Morgunblaðið - 10.03.1953, Page 7

Morgunblaðið - 10.03.1953, Page 7
Þriðjudagur 10. marz 1953 MORGUNBLAÐIB 1 mr _____i llr. OenjamÉn Eiríicsson bankann og mótvirðissjóðinn ENDURGREIÐSLA MÓTVIRÐISSJÓÐS Jón Árnason, bankastjóri, legg- iar til, að leitað verði samninga við stjórn Bandaríkjanna urn end wrgreiðslu Mótvirðissjóðs. — í fyrstu virðist tillagan um endur- greiðslu skilorðsbundin: „ef af- skipti Bandaríkjastjórnar halda áfram, eftir að Framkvæmda- íbankanum hefur verið afhentur Mótvirðissjóðurinn....“ En fram Iháldið er svona: „Þessa leið álít ég æskilega og sjálfsagða, hvort sem um nokkur utanaðkomandi afskipti af fjárreiðum Fram- Sivæmdabankans verður að ræða «ða ekki, enda takizt að ná samn- íingum um það langan greiðslu- ttíma, að þjóðinni verði ekki um rmegn að inna greiðsluna af :hendi“. Jón Árnason vill því láta «ndurgreiða sjóðinn, hvort sem .zifskiptum Bandaríkjamanna ■verður til að dreifa eða ekki. Spurningin um endurgreiðslu er tvíþætt. Annars vegar er hin siðgæðislega hlið málsins: ber okkur að endurgreiða gjafirnar? Hins vegar er hin raunhæfa hlið 'pess: cr hægt að endurgreiða þær? Bandaríkjamenn eiga enga sið- gæðislega kröfu til endurgreiðslu, enda hafa þeir marglýst því yfir, að ekkert slíkt væri í huga þeirra. Þá er það, hvort okkur beri sjálfra okkar vegna að endur- greiða gjafirnar. Það hlýtur að vera þessi spurning, sem Jón Árnason svarar játandi. Að ó- breyttum krigumstæðum svara ég hiklaust neitandi. Hafi það verið í huga lands- smanna að endurgreiða framlög- sn, þá átti að gera ráð fyrir því strax, og miða móttekið fé við væntanlega endurgreiðslu. Það er því seint að benda þjóðinni á þetta viðhorf nú. Bandaríkjamenn eru hjálp- samir með afbrigðum. Líki\ar- stárfsemi þeirra uwi allan heim var vel kunn löngu 'áður en seinni heimsstvrjöldin brauzt út. Þann mann, sem veitti forstöðu þessari líknarstarfsemi þeirra eft kr fyrri heimsstyrjöldina, Herbert Hoover, gerðu þeir að forseta. Ég held að Bandaríkjamenn líti svo á, að efnahagsaðstoðin nú sé svipaðs eðlis og sú aðstoð, sem þeir veita nágranna sínum heima fvrir. En sú hjálpsemi er rík með þjóðinni og sögð vera frá land- námstímunum. Tal Um endur- greiðsiu myndu þeir naumast túlka öðru vísi en sem kulda í sinn garð. Þeir hafa veitt okkur efnahagslega aðstoð af miklu ör- læti, til þess að mæta þungum á- föllum og ráðast í stórfyrirtæki, sem treysta grundvöll efnahags þjóðarinnar. í dag líta þeir á okk- ur sem nágranna, vini og sam- herja — eins og frændþjóðir okk- ar á Norðurlöndum, og eins og á Breta og aðrar þjóðir Vestur- Evrópu. I stað þess að endurgreiða Mót- virðissjóðinn, þá álít ég að við eigum að þakka Bandaríkja- mönnum á viðeigandi hátt fyrir veitta aðstoð þegar henni lýkur. Það, að reyna að gera lítið úr að- stoð Bandaríkjamanna, að ala á tortryggni á tilgangi þeirra, eða telja sér vansæmd að því að istanda í þakklætisskuld við Bandaríkjamenn, er lítilmennska. Þeir, sem þannig hugsa áttu að segja til sín áður en samningur- inn um efnahagssamvinnu var undirskrifaður. Hér á landi er stórt flokkstæki og mikil áróðursvél, sem vinnur fyrir heimsvaldastefnu Russa. •— Bandaríkin eru höfuðvígi hinna fijálsu þjóða, og sæta því Iinnu- lausum árásum þessara aðila. — Fyrii' fáum árum var