Morgunblaðið - 21.04.1953, Side 8

Morgunblaðið - 21.04.1953, Side 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 21. apríl 1953 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. 5 UR DAGLEGA LÍFINU j Jákvæð gaprýni í stað ábyrgðar- lauss rúgs og æsifregna í LÝÐRÆÐISÞJÓÐFÉLAGI er gagnrýni á aðgerðum valdhaf- anna ekki aðeins leyfð, heldur talin sjálfsögð og nauðsynleg. í henni felast möguleikar fólksins tíl þess að stuðla að umbótum á því, sem miður fer í störfum þeirra, sem hún hefur falið for- ystu um framkvæmd mála sinna. Þeim ber að vinna verk sín fyr- ir opnum tjöldum, þannig að þjóðin hafi tækifæri til þess að fylgjast með þeim, meta þau og dæma. Þetta er í raun og veru eitt af aðalsmerkjum frjálslyndra þjóðfélagshátta, sem byggja á þroska einstaklinganna og hæfileikum þeirra til þess að móta sjálfir stjórnarfar sitt í frjálsum og leynilegum kosn- ingum. í einræðisrikjum er þessu á allt annan veg farið. Þar er gagnrýni á gerðum valdhafanna talin til land- ráða. Fyrir hana er refsað með fangelsunum og lífláti. Um það þekkir núlifandi kyn- slóð dæmi bæði frá nazistum og kommúnistum. Við íslendingar aðhyllumst gagnrýnisfrelsi lýðræðisskipu- lagsins. Við viljum ekki lifa sem múlbundnir þrælar. Stjórnarvöld okkar eru þjónar fólksins en ekki herrar þess. Þjóðin velur sér sjálf stjórnendur og dæmir þá af verkum þeirra. Það fer eftir þjóðmálaþroska hverrar þjóðar, hvernig hún hag- ar hinni frjálsu gagnrýni á vald- hafa sína. Þroskuð lýðræðisþjóð leggur fyrst og fremst áherzlu á jákvæða gagnrýni. Hún gerir sér ekki aðeins ljóst, hvernig ekki á að framkvæma það vald, sem hún hefur fengið valdhöfum sínum, heldur bendir hún á, hvernig hún ætlast til að þeir beiti því. Hún leggur ekki fyrst og fremst áherzlu á að rífa niður heldur að byggja upp. Gagnrýni hennar er m. ö. o. jákvæð og rökstudd. Margs bendir til þess að töluvert bresti á þessa tegund gagnrýni meðal okkar íslend- inga. Sleggjudómar, ábyrgðar- laus rógur um menn og mál- efni og tilhæfulausar slefsög- ur virðast vera ískyggilega tiltækar mörgum, sem telja það hlutverk sitt að hafa for- ystu i opinberum málum. Þeir menn, sem þessa iðju stunda, leggja litla rækt við að kryfja málin til mergjar, leiða sannleikann í ljós um eðli þeirra og benda á nýjar leiðir og skyn- samlegri ráðstafanir. Þeim næg- ir að þyrla upp Gróusögum, að vekja tortryggni, flytja upplogn- ar æsifregnir og narta í æru ein- Stakra manna. Að sjálfsögðu fer margt verr i þessu Jitla þjóðfélagi en skyldi. Stjórnendur hennar á öllum tím- um stíga víxlspor. Ýmiskonar ranglæti og misrétti þrífst. En þessir barnasjúkdómar þingræöis og lýðræðis í landi okkar verða ekki upprættir með meira og minna rangfærðum æsifregnum og slefsögum. Af þeim sprettur engin umbót. Þær stnðla aðeins að því að grafa undan trú fólksins á sitt eigið þjóðfélag. Sá er líka mjög oft til- gangurinn með þeim. .