Morgunblaðið - 06.03.1953, Blaðsíða 11
Föstudagur 6. marz 1953
MORGUNBLABIÐ
II
ÆSKAN OG FRAMTIDIN
» * * »
klefor
Gyðingur á giýttum vegi
graetur örlög þiing.
Að falsa söguna
SUMUM mönnum er sva Eaaið,
að þeir verða að hafa sér ein-
tiverja styrka stoð til að styðjast
við, einhverja „hugsjóns" til að
Sialda í, svo þeir týnist ekki í
■erli' tilverunnar. — Fræðikerfi
liommúnismans er eitt bezta sk j.ól
margra slíkra reikulla sálna, sem
eru þess ekki megnugar að skapa
sér líísviðhorf né brautargengi
upp á eigin spýtur. Þar fínna
þær styrk og stefnu, sem þær
íylgja síðan upp frá því í stað-
fastri blindu; hækju til þess að
staulast við til sinna lifsloka.
Kommúnistaflokkurinn á
nokkra menn í röðum sínum, sem
tíða'st eru notaðir til þess að
yeita þessum veglausu sálum
ferðanesti, smíða þeim staf i. ó-
styrka hönd. Meðal þeirra eru
Kristinn Andrésson, Sverrir
Kristjánsson og Haukur Helga-
son, hver á sínu afmarkaða sviði,
og allir með lánsnafnbótina fræð-
ingur aftan við nafnið.
Einum þeirra, Sverri Krist-
ýánssyni, hvað snjöHustum poka-
prestinum var nýlega skipað upp
á svið í bíóhúsi einu hér í bæn-
utm þeirra erinda að boða guð-
spjall kommúnismans og var þar
Sagt út af ummælum Moskvu-
sitvarpsins, að ekkert Gyðinga-
hatur væri að finna í því víð-
feðma Sovét. Sverrir Kristjáns-
son hefur brauðpeninga sína af
jbví að kenna mannkynssögu við
einn af unglingaskólum bsejar-
íns, en á kvöldum vinnur hann
að því að falsa þá sörnu mann-
kynssögu, sem þann kennir á
tnorgni hverjum, væntanlega
óbrenglaða. Rétt er að geta þess,
að kvöldvinnu sína frerntur Sverr-
ír af áhuganum einskaerum og
starf hans nefnist á kommúnisku
vísindamáli: að túlka hina marx-
tsku söguskoðun.
Hér skal ckki vikið að því,
hvort nokkrir molar slíkrar sögu-
skoðunar muni villast með í
morguntíma kennarans, en vænt-
anlega er æsku Reykjavíkur ekki
enn kennt, að fyrsti maðurinn
hafi verið gerzkrar ættar, né
hjólbörurnar fundnar upp austan
Úralfjalla, þótt sumir vorir sagn-
fræðingar vilji svo gjarnan vera
láta. Það sem við víljum hér
víkja fáeinum orðum að, var ein-
mitt boðskapur unglingakennar-
ans á sviðfjölum Stjörnubíós fyr-
ir nokkrum sunnudögum. Þar lá
mikið við, sanna þurfti að Gyð-
ingar væru allra raanna elskað-
astir í Sovétríkjunum, og eigin-
lega hefði það verið mesti mis-
skilningur að læknarnír níu voru
handteknir fyrir að byrla nokkr-
am hjartveikum hershöfðingjum
eitur.
Og Sverri varð heldur ekki
skotaskuld úr að sanna ágæti
Zíonismans, engu síður, en þeg-
ar hann sannar á hverjum. sunnu-
degi í Þjóðviljanum, að nazist-
arnir ‘hafi kveikt í sínu eigin
ríkisþinghúsi!