hræðslan við Bandaríkin ekki meiri en það, að Einar Olgeirsson stakk upp á því fyrstur manna, að við íslend- ingar bæðum Bandarikin um hervernd. Atvinnuáróðursmenn flytja nú ósannindi og óhróður um Bandaríkin dag hvern. En eft- ir dvöl hundruða ísienzkra náms- | manna í Bandarikjunum á stríðs- ' árunum og önnur kynni af Banda ríkjunum, ættum við ekki að standa alveg berskjölduð fyrir | þessu moldviðri. Við skulum hafa hugfast, að önnur eins breyting á skrifum Þjóðviljans Ipefur átt sér stað, eins og þó hann færi á ný að skrifa vel um Bandaríkja- menn. iriD IIAGRÆNA VANDAMÁL Jón Árnason hefur svarað ját- andi þeirri spurningu, að okkur beri að endurgreiða Mótvirðis- sjóðinn. Það er rétt, að hægt er að endurgreiða Mótvirðissjóðinn, ef landsmenn eru sammála um að leggja hart að sér og fresta mörg- um nauðsynlegum framkvæmd- um, ef til vill um áratugi. Aðstoð sú, sem við höfum feng- ið á undanförnum árum hjá Bandaríkjunum, mun nema sam- tals um 490 millj. kr. á núverandi gengi, eða rúmlega 30 milljónum dollara. Auk þess höfum við með þeirra aðstoð selt freðfisk fyrir iÍi'B um 31/2 milljón dollara. Þessar 490 millj. kr. skiptast þannig, að 86 millj. kr. eru lán, 404 millj. kr. gjafir. Það er því um að ræða að ■ endurgreiða, auk hinna 86 millj. kr., sem eru lán, þær 404 millj. kr., sem eru gjafir. Sam- kvæmt þessu höfum við hingað til gert ráð fyrir því að endur- greiða um % af aðstoðinni, en tillaga Jóns Árnasonar er sú, að við endurgreiðum hana alla. — Þetta sexfaldar endúrgreiðslu- vandann. í því, sem fer hér á eftir geri ég ráð fyrir, að hæfilegt myndi talið að endurgreiða gjaf- irnar á sama hátt og lánin, því ekki trúi ég því, að Jón Árnason | ætlist til þess, að ef farið er að endurgreiða á annað borð, þá verði aðeins höfuðstóllinn endur- greiddur en engir vextir. Og ætt- um við að komast úr allri þakk- arskuld við Bandaríkjamenn, þá væri óhjákvæmilegt að hækka vextina af þeim lánum, sem við höfum feng'ið, því þeir eru miklu lægri, heldur en við þyrítum að ' greiða, ef um venjuleg milliríkja- lán væri að i’æða. Skuldir okkar nú við Banda- ríkin eru svo að segja eingöngu ríkisskuldir, og þessar ríkis- skuldir eru þær 86 millj kr. eða 5,300,000 dollarar, sem við höfum fengið að láni samkvæmt efna- hagssamningnum. Vextir og af- borganir aí þessum skuldum ná hámai'ki sínu kringum 1960, og nema þá samtals kringum 5 millj. kr. eða 307,000 dollurum. Yrði hins vegar farið að ráði Jóns |Árnasonar og gjafirnar endur- greiddar, og ef þær endurgreiðsl- ur yrðu á svipaðan hátt og þau lán, sem tekin hafa verið, og eru með aðeins 2Vz% vöxtum, þá f myndi þessi upphæð hækka í kringum 30 millj. kr. (1,800,000 dollara) á ári. Síðan myndi hún j Iækka smám saman niður í 20 millj. kr. er greiðslunum lýkur jkringum 1975. Rétt er að benda á það, að heildargreiðsla af öllum erlend- urn lánum þjóðarinnar, sem nú , hafa verið tekin, bæði í Evrópu j og Ameríku, nær hámarki kring- um 1960, og nemur þá samtals, í ! öllum gjaldeyri, nálægt 15 millj. , kr. En eins og áður segir, þá rnyndi tillaga Jóns Árnasonar, framkvæmd á þann hátt, sem ég hef gert ráð fyrir, leiða til þess að þessi upphæð myndi hækka í 40 millj. kr. Það er augljóst mál, að ef á að hverfa að ráði Jóns Árnasonar. þá er