Morgunblaðið - 09.04.1953, Page 11
Fimmtudaginn 9. apríl 1053
MO RGUNBLABIÐ
11
Ævintýrnbrúðkaup
í Luxemburg i dug
í DAG verður brúðkaup í smá-
ríkinu Luxemburg, sem verður
haldið með slíkum glæsibrag, að
J>að minnir einna helzt á veizl-
urnar, sem sagt er frá í aevin-
týrum. Litla Luxemburg hefur
síðustu vikur verið aílt á öðrum
endanum við undirbúnxng brúð-
kaupsins.
ÆSKX'VINÁTTA OG ÁST
Þau sem gefin verða saman
eru Jean elzti sonur stórhertoga-
ynjunnar af Luxemburg, sem er
væntanlegur þjóðhöfðingí Lux-
emburg og Jósefína Karlotta
prinsessa dóttir Leopolds Belgíu-
konungs. Jean er 32 ára og Jóse-
fina 25 ára. Þau hafa þekkzt og
verið vinir frá því þau voru
foörn.
Jean fór á stríðsárunum land-
flótta ásamt móður sinni og syst-
kinum til Kanada. Þar stundaði
hann háskólanám um sínn, en
gerðist síðan sjálfboðaliði í
brezka hernum. Á meðan dvald-
ist Jósefína í Belgiu hjá föður
sínum sem fangi Þjóðverja.
Æskuvinirnir hittust aftur 1948
í sumarbústað belgísku konungs-
fjölskyldunnar í Svisslandi og
foreyttist þá barnavináttan í ást.
GIFTUSAMLEGUR
HJÚSKAPUR
Eins og mönnum er kunnugt,
er belgíska konungsfjölskyldan
Síður en svo vinsæl meðal þjóð-
ar sinnar. Jósefína er þó undan-
tekning frá því. Hún hefur allt-
af komið fram af hinni mestu
háttvísi og þjóðin heldur upp á
hana. Stjórnmálalega séð er þessi
hjúskapur og talinn giftusamleg-
ur. Belgíumenn kveðja kóngs-
dótturina með söknuði, en segja
að eina bótin sé að hún hefur
ekki farið langt frá þeim.
'm BORGIN YFIRFUI.U
AF FERÐAFÓLKI
íbúatala höfuðborgarinnar
Luxemburg er venjulega um 50
þúsund. En undanfarna daga hef-
ur flykkzt til borgarinnar því-
líkur fjöldi erlendra gesta, að þár
niunu nú vera staddir meir en
100 þúsund manns. Einkum munu
það vera Belgíumenn, sem gert
hafa þessa innrás í landið. —
Gistihús og heimavistir eru upp-
pöntuð fyrir löngu, en ferðamála-
félög borgarinnar hafa reynt að
bæta úr húsnæðisskortinum með
því að setja á fót samtök borgar-
búa um vistun gestanna.
Vs ÆTLUÐU AÐ BANNA ALLA
BIFREIDAUMFERB
Þetta er mikið og óvenjulegt
vandamál fyrir smáríkið. Milli
20 og 30 þúsund aðkomubilar eru
í borginni. Fyrst í stað hafðí lög-
reglan í hyggju að banna allan
bifreiðaakstur á brúðkaupsdag-
ínn, en hefur nú látíð af þeirri
fyrirætlan og komið þess í stað
upp 5 stórkostlegum bifreiða-
stæðum.
m 150 ÞÚSUND HORFA Á
SKRÚÐGÖNGU
Annað vandamál var hvernig
ætti að uppfylla óskir 150 þús-
und manna um að sjá brúðkaups-
skrúðgönguna frá kirkjunni til
hallarinnar. Sú leið er aðeins um
500 metrar og óhugsandi að meir
en 70 þúsund manns komist, að
við hana. Nú hefur verið ákveðið
að skrúðgangan fari eftir lengri
og krókóttri leið, svo- að öllum
gefist kostur á að sjá hin kon-
unglegu brúðhjón.
