Morgunblaðið - 17.06.1953, Side 5
Miiðvikudagur 17. júní 1953
MORGUNBLAÐIÐ
9
Stúdentarnir, sem brautskráðir voru frá Menntask ólanum í Reykjavík í gær. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M.
Fleiri stúdentar brautskráðir
en nokkru sinni fyrr
Frá slilum Mennfaskólans í Rvík í g$olag
SKÓLASLIT fóru fram í gær-
dag í Menntaskólanum hér í
Reykjavík, en á þessu skóla-
ári voru 518 nemendur við
Skólann, þar af 352 piltar. —
Lndir stúdentspróf gengu 132
nemendur og luku því 130, og
að þessu sinni eru utanskóla-
stúdentar 11. — Við skólaslit-
in, sem fram fóru í hátíðasal
skólans, voru mættir fulltrú-
ar 25 ára, 50 og 60 ára stúd-
enta. Menntaskólinn hefur,
ekki fyrr brautskráð jafn
marga stúdenta í einu og nú.
í hátíðasal skólans gátu ekki
nærri allir rúmast, sem viðstadd
ir voru þessa athöfn og varð því
að koma hátölurum fyrir frammi
á gangi.
SKÓLAÁRIR OG PRÓFIN
Rektor skólans, Pálmi Hannes-
son, ,gerði í ræðu sinni grein fyr-
ir störfum skólans í vetur og úr-
slitum prófa. Sem fyrr getur
voru í upphafi skólaárs 518 nem-
endur í skólanum. Voru þeir í 22
bekkjardeildum og voru Reyk-
víkingar í miklum meirihluta
meðal nemendanna eða 394, hitt
voru utanbæjarmenn. — Undir
árspróf í skólanum gengu 404,
þar af 33 utanskóla. Af þeim
luku prófi 375, 314 stóðust það,
en 61 féll og voru það mestmegn
is 3. bekkingar.
FJÓRIR HLUTU
ÁGÆTIS EINKUNN
Rektor skýrði frá því að fjórir
nemendur skólans hefðu á prófi
hlotið ágætis einkunn. Þá hlutu
97 1. einkunn, 149 2. einkunn og
64 3. einkunn. Þessir urðu efstir
á ársprófi:
Þorsteinn Sæmundsson 5. X,
Ág., 9.29. Ketiil Ingólfsson 3. B,
Ág., 9.14. Pálmi Lárusson 3. B,
Ág., 9.01. Erlendur Lárusson 5.
X, Ág., 9.00.
Af 130 stúdentum, sem Mennta
skólinn nú brautskráði, voru 81
ár máladeild og 49 úr stærðfræði
deildinni. Fimm utanskólanem-
endur voru í stærðfræðideild en
sex máladeildarstúdentar. Einn
þeirra, hlaut ágætiseinkunn, var
það ungfrú Gústa I. Sigurðar-
dóttir. Þá hlutu 68 1. einkunn, 59
2. einkunn og tveir þriðju.
HLUTSKÖRPUSTU
STÚDENTARNIR
Þessir stúdentar voru hlut-
skarpastir:
Máladeild: Gústa I. Sigurðar-
dóttir, 6. A, Ág., 9.18. Gauti Arn-
þórsson, 6. B, I., 8.84. Margrét
Sigvaldadóttir, 6. A, I., 8.79.
Ingvi M. Árnason, 6. B, I., 8.63.
Stærðfræðideild: Sigurbjörn
Guðmundsson, 6. Y, I., 8.71. Hörð
ur Halldórsson, 6. X, I., 8.65.
Björn Höskuldsson, 6. Y, I., 8.61.
Örn Garðarsson, 6. Y, I., 8.57.
Rektor gat þess m.a. í ræðu
sinni, að meðal hinna nýju
stúdenta væru þrjú systkini, Sól-
veig, Oddur og Skúli Thoraren-
sen, börn Óskars, forstjóra og
konu hans, frú Ingunnar Eggerts
dóttur frá Breiðabólsstað. Sex
börn þeirra hjóna hafa þá lokið
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um, en hin eru Eggert, sem starf-
ar hjá tollstjóraembættinu, Guð-
rún, sem starfar hjá borgardóm-
ara og Þorsteinn, sem er blaða-
maður við Morgunblaðið.
VERÐLAUNAAFHENDING
Síðan afhenti rektor verðlaun
þau, er veitt eru. Ungfrú Gústa
I. Sigurðardóttir hlaut verðlaun
úr sjóði dr. Jóns Þorkelssonar.
