Morgunblaðið - 06.03.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.03.1953, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIB Fösluðagur 6. marz 1953 1 rw SYSTi SKÁLDSAGA EFTIR MAYSIE GRIEG Eramhaldssagan 15 ir aldrei gera þá tillögu við mig •— sem var gerð hér í kvöld „í kvöld? En hvernig má það vera? Síðan ég fór frá þér eða hvað?“ „Já, Jack“. Hún faldi andlitið við öxl hans. „Ég myndi hafa sagt þér það, ef það hefði gerst fyrr. Eg veit ekki hvernig stend- ur á því, en ég get ekki haldið neinu leyndu fyrir þér. Ég vil segja þér allt. Þess vegna hringdi ég til þín í kvöld. En þegar ég kom heim þá var beðið eftir mér hérna“. „Beið einhver eftir þér hér?“ spurði hann. „Hvernig gat staðið á því?“ „Frú Hinkle hleypíi honum inn“, sagði hann. „Hann hefur sagt að hann ætti við mig áríð- andi erindi". „Þá veit ég hvervþað var“. Hún lagði höndina yfir munn hans. „Segðu ekki nafnið hans, en auðvitað veiztu hver það var. Annað hvort varð ég að gera það sem hann stakk upp á, eða. ...“ Hún leit niður, — Hann sá hvernig roðinn hijóp fram í kinnar henni. „Annað hvort varð ég“, sagði hún, „eða....“ Hún þagnaði snöggvast og 'hélt svo áfram: „Svo ég sagði upp stöðu minni við leikhúsið“. Hann þrýsti henni fastar að sér. „Það var rétt“, sagði hann, „Alveg rétt. Hvílíkur þorpari. En þetta hef ég líka alltaf vitað. Guði sé lof fyrir að þú komst að því hvaða mann hann hafði að geyma áður en það var um sein- an , „Já, ég veit hvernig hann er“, sagði hún. „En það er mér engin bót. Hvað á ég að gera? Hvernig á ég að fá aðra stöðu? Það er ekki auðvelt ef annar leikstjóri baktalar mann“. „Það skiptir ekki máli hvort þú færð aðra stöðu eða ekki, elsku Janice“, heyrði hann sjálf- an sig segja. „Ég skal sjá um þig. Mig langar til að sjá um þig. Ég vil það fremur en allt annað“. Hún tyllti sér á tá og vafði handleggjunum um háls hans. „Ó, Jack, áttu við....“ „Ég á við að ég vil að þú giftist mér. Mig hefur langað til að gift- ast þér frá því ég sá þig fyrst. Þú ert svo falleg“. Hún stundi við og hvíldi höf- uðið við öxl hans. „Og Derek segir að ég hafí ekki leikhæfileika“, hugsaði hún. Alice hafði sáran höfuðverk, þegar hún fór á fætur næsta dag. Hún hafði sofið illa. Samt sem áður reyndi hún að telja sjálfri sér trú um að ekkert alvarlegt fælist á bak þið það þó Jack hefði boðið Janice með sér út kvöldið áður. Auk þess var það allt liðið. Þau myndu fara til Edinborgar um kvöldið. Hún von- aði að þar myndi allt verða aftur eins og það hafði verið í Birming- ham. Hin nánu tengsli myndu takast aftur á milli þeirra. Hann myndi segja við haiia það sem hafði komið fram á varirnar á honum daginn sem þau voru við vatnið. Henni varð léttara í skapi. Hún ákvað að gleyma öllum á- hyggjum, sem höfðu sótt á hana kvöldið áður. í skæru morgun- Ijósinu fannst henni þær líka lítilfjörlegar. Hún var farin að raula lag fyrir munni sér þegar hún kom niður til morgunverðar. Hún leit í kring um sig en sá Jack hvergi. Hann hefði sennilega borðað fyrr uppi í herbergi sínu, hugsaði hún með sér. Venjulega fór hann snemma á fætur á I morgnana. Hann hafði sagt henni að þegar hann var í frumskógun- um hefði hann alltaf farið á fætur I fyrir sólaruppkomu. Hún hagræddi sér í stólnum á meðan hún beið eftir að þjónninn | færði henni matinn. Hún var að hugsa um sig og Javk — ein í frumskóginum um sólarupp- komu. Svo myndu heyrast hljóð- in í skóginum, sem venjulega fylgdu komu dagsins, skrjáf í laufi fluglakvak.... | Þjónninn kom með kaffið. en það varð kalt í bollanum áður en hún rankaði við sér. | Jack hafði beðið hana að vera stundvísa, svo hún barði að dyr- um hjá honum þegar klukkan sló níu. Það varð nokkuð löng bið áður en rödd hans sagði henni að koma inn. Hann var kominn 1 buxurnar en var í morgunsloppn- um. Henni sýndist það á honum að hann hefði ekki sofið mikið. „Góðan daginn“, sagði hann. „Þú kemur snemma". „Þú baðst mig að koma klukk- an níu“, sagði hún. „Gerði ég það“, sagði hann. ,.Já, ég man það núna. Mér þykir það leitt, en ég var að koma á fæt ur og ég hef ekki borðað ennþá“. „Ég fer þá aftur til herbergis míns“, sagði hún. „Eg hef nóg að gera við að pakka niður. Förum við ekki í kvöld?“ „Ég veit ekki hvort ’við förum í kvöld“, sagði hann. „Ég hef at- hugað hvernig stendur á ferðum. Ef við förum ekki fvrr en í fyrra- málið komum við þó nógu snemma. Ég skal segja þér....