Morgunblaðið - 16.04.1953, Blaðsíða 12
Veðurúflif í dag:
NA kaldi léttskýjað
Raunasaga
Narriman drottningar.
Sjá Ms. 1.
Snjóýturnar ruddu 22 km
leið á tveim sólarhringum
Snjórinn á veginum 2-3 metra djúpur.
Mun hafa komizt að Laxárvirkjun í nóft.
HÚSAVÍK, 15. apríi. — Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær,
er mikið kapp lagt á að opna veginn frá Húsavík til Laxárvirkjun-
arinnar, til þess að koma þangað vélum, verkfærum og 38 mönn-
um. sem staddir eru á Húsavík,
Snjóýturnar tvær hafa stöðugt
unnið s.l. tvo sólarhringa. Var
ráðgert, að þær væru búnar að
ryðja veginn um hádegið í dag.
Snjórinn var þó miklu meiri en
taíið hafði verið og verkið því
sótzt seint. Til dæmis er ósiitin
enjóbunga allt upp i Z—3 metra
há frá Laxármýrarleiti að Laxa-
*nýri á tveggia km. leið. Ki. 19,00
vor.u ýturnar staddar við Nes,
Og hafa þær þá farið 22 km á 44
klst.
Ákveðið er, að bílarnir, sem
flytja eiga mennina og bíða hér
á Húsavík, en bílarnir eru 8, leggi
af stað í kvöld eða í nótt. Er
þá t'alið, að leiðin verði nokkuð
greiðfær.
Þótt unnið sé að mokstri þess-
um vegna Laxárvirkjunarinnar,
munu bændur njóta góðs af hon-
um, með því að þeir hafa enga
mjólk getað fluut í langan tíma
til Húsavíkur. Sömuleiðis er
mörgum þeirra orðin þörf fyrir
fóðurbæti. — Fréttaritari.
Surprise kom í gær.
HAFNARFIRÐI — Togarinn Júlí
kom í fyrradag með 27 tonn af
saltfiski og 187 tonn, sem fór í
herzlu. Hann fór aftur á veiðar
í gær. Surprise kom í gær með
100 tonn af saltfiski og 130 tonn
í herzlu.
Vélbáturinn Víðir frá Eski-
firði,' sem stundar netjaveiðar,
kom í fyrradag með 65 tonn úr
fjórum lögnum, og er það ágæt
veiði. — Afli línubáta hefir ver-
ið rýr að undanförnu, — G.
Sveinssiaðayör fyrir
trillubáfa
HAFNARSTJÓRN hefur fyrir
nokkru rætt um aðstöðu trillu-
bátaútgerðarinnar hér. við Reykja
vík. Hefur hafnarstjóri skýrt
hafnarstjórn frá athugunum sín-
um og eins hefur hafnarstjórnin
falið hafnarstjóra að láta hreinsa
svonefnda Sveinsstaðavör og lag-
færa til hagræðis fyrir trillubáta. '
f----------------------------
Rúmlega 30 manns
í Frakklands og
Spánarför
| KLUKKAN 8 árdegis í dag, mun
! Guilfaxi leggja upp frá Reykja-
víkurflugvelli, i Frakklands- og
Spánarför með 35 ferðamenn. För
þessi er farin á vegum Ferða-
skrifstofu ríkisins og Flugfélags
íslands og verður Njáll Símonar-
son fulltrúi hjá Flugfélaginu, far
arstjóri.
Gert er ráð fyrir að Gullfaxi
komi til Parísar milli kl. 3 og 4
í dag. — í þessari skemmtilegu
borg verður hópurinn fram til
kl. 4 á laugardag, að haldið verð-
ur suður til Spánar. Mun Gull-
faxi þá fljúga hópnum til
Barcelona.
Þar hefst 15 daga ferðaiag um
Spán, en komið verður við í ýms-
um Miðjarðarhafsbörgum, áður
en haldið verður norður eftir
landinu til höfuðborgarinnar
Madrid, en þangað sækir Gull-
faxi hópinn hinn 3. maí og mun
koma hingað til Reykjavíkur síð-
degis þann sama dag.
Ferðakostnaðurinn allur í þess
ari 18 daga ferð, nemur 6900 kr.
og er þá allt innifalið, ferðalögin,
gisting, matur og aðgangseyrir að
fjölmörgum söfnum bæði á Spáni
og í Frakklandi.________
Reykjavíkurbáfa
AFLl báta héðan frá Reykjavik
hefur verið sáratregur undan-
farna daga, en nú eru flestir bát-
anna komnir með net.
Fyrir nokkru byrjuðu trillu-
bátar að róa héðan og er sömu
sögu af þeim að segja, að aflinn
hefur verið tregur. Eitthvað mun
aflinn þó hafa verið meiri í fyrra
dag, svo sjómennirnir vona að
fiskurinn fari nú að ganga hér
inn á grunnmiðin.
