Morgunblaðið - 17.04.1953, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.04.1953, Blaðsíða 11
Föstudagur 17. apríl 1953 HORGUNBLAÐI& 11 Sigurgeir [inarsson, umboðssali MinningarorS í DAG verður Sigurgeir Einars- son, umboðssali, jarðsettur hér í Reykjavík. Hann andaðist að heimili sínu, Vesturgötu 28, 11. þ. m. eftir alllanga vanreilsu. Sigurgeir var fæddur að Mið- krika í Hvolhreppi í Rangárvalla sýslu, 29. apríl 1871, og voru for- eldrar hans Sigríður Sigurðar- dóttir og Einar Einarsson sem þar bjuggu. Innan við tíu ára aldur misti hann móður sína. En nokkru síðar giftist faðir hans Margréti Ein- arsdóttur og gekk hún þeim bræðrum Sigurgeir og Einari bróður hans í móður stað. Hún dó nær hundrað ára 1940, og reyndust þeir bræður henni jafn- an sem beztu synir. Sigurgeir ólst upp í föðurgarði við venjuleg sveitastörf, og stund aði síðan sjóróðra á Suðurnesjum um nokkurt skeið. Það mun snemma hafa komið í Ijós að Sigurgeir var greindur maður og bókhneígður. En þeir Sem nú eru á léttasta skeiði, eiga að vorium ervitt að skilja aðstöðu unglinga á þeim tíma til að afla sér roenntunar þar sem ekki voru skólar og bókakostur mjög tak- markaður. En menntaþrá Sigur- geirs varð öllum hindrunum yfir- sterkari, og þótt hann nyti lítillar skólagöngu aflaði hann sér fjöl- ! breittrar menntunar sem síðar j kom honum að góðu haldi. Um nokkurt skeið stundaði' hann nám og verzlunarstörf, við verzlunarhús í Danmörku og síð-* an við Lefolis verzlun á Eyrar- bakka, en 1898 settist hann að í Reykjavík og vann við verzlun Gunnars Þorbjarnarsonar í Hafn- j arstræti. En þegar sú verzlun hætti störfum, stofnaði Sigurgeir 1 umboðsverzlun og fékkst nokk- uð við útgerð, og mun þetta hafa verið hans aðalstarf meðan heilsa Og kraftar entust. Þótt Sigurgeir hirfi frá æsku- stöðvum sínum á unga aldri, munu heimahagarnir, og frænda- liðið þar eystra jafnan hafa átt J drjúgt ítak í huga hans. Ivleðan 1 samgöngur voru erviðar og strjál ar við æskustöðvar hans, voru! margir sem þurftu að biðja hann ' að reka erindi sin hér. Allt slíkt leysti hann af hendi með sam- j viskusemi og nærfærni hins áreið anlega manns. En orðheldni og 1 stundvísi einkenndu Sigurgeir alla æfi, enda mun hann hafa gert strangar kröfur til annarra í því efni, eins og þeim hættir Við sem þeim skapkostum eru gæddir. En þótt hin daglegu umsvif Við verzlunarstörfin tækju mest- an tíma Sigurgeirs og væru leyst af hendi á þann veg að þau öfluðu honum álits og fjár, þá var hann þar hvergi nærri allur. Hann lagði talsverða stund á ritstörf. Liggja eftir hann þrjár bækur auk blaða og timarits- greina. Fyrsta bók hans „Norður um höf, saga rannsóknaferða til Norðurheimskautsins, Ianda og eyja umhverfis það, ásamt stuttu yfirlití yfir helztu dýr norður- vegs“, Kom út 1929. Önnur bók frá hans hendi kom iit 1943. Hún heitir „Suður um höf. Saga rannsóknaferða til Suðurheimskautsins, um lönd jökla og eyjar, er líggja innan takmarka ísálfunnar". Síðasta bókin frá hendi Sigur- geirs er „Inkarnir í Perú, og hernám Spánverja þar“, og kom hún út 1945. Allar þessar bækur munu vera byggðar á enskum heimildum, enda átti Sigurgeir allgott bóka- safn á þeirri tungu. Auk þess sem þegar er getið mun Sigurgeir hafa lagt nokkra ' Stund á þjóðleg fræði, eínkum' átthaga- og ættfræði, mun hug- ur hans einkum hafa Leitað sér hvíldar við þau fræði, eltir að elli og einvera, með erviðleikum sínum og annmörkum urðu hlut- skipti hans. E. K. kma