Morgunblaðið - 21.04.1953, Page 9

Morgunblaðið - 21.04.1953, Page 9
Þriðjudagur 21. apríl 1953 MORG V N BLAÐIÐ 9 Erlendar bókmenntir: Rabelnls • Það kemur okkitr áreiðanlega ekkert spánskt fyrír sjónir, að Ra,belais hafi látizt fyrir réttum J,00 árum. Og enda þútt víð lítum á samtíðarmann hans, Michel De Montaigne, er dó aðeírts J,0 árum síðar, sem boðbcra. hirts nýja tíma í heimsbókmenntunitm, þá fer ekki hjá því, að Rabetais sjálfur sé að nokkru httíinn- trkkar sýn ■— milli hans og okkar er þoku- mist-ur miðaldanna. Ekkert sjálf- stætt rit er til utnt æci hans, er getur veitt okkur upplýsingar um það, sem ð, daga hans dreif. Er ástæðan eingöngu sú, hversu lítið ér vitað um ævi þessa■ sérstæða, franska, rithöfundar. • Hofuðrit Rabetais, tíarpanlua og Pantagruel, eru. einhver mestu snilldarverk bókmennta- sögunnar, þótt okkar teyuslóð hafi tiltölulega lítil kynvá haft af þeim, Er það í sjálfte sér allund- arlegt, ekki sizt fytrir þá sök, hversu áhrif Rabebas hafa verið mikil á h e ims bólcnte. ttutirn o r og má geta þess hér, að mýbreytni hans og frumleiki þótti með þeim hætti, að „rabelaisk gamansemií‘ tók að tákna gáskafuttae.n nokk- uð grófa fyndni, euda. var hann meistari meistaramia, í því að bregða' henni fyrir sig. • Hins vegar er það sannarlega hálfleiðinglegt tímarma tákn, að hann skuli vera. ná eiiuui kunn astur fyrir þessa grófit og gáska- legu fyndni sína, þcí að „ósið- lætið“, ef svo mætti að tnrði kom- ast, er algert aukaectriði í bók- um hans og vakti t. d, Utla sem enga athygli samtíðarmanna hans i Frakklandi. Og stzrniarlega er það annað og meira, sem- halda■ ætti nafni þessa mikíii, sníllings á lofti. FRANCOIS RABELAIS er fædd- ur 1495 í Chinon í Fraklilandi. Lít íð er vitað um ævi hans, þangað til hann gengur í klaustur Frans- iskus-munkanna í Fonfenay Le Comet í apríl 1519. Um það leyti hefur hann vafalaust verið kom- inn í nógu góða stöðu í þjóðfélag- ínu til að geta hafið prédikanir tim dyggðir og fómfýsi- Fransis- kus-munkarnir voru á þessu hnignunartímabili klaustuis- og kirkjulífs í Evrópu víðkunnir um allt hið rótfúna páfaweldí fyrir lærdóm sinn og þekkingu, enda báru þeir í þeim efnum höfuð <og herðar yfir allar aðrar deildir ínnan kaþólsku kirkjunnar. Þar af leiðandi urðu þeir fyrir nokkru aðkasti og öfund annarra munka- xeglna páfadómsins. — Við vit- um, að Rabelais var aðeins skamma stund í þessu munka- klaustri og 1524 gekit bann í Benediktusarregluna. Árið 1530 sagði hann skilið að fulks og öllu við klausturlifið og tók að leggja stund á læknisfræði við háskól- ann í Montpellier. BÆKCR HANS BANNAHAR Við vitum einnig, að fyrsta bindið af Pantagruel kons út 1532* og þremur árum síðar sendi hann frá sér Gargantúa. Sorbonnehá- skóli, sem á þeim tima var ein- gongu guðfræðistofmin, var aldeilis ekki seinn á sér að bánna þessar bækur ári eftír að þær komu út. Og alla tið síoan átti Kabelais í erjum við kirkjuna og varð jafnvel á stundum að flýja nauðugur viljugur ofríki hennar til Lorraine. — Þessir fáu þættir, sem við þekkjum úr lifi Rabelais gefa okkur nokkra hugmynd um manninn og það tímábil, sem hann lifði á. Sem námfus og fróð- leiksþyrstur maður var ofureðli- legt, að hann gengi í munkareglu; að því leytinu heyrði hann mið- öldunum til. En þar sem hann var humanisti í húð og hár, snort- ínn af ítalska Renaissansnuim og áhrifum hans í Frákklandi, var skiljanlegt, að hann segði skilið við munkalífið og tæki að leggja meisturi miðaldonna Eftir Philip