í öllu Luxemburg ríkí eru að-
eins 2000 lögreglumenn. Sá fjöldi
er algerlega ófullnægjandi til
þess að standa vörð fram með
mannfjöldanum, sem safnast með
fram leiðinni. — Það hefur því
orðið að kallá alla brunaverði
landsins og skáta út til varðstöðu.
w FÍN NÖFN
Óvenju mikill fjöldi konunga-
fólks og aðalsmanna frá mörgum
löndum Evrópu eru komín. til að,
vera viðstaddir brúðkaupið. —
Þeirra á meðal má nefna: Leo-
pold fyrrverandi Belgíukonung,
Baudouin núverandi Belgíukon-
ung„ Pál Grikklandskonung, Um-
berto fyrrum Ítalíukonung, Júlí-
önu Hollandsdrottningu og Bern-
harð eiginmann hennar, Ólaf
krónprins frá Noregi, Zuu fyrr-
Brúðhjónin
verandi keisaradrottningu Aust-
urrikis. Ætlunin var að Margrét
Rósa systir Elísabetar Englands-
drottningar yrði fulltrúi brezku
konungsfjölskyldunnar, en ekki
gat af því orðið, því að hirðsorg
er nú í Bretlandi eftir andlát
Maríu ekkjudiottningar.
Gulifoss á fefð iil
NÚ er Gullfoss á leið frá Sikiley
til Genova, með skemmtiferða-
fólkið og Karlakórinn, en til
Genova er skipið væntaplegt á
miðnætti í kvöld. — Næsti
áfangi er hin fræga Blástrandar-
borg skemmtiferðafólks í Frakk-
landi, Nizza, en þangað er Gull-
foss væntanlegur á sunnudags-
morgun kl. 7 og verður þar höfð
eins dags viðdvöl.
í Genová losar Gullfoss salt-
fiskinn, sem hér var lestaður og
þar mun skipið taka vöiur hingað
heim.
MÁLFLUTNINGS-
SKRIFSTOFA
Einar B .GnSmandason
Guðlaugur Þorlákgson
Guðmundur Pélursaon
Austurstræti 7.
Sfmar 3202, 2002.
Skrifstofutími:
kl. 10—12 og 1—5.
SKIPAUTGCRÐ
RIKISINS
M.s. „Vilborg*
fer til Vestmannaeyja á morgnn.
Vörumóttaka daglega.
Bátur
fer til Snæfeilsnesshafna og Flat-
eyjar fyrir helgina. Vörumóttaka
í dag. —
Guðrón Viofúsdéttir
Ninningarorð
í DAG er til moldar borin há-
öldruð kona, Guðrún Vigfúsdótt-
ir. Hún fæddist 15. okt. 1861 á
Syðra-Langholti, en andaðist 27.
marz s.l. á heimili sínu, Lauga-
teigi 28, hér í bænum.
Foreldrar Guðrúnar voru Auð-
björg Þorsteinsdóttir, frá Úthiíð
og Vigfús Guðmundsson trésmið-
ur. Faðir Vigfúsar Guðmundur
hreppstjóri í Úthlið, var Þor-
steinsson, hreppstjóra og fræði-
manns á ökai-ianesi, Halldórsson-
ar, Bjarnasonar á Víkingslæk.
Aona Bjarna hrepþstjóra á Vík-
.ngslæk var Guðríður Eyjólfs-
dóttir, Björnssonar prests á Keld-
um, Hösxuldssonar prests að Ey-
uölum, Einarssonar prófasts þar,
d. 16z7. Kona Guðmundar í Hlið
var Guðlaug Gunnarsdóttir hrepp
stjóra í Hvammi í Landssveit.
Kona Þorsteins í SkarfaneSi var
Valgerður Þorsteinsdóttir. Móð-
uraíi Guðrúnar Vigfúsdóttur var
porsteinn í Uthlíð, Þorsteinsson-
rr á Hvoíi Þorsteinssonar Stein-
grímssonar í Kerlingardal, en
nann var bróðir séra Jóns Stein-
grímssonar prófasts í Kirkjubæj-
arklaustri og Helgu móður Stein-
gríms biskups Jónssonar. Móðir
Porsteins í Úthlíð var Þórunn
Þorsteinsdóítir eldri frá Vatns-
skarðshólum og Karitasar Jóns-
Jóttur, Vigfússonar á Hofi á
Höfðaströxid Gíslasonar magisters
á Hólum Vigfússonar sýslumanns
Gíslasonar íögmanns í Bræðra-
tungu, d. 1631. Kona Gísla lög-
manns var Margrét Jónsdóttir
prests Krákssonar, hálfbróður
Guðbrands biskups á Hólum.