Dagbjartsdótttr áttræð í dag í DAG á Anna Dagbjartsdóttir í Suður-Vík í Mýrdal áttatíu ára afmæli. Hún er fædd og uppalin í Mýrdal og hefur alið allan sinn aldur í þeirri sveit. Eins og til bar oft í þá daga, átti hún oft erfitt í uppvextinum. En það mun hafa verið um far- daga 1903, sem hún réðist til Halldórs Jónssonar, kaupmanns í Vík, landskunns sómamanns og sveitarhöfðingja. Síðan hefur hún dvalið þar óslitið og starfað á því heimili. Munu þess ekki mörg dæmi að hjú dvelja svo lengi á sama stað eða hartnær 50 ár. En hér hefur alltaf farið saman gagnkvæmur skilningur, traust og virðing, sem hefur haldist þó Halldór félli frá og afkomendur hans tækju við húsi og búforráðum. f öll þessi ár hafa margir dvalið á þessu oft mann- marga rausnarheimili og munu allir Ijúka upp einum munni að þar hafi verið geðþekk og vin- sæl kona. Allir þeir senda Onnu hugheilar óskir í tilefni of þess- um merkilegu tímamótum í æfi hennar. Anna er ein af þessum hæglátu konum sem vinna verk sín í kyr- þey með elju og trúmennsku. — Hún hefur hlotið sérstök verð- laun og viðurkenningu fyrir sína löngu og traustu þjónustu, frá Búnaðarfélagi íslands. Anna hefur alltaf verið mjög heilsuhraust, og er því við brugð- ið er hún á áttræðisaldri fót- brotnaði illa á fæti, og því spáðu sérfróðir menn að hún mundi ekki hækjulaus ganga héðan í frá. Það ótrúlega skeði þó, að í dag gengur hún hækjulaus og ó- hölt, er hress og kát og annast ýmis störf innanhúss. Hún er dag farslega hæglát, getur brugðið fyrir sig hnittni í tilsvörum, les mikið og hefur dálæti á kvæðum. Hún er trúrækin í bezta lægi, vinföst og trygg. Nánustu ættingjum sínum hef- ur Anna verið tryggðin sjálf og hjálpfús, glatt þá með gjöfum og skemmtilegri nærveru sinni. Fyr- ir allt þetta senda þeir henni sitt bezta þakklæti og árnaðaróskir með einlægum hug um að ævi- kvöld hennar megi verða fagurt og bjart. Mun margt frænda og vina heimsækja Önnu á þessum merk- isdegi hennar. F. H. Tómasína Krisfín * Arnadóilir Minningarorð TÓMASÍNA fæddist 17. maí 1899 að Gerðakoti á Miðnesi, þar sem foreldrar hennar, merkis- og dugnaðarhjónin Elín Ólafsdóttir og Ámi Eiríksson bjuggu. Ung missti hún föður sinn, sem drukknaði í fiskiróðri rétt utan lendingar í heimavör. Móðir hennar hélt áfram búskap og út- gerð með dætrum sínum ungum. Sýndi það hver dugur bjó með henni, því aðstæður allar voru aðrar þá cn nú. Bernskuárin liðu í sambýli glaðra systra. og góðrar móður, þar til hún fluttist til systur sinn- ar, sem giftist til Vestmannaeyja. Dvaldi hún þar og annars stað- ar við ýmis störf, þar til hún flyt- ur til Reykjavíkur og stundar þar verzlunarstörf. I Reykjavík kynntist hún eftir- lifandi manni sínum, Pálma Jóns- syni, bókara, ættuðum úr Skaga- firði. Giftust þau 1926 og hefja búskap. Þau hjón eignuðust 4 Komnir til Kesong TÓKÍÓ. 16. apríl: — Fréttir hafa borizt um það, að fangalestir kommúnista séu nú komnar til Kesong og verði þar, þangað til á mánudag. — NTB-Reuter. börn, Elínu, stúdent, Sólveigu, stúdent, Árna Jón og Helgu, sem bæði eru við nám í Menntaskól- anum í Reykjavík. Auk þeirra dvaldi Pétur, viðskiptafræðing- ur, sonur Pálma með þeim af og til meðan hann var við nám. — Yngsta dóttirin, Helga, hefur alizt upp hjá séra Óskari J. Þor- lákssyni og móðursystur sinni, frú Elísabetu, konu hans. Þetta eru stærstu þættir lífssögunnar. Með okkur venslafólki og nán- um vinum eru minningarnar um samveru okkar á heimili hennar og fjölskyldunnar