Gauti Árnþórsson úr verðlauna-
sjóði P.Ó. Christensens lyfsala og
konu hans. Úr Minningarsjóði Jó
hannesar Sigfússonar, yfirkenn-
ara: Borghildur Thors og Gústa
I. Sigurðardóttir, en hún hlaut
einnig viðurkenningu úr Minn-
ingar- og verðlaunasjóði dr. phil.
Jóns Ófeigssonar, yfirkennara,
ásamt Þorsteini Sæmundssyni úr
5. bekk X. Úr Verðlaunasjóði
40 ára stúdenta frá Latínuskólan
um í Reykjavík, eins og sjóður-
inn heitir, hlaut Ingvi M:**Árna-
son, og úr Minningarsjóði Páls
Sveinssonar, yfirkennara, þau
Sigríður Jónsdóttir og Valdi-
mar Örnólfsson. Þá hlaut Svein-
björn Björnsson, 3. B. viðurkenn
ingu úr Islenzkusjóði.
GAMLIR STÚDENTAR
FLYTJA KVEÐJUR
Nú kvaddi sér hljóðs séra
Friðrik Friðriksson, sem á sextíu
ára stúdentsafmæli. Þótti nær-
stöddum hinum aldna kenni-
manni vel mælast og höfðu á-
nægju af, þá ekki sízt í lok ræð-
unnar. Síðari hluta hennar mælti
hann á latínu.
Gísli Sveinsson, fyrrum sendi-
herra, hafði orð fyrir 50 ára
stúdentum. Afhenti Gísli, Ingva
Matthíasi Árnasyni, skjal fyrir
mjög góða frammistöðu í latínu.
Ingvi svaraði með nokkrum orð-
um og mælti á latínu, er hann
þakkaði heiðurinn.
Síðastur talaði Óskar Þ. Þórð-
arson, læknir, fyrir hönd 25 ára
stúdenta. Hélt hann skemmtilega
ræðu og gat starfs Jóhannesar
Sigfússonar, yfirkennara Mennta
skólans og gaf skólanum mynd
af þessum ágæta kennara skól-
ans, sem starfaði við Menntaskól
ann frá 1904—1928.
Sókn í Kóreu
SEOUL, 16. júní — Ekkert lát
er á árásum kommúnista á víg-
völlum Kóreu. Kunnugir telja,
að þeir tefli nú fram til orrustu
a. m. k. 20 þús. manna liði.
—Reuter-NTB.
*................................................................•••■•■••
N
N
iN
m
i Intcmationai Harvester kæliskápar
‘N
■
; fást nú einnig á afborgunarskilmálunt.
Við höfum nú fyrirliggjandi
þessa góðkunnu og glæsilegu I.
H. kæliskápa í tveim stærðum:
8,2 og 10,3 kúb.fet. — Þeir
kosta kr. 7184.00 og 8134.00.
Fimm ára ábyrgð er á
frystikerfinu.
Komið, skoðið og kynnið
yður grciðsluskilmála.
j VÉLA- og RAFTÆKJAVERZLUNIN, Bankastræti - Sími 2852
Sexfugur á morguu:
Guðjóa Jóasson verk-
stjóri á Siglufirði
Á MORGUN verður Guðjón
Jónsson, verkstjóri hjá Síldar-
verksmiðjunum á Siglufirði sex-
tugur. Hann er fæddur á Eyrar-
bakka 18. júní 1893. Þar ólst hann
upp og er hann komst til þroska,
stundaði hann sjósókn heiman frá
Eyrarbakka og á skútum. Þegar
farið var að knúa fiskibátana
áfram með vélarafli, varð hann
fyrstur manna þar eystra, sem
sýndi bæði áræði og lægni til að
fara með vélar, enda upp frá því
vélstjóri í mörg ár. Vélgæzlu-
maður var hann um skeið í landi
á Eyrarbakka og einnig við raf-
stöðina í Hafnarfirði.
Sumarið 1927 kom Guðjón
fyrst til Siglufjarðar, og vann þá
í verksmiðju sem Dr. Paul átti
þá, én seldi síðan Síldarverk-
sm'iðjúiff Ríkisins. Þeim' hætti ;
hélt hann í nokkur ár, að vinna
hér nyrðra á sumrin en sunnan
lands á veturna, þar til árið 1938,
að hann fluttist búferlum hingað
og hefur dvalið hér æ síðan. Þá
~reðS't*Hánn til Sí 1 darverksmiðja"-
ríkisins sem verkstjóri í „Dr.
Paul“, sem svo er alltaf nefnd.
Því st'arfi gegndi hann fram til
ársins 1951, en þá var hann sett-
ur aðalverkstjóri yfir allar verk-
smiðjurnar og er það enn.
