Morgunblaðið - 22.05.1953, Page 8
8
M o kgXj n b lav i tt
Föstudagur 22. maí 1953.
ot'gtroHafóft
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni GarðcU- Kristinsson.
Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu 1 krónu eintaklð.
n
Úft DAGLEGA LIFINU ?
Er það árás á samvinnustefnuna
að afhjúpa svindl og brask ?
FRÁSÖGN sú, sem Mbl. hefur
birt undanfarna daga um olíu-
kaup SÍS og erindisrekstur þess
fyrir Olíufélagið hefur óvéfengj-
anlega leitt í ljós að með þessum
viðskiptum hefur verið gerð stór-
felld tilraun til þess að hafa fé
af ísL sjómönnum og útgerðar-
mönnum. Það er því furðuleg ó-
skammfeilni þegar það fyrirtæki,
sem gerzt hefur sekt um þetta,
kemur fram fyrir þjóðina og
þykist hafa unnið eitthvert sér-
stakt afrek.
Kjarni þessa máls er sá, að
þeir, sem búa við fasta leigu á
olíuskipum tryggja sig fyrir verð-
sveiflum og búa því við jafna
leigu.
Hneykslið, sem gerzt hefur í
þessu máli er það, að samkvæmt
skýrslu SÍS felur Olíufélagið því
að leigja fyrir sig tvö olíuskip.
Ástæða þessarar beiðni er vafa-
laust sú, að Oiíufélagið hefur ekki
talið sig hafa enn nægilega þekk-
ingu á skipaleigu. Það felur þess
vegna SÍS að annast leiguna. —
Traust Olíufélagsins á SÍS er svo
mikið að raunverulega gefur það
fyrirtækinu frjálsar hendur um
þennan erindisrekstur.
En hvernig notar SÍS svo þetta
traust?
Það áttar sig fljótt á því að
það getur leigt skip til olíu-
flutninganna fyrir hálfvirði,
ekki til þess að græða fyrir
Olíufélagið og viðskiptamenn
þess, ísl. sjómenn og útvegs-
menn, eins og því hafði verið
falið, heldur fyrir sig sjálft.
En það vill koma þessum við-
skiptum svo fyrir, að sín sé
ekki viðgetið og fær þess
vegna bandaríska félagið
Cosmotrade, sem það leigði
skipið af til þess að látast vera
leigjandi þess til Olíufélagsins.
Þar með heldur SÍS að 700
þús. kr. hagnaðurinn sé runn-
inn í vasa þess.
En þá kemst upp um strákinn
Tuma. í ríkisstjórninni og í fjár-
hagsráði heima á íslandi vaknar
grunur um að hér sé ekki allt
með felldu. Fuiltrúar Sjálfstæðis-
manna í ríkisstjórninni krefjast
rannsóknar á hinum grunsamlggu
athöfnum.
Þá byrjar yfirklór SÍS. Það
hraðar sér fyrst og skilar gjald-
eyrinum til Landsbankans. —
Nokkru síðar skilar það Olíufé-
laginu 700 þús. kr., hagnaðinum
af leigu hins ameríska olíuskips.
Ef nokkur er í vafa um vinnu-
brögð SÍS í þessu máli þá þarf
hann aðeins að spyrja, hvernig
standi á því að Olíufélagið sækir
am yfirfærslur til Landsbankans
hinn 16. febr. fyrir upphæð, sem
miðast við 8 dollara flutnings-
gjald á tonn, ef farmgjaldið var
ekki nema 3,93 dollarar.
Hvernig stendur ennfremur á
því að forstjóri Olíufélagsins seg-
ir verðgæzlustjóra og fulltrúa
fjárhagsráðs hinn 27. apríl, að
raunverulegt flutningsgjald sé 8
dollarar fyrir tonnið, með e.s.
„Sabrina", þegar verið var að
verðleggja olíuna, ef hún var
3.93 dollarar?
' Hvernig stendur enn á því, að
Ijegar frekari gagna er krafizt,
j)á leggur Oliufélagíð aðeins fram
leigusamning við Cösmotráde Inc.
úm 8 dollara flutningsgjald, en
veit alls ekkert um að SÍS hefui'
léígt skipið fýrir 3.93 döllafa á
tonnið?
Eina skýringin á þessu er
sú, að SÍS hélt því leyndu
fyrir Olíufélaginu að það væri
að okra á því. Ef þarna hefur
ekki verið um slíka leynd að
ræða hefur Olíufélagið hins
vegar gerzt sekt um sviksam- í
legt athæfi. j
Framhald þessarar Ijótu sögu
er svo það, að það er SÍS sem
hinn 13. maí, segist í skýrslu til
fjárhagsráðs hafa yfirfært hagn-
að sinn af flutningsgjöldunum
með e.s. ,,Sabrina“ á „venjulegan
hátt“.
