Morgunblaðið - 17.06.1953, Síða 9
MiiðvikUdagur 17. júní 1953
MORGVNBLAÐIÐ
9
Kaflar úr ræðu Jóns Aðils sagnfræðiugs
á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonav
FULLTRÚI !
LJÓSS OG SANNLEIKA
JÓN SIGURÐSSON er sann-
nefndur ljóssins fulltrúi með þjóð
vorri, ljóssins og sannleikans,
enda var bjart yfir honum, yfir
svip hans og sálu, að sögn þeirra
manna, er áttu því iáni að fagna 1
að kynnast honum. Ásjónan var
hrein og björt, tíguleg og göfug- j
mannleg, ennið hátt og hvelft og
gáfulegt, augun skær og tindrandi, |
og þótti öllum sem eldur brynni
úr þeim, er hann komst i geðs-
hræringu, munnurinn fastur og
einbeittur. Það var eins og stæði
ljómi og birta af öllum svip hans.
Merki þessara einkenna má að
nokkru sjá af myndum þeim, sem
til eru af honum, þótt eigi gefi
þær að líkindum nema ófull-
komna hugmynd um hann. Inn-
sigli ljóssins er auðþekkt á and-
litinu.
Um sál hans má segja með ofur
lítilli orðabreytingu það, sem
skáldið kvað, að í honum bjó:
Fögur sál og aetíð ung
undir silfurhærum.
En þegar ég kemst svo að orði,.
að það sé bjart yfir minningu |
dagsins, þá á ég einkum og sér í
lagi við minningu þess, hvað Jón
Sigurðsson hefur verið fyrir þjóð
sína, hvað hann hefur afrekað
fyrir land og lýð._
Hann hefur mótað og skapað
hið unga ísland, endurleyst þjóð-
ina í einu og öllu, að svo miklu
leyti sem hægt er að viðhafa
slíkt orð um menmskan mann. i
Hann er sannkallað mikil-
menni í orðsins fyllsta skilningi,
mikilmennið, sem allir líta upp
til, ein hin dýrlegasta guðsgjöf,
sem þessari þjóð hefur í skaut
fallið, — lifandi uppspretta ljóss
og yls, sem hefur lýst tveim kyn-
slóðum og tendrað eld i þúsund-
um hjartna um land allt. Hann
var og er enn Ieiðtogi lýðsins í
öllum greinum. Flestar fram-
kvæmdir í þessu landi, flest og
mest, sem áunnizt hefur í striti
og stríði tveggja kynslóða, er
ekki annað en holdgan og ímynd
hugsjóna hans, uppskera og á-
vextir baráttu hans.
IIANN VAKTI ÞJÓDINA
En að baki þessu öllu liggur
hið lang þýðingarmesta starf
hans, grundvallarstarfið, þjóðar-
afrekið: Hann vekur þjóðina til
lífsins, kennir henni aí^ þekkja
sjálía sig, þjóðréttindi sín, kröfur
sínar, krafta sína og köllun sína,
eins og skáldið heíur svo heppi-
lega að orði komizt í þessum er-
indum:
En fyrst er hann sveif yfir svip-
legan mar
rann sólin af móðurlandstiittíum,
og næturþoka vors þjóðernis var
að þynnast af árdegisvindum.
Því oftar til Fróns sem hið skraut
búna skip
með skörunginn hugprúðarenndi,
því betur það þekkti sig sjálft
í hans svip
og sæmdir og tign sína kenndi.
Þér, ísland, var sendur sá flug-
andinn frjáls,
með fornaldar atgjörvi sína,
að kynna þér verðleik og kosti
þín sjálfs,
og kenna þér ákvörðun þína.
AÐ VERA
SANNUR ÍSLENDINGUR
Það er þetta: að þekkja sjálfan
sig og trúa á sjálfan sig, krafta
sína og köllun, sem er fyrsta og
sjálfsagðasta skilyrði alls þrifn-
aðar hjá þjóð og hjá einstaklingi.
í Jóni Sigurðssyni Iærir íslenzka
þjóðin að þekkja sjálfa sig og
skilja sjálfa og trúa á sjálfa sig.