ógleymanleg- ar. Tómasína var starfs- og dugn- aðarkona meðan líkamskraftar entust og mikið lengur. Sá mikli kross var á hana lagður, að ó- læknandi lömunarsjúkdómur, sem smá færðist í aukana varð hennar fylgifiskur í 12—14 ár. Hin látna var jafngeðja og flík- aði lítt tilfinningum. Kom það gleggst í Ijós meðan veikinda- stríðið stóð- yfir. Fegurðarsmekkur hennar var ríkur. Fegurð birtist í ýmsum mvndum. Tjáning listamanna í verkum þeirra. Tjáning hús- freyjunnar í heimilisútliti og heimilisháttum. Að sjúkdómur birtist sem fegurð er fjarstæða, en að bera sjúkdóm af list og smekkvísi er fegurð, sem er ekki allra, en sem hin látna gerði í ríkum mæli. Öll hennar sjúk- dómsár hef ég stöðugt komið á heimili þeirra. Aldrei ræddi hún um sjúkdóm sinn þó hún gæti hvorki hreyft hönd né fót hin siðari árin. Hitt var umræðuefni hennar þegar í bæ var gengið, hvort komumaður væri ekki góð- gerðaþurfi. Gestrisni var rík í eðli hennar og ekki man ég hana brosmildari, en þá er ættingjar og vinir söfnuðust saman á heim- ili þeirra hjóna og hún gat veitt með aðstoð manns og barna sem öll áttu það sameiginlegt að létta henni störf og stríð. Það hvernig framkoma eiginmanns og barna var alla tíð við hina sjúku konu og móður hygg ég að hljóti að Framh. á bls. 12 Sexfugtir í dag: Síristinn Gukundsson á Mosfelli í DAG er sagt að Kristinn á Mos- felli sé sextugur. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, því að í raun og veru hef ég ekki orðið þess var að Kristinn hafi neitt breytt um aldur siðasta aldar- fjórðunginn, eða frá því er ég varð honum fvrst samferða. Þá flutti hann okkur göngumenn Búnaðarfélags íslands á hestum upp að Stóruvörðu á Heljardals- heiði, um hávetur og í þeirri kaf- ófærð að engum skagfirzkum hestamanní hefði til hugar kom- ið að reyna slíkt. Sigurður heit- inn ráðunautur var einnig í för- inni, ellimóður nokkuð og ekki heill heilsu, en þó var óbilaður áhuginn, að leggja land undir fót óg fræða taændur af trú- mennsku og reynsluþekkingu. Okkur ferðafélögum leist illa á færðina á Heljardalsheiði og löttum Sigurð fararinnar, en slíkt tjóaði ekki. Þessu réði Krist- inn fram úr, á þann hátt að taka — mig minnir 6 -— alda hesta úr húsi á Hólum og ryðja slóð upp heiðina. Fyrstir fóru lausu hest- arnir og köfuðu ófærðina. -— Á þeim næst síðasta voru fjöggur okkar félaga, en lestina rak Sig- urður ráðunautur ríðandi og sigri hrósandi. En Kristinn gekk með fram og kvatti klárana. Ég hef oft farið Heljardalsheiði og aðra fjallvegi í misjafnri færð, en ferðalög á hestum með jafnmikl- um ölíkindum hef ég aldrei verið viðriðinn. Tíminn líður. Nú er Kristinn Guðmundsson á Mosfelli sextug- ur. Ekki veit ég hvort hann væri til með að endurtaka „eksperi- mentið“ á Heljardalsheiði, en bezt gæti ég trúað a$ honum væri ekkert að vanbúnaði. Enn mun hann eiga alda hesta, því að hann er einn þeirra sárafáu bænda á landi hér, sem enn hafa það til að beita hestum fyrir plóg með eðlilegum hætti, og enn er Kristinn ekkert nræddur við að reyna á sig, hvort heldur það er við líkamlega vinnu, við átök í félagsmálum,. við að fá menn til að taka lagið, eða við að dansa gömlu dansana á hjónaböllum í Hlégarði í Mosfelissveit, þó að það séu þó nokkuð mörg.kíló sem hann þarf að hreýfa, er hann snarast til við vinnu eða á salar- gólfi, því að maðurinn er vel vaxinn og úr grasi og hefur hold á beinum um fram meðalmenn. Kristinn Guðmundsson er Dalamaður að uppruna, fæddur að Skerðingsstöðum. í