Toynbee. stund á læknisfræði. Þeirri vís- indagrein hafði litt fleygt fram á undanförnum 15 öldum og Rabel- ais útskýrði læknisfræði Galens og Hippocratesar, enda var hann virtur og metinn sem einn fær- asti læknir síns tima. MIKIL ÁDEILURIT En það, sem máli skiptir í okk- ar augum, hlýtur fyrst og fremst að vera, að hann hélt áfram að bæta við snilldarrit sín, a. m. k. þangað til um miðjan fjórða tug aldarinnar. Erfitt er að fjalla um og lýsa öllum ritum hans — eða ættum við frekar að segja, að það sé eiginlega ofauðvelt, þar eð svo mikið hefur verið um þau skrifað síðan þau komu út, skiln- ingurinn á þeim svo margvísleg- ur, túlkanirnar af svo misjöfnum toga spunnar. í ritum hans eru vissulega blaðsíður eftir blað- síður, þar sem fram kemur misk- unnariaus ádeila á yfirdrepsskap og úrkynjun miðaldakirkjunnar, megum við þvi viðvikjandi ekki gleyma því, að Rabelais var, enda þót,t hann væri afsprengi hins kaþólska yfirdrottnunartíma, barn hinnar nýju aldar siðaskipt- anna, frumgróður nýs tíma. í bók um hans eru heiðarlegar tilraunir til þess að ryðja nýja vegi í menn ingar og fræðsiumálum, enda hlaut það í fyllsta máta að sam- rýmast hugðarefnum hans og þeirri menningarstefnu, er hann helgaði líf sitt. En hins vegar væri alrangt að segja, að hann hafi verið, eins og nokkrir ítaisk- ir humanistar á hans dögum, brautryðjandi á sviði frjálsrar hugsunar í heimsbókmenntunum. j Sennilega var hann guðrækinn, | kristinn maður og því nryggari I ýfir spillingunni innan kirkjunn- ar en margur annar. EN BYKKJUSKOMMFN, — HVAR ER HÚN? En mestur hlúti Gargantua og Pantagruel er þó hvorki í ádeilu- anda, né beint innlegg í hugsjóna fræði siðaskiptanna. Þessar ,.fantaísur“ um risa, ófreskjur og imynduð lönd hafa helzt orðið þeim fyrirmynd Edward Lear (brezkur rithöf., er uppi var 1812—1888 og skrifaði m. a. Book of nonsense) og Lewis Carrol (brezkur rithöfundur 1832—'98) og skrifaði m. a. Lísu í Undra- landi). — Hins vegar hafa þeir minna lært af þeim, þeir Jonath- an Swift (enskur rithöfundur, er uppi var frá 1667—1745 og skrif- aði m. a. Gulliversbækurnar) og George Orwell (brezkur rithöf- undur, nýlátinn, skrifaði m. a. Félagi Napóleon). Bækur Rabelais bera hinu frjóa og viðsveima ímyndunarafli höf- undar síns prýðilegt viíni. Og þó eru þær e. t. v. of óraunhæfar, hugarórarnar of miklar til þess, að okkar kynslóð kunni að meta þær, eins og efni standa til. Marg- ir lesendui mundu t. d. verða stórmóðgaðir yfir minna en þurfa að lesa þrjár heilar blaðsíður um það, hvað hægt væri að nota í stað salernispappírs! En hvað svo sem því líður yrðu heimsbók- menntirnar stórum fátækari, ef þær hefðu ekki upp á að bjóða beztu rit Rabelais. Nútímabók- menntir eru yfirleitt hálfþurrar, og hefðum við því harla gott af að kynnast nokkuð hugmynda- flugi og hirini fresku frjálslyndis stefnu, er fram kemur í bókum Rabelais. — Roy Campbell hef- ur einhvers staðar skrifað eftir- farandi til að sýna atómskáld- skapnum fyrirlitningu sína: Þeir brúka mél og beizlisstangir, en bykkjuskömmin, hvar er hún? Rabelais átti ekki aðeins bykkju, — heldur gæðing. ör. Finn Devold sagöt: Sennilega kemur síidin affur , ... en leiðist ykkur biSin, fáið ykkur Ásdk og veiðið bana f bafi Maður verður undir vörubils- palli og hlýfur bana af Svipiegf siys suður á Yainsleysu SÍÐASTL. laugardag vildi það sviplega slys til suður hjá Vatns- leysu, að ungur maður beið bana, er vörubílspallur féll á hann. Maður þessi var Þór Pétursson frá