Hið sanna í málinu er þess
vegna það, að SÍS ætlaði sér
að hremma stórkostlegan
gróða af sjómönnum og út-
vegsmönnum með þessum olíu
flutningum. — En ráðabrugg
þess kemst upp og fyrirtækið
sér sitt óvænna, skilar gróð-
anum, en hikar ekki við það
í leiðinni að reyna að koma
ósómanum af braski sínu yfir
á Olíufélagið, með því að gefa
í skyn að það liafi verið OJíu-
félagið en ekki SÍS, sem hafi
sagt ósatt og gerzt bert að því
atferli að sækja um yfirfærslu
gjaldeyris fyrir 8 dollara flutn
ingsgjaldi á tonn, þegar raun-
verulegt flutningsgjald var
i 3.93 dollarar, og segja auk þess
I f járhagsráði ósatt til um hæð
flutningsgjaldanna.
Afhjúpun þessa fjármála-
hneykslis kallar Tíminn enn einu
sinni „árás á samvinnustefnuna".
Hvað segir nú allur almenn- j
ingur. þegar brask og svindl er
varið með slíkum hætti. Er það
árás á samvinnustefnuna að
fletta ofan af öðrum eins við-
skiptaháttum. Það getur áreið-
anlega enginn heiðarlegur íslend-
ingur álitið. Kjarni málsins er
sá, að SÍS hefur með þessu braski
og viðleitni til þess að hafa fé
af íslenzkum sjómönnum og út-
gerðarmönnum, sett blett á heið-
ur samvinnuverzlunarinnar.
En það fólk, sem fyllir sam-
vinnufélögin og aðhvllist sam-
vinnustefnuna ber að sjálf-
sögðu ekki ábyrgð á því. Það
gera örfáir fégírugir braskar-
ar, sem forustu hafa haft um
þessa viðskiptahætti.
Glundroði
smáflokkanna
ENN einu sinni hefur frönsk
stjórn fallið. Að þessu sinni var
það stjórn Rener Mayers, sem
beið ósigur við atkvæðagreiðslu
um fjárlög.
Þessi stjórn sat aðeins tæpa 5
mánuði að völdum, og hún er sú
18. í röðinni, sem Frakkar hafa
haft frá síðustu heimsstyrjöld.
Þannig hafa smáflokkarnir og
glundroðinn, sem fylgir í kjölfar
þeirra leikið frönsk stjórnmál. —
Þar er ekkert öryggi, engin kjöl-
festa til. Lífdagar ríkisstjórna
eru ráðnir af duttlungum smá-
flokka. Hver höndin er uppi á
móti annarri. Engá heilsteypta
stjórnarstefnu er hægt að móta.
AlgjÖr óviSsá blaslr við í frönsk-
um stjórnmálum. Um hvað ofan
á verður um stjórnarmyndun
verður engii spáð á þessu Stigi'
málsins.
Rabb um pappír
IUNGDÆMI rnínu heyrði ég um
það talað í Eyjafirði að hið ást-
sæla þjóðskáld, Jón Þorláksson,
prestur á Bægisá, hafi löngum
verið í svo mkilu pappírshraki,
að hann hafði ekki annað til að
skrifa á, en sérstakan umbúða-
pappír, sem hann fékk í verzlun
á Akureyri.
Pappírstegund þessa kallaði
hann í daglegu tali ,,grána“ og
ber nafnið vott um, að pappirinn
hafi ekki verið glæsilegur, enda
ódýr. En stundum voru kjör
skáldsins svo kröpp, að hann gat
ekki einu sinni séð af skildingun-
um fyrir þetta eftirlæti sitt, og
varð að kúra pappírslaus á
Bægisá. Hver veit nema eitthvað
af kvæðúm þeim, er kviknað
hafa í hugá skáldsins, hafi farið
forgörðum vegna pappírsléysis
hans. Þó kann að vera, að ekki
hafi verið mikil brögð að slíku
tjóni, vegna þess, hve bæði skáld
og annað fólk var minnugt í þá
daga á bundið mál.
EN pappírseklan hélzt lengi eft-
ir daga Jóns Bægisárskálds
í sveitum landsins. Man ég eftir
því að Sigurður Hjörleifsson
Kvaran, læknir á Akureyri, sagði
mér frá að í ungdæmi hans hafi
hann ásamt jafnöldum sínum
stofnað félag til að safna pappír.
Skiptu þeir drengirnir jafnt á
milli sin þeim pappírsfeng er
þeim áskotnaðist.
