Morgunblaðið - 10.03.1953, Síða 8
MOKGVNBLAÐIfí
Þriðjudagur 10. marz 1953
~ ~ ----------- ~ y
Ctg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)’
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanland*.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
í TILKYNNINGU miðstjórnar
kommúriistaflokksins rússneska
um dauða Stalíns rriarskálks ér
stefnu og starfsaðferðum hirína
nýju valdhafa þegar lýst. f>ar
er megirr áherzla lögð á f orustu-
hlutverk kommúriistaflokksins
o'g agavald hans yfir rússnesku
þjóðinni.
Það 'er þannig fyrst og fremst
kommúnistaflokkurinri og aftUr
kommúnistaflokkurínn, sem rúss
riesku þjóðinni er skiþáð að
fylkja sér um. Af því leiðir svo
aftur það, að hetjudýrkun kömm
únista á Stalín á nú að færast
ýfir á Malenkcv, eftirmann hans.
Eins og kunnugt er, hefur rúss-
rieski kommúnistaflokkurinn allt
af verið mjög fániennur,' þegar
tillit er tekið til fjölmennis Sovét
þjpðanna. í honum hafa aldrei
vlérið yfir 10 milljónir manna,
en lengstum, miklu færri. En
þessi tiltölulega fámenna klíka
meðal 200 millj. þjóðar hefur ráð
ið öllu. Hún hefur myndað hina
riýju yfirráðá- og forréttinda-
stétt Rússlands. f stað aðals Zar-
tímabilsins, hefur komið komrrí-
únisk sérréttindaklíka, sem lifað
hefur í vellystingum og ráðið
örlögum og lífi samborgara
sinna.
Innan þessa fámenna hóps
hefur svo baráttan um völdin
staðið. Þar hcfur hver stór-
hreingerningin rekið aðra. —
Til þess að treysta aðstöðu
síria og halda járngreipum
sínum um stjórnvölinn lét
Stalín marskálkur drepa
flesta af frumkvöðlum bylt-
ingarinnar. Þannig át bylting-
in sín eigin börn. Öll gagn-
rýni og andstaða gegn hinni
alsjáandi forsjón Stalíns var
kæfð niður, ekki aðeins utan
flokksmúranna, heldur og
meðal hins mikla meirihluta
rússnesku þjóðarinnar, sem
ekki var í kommúnistaflokkn-
- Þessari stefnu hins látna mar-
skálks á nú að halda áfram. Al-
ræði sérréttindaklikunnar má
ekkj, skerða. Þess vegna er ■ skor-
að á ailan almenning að standa
nú fast saman um hana. Engum
blöðum er um það að fletta, að
miðstjórn kommúnistaflókksins
rússneska elur nú ugg í brjósti
um það, að missa tökin á fólkinu.
Hún óttast • að rússneska þjóðin
muni ekki sætta sig í einu vet-
fangi við nýjan einræðisherra.
Áratuga skefjalaus áróður hafði
skapað dýrðarljóma umhverfis
nafn Jósefs Stalíns í hugum mik-
ils hluta rússnesku þjóðarinnar.
En miklum meirihluta henn-
ar 'hefur þó áreiðanlega verið
Ijóst að hún hafði afsalað sér
frelsi sínu og í landi hennar
ríkti' algert einræði. Mjög
miklar líkur benda til að nú,
þegar skurðgoðið er fallið af
stalli sínum gæti vaxandi
þrár meðal Rússa eftir raun-
verulegu frelsi.
Það er þetta, sem miðstjórn
kommúnistaflokksins óttast og
vill koma í veg fyrir. Vél má
ver* að henni takist það með að-
stoð leynilögreglu sinnar, her-
valdi og þeim járnaga, sem hún
hefur yfir rússnesku þjóðinni.
En einhverntíma munu þeir tím-
ar koma, að svipa harðstjóranna
megnar ekki lengur að halda 200
milljóna þjóð í fjötrum kúgunar
og ofbeldis.
er enn á lofti
Hér hefur aðeins verið rædd
sú hlið fyrrgreindrar tilkynn-
ingar miðstjómar kommúnista-
flokksins rússneska, sem inn á
við snýr. að hennar eigin þjóð.
En að sjálfsögðu ætlast hún til
þess, að deildir kommúnista-
flokksins í hinum ýmsu löndum
sýni henni sömu hollustu og hún
krefst af Rússum. Kommúnista-
flokkarnir úm viða veröld eiga
áfram að lúta alræði miðstjórri-
arinnar í Móskvu. Hún hefur að-
éins skipt um oddvitá. í stað hins
„mikla“ Stalíns er komin hægri
hönd hans, hinn „mikli“ Malen-
kov.
