Morgunblaðið - 17.06.1953, Blaðsíða 7
Miiðvikudagur 17. júní 1953
7
MORGUNBLAÐIÐ
Nepús Víikiiidsson, ræðismaSur:
naðarins og SeðSabankinn
UNDANFARNA tíma hefir fjár-
skortur staðið eðlilegri þróun
iðnaðarins mjög í vegi, og þótt
lagfæringar þær, er nýlega voru
gerðar fyrir milligöngu iðnaðar-
xnálaráðherra Björns Ólafssonar,
og höfðu í för með sér lækkaðar
tryggingargreiðslur vegna hrá-
efnakaupa, hafi verið stórt spor
í rétta átt, er þó ástandið í þess-
um efnum í heild fjarri því að
yera viðunandi.
Um hráefni til iðnaðar gilda
önnur grundvallarsjónarmið en
um innfluttar verzlunarvörur al-
mennt, vegna hins langa tíma
sem þarf til þess að breyta hrá-
efnunum í söluhæfan varning;
Þurfa framleiðendur þannig að
binda mikið fé um langan tíma
eftir að hráefnin koma til lands-
ins og hafa verið að fullu greidd:
Er iðnaðinum því nauðsynlegt að
lánastofnanir geti tekið tillit til
þessarar sérstöku og óhægu að-
stöðu hans.
í ■-
LÁNASTARFSEMI
SEÐLABANKAN S
Um nokkuð langt árabil hefir
verið sú venja ríkjandi, að út-
flutningsframleiðslunni væri séð
fyrir nauðsynlegu starfsfé á þann
hátt, að Seðlabankinn hefir keypt
af öðrum bankastofnunum skuld
bindingar þær, sem til hafa örð-
ið vegna útlána þeirra til útvegs-
fyrirtækja, og munu gilda um
þessa starfsemi sérstakar reglur.
Eru þessi lán í daglegu tali oftast
nefnd ,,útgerðarlán“, „fiskvíxl-
ar“, eða eitthvað þess háttar.
Hinn 31. marz s.l. námu þessi
endurkaup Seðlabankans fullum
275 milljónum króna. Munu þó í
þessari upphæð vera falin ein-
hver lán út á útflutningsvörur
landbúnaðarins, svo sem ull og
gærur.
AFSTAÐA SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKSINS
Síðasti Landsfundur Sjálfstæð-
isflokksins, er haldinn var í
Reykjavík nú í vor ,tók til ræki-
legrar yfirvegunar vandamál iðn
aðarins, einnig þau er ættir rekja
til skorts á nauðsynlegu starfsfé.
Benti Landsfundurinn sérstak-
Jeka á þá leið til lagfæringar í
þessum efnum að Seðlabankinn
endurkeypti af öðrum banka-
stofnunum skuldbindingar iðn-
fyrirtækjanna í sambandi við
hráefnakaup þeirra.
Til grundvallar þessari álykt-
un Landsfundarins var sú skoð-
un, að heppilegt væri og fyllilega
sanngjarnt að ráða fram úr fjár-
hagsvandamálum iðnaðarins með
þessum hætti, þannig að um
þennan atvinnuveg giltu að ein-
hverju leyti hliðstæðar reglur og
um sjávarútveginn, enda þótt ef
til vill yrði ekki eins langt geng-
ið um endurlán Seðlabankans út
á skuldbindingar iðnaðarins eins
og raun hefir á orðið um þessa
lánastarfsemi í sambandi við út-
flutningsframleiðsluna.
ROKSTUÐNINGUR
IÐNAÐARINS
Það er að vísu rétt, að sala
sjávarafurða á erlendum mark-
aði liggur að verulegu leyti til
grundvallar gjaldeyrisöflun til
þjóðarbúsins, eins og nú standa
sakir. Hinsvegar skiptir og miklu
máli að sþarlega sé haldið á þeim
gjaldeyri, sem í bú er dreginn,
hvort sem hann fæst fyrir út-
flutningsafurðir, er fenginn fyrir
tilstuðlan samhjálpar þjóða, er
tekinn að láni eða til fallinn með
öðrum hætti.
Og þessu hlutverki hins hag-
sýna búmanns gegnir einmitt iðn-
aðurinn jafnframt því sem hann,
öðrum atvinnuvegum fremur,
skapar jafnvægi og öryggi í at-
vinnulífi þjóðarinnar á öllum
tímum árs. Hefir þjóðin að und-
anförnu átt þess nokkurn kost að
RÁÐA ÞARF FRAM ÚR ÞESSUM MALUM
Magnús Víglundsson
sannprófa og meta til sannvirðis
gildi þessa öryggis.