Hjalteyri. Hafnarfjarðarlögreglunni var gert aðvart um slysið um kl. 12.45 á laugardag. Tveir menn komu að slysstaðnum, og var Þór þá örendur. VAR EINN Á FERÐ Þór, sem er starfsmaður hjá Byggingafélaginu Brú hér í bæ, var á leið til Reykjavíkur í bíln- um og var einn í honum. Sýnilegt er að Þór hefur stöðv- að bílinn til þess að lagfæra snjó- keðjur bilsins, sem henzt höfðu upp úr geymsluhólfi, sem er undir bílpallinum. Þarf að lyfta pallinum upp til áð komast að hólfinu. Meðan Þór var að lagfæra snjó- keðjurnar, féll bílpailurinn ofan á hann. Hefur Þór hlotið bana samstundis. LOFTLOKA OPNAÐIST Athugun á bílnum, sem Þór ók, hefur leitt í ljós að loftloka á lyftivélinni, hefur opnazt. Lokan er alveg þar við, sem hólfið er fyrir snjókeðjurnar. Er ekki vit- að á hvern hátt loftlokan opnað- ist, en við það féll pallurinn nið- ur. Ættu vörubílstjórar að hafa það fyrir vana, að setja trébút til öryggis við pallinn, eða gera aðrar nauðsynlegar varúðarráð- stafanir, er þeir þurfa að vinna undir bílpallinum. Þór Pétursson var fæddur árið 1919 og vár hanh sonur Péturs Jónassonar, sem var verksmiðju- stjóri á Hjalteyri og látinn er fyrir allmörgum árum. Á SUNNUDAGINN var flutti dr. Finn Devold síðari Háskóla- fvrirlestur sinn fyrir fjölda á- heyrenda. I þessum síðari fyrirlestri sín- um rakti hann einkum lifnaðar- hætti síldarinnar við Noregs- strönd. Hann skyrði m.a. frá því, að millisíldarveiðin hefði allt frá- því að nákvæmum veiðiskýrslum var safnað, verið mjög misjöfn og nokkuð breytilegt hvar síldin á hverju ári kemur upp áð land- inu. Svo miklu hefðu veiðarnar numið sum árin, að einkum sjó- menn og útgerðarmenn, hefðu óttast, að stofninn gæti vart þol- að svo mikla veiði, þar sem hér er um yngri árganga að ræða. En aukinn kunnleiki á síldinni úti fyrir ströndum Noregs hefði eytt öllum ótta við ofveiði meðal fiskifræðinganna. Því með mæli- tækjum þeim, sem rannsóknar- skipin hefðu nú, hefðu þau hvað eftir annað fundið svo geysilega víðáttumiklar og ef nismiklar sildartorfur í hafinu, að hann taldi fráleitt að hugsa sér, að nokkur hætta væri á ofveiði af síld við Noreg. Með upplýsingum þeim, sem dr. Devold hefur fært okkur, þurf um við íslendingar ekki lengur að fara í neinar grafgötur með það, hvar hinir yngri árgangar af síldinni alast upp. Meðan síld- in er yngri en sú, sem veiðist að jafnaði við Norðurland, elur hún aldur sinn við Noreg eða einhvers staðar í hafinu undan Noregs- strönd; en kemur ekki í gönguna til íslands, fyrr en hún »hefur fengið aldur til. Dr. Devold gat þess m.a. í þess- um fyrirlestri sínum, að Norð- menn hefðu fengið að kenna á síldarleysisárum eins og við ís- lendingarnir. En hvernig sem á þvi stendur þá virðast síldarleys- isárin við Noreg einkum gera vart við sig, þegar miklar veiðar eru undan Bohusléni í Sviþjóð. Menn hafa ekki getað rakið or- sakir þess eða sambandið milli síldarganga til Noregs og til Sví- þjóðar, og eru mismúnandi kenn- ingar uppi um það mál Dr. Finn Devold hefur verið hér hinn mesti aufúsugestur og með tilliti til þess hve mikið gagn Norðmenn hafa fengið af hinu fullkomna rannsóknarskipi sínu, G.O. Sars, en dr. Devold hefur stjórnað þeim rannsóknum allt frá því aff skipið var fullsmíðað. Er hann i engum vafa um, að tap- reksturinn á síldveiðum hér við Iand á undanförnum árum á að örfa okkur til þess að koma okk- ur upp ámóta rannsóknarskipi. Aðal niðurstöðurnar af þeim fróðleik, sem dr. Devold hefur fært okkur um síldina og síldar- göngurnar, eru