- giímsdóttir formaður, Huida Steinsdóttir féhii'ðir, Guðlaug Þorgilsdóttir ritari, Guðrún Rögn. valdsdóttir varaformaður, og meðstjórnendur eru: Ólöf Jóns— dóttir, Anna Jóna Ingólfsdóttir og Herdís Guðmundsdóttir. TíSsr skipabnuir fil Akraness l t AKRANESI, 3. marz. — Togar- ■ inn Akurey kom þingað s.l. föstu- dag með 180 tonn af fiski. Mest fór til herzlu. Þá kom Brúarfoss s.l. laugardag og lestaði 200 tonn. tonn af hvalkjöti. Reykjafoss kom s.l. sunnudag og lestaði lOQr tonn af fiskimjöli. í gær kon* Vestmannaeyjatogarinn Vilborg- Herjólfsdóttir með 210 tonn ail fiski. — Selfoss kemur í kvöld og lestair hrogn og fleira. —Oddur. }

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.