|íei, það er hin jákvæða og rökstudda gagnrýni, sem fær breytingum til batnaðar áorkað. Það er heilbrigt almenningsálit, sem fordæmir slúðurburðinn, æsifregnirnar og róginn, sem skapar aðhald gegn hverskonar spillingu, misnotkun opinbers valds og slælegri framkvæmd þess. Þetta verður íslenzka þjóðin að gera sér ljóst, að er eitt af frumskilyrðum þroskavæn- legra þjóðfélagshátta í landi hennar. Hún verður þessvegna að láta þau blöð og þá stjórn- málamenn, sem tamast er að nota æsifregnirnar og slúður- burðinn finna það, að hún for- dæmir slíkar baráttuaðferðir og telur þær móðgun við al- mennt velsæmi og heilbrigða skynsemi. Hún á að krefjast málefnalegrar gagnrýni á það, sem miður fer í þjóðfélagi hennar, hvort sem það eru stjórnvöld hennar, einstakar stéttir eða einstaklingar, sem bera á því ábyrgð. Þetta er leiðin til fullkomn- ara og réttlátara stjórnarfars. Þeirra eigin orð UNGIR Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa nýlega gefið út smárit með tilvitnunum í blöð og rit íslenzkra kommúnista. Þessar tilvitnanir eru birtar orðréttar og þeim fylgja engar skýringar. Þær eru aðeins þeirra eigin orð. Allur almenningur í landinu þarf að kynna sér þetta litla rit. Það er fljótlesið en gefur þó mjög glögga mynd af hinni tækifæris- sinnuðu hræsnisstefnu kommún- ista. Sérstaklega er þó afstaða þeirr^ til friðarmálanna og hlut- leysisins fyrr og nú athyglisverð. í ummælum þeirra um þessi mál kemur í ljós svo einstæður hringl andaháttur og tvöfeldni, að eng- um heilvita manni getur bland- ast hugur um, að þar skipta ís- lenzkir hagsmunir engu máli. Allt er miðað við það, hvað hinu rússneska einræðisríki er hent- ugast á hverjum tíma. Ef Rúss- um hentar ekki hlutleysi og varn- arleysi íslands þá berjast íslenzk- ir kommúnistar gegn hlutleys- inu og varnarleysinu. Ef Moskva krefst hlutleysis þá krefst Brynj- ólfur Bjarnason þess og línu- kommúnistar hans dingla með eins og vilja- og skoðanalaus verkfæri. Ef Rússar krefjast að íslend- ingar fari í stríð, þá krefst „þjóð- in á Þórsgötu 1“ þess líka. Ef Stalin eða Malenkov hleypa út „friðardúfum" þá löðrar „Þjóð viljinn" í „friðarfiðri“. Þetta Og ótal margt fleira geta íslendingar sannfært sig um að er satt og rétt, ef þeir lesa „þeirra eigin orð“. Þau eru engin „áuð- valdslygi" heldur ummæli komm únista sjálfra á ýmsum tímum. í lýðræðisþjóðfélagi verður fólkið að byggja afstöðu sina á þekkingunni á þeim flokkum og stefnum, sem biðla til fylgis þess. Þessvegna er nauðsyn- legt að sem flestir kynni sér, hvernig kommúnistar hafa markað stefnu sína í islenzk- um þjóðmálum. Frá útvarpinu í síðustu viku ALMAR skrifar: ORKT f PEKING. HBEINSKRIFAÐ í MOSKVA SIGURÐUR Magnússon flutti mánudaginn l3. þ. m. útvarps- erindi um daginn og veginn. Kom Siguiður víða við í þessu erindi sínu, enda er maðurinn marg- fróður og á auk þess ýmsa góða kunningja og kunningjakonur, sem virðast fylgjast furðuvel með því sem gerist leynt og ijóst hér í bæ og á næstu grösum. •— Meðal annars ræddi Sigurður um hinar furðulegu játningar nýju valdhafanna í Rússlandi um víð- tæk réttarmorð þar í landi að undanförnu svo og um McCarthy ismann í Bandaríkjunum Helti Sigurður úr reiðiskálum. Varð ei af máli hans heyrt hvort af þessu tvennu honum líkaði verr. — Jafnaði hann þannig metin milli þessara tveggja stórvelda af eðlis- ávísun hins fullkomna hiutleysis, sem aðeins fáum útvöidum er gefið. — Þá gerði Sigurður að umtalsefni úthlutun þá á lista- mannalaunum, sem nýlega er um garð gengin. Benti hann rétti lega á hversu mjög er