Dreng bjargað frá drukknun
í höfninni í
SJÖ ára dreng var bjargað hér
í Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi.
Hafði hann fallið í höfnina vestur
við Grandagarð. Maðúr er var á
báti, sá drenginn og bjargaði hon-
um upp í bátinn.
Drengurinn, sem heitír Kiist-
ján Guðmundsson, Holtsgötu 31,
mun hafa verið ásamt leikbróður
sínum vestur á Grandagarði. Efst
á garðinum, þar sem Fiskiðjuver
ríkisins stendur, féll Kristján í
'ejóinn.
BJARGAÐ L'PP í BÁT
Starfsmenn í skipasmiðastöð
Dahíels Þorsteinsáonar, voru að
gærkvöldi
setja bát upp í stöðina og var
einn starfsmannanna, Stefán
Ricther á báti skammt frá landi.
Sá hann hvar drengurinn buslaði
í sjónum og brá hann þegar við
og reri bátnum að honum. —
Drengurinn litli hafði sopið nokk-
uð af sjó og var dasaður orðinn.
ÚR ALLRI HÆTTU
Er Stefán kom með drenginn
í land, tóku lögreglumenn . við
honum og fluttu hann í Lands-
spítalann, en drengurinn var þar
enn í gærkvöldi, en var þá talinn
úr allri hættú. ' > •
Ilið gamla trausta farmskip, Ellen, við Ingólfsgarð.
Maður á bifhjóli j
veröur fyrir bíl j
KLUKKAM rúmlega sjö í gær-
kvöldi, var lögreglunni tilkynnt
um að u.mferðarslys hefði orðið
skammt frá Lágafelli. Auk lög-
reglu för á vettvang sjúkraliðs-
bíll.
Er á slysstaS kom, er var
skammit frá Vesturlandsvegi, var
þar fyrir maður á bifhjóli, er lent
hafði á bíl og voru líkur taldar
til að hann hefði fótbrotnað. —•
Mun hann hafa ætlað öfugu meg-
in frana «r hil, með fyrrgreindum
afleiðingsim. Maður þessi heitir
Helgi Ingvarsson og er til heimils
að Korpúlfsstöðum. Hann var
fluttur i Landsspítalann.
lCJxta sldp sem til Reykja-
víkurhefir komið erhérnú
Finnskf farmskip sem var í gamla daga
í Ameríkusiglingum og er nú 75 ára.
SÍÐDEGIS í gær sigldi hér inn í höfnina gamalt finnskt farm-
skip, Ellen, frá bænum Rauma í Finnlandi. — Þetta skip er að
þvi er hafnsögumenn Reykjavíkurhafnar hafa skýrt blaðinu frá,
eizta skipið, sem komið hefur til Reykjavíkur, en það er 75 ára. —
Var það byggt í West-Hartlepool í Bretlandi.
Fyrri fyrirlestur
a morgun
DR. FINN DEVOLD, yfirmaður
norsku síldarrannsóknanna, flyt-
ur tvo fyrirlestra við Háskólann,
þann fyrri á morgun kl. 6,15 e.h.:
,,Ferðir norska rannsóknarskips-
ins G. O. Sars“, og hinn síðari:
„Breytingar á göngum síldarinn-
ar“, sunnudaginn 19. apríl kl.
2 e. h. —
Skuggamyndir verað sýndar
jafnframt fyrirlestrunum; sem
fluttir verða í I. kennslustofu há-
skólans. Öllum er heimill að-
gangur.
Hver sæfi var skipað
í Iðnó í gærkvöidi
í GÆRKVÖLDI hafði Leikfélag
Reykjavíkur sýningu á ,Vesaling-
unum', og var hvert sæti skipað
í Iðnó. Var leiknum og leikend-
um mjög vel tekið af áhorfend-
um.
í kvöld sýnir Leikfélagið „Góð-
ir eiginmenn sofa heima*'. Eru
nú aðeins fáeinar sýningur þar til
sýningum á leikriti þessú verðta.-
hætt.
^18 DAGA TIL EYJA
Blaðamaður frá Mbl. átti í gær
stutt viðtal við skipstjórann á
EUen, Holmroos, R. F. Skýrði
hann frá því, að þeir hefðu lagt
af stað frá Hangö í Finnlandi 26.
marz s. 1. og komið til Vest-
mannaeyja fyrir 2 dögum. Er
skipið hlaðið timbri í fiskhjalla.
Verður mestum hluta þess af-
skipað hér í Reykjavík en nokk-
uð fer einnig til Akraness, Kefla-
víkur og ísafjarðar.