Hvamms- sveit. Systursonur Hjartar Snorra sonar, er skólastjóri var á Hvanneyri. Hann útskrifaðist úr Bændaskólanum á Hvanneyri 1913. Vann mikið að plægingum í Borgarfirði á næstu árum. Ráðs- maður á Hólum í Hjaltadal 1920 —’23 og vann upp úr því að jarð- arbótum í Skagafirði. Bústjóri á Lágafelli í Mosfellssveit 1926— ’36, hjá Thor Jensen, er á þeim árum hafði með höndum mestan ræktunarbúskap á landi hér. Frá Lágafelli fluttist Kristinn að Mos felli og hefur búið þar síðan, sem leiguliði á þeim hluta þessa forna höfuðbóls, sem enn er búið á sem bújörð. Hefur Kristinn þar gott bú en eigi stórt, því að mjög hefur verið klipið af þessu stór- býli síðan sá háttur var upptek- inn í landbúnaðarmálum, frá hendi ráðamanna og ríkis að lækka heldúr risið á því sem eitt- hvað ber yfir meðallag, en að hækka það sem smátt er. Kristinn á Mosfelli er félags- lyndur maður, hress og glaður. Á Borgarfjarðarárunum tók hann mikinn þátt í málum ungmenna- félaganna í Borgarfirði. í Mos- fellssveit hefur hann ekki verið „við eina fjölina feldur“ í félags- málum. Sem formaður Búnaðar- félags Mosfellssveitar, Búnaðar- sambands Kjalarnesþings, hrepps nefndarmaður, sóknarnefndar- maður, liðsmaður í karlakór sveit arinnar, stjórnarnefndarmaður f Ræktunarsambandi Kjalarnes- þings, Búnaðarþingsmaður og ef til vill eitthvað fleira, hefur Kristinn átt erindi til margra og rnargir við hann. Honum hefur orðið vel til vináttu, einnig þeirra sem ekki eru honum sam- mála í öllu. í dag munu því marg ir sveitungar hans og aðrir eiga leið að Mosfelli, til að heilsa upp á Kristinn og hans ágætu konu, Halldóru Jóhannesdóttur, sem aldrei fælir gesti frá garði bónda síns. Við sem fjær sitjum, send- um þeim hjónum vorkveðjur með vindinum, sem nú þýðir þela og snjó. Árni G. Eylands. — l!r daoíep líflnu Framhald af bls. 8. hans, hafði í heitingum við Norðra og kvað svo að orði, að hann skyldi aldrei smeykur v«ð vetrarríkið hans og mundi aldrei láta bugast, hvað sem garðurinn stæði lengi. Þarna kom í Ijós á skemmti- legan hátt, hin gamla kennimg þjóðtrúarinnar, að hægt væri að ávarpa veðurvöldin, þótt ekki sé hægt að segja um, hvork maðurinn í þessu tilfelli bafi rennt huganum beint til „Hræ- svelgs á Himinsenda“, sem Snorri segir frá.___________ - Happdrætttð Framhald af bls 10 85367 86312 86797 87528 89152 89271 90026 90329 90888 91374 91568 92855 93120 93819 95163 95951 95956 95993 96223 97405 97915 98969 98931 99669 100415 100523 100783 101470 101472 102553 103077 103256 103552 104008 104089 104424 105018 106066 106038' 106423 106481 108156 109190 109838 110034 110735 112392 113109 113267 114284 115071 115571 115807 116548 117299 117310 117739 119467 119576 119856 120810 1208(?4 120943 120990 121230 121488 123366 123875 124943 125109 125119 125185 125332 125448 125610 128668 129023 129102 129108 129470 129816 130001 131026 131604 132467 133000 133887 134708 134872 135120 135241 135639 136089 136198 136651 136813 137079 138356 138955 139643 141088 141344 142160 143224 143535 144021 144263 145079 145191 146742 146824 146901 148351 148393 148499 148813 148978 (Birt án- ábyrgðar). Starfsfólk S. Þ. NEW YORK — Fimmti hver starfsmaður í skrifstofum S. Þ. er kona. Unnu 258 konur í lok s. L árs. Föstu starfsfólki hefir á s. 3. ári fækkað úr 1364 í 1344. Hér Sr aðeins átt við starfsfólk í sér- greinaflokkum. Alls starfa á 4. þús. manns í aðalstöðvum S. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.