þessar í stuttu máli, eins og vikið var að hér í blaðinu í fyrri viku. Það er háttur síldarinnar, hér sem annars staðar, að bréyta til með göngurnar, svo við þurfum ekki að gefa upp alla von. þótt hún hafi lagzt frá íslandi á næst- liðnum árum. Síldin getur sótt í sama horf aftur og jafnvel kannske komið upp að Austfjörð- um, eins og hún gerði fyrir alda- mótin síðustu. En ef dráttur verð- ur á því, að hún breyti um göngu sína, svo hún aftur veiðist hér fyrir Austur- og Norðurlandi þá er annað fyrir hendi að gera út á úthafsveiðar, þegar íslenzki flotinn hefur fengið asdic-tækin, þar sém veiðimenn geta séð síld- artorfurnar á nokkurra sjómílna svæði út frá skipunum, og veitt hana síðan í herpinót. Dr. Devold hélt síðan annan fyrirlestur í fyrstu kennslustoíu Háskólans klukkan 8,30 á sunnu- dagskvöid. Sá fyrirlestur var haidinn á vegum Norðmannafé- lagsins hér ' í bænum, og félags- ins Ísland-Noregur. FormaSur hins síðarnefnda, Árni G. Eylands, stjórnarráðs- fuiitrúi-, bauð dr. Devold vel- kominn og.komst m.a. að orði á þá leið, að enda þótt almenning- ur hefði gerf sér það ljóst, hve síldveiðin var þjóðinni mikils virði þegar hún veiddist, þá hefði það orðið mönnum ennþá ljósara, hve mikils virði síldveiðin er, eft- ir að síldargangan brást hingað. Máltækíð segir, sá er vinur er i raun reynist, og það væri því ís- iendingum sérstaklega kærkomið að geta notið leiðbeininga og rannsókna dr. Devolds á síldar- göngunum. I fyrirlestri sínum gaf dr. De- vold nokkurt yfirlit yfir fiski- rannsóknir almennt og undir hvaða skilyrðum fiskifræðing- arnir yrðu að virma sín verk og skýrði síðan frá því, hvernig rannsóknir Norðmanna á hafinu á milli Noregs og íslands byrjuðu um síðustu aldamót, með rann- sóknarleiðangri Friðþjófs Nan- sen og HeRand. Þeir lögðu grund- völiinn að vitneskjunni um haf- strauma og önnur skilyrði fyrir fiskveiðar í hafi þessu. Þessar rannsóknir, sem gerðar voru fyrir hálfri öld, voru ekki í neinu sambandi við eftir- grennslanir um síldargöngu. — Norðmenn létu sér nægja að vita það, að síldin hyrfi frá Noregs- ströndum meiri hluta ársins og færi eitthvað út í haf. Siðan skýrði dr. Devold laus- iega frá þeim niðurstöðum, sem fengist höfðu á rannsóknum síð- ustu ára um síldargöngurnar og sýndi svo fróðlega og skemmti- lega kvikmynd frá rannsóknum G.O. Sars, gerði grein fyrir hvernig er hægt með asdic-tækj- um, að finna síldina í hafi og veiða hana þar, hvort heldur er með herpinót eða í reknet. Grelfar og friðardúfur MOSKVU, 20. apríl — Þeir brezku þegnar, (7 að tölu) sem setið hafa í fangelsi í Norður- Kóreu siðan Kóreustyrjöldin hófst í júní 1950 og látnir voru lausir fyrir skömmu, komu í dag til Moskvu með Síberíuhraðlest- inni. Hafa þeir skýrt svo frá, að þeiih hafi íyrst verið tilkynnt um, að þeir yrðu leystir úr haldi hinn 20. marz síðastliðinn. Voru þeir þá fiuttir til höfuðstaðar Norður-Kóreu, Pyongjang, og snúizt i kríngum þá, eins og þeir væru greifar. Til Moskvu lögðu þeir af stað hinn 8. apríl síðast liðinn í einkalest, sem skreytt var friðardúfumyndum eftir Pieasso! ■— Heim til Bretlands fara þeir með brezkri vélflugu, sem sérstaklega verður leyft að sækja þá. —Reuter-NTB. Leiðrélfmg I DANARFREGN, sem nýlega birtist, misritaðist nafn hinnar látnu konu. Hún hét Dagmai' ■ Sigurjónsdóttir, en ékki Sigurð- ardóttir, eins og misritaðjgj. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirð- ingar á þessu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.