Þau sannindi verða nú lands-
mönnum æ ljósari, að ekki er
einhlýtt til gróðrar afkomu að
framleiða mikið magn af sjávar-
afurðum, ef ekki er hægt að af-
setja verulegan hluta slíkrar
framleiðslu nema í skiptum fyrir
aðrar vörur. Of oftast eru þetta
iðnaðarvörur, sumar með öllu
óþarfar okkur, en aðrar, sem
hægt er að íramleiða hér innan-
lands, og það oft ódýrarí og betri
hinum innfluttu iðnaðarvörum.
Auk þess þarf að greiða marg-
ar nauðsynjar til þessarrar fram-
leiðslu, svo sem kol, olíu, veiðar-
færi og varahiuti í dýrmætum
gjaldeyri, en hann er sjaldnast
fáanlegur nema fyrir auðseljan-
legustu afurðirnar. Gjaldeyris-
lega séð er þessi starfsemi einatt
óhagstæð, og þegar svo þar við
bætist, að útkoman af rekstrin-
um hér innanlands er oft harla
bágborin, sem svo leiðir gjarnan
til skuldaskila og annars ófarn-
aðar, hlýtur sú spurning að leita
svars hvort heppilegt sé að binda
svo mikinn hluta af hinu tak-
markaða rekstursfé bankanna í
þessum framkvæmdum sem raun
sannar, að nú er gert.
ÞAÐ IIÆFASTA
IIELDUR VELLI
Af þessum ummælum mínum
má þó ekki draga þá ályktun að
mér sé ekki fullvel ljós sú höfuð-
nauðsyn, að útflutningsfram-
leiðslan sé starfrækt á öruggum
grundvelli. Fyrir þörf þessa synj-
ar auðvitað enginn. Hitt er svo
annað mál, að engan veginn gegn
ir sama máli um allar greinir út-
flutningsframleiðslunnar. Um
verulegan hluta þeirra aðila er
framleiða sjávarafurðir má vafa-
iaust segja, að þeir reki starfsemi
sína af kappi og fullri forsjá og
að framleiðslan beri þá glögg
rnerki þessarra góðu eiginleika,
enda þá jafnaðarlega seljanleg á
eftirsóttum markaðssvæðum.
En það er óhjákvæmilegt, að
þau fyrirtæki sem bezt eru rekin
og af mestri atorku séu einmitt
tekin til fyrirmyndar almennt og
afkoma þeirra lögð til grund-
vallar þegar aðstaða sjávarút-
vegsins í efnahagskerfi þjóðar-
innar er ráðin hverju sinni. Lög-
málið um tilverurétt þess hæf-
asta verður aldrei sniðgengið til
langframa. Þau sannindi eiga
jafnt við um sjávarútveg sem
aðra atvinnuvegi landsmanna.
ÚTFLUTNINGUR
IÐNAÐARVARA
Ýmsar greinar íslenzks verk-
smiðjuiðnaðar binda nú veruleg-
ar vonir við sölu framleiðslu
sinnar á erlendum markaði. Hafa
og af hálfu hlutaðeigandi stjórn-
arvalda verið gefin fyrirheit um
fullan stuðning við slíka starf-
semi.
Af hálfu iðnrekenda er starf-
andi nefnd þriggja manna, skip-
uð þeim Sveini B. Valfells, Gunn-
ari Friðrikssyni og Axel Kristj-
ánssyni að því að undirbúa þátt-
töku ísl. iðnfyrirtækja í vöru-
sýningum erlendis. Hafa þeir
unnið að þessum málum af dugn-
aði og áhuga, og eru allir sam-
mála um að þátttaka í vörusýn-
ingum erlendis kynni að hafa
mikla þýðingu og skapa mögu-
leika til sölu íslenzkra iðnaðar-
vara erlendis. Er hér um mjög
þýðingarmikið mál að ræða, því
ef auðið reynist að renna stoðum
undir þessa starfsemi, myndi þar
af leiða aukið öryggi um afkomu
iðnaðarins.
Ekki væri með öllu fjarri lagi
að hugsa sér að stuðningur stjórn
arvaldanna í þessum efnum kæmi
meðal annars fram í því, að
gjaldeyrir sá, er fengist fyrir út-
flúttar iðnaðarvörur yrði greidd-
ur liærra verði en hin venjulega
gengisskráning kveður á um. —
Væri þessa þörf vegna þess að
kaupgjald og annar tilkostnaður
við framleiðsluna er, sem al-
.kunna er, miklu hærri hér en í
þeim löndum, sem yrðu keppi-
nautar okkar um sölu iðnaðar-
varanna.