Voru þeir sammæðra. — Kona
Þorsteins í Úthlíð (fyrri kona)
var Steinunn Jónsdóttir frá
Drangshlíð og Þuríðar Guð-
mundsdóttur á Steinum, Jónsson-
ar frá Selkoti, ísleifssonar.
Foreldrar Guðrúnar Vigfús-
dóttur bjuggu síðast í Víðinesi á
Kjalarnesi, þau áttu sextán börn.
Þegar Guðrún var 13 ára missti
hún föður sinn, árið 1875. Varð
hún þá að fara að vinna fyrir
sér. Nokkru síðar fluttist hún til
Austurlands. Þar giftist hún
Kristjáni Guðmundssyni bónda í
Hafursnesi, ágætum dugnaðar-
manni, en hann andaðist eftir 8
ára farsaéllt hjónaband árið 1905.
Þeim varð fjögurra barna auðið
og eru þau:
Sigurlaug, Vigfús trésmiður og
fræðimaður, Guðmundur, bóndi,
Steinn dó 1920, efnilegur piltur.
Ég, sem þessar línur rita,
kyntist ekki Guðrúnu fyrr en á
elliárum hennaix Eins og hún átti
kyn til í báðar ættir, var hún
dugmikil og fróðleiksfús. Á æsku-
árum hennar var lítt um það hirt
að setja fátækar alþýðustúlkur
til mennta. Þó fékk Guðrún
sæmilega menntun og var fróð
vel, enda gáfur góðar og traust-
ar. Hún unni söng og mun hafa
sungið vel. Trúuð var hún örugg-
lega og öllum vildi hún val og
þáði margur góðan beina og gest-
risni hjá henni. Mun hún þó hafa
verið fátæk jafnan, í veraldleg-
um skilningi; þar sem hún varð
að berjast áfram með börnin í
ómegð. En allt komst þetta þó
sómasamlega af, börnin urðu gott
og dugandi fólk. Sálarþrek og
andlegur áuður Guðrúnar varð
henni nægilegt nesti til hárrar
elli. Hún varð sú lánskona að fá
að dvelja hjá börnum sínum,
tveimur, Sigurlaugu og Vigfúsi,
langa og góða elli. Þau báru hana
á höndum sér og vildu henni allt
til ánægju gera. Tel ég óvíst, að
mörg gamalmenni hafi verið
borin svo á höndum sér sem hún
var, er það eftirbreytnisvert og
fagurt eftirdæmi, sem þau góðu
systkin hafa gefið öðrum.
Gugrún Vigfúsdóttir lét ekki
sitt eftir liggja, meðan kraftar
entust og hún átti góða elli. Hún
var lánskona. Hún treysti Guði
og það var henni nóg til þess að
lifa vel og deyja í ró.
Þorsteinn Jónsson.
Minningarorð um
Jens Hermonnsson
JENS HERMANNSSON kennari
og rithöfundur andaðist 3. þ. m.
í Landsspítalanum eftir langa og
þunga sjúkdómslegu.
Hann var fæddur í Flaíey á
Breiðafirði 1. janúar 1891. Hann
lauk prófi við Kennaraskóla ís-
lands 1914 og starfaði eftir það
við kennslu í nær fjóra tugi ara,
lengst á Bíldudal, eða 26 vetur,
en síðustu sjö veturna var hann
kennari við Laugarnesskólann
í Reykjavík.
Jens Hermannsson var svo sem
kunnugt er ágætlega skáldmælt-
ur, og liggur margt eftir hann
i þeirri grein bæði prentað og
óprentað. Um hitt var þó eigi
minna vert, að hann var ritfær
í bezta lagi og lagði mikinn skerf
og góðan til menningarsögu Breið
firðinga með riti sínu um breið-
firzka sjómenn. Af því riti komu
út tvö bindi, og skyldi þar haldið
áfram, hefði ævidagurinn enzt tii.