ábótavant fyrirkomuiagi úthlutunarinnar og bar fram tillögur til úrbóta, sem vel eru þess verðar að þeim sé gaumur gefinn. Eitt er víst, að háttur sá, sem nú er hafður á út- hlutuninni er að flestra dómi lítt við unandi. Er því nauðsynlegt að taka þetta vandamál sem fyrst til ítarlegrar yfirvegunar og reyna að finna heilbrigða lausn á þvi. — Eins og nú standa sakir eru allir óánægðir, — listamenn- irnir sjálfir, sem launanna eiga að njóta og allur almenningur, — þ. e. þeir, sem eiga að börga brúsann. Einkum er ágreiningur mikill manna á meðal um flokk- un úthlutunarnefndarinnar. Til dæmis vakti það furðu margra að Jóhannes úr Kötlum skyldi settur einum flokki neðar nú en áður, — skör lægra en flokksbróðir hans og sálufélagi, Þorbergur Þórðarson, því að ekki má á milli sjá hver verðugri er eftir síðustu afrekum þeirra í ljóðagerð að dæma. — Eins og kunnugt er fóru þeir báðir til Kína ekki alls fyrir löngu til þess að votta Mao,' hinum mikla friðarleiðtoga aust- ur þar, lotningu sína og hollustu. , Gekk sú ferð að óskum sem allir | vita. Bæði orktu þessi skáld lof- dýrðaróð til leiðtogans og várð ’ ekki greint hvor andríkari væri. Jóhannes hóf upp raust sína með þessum orðum: Ymir heilsar Pan-kú Sögueyjan heilsar Ríkinu í miðið. Minnsta skáld hinnar minnstu þjóðar heilsar stærsta skáldi hinnar stærstu þjóðar: braganum Mao--------“ En Þorbergur söng: Lítill'drengur undir háu fjalli! Er augu þín blind? Eyru þín daufdumba? Sál þín sljó af svefni hinnar löngu nætur?-------- Endar svo kvæðið á þessu á- hrifamikla viðlagi: Vadduddí! Vadduddí! Vadduddí! Lítill drengur undir háu fjalli-----? Undir kvæðið ritar svo Þor- bergur þessi gullvægu orð: „Orkt í Peking. Hreinskrifað í Moskva“. Jóhannesi hefur hinsvegar láðst að geta þess, að ljóð hans var líka orkt í Kína og senniiega einnig hreinskrifað í Moskva og er slík auðmýkt hjartans vissu- lega til fyrirmyndar. Og þó skyldi enginn áfellast Þorberg: Orkt í Peking. Hreinskrifað í Moskva. — Hvílik upphafning! Þvi ekki það. — Er ekki sjálfur Þjóðviljinn líka hreinskrifaður i Moskva? ELLEFU ÁRA SÖNGKONA OG SVO var það hún Helena litla Eyjólfsdóttir, aðeins ellefu ára, sem söng svo fall- ega í barnatim- anum á sunnu- daginn og af svo góðum skilningi að unun var á að hlýða. Og text- arnir hennar Margrétar Jóns dóttur við ynd islegu smálögin hans Bachs, sem Helena söng, voru hreint af- bragð. Helena. TONLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT- ARINNAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN undir stjórn Olavs Kiellands efndi til tón- leika í Þjóð- leikhúsinu á þriðjudaginn er var. Á efnis-. skránni vora tvö verk eftir. Beethoven: Fiðlukonsert í D-dúr óp. 61 (eini ýiðlu-! konsertinn sem. meistarinn samdi) og' fjórða sinfónían í B-dúr óp. 60. — Lék Björn Ólafsson hið erfiða éinléikshlutverk fiðlukonsertsins fneð miklum ágætum. Tónleikum þessum var útvarp- að beint frá Þjóðleikhúsinu og því er þeirra minnzt hér, enda voru þeir tvímælalaust veiga- mesta og glæsilegasta dagskrár- atriði útvarpsins í vikunni sem Framh. á bls. 12 Kielland. VeU andi áhripar: Ahugasamur Hollend- ingur í Hilversum. MÉR hefur fyrir nokkru borizt bréf, undirritað „Friðrik frá Horni", eða (innan