Er þetta gerðist var Sigurður í
foreldrahúsum hjá sr. Hjörleifi
Einarssyni að Undirfelli í Vatns-
dal, en maður sá var hinn mesti
lærdóms- og fræðimaður, sem
kunnugt er og heimilið vel efnum
búið. En það var fastur siður í
þá daga að sóa engu að óþörfu,
hvorki pappír né öðru.
IUNGDÆMI mínu kynntist ég
mikilsvirkum fræðimanni, sem
hafði verið í miklu pappírs-
hraki. Er hann eitt sinn sat við
fræðastörf og tók saman harm-
söguna um Reynistaðabræður er
úti urðu á Kili, var hann svo illa
staddur með skrifpappír, að heil-
legasti miðinn, sem hann hafði
þá undir höndum, var miði af
„Gamla“ Carlsbergsölflösku. —
Sennilegt er, að hinn mikli papp-
írssparnaður er var talinn sjálf-
sagður á uppvaxtarárum Þór-
halls Bjarnasonar, biskups, hafi
ve.rið honum í huga er hann eitt
sinn skrifaði í kirkjublað sitt hina
alkunnu umsögn sína um nýút-
komna bók: „Ég sé eftir papp-
írnum“.
VISSULEGA getur mönnum oft
dottið i hug þessi umsögn
biskupsins, í því bókaflóði, er hef
ur verið dembt yfir þjóðina á síð-
asta áratug. Enda hefur pappírs-
eyðslan orðið önnur nú en hún
var fyrir 80—100 árum.
SEM betur fer er pappírinn orð-
inn ódýrari og auðfengari en
hann áður- var, síðan hin nýja
tækni fannst er gerir mönnum
mögulegt að gera pappír úr
timbri og viðarkvoðu.
Það var Reaumur, sá hinn
sami sem fann upp hitamælirinn
er fyrstur benti mönnum á, að
hægt væri að læra pappírsgerð
hjá hvepsunum. Þær gera milli-
veggi í bú sín úr efni, sem líktist
pappír, með því að tyggja viðinn.
SAXNESKUR vefari að nafni
Fredrick Gottlob Keller fann
upp aðferð fyrir rúmum 100 ár-
um, til að búa til viðarkvoðu. —
Þessi aðferð hans varð til þess að
menn lærðu að gera pappír í stór-
um stíl úr viði. Síðan hefur papp-
írsnotkunin aukizt gífurlega og
mikill hluti alls pappirs í heim-
inum er nú gerður úr barrviði. Á
nota ösp, birki og nokkrar aðrar
lauftrjáategundir í pappírsgerð
samhliða barrviðnum.
Á síðustu árum hefur pappírs-
innflutningur til landsins numið
að verðmæti 12—15 milijónum á ' síðari árum er einnig farið að
ári. En hvernig þessi pappir er
notaður eða hvað af honum verð-
ur er önnur saga.
Ljótt orð í krossgátu
Kommúnistar gefa út aðeins
eitt dagblað í Neðra-Saxlandi og
heitir það „Sannleikur“. Nýlega
birtist þar löng grein þar sem
ritstjórinn kvartar yfir því að
honum hafi láðst að sleppa ljótu
orði úr krossgátu er birtist í blað-
inu. Það er nafn Títós marskálks.
í Þjóðviljanum í Beinfeld hafði
verið kvartað undan þessum
mistökum blaðsins, þar sem höf-
undur furðar sig á að friðarvinir
skuli geta fengið af sér að gera
slíkt axarskaft.
★
Blaðið segir: Að sjálfsögðu
mætti það ékki koma fjrrir að
jafnvel í krossgátu mætti sjást
nokkurt orð er benti til þess að
menn vildu bregða fæti fyrir
friðarsóknina. En mistökin voru
afsökuð með því að krossgátan
hefði komið frá borgaralega sinn-
aðri fréttastofu. Sannaðist hér,
segir blaðið, að „imperíalistarn-
ir“ létu einskis ófreistað, til þess
að afvegaleiða þjóðirnar.
— Hann fór til Rússlands og
ætlaði að skrifa kuningja sínum
um það sem hann varð áskynja.
En skrifaði hann með rauðu bleki
skyldi kunninginn trúa því, að
allt sem hann segði væru öfug-
mæli. En skrifaði hann með bláu
bleki átti kunhinginn að trúa því,
sem hann sagði. Svo kom fyrsta
bréfið.
Allt er í bezta lagi í Rússlandi,
stóð þar. Nema það að rautt blek
er þar ófáanlegt.
Brezkur vísindamaður Arthur
Clark skrifar í tímarit Unesco,
að fyrsta flugferðin til tunglsins
muni verða farin fyrir 1970. En
fyrir næstu aldamót muni menn
geta komið föstum férðum rnilli
jarðarinnar og þeirra staða í
tunglinu, sem þá eru kunnugir
orðnir.