Kvæntur var Jens Hermanns-
son Margrétu Guðmunösdóttur,
hinni ágætustu konu. Af sjö börn-
um þeirra hjóna eru fimm á lífi,
sem ásamt móður sinni sakna nú
ástvinarins horfna.
í ritgerð, sem birtist í bókínni
„Góðar stundir“, segir Jens Her-
mannsson meðal annars: „Eg tel
það gæfu mína, að hafa átt mörg
áhugastörf". Þetta er sannmæli,
og hæfir alveg í mark. Hann
lagði huga og hönd að margvís-
legum störfum, og ávallt heilan
huga og gjörva hönd. Einn snar-
asti þátturinn í hugðarmálum
hans var sjómennska og sæfarir.
Sá annarr var skáldhneigðin, og
hinn þriðji söfnun þjóðlegra
fræða. En aðalstarfið verður þó
að telja kennarastörfin, sem hann
vann af sömu alúð og samvizku-
semi og öll önnur störf, er hann
hafði á hendi.
Það er hvergi ofmælt um Jens
Hermannsson, að hann var prúð-
astur manna i háttum og drer.gur
hinn bszti. Það, sem helzt auð-
kenndi hann var prúömennska,
kurteisi, stilling og hlýja i við-
móti. Ég held líka, að öilum hafi
verið hlýtt til hans, þeim er
þekktu hann nokkuð, ekki sízt
börnunum, sem hann kenndi og
kennurunum, sem með honum
unnu. Þvi er okkur öllum ofar-
iega í huga sömu orðin, sem einn
Noregskonunga mælti um önd-
vegismann sinn látinn: „Hér ligg-
ur nú sá, sem dyggvastur var
og drottinhollastur". Slíkt eftir-
mæli eiga skilið aðeins öndvegis-
menn.
Útför Jens Hermannssonar er*
gerð í dag kl. 1,30, frá Fcss-
vogskirkju.
II. Þ.
kveðja til Jens Hermannssonar
F. 1. jan. 1891. — D. 3. april 1953.
Klökkur sat ég sjúkrabeð þinn við,
sál mín fylltist æðri styrk og frið.
Guði hafðir helgað líf og sál, —
hreif mig djúpt þitt trúarvissu mál.
Ó, hve sælt að éiga slíka trú!
unað veitir trúarvissa sú,
gegnum sorg og sjúkdóms langa þraut, —
sjá í anda drottins líknar skaut.
Þú gafst börnum þínum heilræði,
þroskans nytu! í dyggð og siðgæði. —
Vanda alla vegferð lífsins hér, —
verndar drottins öllum leita ber. —
Þér minning, Jesú, mjög var hjartakær,
hans máltíð dregur sál manns honum nær.
Hcnnar nauztu í helgri ró og frið
hér um lífsins stutta dvalar bið.
Kallið barst þér krossins degi á,
kvala sjúkdóm varstu leystur frá. —
Upprisunnar eygðir hátíð þá.—
í anda trúar lifa Jesú hjá. •—
Kveð þig vinur hlýtt í hinzta sinn,
helga mér nú trúar styrkleík þinn,
hann mig leiði um lífs mins efri svið,
unz lokanóttin blasir döpur við. r—
Kveðja ástvinir hvílubeðinn þinn,
klökkir nú í anda hinzta sinn. —
Lokið störfum — enduð samleið er,
ævistarf þitt þakka vinir hér.
H. Jónsson.
5-6 herbergja íbúð
6 s k a s t — Fyrirframgreiðsla, eða lán eftir samkdmu-
lagi. — Þeir, sem vildu sinna þessu sendi blaðinu tilboð
merkt: „íbúð 1953“ —592.
Blóðappelsmur 1
sætar og safamiklar. |
fyrirliggjandi.
Sig. Þ. Skjaldberg h.f. ;
is ■ ■ ■ ■ «~■bitb~■■■■■■■■ ■■■■ ■■■■■■■•■•■■■■■ ■ ■ ■ ■ ■ •■ ■■■■■■■■■■.«.■■ ■.■ju .■■ ■ ■ ■■-■-■-■Jim k -