Gyðingar voru guðfeður
byltingarinnar
Undanfarna daga og víkur hef-
tir þýða kvenmannsröddin í frétt-
um Moskvuútvarpsins 4 ensku,
yarla átt nógu sterk skammar-
yrði um þá fúlu svikara Gyð-j
iínga innan-landamæra Ráðstjórn-
arríkjanna. Þeir hafi stofnað til
samblásturs víðsvegar um allt
landið til þess að velta ríkis-
stjórninni úr sessi og ráða vald-
hafana af dögum. Hinír rúss-
nesku Gyðingar, sem að þessurn
svikráðum standa. era ýmist
sagðir vera á mála hjá alþjóða-1
hreyfingu Zíónismans í ísrae!, j
Um tómstundagaman
nokkurra sagnfræðinga
Trotzky var Gyðingur. —
Hann var myrtur.
eða hinni bandarísku hjálpar-
stöfnun Gyðinga „Joint Distribu-
tion Committee". — Jafnframt
vinni þeir að skemmdarverkum j
hvar sem þeir geti hönd á fest
og reyni jafnvel að ráða félaga
Stalin og hagsmenn hans af dög-j
um innari sjálfra veggja Kreml. j
Og kvenmannsrödciin þýða í j
Moskvuútvarpinu verður smám:
saman hás af því að telja upp öll ]
þau hryðjuverk, sem Gyðingar'
hafa framið geti enn framið
að undirlagi hinnar skuggalegu
Zíónistahreyfingar erlendis frá.
Það má með sanni segja, að
af er það sem áður var.
Karl Marx var sannborinn
Gyðingur og til skamms ííma
hafa kommúnistar í öllum lönd-
um keppzt um það að túlka al-
gjöra samúð sína með svertingj-
um og Gyðingum og boða fullt
jafnrétti allra þjóða, hörundslita
og trúarbragða.
Gyðingaofsóknirnar nýhöfnu í
Sovétríkjum komu því nær sem
þruma úr heiðskíru lofti yfir
réttláta jafnt sem rangláta í öðr-
um löndum heims. En það eru
fleiri merkiskommúnistar en
sjálfur höfuðpaurinn Karl Marx,
sem átt hafa íbjúgt nef og júða-
blóð í æðum. Guðfeður rússnesku
byltingarinnar 1917, þeir Trotsky,
Zinoviev, Kamenev, Radek,
Sverdlov og Sokolnikov voru all-
ir hreinræktaðir Gyðingar. Örlög
þeirra allra urðu hörmulegur
dauðdagi, þeir voru myrtir eða
hurfu sporlaust. — Fjölmargir
kommúnistaleiðtogar í öðrum
vestrænum löndum hafa og verið
af Gyðingaættum og nægir þar
til að nefna Rósu Luxemburg í
Þýzkalandi, Bela Kuhn og Maty-
as Rakosi í Ungverjalandi, Önnu
Pauker i Rúmeníu, Minc og Ber-
man í Póllandi og svo mætti lengi
telja. Af þessari ástæðu var það
nokkuð útbreidd skoðun víða um
lönd á fyrstu árum kommúnism-
ans í Rússlandi, að hann væri
aðeins afsprengi Gyðingdómsins,
stórfelld tilraun Gyðinga til
heimsáhrifa. \
En það kom brátt í Ijós, að svo
var ekki. Til þess lá sú gilda
ástæða, að sá Gyðingur sem ger-
ist kommúnisti hefur þar með
selt sálu sína skrattanum, svipt
sig trúarsannfæringunni og geng-
ið heiðinhyggju marxismans á
hönd. — Guðhræddur Gyðingur
gæti engu frekar verið kommún-
isti í hjarta sínu en trúað á Krist
eða Móhameð, þar sem guðstrúiö
á enga staðfestu í efniskenning-
um kommúnismans.
Orsök þess að allmargir Gyð-
ingar gerðust svo heitir bylting-
armenn árið 1917 spratt ekki afj
trúrænum rótum, heldur af þjóð- j
félagsorsökum einum saman. Of-
sóknir rússnesku keisarastjórnaT-
innar gegn þeim, sem ekki játuðu
kenningar grísk-kaþólsku kirkj-
unnar áttu þar og sinn ríka þátt.
En rússnesku Gyðingarnir sem
trúarheild fengu ekki hag sinn
bættan að neinu leyti með bylt-
ingunni. Sovétstjórnin afnam að
vísu öll trúarbragða og kvnþátta-
höft. En þótt fáir einir Gyðing-
anna hlytu störf í hinu nýja
skrifstofuríki voru hinir þó langt-
um fleiri kaupsýslu og viðskipta
menn, sem misstu allt lífsfram-
færi sitt eða urðu að flýja land.