“ Hann þagnaði og leit á hana. Svo leit hann undan aftur. Af ein- hverjum ástæðum fór hann hjá sér. „Janice og ég erum trúlofuð. Við verðum að taka ýmsar á- kvarðanir í dag“, sagði hann loks. 8. kafli. Síðar átti Alice eftir að vera stolt af því hvernig henni tókst að segja með rólegri röddu eftir Eöskan sesndisv®Im 14—15 ára, vantar nú þegar. Vinnutími kl. 1—6 e. h. stundarþögn: „Ætlar þú að gift- ast Janice? Það — það er alveg dásamlegt. Ég óska ykkur báðum innilega til hamingju". j „Mér þykir gott að þú ert á- nægð“, sagði hann lágt og horfði niður fyrir fætur sér. „Ég vona að þér finnist ég vera nógu góður fyrir hana“. i „Mér finnst Janice vera mjög heppin“, sagði hún. Hún sneri sér undan og gekk fram að glugg- 1 anum. Hún skildi þetta ekki al- mennilega. | Orð hennar og gerðir voru ó- sjálfráðar. Hún starði niður á umferðina á götunni fyrir neðan, en sá þó hvorki bifreiðarnar eða fólkið sem gekk á gangstéttinni. Jack ætlaði að giftast Janice. — Hún hugsaði með sjálfri sér og reyndi að trúa því. | „Ég veit að við Janice höfurn ekki þekkst lengi“, sagði hann | vandræðalega eftir langa þögn. ,.En — þetta kemur svo skyndi- lega“. j I „Það gleður mig mjög“, endur- I tók hún, en hún sneri sér ekki að honuim I Hann leit til hennar. Hann lang aði til að leggja hendur á axlir hennar og hughreysta hana, halda yfir henni verndarhendi. Forða henni frá öllum sorgum. En þó .jvissi hann í hjarta sínu að nú var það hann, sem var orsök að sorg hennar. Það fóru að renna á hann tvær grímur. Gerði hann rétt í því að giftast Janice? En hvernig gat hann efast? Hún var svo falleg og svo góð. En honum þótti líka vænt um Alice. Honum fannst þau skilja hvort annað svo vel. Það var eins og hún gæti alltaf lesið hugsanir hans og vissi alltaf hvað hann ætlaði að segja áður en hann var búinn að segja það. En auðvitað gátu þau haldið kunningsskapnum við. Hún gat verið ritari hans áfram. | Þegar hann hafði komizt að þeirri niðurstöðu létti honum. Hann gekk til hennar. III Það var alveg eins og hann væri gerður af demöntum, svo fagur var hann. Þetta var sannkallaður demantsfugl. Fuglinn flaug í stórum boga yfir trénu, en renndi sér síðan niður að því og hjó eitt epli af því. I Hans var svo undrandi yfir fegurð fuglsins, að hann [ gleymdi með öllu að reyna að skjóta hann fyrr en hann var kominn nokkurn spöl frá trénu. Færið var svo langt, að hann bitti aðeins annan vænginn með þeim afleiðingum, að ein fjöðrin datt til jarðar, en fuglinn sakaði ekki og var hann óðara horfinn. j Hans tók fjöðrina upp og skoðaði hana. Var hún úr demant svo fögrum, að Hans hafði aldrei séð neitt þvílíkt fyrr. Hann flýtti sér nú á fund föður síns og sýndi honum fjöðrina. — Kóngurinn lét strax kalla á ráðgjafa sína og sýndi þeim I fjöðrina- j Allir létu mikla undrun í Ijós yfir demantsfjöðrinni, og þeir héldu því fram, að hún væri eins mikils virði og allt kóngsríkið. | „Ef þessi eina fjöður er eins mikils virði og allt kóngsríki mitt, þá verð ég ekki ánægður fyrr en ég hef fengið fuglinn,“ sagði kóngurinn. j Elzti kóngssonurinn hugðist nú bæta fyrir brot sitt, og ( bauðst hann til þess að leita að fuglinum. Hann hafði líka svo mikið álit á sér, að hann hélt að það tæki ekki langan tíma að finna fuglinn, og þá yrði hann auðugasti maður í heimi. ! Kóngssonur lagði nú af stað. Hann lenti í nokkrum ævin- týrum, sem ekki er í frásögur færandi. Hann fór í gegnum ístóra og dimma skóga, þar sem ýmsar hættur leyndust, en hann komst heill út úr þeim öllum. Þegar hann var búinn að vera á stöðugu ferðalagi í mánuð, sá hann dag einn ref, sém. var í ágætu skotfæri, — Kóngssonur var mjög sólginn í dýraveiðar, og miðaði hann því á refinn. Þegar hann ætlaði að íara að hleypa af, brá honum heldur en ekki í brún. OfAttM 5. DAGUR N«j fer að verða hver siðastur ! En þó cru margar góðar bækur eftir á ótrúlega lágu verði á Útsöiu erlendra bóka í BÓKABIJÐ NORDRA, Hafnarstræti 4 — Sími 4281. A ð e i ii s 2 e f t i r ! 77 Burco“ raímagns-J)vottapottar með sjálfvirka rofanum eru komnir aftur. Fást í flestum raftækjaverzlunum. (flafnr (jíóíaóotx & Co. Lf. Hafnarstræti 10—12. Sírai: 81370. KROSSVIBUII - PILRLÖTUM (ISasmil&e-gerð) HANNES ÞORSTEÍNSSON & CO. Símar: 2812—82640. Laugavegi 15. Laugaves 22 A — Sími 5272

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.