Morgunblaðið - 16.04.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.04.1953, Blaðsíða 8
8 MORGZJNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. apríl 1953 Ingibjörg Grímsdóftir Minningarorð: * HINN 10. þ. m. andaðist að heim- ili sínu, Vegamótastíg 3, hér í bæ, húsfrú Ingibjörg Grímsdóttir, kona Guðmundar Brynjólfsson- ar, húsasmiðs, og var hún 72 ára að aldri. Ingibjörg sáluga var af traustu og vel gefnu alþýðufólki kömin, fædd og uppalin hér í Reykjavík. Hún var góðum gáf- um gædd og hafði sönghæfileika góða á yngri árum. Hún giftist 5. júní 1903 eftir- lifandi manni sínum, og voru þau því búin að vera nærri 50 ár í ástríku hjónabandi. Þau eignuð- ust 4 börn, 3 dætur og einn son, sem dó innan við tvítugt, þá efni- legur námsmaður í Menntaskól- anum. Dæturnar eru þessar: Ing- unn, gift Haraldi Ólafssyni, bif- reiðarstjóra, Dagbjört, ógift og Sigríður, gift Kjartani Magnús- syni, verzlunarmanni, Ingibjörg sáluga var ein þeirra húsmæðra, sem skildi rétt hina vandasömu stöðu sína í lífinu, bæði gagnvart eiginmannj og börnum. Mannkosti sína sýndi hún ekki hvað sízt á síðari árum gagnvart manni sínum, háöldruð- um, sem nú er langt á níræðis- aldri. Ingíbjörg sáluga var trú- hneigð kona og lét sig miklu skifta þann andlega styrk, sem sálarrannsóknir seinni tíma hafa mörgum veitt. Eins og áður er getið, misstu þau hjónin uppkominn son sinn, Brynjólf að nafni, sem þeim var að sjálfsögðu sár harmur. Hann Var góðum gáfum gæddur og var í 4. bekk Menntaskólans þegar hann var héðan kallaður. Mun það því hafa verið hennar, og þeirra beggja foreldranna heit- Ust ósk að hitta hann aftur í öðr- um heimi, og það hefur henni mú verið veitt, og þar með hefur hún sannreynt sannleiksorð Jesú Krists: Ég lifi, og þér munuð lifa. Þ.J.J. Lögreglumenn handteknir. RÓMABORG — 40 lögreglumenn 1 Napoli, bæði foringjar og ó- breyttir hafa verið handteknir. Eru þeir sakaðir um ólöglega stjórnmálastarfsemi. LILLU kryddvörur eru ekta og þess vegna líka þær bezt. Við á- byrgjumst gæðin. — Biðjið um LILLU-KRYDD þegar þér gerið innkaup. r Urslif í körfuknaffleiksmóflnu S. I. sunnudag hófst 2. íslandsmót í körfuknattleik að Hálogalandi. Fjögur Iið taka þátt í mótinu, íþróttafélag stúdenta, íþróttafélag starfgmanna á Keflavíkurflugvelli, Gosi og ÍR. — Fyrsta kvöldið sigraði ÍR Gosa og ÍKF sigraði ÍS. Annað leikkvöldið sigraði ÍR stúdenta og ÍKF sigraði Gosa. Stigin standa því þannig að ÍR og ÍKF hafa 4 stig hvort en Gosi og ÍS ekkert. í kvöld kl. 8 fara fram úrslitin milli ÍR og ÍKF og einnig leika þeir Gosi og ÍS. Þá fer og fram aukaleikur milli kvennaliða ÍR og Ármanns. Er það sýningarleikur, ætlaður til að kynna íþróttina. Karlaliðin eru mjög jöfn að styrkleika og má búast við spenn- andi keppni. Að keppni lokinni mun forseti ÍSÍ, Ben. G. Waage, afhenda sigurvegurum verðlaun. — Myndin hér að ofan er tekin í leik milli ÍR og Bandaríkjamanna. Ágætur fundur Héraðssamhands unyra Sjálfstæðismauna í flverag, HÉRAÐSSAMBAND ungra Sjálfstæðismanna í Árnesssýlu hélt al- mennan félagsfund að Hótel Hveragerði s. 1. sunnudag. Formaður