sviga) Freek van Hoorn, útvarpsþulur. Hér er sem sagt hreint ekki um íslenzkan Hornstrending að ræða, heldur hollenzkan mann, sem búsettur er í borginni Hil- versum þar í landi. Engin deili veit ég annars á Hollendingi þess um annað en það, sem ráðið verð- ur af hinu stutta bréfi hans. — Hann er starfandi útvarpsþulur í Hilversum og kveðst hafa mik- inn áhuga fyrir íslandi og ís- lenzkum málefnum, og íslenzku hefur hann lært með einhverjum hætti. Er bréfið skrifað á ís- lenzku, sem kallast má mjög góð af útlendingi að vera. Kveðst hann hafa skrifað nokkrar grein- ar um ísland og íslenzka menn- ingu og vandamál, svo sem land- helgisdeiluna, og nú hefur hann á prjónunum .stóra yfirlitsgrein um ísland og íslenzk viðhorf á árinu 1952, sem hann er að viða að sér efni í. Eftir bréfinu að dæma fær hann Morgunblaðið að jafnaði og lætur hann sérstaklega getið, hve ágætar honum fundust frásagnir blaðsins um flóðin miklu í landi hans í vetur. Gagnrýnir nýyrffabókina. HOLLENDINGUR heldur á- fram og kveðst hafa þótt mjög vænt um Nýyrðabókina ís- lenzku, sem vinur hans einn hafi sent honum að gjöf. Sé hún ef- laust mörgum útlendingnum kær komin, sem áhuga hafa á að nema íslenzku, ekki sízt vegna þess, hve ónógur kostur orðabóka er þar fyrir hendi. Ekki telur hann þó, að bókin sé í alla staði vel heppnuð. Helzta galla hennar telur hann þann, að henni er skipt í kafla eftir sér- greinum. Fyrir útlendinga sé það oft harla erfitt að ákveða til hvaða sérgreinar þetta eða hitt orðið heyri, heppilegra hefði ver- ið að skipa öllum orðunum í staf- rófsröð en ekki í kafla. í lok bréfsins segir orðrétt: „Ég á að biðja yður um afsökun fyrir ónógu íslenzku mína en eins og þér vitíð er ekki auðvelt fyrir útlending að læra mál yðar. Virðingarfyllst, Friðrik frá Horni (Freek van Hoorn útvarpsþulur)“ Ég þakka Hollendingi „frá Horni'* kærlega bréfið. Það væri gaman að fá línu frá honum öðru hvoru — og hann þarf hreint ekki að minnkast sín fyrir ís- lenzkuna sína. Tíl skammar og skapraunar. LJÓÐAVINUR** skrifar: „Kæri Velvakandi! Það er fátt, sem kemur mér í afleitara skap heldur en að heyra lagi eða ljóði misþyrmt. — Mér finnst, að fólk ætti ekki að vera að burðast við að fara með vísur eða ljóð, sem það ekki kann bet- ur en svo, að allt kemur rang- snúið og á afturfótunum út úr því. Slíkt verður aðeins sjálfu því til skammar og þeim, sem á hlýða til skapraunar. Þó kastar tólfun- um, þegar Ijóð eru birt á prenti, afskræmd og úr lagi færð. Dagblaff gefur lélegt fordæmi. ÞESS er t.d. skammt að minn- ast að ég sá í einu dagblaði bæjarins vísuhelming eftir Hann- es Hafstein illa ranghermdan. — Staka sú, sem um er að ræða, er býsna kunn: Taktu’ ekki níðróginn nærri þér. Það næsta er gömul saga, að lakasti gróðurinn ekki það er, sém ormarnir helzt vilja naga. í umræddu blaði varð úr þessu: „Lökustu trén það ekki er, sem ormarnir helzt vilja naga“. — Ambögulegt í mesta máta og leiðinlegt á að líta. Stakan mun vera þýdd en ekki frum- samin af Hannesi Hafstein, en það skiptir ekki máli. •— Ljóða- vinur“. c__ Þaff er eigi hin mesta fremd aff falla aldrei, heldur hitt aff rísa jafnan á fætur aftur, er vér dettum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.