\Jeluahancli ibrifar:
Drotningin og gæðingar
hennar æfa sporið.
NÝJUSTU fregnir af undirbún-
ingi krýningarinnar í Bret-
landi sem nú nálgast óðfluga —
hún á að fara fram h. 2. júní n.k.
— eru þær að hennar hátign
Elísabet II. æfi nú af kappi ásamt
hinum konunglegu slóðameyjum
sínum krýningargönguna í West-
minster Abbey. Æfingar þessar
fara fram í danssal Buckingham
hallarinnar, sem er 123 fet á
lengd, hvít og gullmálaður. Drotn
ingin verður að ganga hægt og
tígulega í nákvæmum takti við
hljóðfall hins hátíðlea undirleiks.
Engu má skeika — hvert spor'
mælt og yfirvegað. Mestur vand- '
inn verður að komast klakklaust,1
án þess að fara út úr taktinum, j
fyrir hin ýmsu horn, sem á vegin- :
um verða og smáþrep öðru hvoru
— þar kemur líka til kasta slóða-
meyjanna, þær verða að vera
nákvæmlega „stilltar inn á“ takt
drotningarinnar.
Eftir trumbuslætti.
OG svo eru það gæðingarnir,
sem ganga fyrir drotningar-
vagninum í skrúðgöngunni um
London — ekki dugar að þeir fari
á neinum brokkgangi með Breta-
drottningu nýkrýnda og sjálfsagt
dauðþreytta eftir áreynslu krýn-
ingarathafnarinnar í kirkjunni.
Þeir eru 8 talsins, Ijósgrsir og
hvítir að lit — þeir hvítu eru þeir
elztu og reyndustu — auðvitað
allir hver öðrum tígulegri og þýð-
ari í gangi, en samt þykir nú viss-
ara að æfa þá sérstaklega undir
krýningargöngúna og hafa vagn-
stjórar og hestasveinar hennar
hátignar tekið að sér það hlut-
verk. Hestarnir hafa sínar reglu-
legu gönguæfingar eftir taktföst-
um bumbuslætti — þeir virðast
fyllilega skilja, að nú liggur allt
við að vel takist og leggja sig
alla fram við að aéfa sporið! —
iKóngabömin — Karl og Ánna —
fylgjast með af lífi og sál í öllu
tilstandinu utan um mömmu
þeirra — það hefir komið til tals,
að Karl fái að vera í kirkjunni
við krýninguna.
Vantar góða götuskó.
HÉR er bréf, sem ég fékk fjrrir
nokkuð löngu síðan frá konu
í Sk er j af irðinum. Hún beinir
máli sínu til íslenzkra skóverzl-
ana og skóframleiðenda:
„Kæri Velvakandi!
Það hefir mikið verið af því
látið hve íslenzkri skóframleiðslu
hafi fleygt fram nú á síðustu ár-
um. Nokkuð er víst til í því, en.
samt er það nú svo, að ég hefi
ekki getað fengið skó við mitt
hæfi, íslenzka eða innflutta, í
herrans mörg ár. Það er þó ekki
vegna þess, að það sé nein sér-
stök og óvenjuleg skótegund,
sem ég er að leita að heldur þvert
á móti ósköp venjulegir götuskór
með skaplega lágum hælum. Eins
og stendur eru búðirnar fullar af
skóm, annað hvort með títuprjóns
hælum eða þá svo að segja hæla-
lausum — meðalhælarnir virðast
alveg hafa gleymzt. Ég og mínir
líkar, sem helzt vilja ganga á lág-
um kvarthælum, hefi orðíð að
braska við að fá skó erlendis frá
eftir alls konar krókaleiðum. Ég
tel slíkt ástand með öllu óvið-
unandi og þykir tími til kominn,
að íslenzkir skóframleiðendur
stefni að dálítið meiri fjölbrejdni
í framleiðslu sinni. — Ég þakka
fyrir birtinguna. — Kona í Skerja
firðinum.
Stærra skýli á Torgið.
ÞAÐ þyrfti að vera helmingi
stærra og vel það — þetta
strætisvagnaskýli hér á Lækjar-
torginu" — sagði maður einn í
fyrradag er hann var að biða eftir
strætisvagninum á Torginu. Það
var um 6 leytið og fólkið streymdi
úr vinnunni á leið heim til sín.
Þetta var alveg satt hjá rnann-
inum — helmingi færri en vildu
komust inn í skvlið. Nauðsynlegt
væri áð bæta úr þessu, áður en
næsti vetur gengur í garð — og
stundum finnst okkur líka nógu
napurt að standa úti í vornæð-
ingunum eða miðsumarsrigning-
unum.
Bíðdu ekki e£*
ir hentugu
augnabliki,
búðu þa® til
sjálfur.