sambandsins setti fundinn og stjórnaði honum. Fundarritari var Ólafur Steinsson, ritari Sambandsins. — Fyrir fundinum lá m. a. tð kjósa fulltrúa frá sambandinu á Landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem boðaður hefir verið hinn 29. apríl n. k. Þessir hlutu kosningu: Gunnar Sigurðsson, bóndi, Seljatungu, Lauritz Christiansen, garðyrkjum., Hveragerði, Páll Jónsson, tannlæknir, Selfossi, Sveinn Skúlason, verkam., Bræðratungu, Snorri Árnason, fulltrúi, Selfossi, Hinrik Bjarna- son, nemandi, Stokkseyri, Krist- inn Bjarnason, verkam., Hvera- gerði. Á fundinum mætti Friðrik Sigurbjörnsson, erindreki og flutti hann erindi er fjallaði um stjórnskipun og starfsaðferðir einræðis- og lýðræðisríkjanna. Dró Friðrik upp glögga og at- hyglisverða mynd af stjórnar- háttum kommúnista þar sem þeir ráða ríkjum og gerði rökfastan samanburð á því og stjórnarhátt- um hinna lýðræðislegu rikja. Þá ræddi Friðrik einnig um skipu- lagsmál samtaka ungra Sjálf- stæðismanna almennt og gaf ýmsar upplýsingar um hvernig samherjarnir á öðrum kjördæm- um, höguðu sínu félagsstarfi. Var góður rómur gjörður að málflutningi Friðriks, og því fagnað að samtökin ættu þess kost að njóta starfskrafta hans. Að endingu var rætt um und- irbúning Alþingiskosninganna í vor, og urðu umræður fjörugar og sameiginlegt álit allra að vinna einarðlega og djarft að því að auka sem mest átakamátt sam bandsins til eflingar flokknum í héraðinu. Fleiri mál voru og fyrir tekin er varða félags- og flokksstarf- semina og tillögur samþykktar til stjórnarinnar um ýmis félags- mál. — Síðan var fundi slitið. — Áthugasemd Framhald af bls. 2 varpshlustendur viti ekki deili á manni, sem þulið hefur fréttir daglega og flutt útvarpserindi við og við í fjölda mörg ár? Ur því að ég gerði þá undan- tekningu, að svara athugasemd þessa „útvarpshlustenda", þar sem mér fanst skýringar þörf vegna þess, sem hann sagði um kynningar á tónlist, get ég gjarn an drepið á það, að óánægja svip uð þeirri, sem fram hefir komið í minn garð í Þjóðviljanum og Mánudagsblaðinu sem starfs- manns við morgunútvarpið, hefir einnig komið fram í garð ann- ara, sem þulið hafa fréttir á morgnana, og af svipaðri kurteisi og velvild, einum þeirra var t. d. líkt við mæðiveikirollu í víð- lesnu dagblaði, og er slíkt nart ekki einleikið, og gæti manni helzt dottið í hug, að í hópi hlust enda á morgnana séu jafnan nokkrir úrillir menn, sem hafa allt á hornum sér, og lestur manns, sem les fréttir eins og honum er eðlilegast, blátt áfram og rólega farí illa í taugar þeirra. En ekki stend ég í vegi fyrir hæf- ari manni, ef þeim, sem yfir mér ráða, þykir rétt að skipta um. Ég vil endurtaka að ég hefi skrifað þessa athugasemd sem undantekningu frá reglu um að láta órökstutt nart sem vind um eyrun þjóta og hefi tilgreint ástæðuna hér að ofan. Vil ég að lokum segja um athugasemd „út- varpshlustenda“ að hún er ekki skrifuð í anda þeirrar kurteisi, sem hann ætlazt til af öðrum. — hún er skrifuð í þeim tón að hver hugsandi maður getur dregið af því sínar ályktanir um innræti og tilgang