Nú ber mönnum, eins og
Brynjólfi Bjarnasyni og Ein-
ari Olgeirssyni að falla fram
og tilbiðja hann. — Og hver
dregur í efa, að þeir geri það?
Eriginn, sem kynnzt hefur
hinum takmarkalausa skrið-
dýrshætti þessara rnanna á
liðnum árum fyrir Moskva-
valdinu. Rinn fjarstýrði ís-
Ienzki kommúnistaflokkur
mun hefja upp dýrðaróð um
„félaga“ Malenkov. Nú er það
hann, sem er „vemdari smá-
þjóðanna" og „iífsvon heims-
friðarins!*!!
Að þessu leyti hefur ekki mik-
il breyting gerzt. Vinduririn blæs
áfram að austan, svipa harðstjór-
ans er ennþá á lofti.
I
Hversvegna flýr fólk-
i ið sljórn þeirra*
FÓLKSFLUTNINGARNIR, sem
riú fara fram milli Austur- og
Vestur-Þýzkalands eru sennilega
einhverjir mestu þjóðflutningar,
sem sögur fara af á siðári öld-
um. Þúsundir manna flýja dag-
lega að austan. Fólk úr öllum
stéttum, verkamenn og bændur,
iðnaðarmenn, verzlunarmenn og
menntamenn yfirgefa héimili sín
og flýja örsnauðir vestur fyrir
járntjaldið.
Hvers vegna er þetta fólk að
flýja heimili sín og 'eignir?
Það er á flótta undan því þjóð-
skipulagi, sem því hefur verið
skapað. Það er á flótta undan
rússnesku leynilögreglunni og
þýjum hennar.
Þetta fólk hefur misst trúna á
lífið undir ógnarstjóm kommún-
ista. Það yfirgefur heimili sín til
þess að öðlást frelsið. Það er því
dýrmætara en allt annað.
Um það ber öllum fregnúm frá
Austur-Þýzkalandi einnig saman,
að atvinnuástandið þar sé gjör-
samlega vonlaust. Á sama tíma
sem stórfelld uppbygging hefur
farið fram í Vestur-Þýzjkalandi
hefur alger kyrrstaða ríkt fyrir
austan járntjaldið. Leppstjórn
Rússa hefur allt kapp lagt á að
treysta völd sín i skjóli Rússa.
Hún hefur engi áherzlu lagt á að
bæta úr vandræðum fóiksins. —
Jafnvel matvælaástandið er bág- )
bornara en í flestum öðrumj
leppríkjum Rússa.
Það væri góð lexía fyrir of-!
stækisfyllstu Moskvudýrkend-
umar hér á landi, að hitta þó
ekki væri nema. örfáa flótta-
menn frá Austur-Þýzkalandi
að máli. Þeir gætu áreiðan-
legg sagt þeim sannleikann
umbúðalaust um ástandið
urídir stjórn „félaganna" þar
eystra.
Lítilmötlegt að róðast ú garð-
inn þar sem honn @r lægstur
N. BALSLEV JORGENSEN
ritstjóri,,hefur í mörg ár ver-
ið fréttaritstjóri nokkurra
öflugustu blaða í Danniörku
utan Kaupmannahafnar. Ilef-
ur hann upp á síðkastið gefið
íslenzkum málum nokkum
gaum og ritað um þau fyrir,
blöð sín. Fyrir nokkru birtist
eftirfarandi grein í biöðum
hans.
íslenzkur fiskur hefur verið
útilokaður frá brezka fisk-
markaðnum í marga mánuði. —
Ástæðan sem Bretar gefa fyrir
þessu er að íslendingar víkkuðu
landhelgi sína í fyrra eftir for-
dæmi Norðmanna.
Víkkun landhelginnar og bann
við togaraveiðum innan hinnar
nýju landhelgislíríu var gerð til
þess að vernda hrygnirigarstöðv-
arnar og forðast þar með eyð-
ingu fískimiðanna. Reglur þess-
ar um víkkun landhelginnar eru
jafn strangar fyrir íslenzka tog-
ara, sem fiskiskip annarra þjóða,
en hafa vakið mikla móíspyrnu
brezkra togaraeigenda, sem
misstu góð fiskimið við íslands-
strendur.