Þessi aðferð hefir nokkuð ver-
ið tíðkuð annarsstaðar til örfun-
ar útflutningsviðskiptum. Þann-
ig hefir þetta verið á Spáni um
nokkurt árabil og haft, að því er
telja verður, áhrif til eflingar og
stuðnings útflutningsverzlun
Spánverja.
íslendingar hafa á margan hátt
góða aðstöðu til að standa að
iðnaðarframleiðslu með fram-
bærilegum árangri. Valda því
meðal annars góð skilyrði til
framleiðslu ódýrrar raforku. Ef
iðnaðurinn nú fengi úrlausn fjár-
hagsvandamála sinna og annan
sanngjarnan stuðning, benda lík-
ur til að hann myndi innan tíðar
verða þess bær að gegna veru-
legu hlutverki í útflutningsverzl-
un landsins.
REYNSLA ANNARRA ÞJOÐA
Margar þjóðir, smáar sem
stórar, byggja afkomu sína og at-
vinnulíf mjög á útflutningi iðn-
aðarvara á erlendan markað.
Þannig er þessu til dæmis varið
með Dani, sem selja iðnaðarvarn
ing sinn til margra landa víðs-
vegar um heim, og það eins þótt
þeir verði í flestum tilfellum að
flytja hráefnin inn og nota dýra
orku til framleiðslunnar, því ekki
hafa Danir ráð yfir „hvítu kol-
unum“, afli fossanna. — Danir
hafa sífellt verið að auka út-
flutning sinn á iðnaðarvörum nú
að undanförnu. Árið 1945 nam
útflutningur iðnaðarvara 20% af
heildarútflutningi Danmerkur,
en árið 1951 nam þessi útflutn-
ingur hvorki meira né minna en
39% af heildarútflutningi lands-
manna, svo auðsætt er hvert þró-
unin stefnir, enda er nú svo mál-
um komið að Danir telja iðnað
sinn einn sterkasta þáttinn í at-
vinnulífi sínu, þann er hvað sízt
megi í sundur slíta.
Ég trúi því staðfastlega að
framtíðin ætli íslenzkum iðnaði
ekki óveglegra hlutverk í at-
Framh. á bls. 12
Nýbökiiðu stúdcnfarnir
HÉR fara á eftir nöfn þeirra 130
stúdenta frá Menntaskólanum,
sem brautskráðir voru í gær:
MÁLADEILD
Ása H. Þórðardóttir
Elsa G. Vilmundsdóttir
Erla Ólafsson
Guðrún Freysteinsdóttir
Guðrún S. Jónsdóttir
Gústa I. Sigurðardóttir
Helga Þ. Jónsdóttir
Helga Sveinbjarnardóttir
Herborg Halldórsdóttir
Ingibjörg Jónsdóttir
Kolbrún Þ. Lárusdóttir
Kristbjörg Halldórsdóttir
Kristín S. Jónsdóttir
Kristín E. Kornerup-Hansen
Kristín Ólafsdóttir
Kristín R. Thorlacíus
Kristjana Pálsdóttir
Margrét Sigvaldadóttir
Margrét A. Þórðardóttir
Sigríður Pétursdóttir
Soffía Þorgrímsdóttir
Solveig Thorarensen
Svandís Jónsdóttir
Unnur Óskarsdóttir
Örbrún Halldórsdóttir
Arnór Hannibalsson
Árni Björnsson
Bragi Hannesson
Einar Þorláksson
Elís Jónsson
Gauti Arnþórsson
Helgi Guðmundsson
Ingólfur Örnólfsson
Ingvi M. Árnason
Jóhann Guðmundsson
Jón Ólafsson
Jón M. Samsonarson
Jökull Jakobsson
Konráð Adolphsson
Magnús O. Magnússon
Oddur Thorarensen
Ólafur Guðmundsson
Sigurður Steindórsson
Skúli Thorarensen
Sveinbjörn Blöndal
Valdimar Örnólfsson
Vilhjálmur Ólafsson
Volter Antonsson
Þorgeir Þorgeirsson
Þórir Einarsson
Auður Þorbergsdóttir
Álfheiður Líndal
Árni Stefánsson
Ásgeir Ellertsson
Bjarni Grímsson
Björgvin Guðmundsson
Borghildur Thors
Geir Magnússon
Haukur Steinsson
Hörður Vilhjálmsson
Ingveldur Dagbjartsdóttir
Jón Ólafsson
Karl Sveinsson
Magnús Guðjónsson
Matthías Frímannsson
Ólafur Örn Arnarson
Sigríður Jónsdóttir
Sigríður St. Lúðvígsdóttir