nauðsynlegt að fara strax að ganga frá málinu, því að fyrir ýmsu þarf að fara að hugsa er þjóðin hefur tekið á sig þennan bagga. Ég hef áður rætt lítillega um yfirfærsluvandamálið. Ef á að vera hægt að endurgreiða er- lendar skuldir, verður að koma á hagstæðum greiðslujöfnuði, sem undir venjulegum kringumstæð- um þýðir að það verður að flytja út meira en inn (nema ný lán I komi til, en þá er — frá fjár- hagslegu sjónarmiði — ekki um raunverulega endurgreiðslu að ræða). En þetta er aðeins eitt atxiði. Þar sem meira en lie'm- ingur greiðslnanna myndi vera til Bandaríkjanna, þá þyrfti \’ið- skiptajöfnuðurinn við þau sjálf að vera hagstæður. Eins og stend- ur ev ástandið þannig í heimin- um, að ekki er hugsanlegt að við- getum selt vörur að ráði í öðrum löndum en í Bandaríkjunum, Kanada eða Kúbu, til þess að afla dollara til þess að greiða með skuldir í dollurum. Það er líklegt að við getum greitt skuldir í Evrópu, með því að fá almennt hagstæðan verzlunarjöfnuð, t.d. getum við borgað skuldir í Dan- mörku með því að fá hagstæðan verzlunarjöfnuð við Breta. En það eru ekki mörg lönd, sem hugs anlegt er að við getum fengið hag stæðan verzlunarjöfnuð við og fengið greitt í dollurum. Senn kemur upp vandamál af þessu tagi, en ekki verður það auðveld- ara lausnar við það að upphæðin sexfaldazt, án tilsvarandi aukn- ingar framleiðslu og markaða. Þá er eftir að ræða eitt helzta vandamálið, en það er að afla þarf innanlands 25 millj. kr., sem á að greiða Bandaríkjunum vegna gjafanna, til viðbótar þeim 5 millj. kr., sem greiða á vegna lán- anna. Það er naumast um annað að ræða, en að afla þeirra með hækkun skatta, eða með niður- skurði á opinberum framkvæmd- um. Ein helzta leiðin, sem kemur til greina, er sú, að verja tekjum Framkvæmdabankans til greiðslu þessara skulda við Bandaríkin. Þetta er í raun og veru það, sem um er að ræða. Það fjármagn, sem Framkvæmdabankinn fær til u.mráða á hverju ári myndi hrökkva til þess að standa straum af þessum greiðslum til Banda- ríkjanna, en lítið meir. — Það myndi þurfa kringum 5/6 af því fé, sem hann fengi til umráða á hverju ári, eins og nú horfir, 25 milljónir króna af 30, til þess að endui'greiða aðstoðina. Af þessu geta mérrn ráðið hvað um er að ræða, en það er, að stöðva þær framkvæmdir, sem gert er ráð fyrir að þessi banki annars muni geta beitt sér fyrir. Honum er ætlað að beita sér fyi’ir því að halda framkvæmdum í landbúnaði áfram, svipuðum og nú, og ennfremur að leggja af eigin fé svipaða upphæð til ann- arra framkvæmda. Það má telja víst, að endur- greiðslan myndi verða mjög af- leiðingarrík fyrir framfarir í landinu. Hún mjmdi tefja mikið framfarir í atvinnulífinu a.m.k. um 20 ára skeið. Það yrði að taka fjármagn, sem fellur til árlega I innanlands til þess að .greiða með skuldirnar. Og sennilegt er að draga myndi úr innflutningi á fjármagni. j Eitt af því sem þyrfti að gera, til þess að greiða fyrir' endur- greiðslunni, er að lækka útlán bankanna. Það er slæmt — frá sjónarmiði þeirra sem vilja end- urgreiða gjafirnar — að þetta skuli ekki hafa verið haft nægi- lega í huga á undanfömum ár- um. Frá árslokum 1948 til miðs árs 1952 jukust útlán seðlabank- ans um rúmar 400 millj. kr., eða sem svarar' öllum gjöfunum. Þá er enn mál, sem