HEFNDARRÁÐSTAFANIR
TOGARAEIGENDA
. Þegar íslenzka rikisstjórnin
vildi ekki beygja sig fyrir kröf-
um um að hörfa aftur að gömlu
fiskveiðilandhelginni hófst lönd-
unarbann á íslenzka fiskinum, en
löndun íslenzks fisks hefur verið
meiri þar en öll löndun á fiski
annarra erlendra þjóða til sam-
ans.
Togaraeigendur sem fram til
þessa höfðu hagnast vel á að
leigja íslendingum löndunartæki
neituðu nú að lána þau og þeg-
ar íslenzka togarafélagið aflaði
sér sjálft löndunartækja, fengu
ensku togaraeigendumir fisk-
kaupmenn til að neita að kaupa
íslenzkan fisk.
ÍSLENDINGAR HVIKA EKKI
íslenzka ríkisstjórnin bar fram
mótmæli yfir þessu við brezka
utanríkisráðuneytið, sem lýsti
því yfir að það hefði ekki vald
til að aflétta löndunarbanninu.
Þannig eru íslendingar nú úti-
lokaðir frá brezka fiskmarkað-
inum Og skapar það erfiðleika
fyrir efnahagslíf Islendinga.
Eins og málin standa nú er
enginn vafi á því að Bretar ætla
sér að þvinga íslenzku ríkisstjóm
ina með viðskiptakúgun til að
beygja sig fyrir kröfum Breta.
En íslendingar eru ákveðnir í
því að hvika ekki um eitt fótmál
og reyna eftir beztu getu að finna
nýja markaði.
BRETAR ÓTTAST ÓSIGUR
í HAAG
fslenzka ríkisstjórhin hefur
látið í það skína að hún vildi
að málið kæmi fyrir alþjóða-
dómstólinn í Haag, en svo virðist
sem brezka stjórnin vilji forð-
ast það, vegna þess að hún óttast
að nýr ósigur fyrir alþjóðadóm-
stólnum geti leitt til þess að fleiri
þjóðir fylgi fordæmi Norðmanna
og íslendinga.
Á Íslandi grunar menn að ríkis
stjórnin í London vilji draga
málið á langinn í þeirri von að
íslendingar meirni undir við-
skiptaþvinguninni. íslendingar
hafa jafnvel grun um það, að ef
brezka stjórnin hefði beitt áhrif-
um sínum við togaraeigendur,
þá hefði hún getað komið í veg
fyrir löndunarbannið og sýnt ís-
lendingum þannig réttlæti. Slíkt
hefði verið sanngjarnt, ekki sízt
með tilliti til þess að íslendingar
hirtu ekki um hættur í síðustu
styrjöld en birgðu Bretland úpp
af fiski.
Flsklöndunarbannið talið tspphaf að
skipulagðri úfilokun erlendra marfcaða.
STEFNA AÐ EINOKUN
Talsmenn íslands í Bretlandi
álíta meginástæðuna fyrir þvi að
löndunarbannsdeilan hefur harðn
að, að bannið sé aðeins einn lið-
ur í viðleitni brezkra togaraeig-
enda til þess útiloka allan inn-
flutning á erlendum fiski til Bret
lands. Þannig stefni brezku tog-
araeigendurnir að þvi að ná ein-
okunaraðstöðu á brezka fisk-
markaðnum, svo að þeir hafi
neytendurna í sínum höndum.
Til þess að ná þessu markmiði
hafi þeir fyrst snúizt gegn veik
ustu þjóðínni. Ef brezkir togara-
eigendur gangi með sigur af
hólmi sé ekki vafi á að sama
muni yfir aðra fiskinnflytjendur
ganga.
í þessu sambandi er bent á
ýmsar hindranir, sem settar hafa
verið á innflutning fisks frá
Danmörku, sem hafa það í för
með sér að danski fiskurinn á
eríitt með að standast samkeppni
á Billingsgate fiskmarkaðnum í
London. Að vísu er ekki hægt að
slá því föstu, hvort þessar get-
sakir íslendinga hafa við rök að
styðjast.