Sigrún Helgadóttir
Sigurður Jónsson
Sigurður Pétursson
Sigurður Sigurðsson
Unnur Fenger
Vigfús Magnússon
Vilborg Bremnes
Þórarinn Árnason
Þórunn Þórðardóttir
Utanskóla
Halldóra Sigurðardóttir
Hans Chr. Herrmann
Hauður Haraldsdóttir
Kristján Árnason
STÆRÐFRÆÐIDEILD:
Ágúst Valfells
Egill Jacobsen
Eiríkur Sigurðsson
Gunnar Jónsson
Gústaf Jóhannesson
Gústav Arnar
Halldór Jóhannsson
Haukur Tómasson
Hákon Torfason
Hörður Halldórsson
Ingvar Ásmundsson
Jóhann G. Þorbergsson
Leifur Jónsson
Leifur Magnússon
Pétur J. Pálmason
Rúnar Hjartarson
Sigurður Þorkelsson
Þorgeir Þorgeirsson
Þór Halldórss’on
Þórður Sturlaugsson
Alexía Gísladóttir
Benedikt Bogason
Bjarni Einarsson
Bjarni Helgason
Björn Hcskuldsson
Erlingur Gíslason
Garðar Sigurðsson
Haraldur Sigurðsson
Hþlga Sæmundsdóttir
Ingvar Kjartansson
Jóhannes Bergsveinsson
Jón B. Flafsteinsson
Karl Guðbrandsson
Óli J. Hjálmarsson
Ólöf Sigurðardóttir
Ragnar S. Jónsson
Sigurbjörn Guðmundsson
Sonja Haakansson
Svavar Jónatansson
Theodór Diðriksson
Þorsteinn Pétursson
Þórður Stefánsson
Þórunn Haxaldsdóttir
Örn Garðarsson
Utanskóla
Elín Árnadóttir
Hjörtur Gunnarsson
Leó G. Ingólfsson
Magnús Aspelund
Þórir Hilmarsson
áftræSur í dag:
i •
I;
A.lí
ne'
ora
nr
nc
9Í,
ffli
Í3Í9
/I *
mt
1
i^d
95ie
'iVrL
O 1
Asmundur Gestsson h
VINUR minn og samstarfsmaður,'
Ásmundur Gestsson, er áttræður j
í dag. Hönd mína get ég ekki rétt
honum heim um höfin, en hug- i
ann bindur hvorki rúm né tími.
Og nú hugsa ég til hans, árna hon
um allra heilla og flyt honum
kærar þakkir fyrir öll kynni ;
okkar.
Ásmundur Gestsson er Borg-
firðingur að ætt og ólst upp á
Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd. ■
Hann hlaut kennaramenntun, var (
að framhaldsnámi erlendis og I
gerði kennslu síðan að ævistarfi;
sínu í Reykjavík. Ég hefi heyrt
að hann hafi verið fyrirmyndar !
kennari, enda hefir hann til þess
alla greind, staka prúðmennsku |
og lægni.
Að öðrum þræði hefir Ásmund
ur Gestsson helgað kirkjunni!
starfskrafta sína. Hann var fyrst'
meðhjálpari hjá séra Ólafi Ólafs-
syni fríkirkjupresti, síðan alla
prestskapartíð séra Árna Sig-
urðssonar og hefir verið með-
hjálpari í Óháða fríkirkjusöfnuð-
inum frá stofnun hans. Hefir
hann þannig gegnt því starfi sam
fleytt í hálfa öld og munu fáir
meðnjálparar eiga jafn langan
starfsferil að baki.
Ásmundur Gestsson er prúð-
mehni svo af ber. Hann er per-
sónugervingur prúðmennskunn-
ar. Málfar hans, limaburður og
fas, allt er jafn prúðmannlegt,
virðulegt og látlaust, því að prúð
mennskan er honum í blóð borin
og ber því aldrei hinn minnsta
keim af sýndarmennsku. Öll um-
gengni hans mótast af virðingu
fyrir lífinu og höfundi þess, og’
gefur auga leíð, að maður, sem
heíir mótaða framkomu af slíku
hugarfari, er kjörinn til þess að
vera íulltrúi kristins safnaðar við
guðsþjónustugjörð. Öll hans.
framkoma hver hreyfing, hvert
orð, túlkar þá virðingu og til-
beiðslu sem guðsþjnóustugjörðin
stefnir að, og hlýtur því ósjálf-
rátt að leiða huga kirkjugestanna
til jafnvægis og andlegs friðar.
í huga mér geymi ég margar
minningar um Ásmund Gestsson.
Framh. á bls. 12