með slíkum skrifum. Reykjavík 15. apríl 1953 Axel Thorsteinson. - Skógverfcstjórar Framhald af bls. 2 um þeim er höfðu haft kennslu þeirra þremenninganna á hendi, og kvaðst mæla fyrir munn þeirra, er hann kvaðst vona að för þeirra til Alaska gæti gert þá að nýtari starfsmönnum við það mikla vet-k sem bíður þeirra hér- lendis, að koma skógrækt Islands á öruggan og skjótan rekspöl. - Áfmæll Framhald af bls. 7 Ég bið drottinn vorsins að signa þig sælugeislum hæðanna, kæra vinkona. Lifðu heil, góða gæfubarn, mér finnst, altaf, að þú sért móðir sveitarinnar og dóttir hennar í senn. Reykjavík, 15. apríl 1953. Árelíus Níelsson. Slúsnæði Ameríkani, giftur íslenzkri konu og vinnur á Keflavíkur flugvelli, óskar eftir 1—2 stofum með húsgögnum, eldhúsi eða aðgang að eld- húsi og baði. Tilboð sendist Mbl. fyrir 20. apríl, merkt: „2 reglusöm — 707“. Guðrún Eyleifsdóttir 50 ára 'n HÚN ER fædd á Árbæ í Mos- fellssveit 16. apríl 1893, dóttir Eyleifs Einarssonar bónda og konu hans frú Margrétar Péturs- dóttur. En Margréti á Árbæ kann ast allir miðaldra Reykvíkingar við, þar eð hún rak lengi bú þar af rausn og myndarskap, eftir að hún missti Eyleif mann sinn árið 1907. Margrét dó árið 1935. Árið 1915 giftist Guðrún manni sínum, Guðlaugi Guðlaugssyni, bílstjóra, Skaftfellingi að ætt. Eiga þau hjónin 5 uppkomin börn, sem öll eru búsett hér, góð- ir og gegnir Reykvíkingar. „Hún afkastaði miklu, en engri skyldu gleymdi, því óvenjuleg starfsþrá um sálu hennar streymdi." Mér flugu í hug þessar ljóðlín- ur eftir Jakobínu Johnson þegar ég hugsaði um starfsferil Guð- rúnar. Orkan og starfsþráin er henni í blóð borin. Með ástúð, atorku og samvizkusemi hefir hún byggt upp heimili sitt, ásamt sínum ástkæra og dagfarsprúða eiginmanni, sem verður hvers manns hugljúfi, er honum kynn- ist. Enda er allt samlíf þeirra hjóna byggt upp á ástríki og gagnkvæmum skilningi, og er heimili þeirra þar af leiðandi ó- metanlegt athvarf og orkugjafi barnanna, tengdabarnanna og barnabarnanna 10. Ef íslenzka þjóðfélagið hefði mikið af slíkum heimilum til þess að byggja á, þá væri ýmislegt á betri vegi hér hjá okkur, heldur en nú er. Enda er þar trúin á guð og samvizkusemin í hávegum höfð. Þar sem Guðrún hefur líka verið mjög liðtæk í ýmsum fé- lagasamtökum, og þá sérstaklega Húsmæðrafélaginu og allsstaðar unnið sér hylli og vináttu þeirra, er hún hefur kynnzt, þá er við- búið að gestkvæmt verði á heim- ili hennar á Frakkastíg 26 í dag. Mínar beztu árnaðaróskir fylgja þér í dag Guðrún. Guð blessi þig. — H. E. Brennivíni hækkaS STOKKHÓLMI 14. apríl — Afton bladet skýrir frá því í dag a’ð verð á brennivíni muni hækkað í Svíþjóð á næsta ári. Mun hver lítri brennivins hækka um hálfa aðra krónu sænska. — NTB-Reuter. ----- M A R K Ú S Eftir Ed Dodd --------------? 1) Markús hleypur af byss- unni. 2) Og strax fellur fyrsti úlfur- inn. 3) Markús er örugg skytta. Og lítast á blikuna. Úlfarnir leggja þegar þrír úlfarnir liggja dauðir niður rófuna og flýja inn í skóg- í valnum, þá hættir Gulkló að inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.