bíður lausn- ar næstu árin, en það er söfnun hæfilcgs gjaldeyrisforða. Allar þjóðir leggja áherzlu á það, að geta greitt dagleg viðskipti með eigin fé. Þetta getum við ekki, hvað þá að til sé neinn gjaldeyris- foi'ði til að mæta óvæntum á- föllum. Myndun hæíilegs gjald- eyrisforða ei' því mikið nauð- synjamál. Það væri hægt að endurgreiðá Mótvirðissjóðinn, en erfitt. Og þykir mér se'nnilegt að þeir lands menn muni fáii’, sem vilja að þjóð in taki á sig slíkar byrðar, án þess ríkar ástæður séu til. Og ég er ekki sannfærður um að Jón Árnason hafi gert sér fulla grein fyrir þeim erfiðleikum, sem myndu verða því samfara að endurgreiða sjóðinn. Hin ókunnu verkefni, sem hvarvetna blasa við, og lausn þeirra, gera þjóðina unga. Þjóðir í fullnumdum löndurn, eins og Danmörku og Hollandi, hafa lík'a sínar áhyggjur, t.d. hvar á að finna æskunni verkefni? Okkar vandamál er hitt: hvernig á að búa svo um, að æskan fái að- stöðu til að leysa öll hin óunnu verkefni? Því er ekki að leyna, að margt fer hinum eldri og þroskaðri þjóðum betur úr hendi. Þannig er óhugsandi að verka- lýðsfélögin í Danmörku og Hol- landi myndu í okkar aðstcðu hæl- ast yfir því, að opinberu fé, sem ætti að fara til verklegra fram- kvæmda og búa í haginn fyrir æskuna og framtíðina, skuli, að þeirra tilhlutan, heldur notað til niðurgreiðslu á verðlagi neyzlu- vara. En kringum 40% þjóðar- innar er innan tvítugs. Samt bendir það, sefn gerzt. hefur í fjár hags- og atvinnumálum þjóðar- innar seinasta áratuginn. t.il þess, að þjóðin sé allt'önnars hugar, exi að nema nú st.aðar herða að séi* ólina, skera niður • eða stöðva framkvæmdirnar og endurgreiða gjafirnar. Þess vegna hygg ég afí flest allir, sem geta gert sér greiiv fyrir vandamálunum, sem værn samfara endurgreiðslu, myndu. telja fjarstæðu að ræða hana við Bandarikjamenn. Ég er eindregið þeirrar slioðun- ar, að við eigum að reyna að lifa í sem beztri sambúð við ná- granna okkar, og gildir það ac5 sjálfsögðu ekki síður um Banda- ríkjamenn en aðra. Þá tel ég þa<5 ekki líklegt til hamingju fyrir þjóðina að hugsa sér að hafa gagi* af þessum stærri nágrönnum okk- ar, þegar við þurfum á þeim a3 halda, en taka samt á móti vin- áttu þeirra og aðstoð með tor- tryggni og umtali, sem öllum er ti! óþurftar. Við komúst ekki hjá því, að standa í þakklætisskuld við Baridaríkjamenn, ekki einu sinni þó við færum leið Jóns Árnasonar. Hefur pfi háskóla bókasafn siSf DR. VILHJÁLMUR Stéfánsson, sem eitt sinn lét þau orð falla, aðt hann myndi ætla sér að gefa mik- ið og merkilegt bókasafn sitt hingl að til lands, eftir sinn dag, hefur geiið saínið til Darthmor háskól- ans í fylkinu Hannover. Vilhjálmur og kona hans hafat bæði vinnu við safnið. jhcmpöú EFTIRSÓTTASTA LANOLIN—KREM SHAMPOO AMERÍKU, FÆST í NÆSTU BÚÐ! Hve dásamleg breyting verður ekki á hári yðar, við notkun Lustre-Creme Shampoo! Það er vegna Lanolin-froð- unnar, sem endurnærir hársvörðinn um leið og hún hreinsar hárið. Gefur hár- inu heillandi gljáfegurð, gerir það mjúkt og viðráðanlegt, strax eftir þvottinn. Freyð- ir vel.......fekolast auð- veldlega. ■+r Fegrunar Krem-shampoo með LancTin. í túbum og krukkurn. NUl Getið þér einnig notað Shampoo Hollywood stjarnanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.