Guðjón er óvenju traustur
maður og ábyggilegur, ög hefur
rækt verkstjórastarfið með ágæt-
Péfur Hannenon
sexfugur
PÉTUR HANNESSON, spari-
sjóðsstjóri á Sauðárkróki, á sex-
.tugsafmæli í dag. Borinn og
barnfæddur Skagfirðingur. Hef-
ur hann lengst af alið aldur sinn
í því héraði, enda tekið því ást-
fóstri við heimahagana, að hann
hefur ekki getað slitið sig þaðan,
þó hann hafi gert nokkrar til-
raunir til þess.
Þar fer saman hugur hans og
hugur Skagfirðinga yfirleitt, er
vilja ekki sjá af Pétri svo vin-
sæll er hann, svo nýtur maður
fyrir hérað sitt og öll framfara-
mál Skagafjarðar.
í stuttri afmæliskveðju er ekki
hægt að rekja öll þau trúnaðar-
störf, sem Pétri hefur verið falið
fyrir hérað sitt. Starfsáhuginn
Og skylduræknin haldast i hend-
ur í huga hans.
Pétur er með afbrigðum vin-
sæil maður. En aldrei lætur
hann á sér bera umfram brýn-
ustu þörf. Að sjálfsögðu væri
það honum kærast að láta sex-
tugsafmælis síns að engu getið.
En Skagfirðingum og öðrum vin-
um hans gæti komið það vel að
vita um þetta merkisafmæli hans
og því er þess getið hér. Um leið
flytur blaðið þessum sextuga
heiðursmanni hugheilar þakkir
fyrir áhuga hans á öllum góðum,
þörfum málefnum er hann hefur
borið fyrir brjósti og unnið að á
undanförnum áratugum.
um. Hefur honum betur tekjzt
en mönnum almennt að rata
hinn gullna veg og aflað sér
vinsælda bæði hjá verkamönnum
og húsbændum sínum.
Guðjón er drengur góður Og
lipurmenni hið mesta. Hann cír
að jafnaði rólyndur og æðrulaus
en ákveðinn og fastur fyrir, cf
á hann er deilt. Kátur er hann
og skemmtilegur í sínum hóp.
Það er gaman að hitta Guðjón
niðri í verksmiðjunum. Þar cr
að vísu ekki mikið næði til við-
tals. Menn koma og spyrja um
hitt og þetta, hvernig þessu cða
hinu skuli haga. En Guðjón er
skjótur til ráða. Hann er fróð-
astur allra um allt sem tilheyrir
% *»
verksmiðjurekstrinum og fljótur
að átta sig á hlutunum.
Guðjón hefur um mörg ár ver-
ið fréttaritari Morgunblaðsins Og
rækt það starf með vandvirkni.
Guðjón er kvæntur Björgu
Andrésdóttur, ættaðri af Suður-
landi, ágætri konu og er heimili
þeirra með híbýlaprúðustu heint-
ilum.
í dag munu fjölmargir Siglfirð-
ingar flytja afmælisbarninu húg'
heilar árnaðaróskir og væntá
þess um leið að hann eigi enn
langt líf fyrir höndum.
B. E.
★
í MÖRG ár hef ég haft samskipti
við Guðjón Jónsson, og 611 hafa
þau verið hin ánægjulegustu. Af
fúsum vilja tók hann að sér að'
verða fréttaritari Morgunblaðs-
ins á Siglufirði. Er það jafnan
erilsamt starf og oft vandasamt,
til dæmis á síldarvertíðum. Þá
þarf að fylgjast með gangi þess-
ara mála frá degi til dags, því þús
undir manna víðsvegar um land-
ið á þar mikilla hagsmuna að
gæta. — Fréttir Guðjóns hafa
alltaf verið hinar áreiðanlegustu
og nákvæmustu. Fyrir þessá'
fyrirhöfn og þjónustu við Morg-
unblaðið vil ég á þessum afmæl-
isdegi hans votta honum mínar
alúðarfyllstu þakkir, í von um að
Morgunblaðið fái að njóta hins:
góða fréttastarfs hans sem lengst.r
Sendi ég Guðjóni og fjö}skyldu;
hans, í nafni starfsfólks Morgun-;
blaðsins, beztu hamingjuóskir. ;
V. St. í
i
__________________ l
r
Sðngskentmftm ;
SauSáÉróki í
SAUÐÁRKRÓKI, 15. júní: —
Karlakórasambandið Hekla efndi;
til söngmóts á Sauðárkrcki s.L
sunnudagskvöld fyrir fuliu húsi'
og við ágætar undirtektir. Eftir*
samsönginn sungu kórarnir noklc,
ur lög við sjúkrahúsið.
Leiksviðið í hinu nýja íélags-;
heimili rúmaði vel hina 220 söng-
menn. — jón.