TRAUST OG GOTT SJÓSKIP
Er þetta í fyrsta skipti, sem
Ellen kemur til íslands og sótt-
ist henni siglingin hingað norður
mjög greiðlega, þrátt fyrir hinn
háa aldur. Enda segir skipstjór-
inn, að skip hans sé hið traust-
asta í alla staði og prýðilegt sjó-
skip.
AMERÍKUSIGLINGAR
Er þetta gamla góða skip var
upp á sitt bezta, var það í far-
þegaflutningum og sigldi þá
einkum milii Bretlands og Banda
ríkjanna. Þótti það þá hið ágæt-
asta farþegaskip. Eru vistarverur
allar rúmgóðar og þægilegar og
má því viðvíkjandi geta þess, að
íbúð skipstjórans, sem farþegar
höfðu áður afnot af, er öll
skreytt ýmiss konar útskurði.
Hefur það verið gert í höndun-
um og er hin vandaðasta smíð.
ÁHÖFNIN
Ellen er 2300 tonn af stærð og
gengur 8 mílur. Er það einkum
í timburflutningum milli Finn-
lands, Hollands, Belgíu og Eng-
lands, en á vetrum er það oftast
í timburflutningum til Miðjarð-
arhafslandanna, einkum Spánar
og Ítalíu. Skipverjar, sem eru
hinir vingjarnlegustu, eru 21, þar
af 3 Spánverjar. Voru þeir ráðn-
ir á skipið suður í Gibraltar, en
þangað fór það um jólaleytið.
Geta má þess, að brytinn er kona,
en það tíðkast mjög á finnskum
skipum, að konur starfi sem
brytar.
i Brela við ísfand
farið vaxandi
BREZKA matvælaráðuneytið hef
ur látið frásér fara yfirlit um afla
brezkra tagara við strendur ís-
lands í janáarmánuði síðastliðn-
um og gcrSar er samanburður &
aflabrögðum togaranna í þessum
mánuði á árunum 1951 og '52.
Samkvæmt yfirlitinu, bárust
á hinn ibrezka fiskmarkað meS
þarlendum togurum í janúar 1951
alls 78.978 vættir af íslands-fiskio
í sama mánuði 1952 aðeins 19053
vættir og i janúarmánuði síðastl,
88.649 vættir.
Töiur þessar tala vissulega sínn
máli itieð tilliti til útvikkunar
friðunarlinunnar, jafnvel þó ekki
sé þess getið, hve margir togarar
hafi verið að veiðum. — Er þetta
fróðlegl mjög.
Eimskip lær lóð slóru
vöruskemtnunnar
{-
Á FUNDI hafnarstjórnar fyrir
skömmu, var samþykkt að veita
Eimskipafélagi íslands fyrirheifc
um lóð fyrir vörugeymsluhús á
Austurbafckanum, þar sem nú er
vöruskemman stóra og byggð var
á styrjaldarárunum, en Eimskip
hefur skemmuna nú á leigu Hafn
arstjórn samþykkti, að láta lóS
skemmunnar, þegar er Eimskipa
félagið ct reiðubúið að hefja
byggingu vörugeymsluhúss. —
Hafnarstjórn setti það að skilyrði
fyrir þessu, að Eimskip afhenti
höfninni löð þá er það hefur á
Miðbakkanum. , .
Bækur til Kóreu
SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM —
Viðreisnarstofnun S. Þ. hefur á-
kveðið að kaupa 60 þús. bækur
til skóla í Kóreu til að ráða bót
á bókaskorti þar I landi. í styrj-
öldinni hafa 80% af bókaeign
landsmanha eyðilagzt.
Skáiar halda
skentfflfun lil ágóða
fyrir Krabbameins-
félagið i
REYKJAVÍKUR-SKÁTAR hafa
ákveðið að efna til kvöldskemmt
unar í kvold í Skátaheimilinu, til
ágóða fyrir Krabbameinsfélagið.
Verður þar margt til skemmtun-
ar.
Sýndur verður gamanleikur, og
söngleikur. Þá verða gamanvísur
sungnar og sýndir dansar. Sung-
ið verður á milli skemmtiatrið-
anna, en skátar, stúlkur og piltar
annast þessi skemmtiatriði öll
sjálf. Aðgöngumiðar verða seld-
ir í Skátaheimilinu.
Aður en skemmtunin hefst mun
próf. Niels P. Dungal flytja stutt
ávarp.
Skátarnir hafa lengi undir-
búið þessa kvöldskemmtun sína
og er þess að vænta að húsfyllir
verði, því ágóðanum verður sem
fyrr segir, varið til styrktar því
mikla líknarstarfi sem Krabba-
meinsfélagið vinnur fyrir álmenn
ing. *• ■ ■ ' ■