Þrír af helztu keppinautum
Stalins um völdin eftir lát Lenins
voru Gyðingar, þeir Trotsky,
Zinoviev og Kamenev. Einnig
var stór hluti þeirra sem hurfu
í hreinsununum miklu á áratugn-
um milli 1930—1940 af Gyðinga-
ættum. En þrátt fyrir þetta voru
þó Gyðingar enn í hávegum hafð-
ir, að minnsta kosti á yfirborðinu
í Rússlandi. Það er þó á þessum
árum, sem bera fer á því að tala
þeirra Gyðinga, sem fá inngöngu
í utanríkisþjónustuna og herfor-
ingjaskóla landsins er orðin
ískyggilega lág.
Fyrsta Ijósa sönnunin fyrir op-
inberum Gyðingaofsóknum sem
rússneska stjórnin studdi á allan
hátt kom fram árið 1949, þegar
dagblöð landsins hófu mikla of-
sóknarherferð gegn hihum svo-
Anna Pauker er Gyðingur.
Hún er fallinn í ónáð.
rænum heimi, síðan rannsóknar-
rétturinn illiæmdi var að iðju
sinni í skjóli kaþólsku kirkjunn-
ar á miðöldum, og þótti hann þó
ærið slæmur.
Gyðingdómurinn átti nú að
vera orðinn verri óvinur sovézkr-
ar alþýðu en jafnvel hinn hræði-
legi Trúmann með atomsþrengju
uppi í báðum ermum eða'sýkla-
hershöfðinginn eldspúandi, Ridg-
way í Kóreu.
Og nú virðist það tímabil upp-
runnið í sovézkíi kommúnista-
sögu, að gamla þjóðráðið óvin-
sællar byltingarstjórnar að skella
skuld innanlandsáþjánar, hung-
urs og vansældar á eina stétt,
einn trúarbragðahóp, sé upp-
Einn af mörgum fundum Ribbentrops og Stalins. Ribbentrop var
einn af áköfustu forsvarsmönnum Gyðingahatursins á Hitlers-
tímanum. Nú hafa hinir gömlu bandamenn tekið við. Fasisminn
er sá sami, brúnn eða rauður.
i .
kölluðu „rótlausu heimsborgur-
um“. Og til þess að menn skyldu
nú ekki vera í neinum vafa um,
hvað við væri átt með þessari
óljósu einkunn voru síðan prent-
uð nöfn rússneskra rithöfunda af
Gyðingaættum og í svigum hin
upprunalegu Gyðingnöfn þeirra.
|FéIög þau, sem Gyðingum
einum var ætluð þátttaka í, voru
leyst upp og blöð, sem þeir rit-
stýrðu voru lögð niður hvert ai
öðru. Þannig stóðu málin þar ti
fyrir um það bil hálfu ári, þeg
ar gerningahríð hamslausra Gyð
ingaofsókna skall yfir, bæði
Rússlandi og leppríkjunum vii
i vestur-landamærin.
Skefjalausari trúarbragða of
sóknir hafa varla þekkzt í vest-a
runnið. Gyðingur jafngildir orð-
inu glæpamaður.
En vofa austurríska liðþjálf-
ans með litla yfirvaraskeggið
horfir brosandi á og verður hugs-
að til gasklefanna sinna góðu.
Þeir hafa aftur verið teknir í
notkun.
Örlög Margolíusar
íslenzku dagblöðin gátu þess
ítarlega í fréttum sínum fyrir
skömmu, að fjórtán háttsettir
ahbættismenn í Tékkóslóvakíu
refðu verið sekir fundnir um
andráð og síðan tafarlaust gerð-
ir höfðinu styttri.
Ef til vill vakti fregnin enn
neiri athygli en ella hefði verið,
— líflát austur þar telst varla
sæmileg bh.ðafrétt lengur á ís-
landi — sökam þess að einn
sakbominganna, aðstoðar-verzl-
unarmálaráðherra landsins, fé-
lagi Margolíus að nafni, var gefið
það að höfuðsök að haía keypt
saltfisk af einu forspilltu auð-
valdslandi, íslandi.