SMÁN AD RÁÐAST Á
SMÆSTA RÍKIÐ
Talsmenn íslands benda á, að
það sé smánarlegt af Bretum að
standa í slíkri viðskiptastyrjöld
við smáríki, sem sízt getur boriS
hönd fyrir höfuð sér. En islend-
ingar eru staðráðnir í að beygja
sig ekki, enda þótt þeir geti ekki
búizt við stuðningi annarra
þjóða, sem hafa fisksöluhags-
muna að gæta í Bretlandi. Þeir
vita, að hver hefur nóg með sitt
en örvænta ekki og telja að þeir
geti öðlast nýja fiskmarkaði, entía
þótt brezki fiskmarkaðurinra
væri glataður fyrir fullt og allL
Velvakandi skxiiar:
UR DAGLEGA LÍFINU
Fróðleikur urn píanóverff
HLJÓÐFÆRAVERZLUN ein
hér í bænum hefir skrifað
mér eftirfarandi bréf. Gefur það
almenningi skýringu á, hvernig
hið háa verð á píanóum er til
komið:
„Kæri Velvakandi
Vegna ítrekaðra skrifa um inn-
flutning á píanóum, er ekki ófróð-
legt að athuga, hvað raunveru-
leikinn segir um kostnaðarhlið-
ina við slíkan innflutning:
1 st. Píanó £113,7,6 kr. 5.180,32
Bankakostnaður 63,00
Tollar, samtals 5.098,97
Bátagjaldeyrir 3.160,00
Flutn.gj. uppsk. vörugj.
vátr. 796.35
14.298,64
Álagning 5% 714,93
15.023,57
Söluskattur 2% 300,27
Samtals kr. 15.313,84
Píanó flutt inn tollfritt.
ÞESSAR tölur eru yfir píanó
innflutt í febrúar s.l. og sýna
því óvéfengjanlega, hvernig
pianó, sem kostar erlendis um 5
þús. kr. — fer að margfaldast í
kr. 15 þús.
Ennfremur varpar þetta dæmi
e. t. v. birtu yfir, hver það er,
sem „okrar“ á þessúm innflutn-
ingi. Hinsvegar er óskráð, hve
mörg píanó eru nú flutt til lands-
ins, til einstaklinga — tollfrítt
sem hluti af innbúi, svo og, hve
mikið tapast í tolltekjum á því,
að píanóinnflutningur hefir raun-
verulega stöðvazt árum saman,
vegna „okurs“ þess, er að fram-
an greinir.
Með vinsemd,
H1 j óðf æraverzlun
Sigríðar HelgadótturJ*
Um skalla.
lypR barst fyrir nokkru síðan
langt og ýtarlegt bréf frá
X X. um — skalla. — Ég á ekkert
nægilega „hlutlaust“ lýsingarorð
til í þessu sambandi. Sumum er
þetta nefnilega nokkuð við-
kvæmnismál! — en hér er bréfið,
dálítið stytt:
„Kæri Velvakandi!
Fyrir alllöngu síðan voru í dálk-
um þínum nokkrar umræður um
skalla og óskað var sem sannastra
upplýsinga um þennan almenna
„kvilla“. Sá, sem þetta skrifar
hefir um 40 ára skeið fylgzt með
fræðilegum skrifum um þetta
efni, en flest, sem um skalla hefir
verið ritað er ekki annað en
blekkingar einar, runnar frá
skottulæknum og bruggurum fals
lyfja.
Hinn eiainlegi skalli er alls
ekki sjúkdómur, heldur arfgengt
ættareinkenni, sem fer eftir svip-
uðum erfðalögum og t. d. hára-
litur. Hárlos, sem stafar af sjúk-
dómum (taugaveigi, flösku o. fl.)
stöðvast oftast um leið og sjúk-
dómurinn læknast, nema að ætt-
arskallinn sé þar með í verki. Við
honum er ekkert hægt að gera.
Sumir halda þó, að hægt sér aff
tefja hann lítilsháttar — en þaff
borgar víst ekki fyrirhöfnina.
Tákn lengra kominnar
framþróunar?
BERHÖFÐATÍZKAN, sem frarn
kom snemma á þessari öld
átti að vera vörn og lækning gegu
skalla, en það hefir ekki reynzt
svo, nema síður sé, að því er
læknarit segja. Vindur er þó tal-
inn hollur hárinu en mikill kuldi,
væta og sólskin óhollt — þröng
höfúðföt sömuleiðis.
Sumir hafa óttazt, að skalli sé
eitt af hinum svonefndu úrkynnj-
unartáknum. Fleira mælir þó meff
að hann sé þvert á móti tákn
lengra kominnar framþróunar.
Og svo mikið er víst, að skalK
hefir löngum þótt hafa við sig
eitthvað æruverðugt og traust-
vekjandi. Mun það m. a. vera
ástæðan fyrir því, að þýzkir lækn
ar hafa talið eftii-sóknarvert aff
hafa skalla. — Ætti þetta að vera
skallakörlum nokkur huggun.
— X.X.“