En það er fleira merkilegt víð
réttarhöld þessi en sorgleg örlög
saltfiskkaupmannsins. Ellefu aí
fjórtán sakbormngunum vora
Gyðingar.
Það'Var eftirtektarvert hve oft
eitt ákæruatriðið var endurtekið
á hverri síðu réttarskjalanna: 3tf
hinn sakfelldi væri gyðinglegur
áróðursmaður í erlendri þjón-
ustu, þátttakandi í alþjóðasam-
tökum Zíónista, föðurlands ogl
þjóðhollustulaust fólskutól.
Og allir misstu þeir höfuðið að
lokum. Hér átti það. líka að vera
hjálparnefnd Gyðinga í Banda-
rikjunum, „Joint Distribution
Committee“ sem að baki myrkra
verkunum stóð!
Og sýkill gvðingahatursins hélt
áfram. ferð sinni í vesturátt. —-
Nýlega birtist í höfuðblaði Aust-
ur-Þýzkalands „Neues Deutsch.-
land“ löng grein, þar sem súerðiSf
er reitt hátt til höggs. í grein
þessari eru agentar „Zíónisma og
auðvaldsjúðadóms“ úthrópaðir
og sérstök, ströng lögreglurann-
sókn heimtuð meðal allra póli-
tískra flóttamanna, sem dvöldust
í Englandi og Bandaríkjunum i
síðustu styrjöld. Meðal þeirra
voru nefnd fjölmörg nöfn þekkt-
ustu Gyðinga landsins.
Þannig mega hrjáðir Gyðingar
Þýzkalands enn verjast hatröm-
ustu ofsóknum sporhunda hinna
kommúnisku stjórnvalda þessar
vikurnar. Tvisvar á sama manns-
aldrinum eru sömu fjölskyldurn-
ar hundeltar og verða að lifa 3
sifelldum ótta um líf og limi,
aðeins vegna þess, að þær eru
getnar af gyðinglegri kynkvísl 00
trúa á sinn Messías. Slík er þeirra
blóðsök.
Sagan endurtekur sig. Fasism-
inn er sá sami, brúnn eða rauður-
Eiíráðnr rýíingur
Síðasta og ef til vill áhrifarík-
asta sönnunin fyrir hinum stór-
auknu Gvðingaofsóknum í Sovét
ríkjununi birtist svo fyrir mán-
uði síðan. Níu líflæknar æðsttt
manna ríkísins voru skyndilega
handteknir og uppljóstarinn, —■
kvenlæknir einn — fékk Lenin-
orðuna að launum, en hún mun
jafngilda þrjátíu silíurpenirgum,
austur þar.
í máli þessu gegn læknunum,
sem allir voru af Gyðingaættum,
kom það í Ijós, sem engan hafði
grunað, að innan veggja Kreml
léki fjandmaðurinn lausum bala,
jafnvel sjálfur alfaðirinn Stalin,
hefur eftir því að dæma ekki
verið óhultur um líf sitt svo ár-
um skiptir; það hefur legið 3
höndum júðskra svikalækna, sem
þó hafa þyrmt honum af lítt skilj
anlegum ástæðum. Hver skyldi
hafa hugsað sér, að útsenöarar
Bandarikjamanna kæmust svo
nálægt hinum helga Stalin? Og
auðvitað spratt hér enn upp rafn
bandarísku nefndarinnar „Joint
Distribution Committee"!
En hvað sem því líður, þá er
læknamálið víðfræga neistinn,-
sem borínn hefnr verið að púð-
urtunnu Gyðingahatursins í Sov-
étríkjunum, merkið um að afmá
þá af yfirborði jarðar sem kúlak-
ana forðum.
Þetta er mikil stefnubreyting,-
sem hér hefur átt sér stað og
erfitt í hana að ráða. — Tvær
megin ástæður virðast helzt
liggja til grundvallar því, að
Sovétstjórnin hefur algjörlega
skilið við þá stefnu að berjast
Pramh. á bls. 12 ,