Hann er hvorttveggja í senn
ímynd þjóðarinnar og fyrirmynd
SAMElNING og samlvndi
SÉ ÞAÐ eitt öðru framar, sem
vér vildum kjósa þessari fá-
mennu, fátæku þjóð til handa, þá
er það sameining, samlyndi. Við
erum svo kraftalitlir, að við meg-
um ekki til lengdar við þessarí
stöðugu sundrung, innbyrðis
hatri og óeirðum. Við verðv.m að
geta tekið höndum saman, ef á
liggur.
skeið á Slgiufirði
ilmenna, styrkur þeirra og leynd-
ardómur. Með falsi og fláttskap
hefur aldrei nokkur maður undir
sólinni unnið nokkurt þarft verk,
því síður nokkurt stórvirki. Allt
gott, allt göfugt, háleitt og mikil-
fenglegt á rót sína að rekja til
hreinskilninnar og sannleikans.
FYRIRMVND
AÐ DRENGLYNDI
Jón Sigurðsson er fyrirmynd
þjóðarinnar í drenglyndi. Hann
situr ekki á svikráðum við mót-
stöðumenn sína, því síður við
fylgismenn sína. Hann fer enga
krókavegi, engar myrkragötur,
læðist ekki aftan að mönnum
með grímu fyrir andliti og eitur-
vopn í höndum. Hann gengur
beint framan að mótstöðumönn-
um sínum með opinn hjálm og
skyggðan skjóma. Hann fer ekki
með neinar ósæmilegar dylgjur
undir hjákátlegum dularnefnum,
sem enginn kann deili á, ekki
með neinar nafnlausar árásir
haturs og ályga. Hann segir
skoðun sína skýrt og afdráttar-
laust, hallar aldrei víssvitandi
réttu máli, hver sem í hlut á, fer
aldrei í felur með neitt, enda þarf
hann engu að leyna, því í hans
hjarta eru engin svik fundin.
Jón Sigurðsson er fyrirmynd
þjóðarinnar í kjarki og þreki.
Hann veit að lífið er látlaust
stríð og barátta fyrir einn og
alla, sem þjóna vilja undir sann-
leikans merki. Hann er jafnan
reiðubúinn að ganga á hólm fyrir
sannfæringu sína, þótt sýnilegt
ofurefli sé annars vegar. Hann
vill heldur svelta en hopa á sann-
leikans vígvelli um eitt skref.
Hann skilur það og veit, að það
er engin minnkun að fátæktinni,
en hitt er óafmáanleg smán, að
kaupa auð og tign og alls nægtir
með því að selja sjálfan sig og
sannfæringu sína. Hann skilur
það og veit, að það er ekki ein-
hlítt, að lifa, heldur ber að lifa
þannig, að menn þori að bera
höfuðið hátt og horfast í augu
við sjálfan sig og samvizku sína.
Hann er fyrirmynd þjóðarinn-
ar í staðfestu og þolgæði. Hann
rís æðrulaust undir hita og þunga
baráttunnar í fuhan mannsald-
ur og lætur aldrei hugfallast,
hversu óvænlega sem á horfizt,
lætur aldrei undan síga, hvikar
aldrei frá réttu máli, sættir sig
aldrei við hálfan rétt eða hálfan
sannleika. Svo kveður eitt af
þjóðskáldum vorum:
Þá sór hann að hræðast ei hatur
og völd
né heilaga köllun að svíkja,
og ritaði djúpt á sinn riddara-
skjöid
sitt rausnarorð: „aldrei að víkja!“
ÓSÉRPLÆGNIN —
ÆTTJARÐARÁSTIN
En um frarn allt er hann dýr-
leg fyrirmynd í ósérplægrd og
ættjarðarást. Hann hefur aldrci
augastað á sjálfum sér eða sín--
um eigin hagsmunum í baráti-
unni. Hann neitir ekki hinhá
miklu áhrifa sinna hj.á þingi og
þjóð til að skara eldi að sinhi
eigin köku, til að auka tekjúr
sínar eða krækja sér í störf og
hlunnindi, þótt ærin freistihg
hefði verið fyrir hvern marin
annan í hans sporum og í hans
peningaþröng. Hann gleymir
sjálfum sér og lítur eingöngu á
heill og hag ættjarðarinnar. Cg
fyrir það hefur hann hlotið
trúrra þjóna verðlaun. Á engurh
manni hefur það betur sannazí,
að „hver sem týnir lífi sínu, miin
finna það“. Hann áfneitaði sjálf
um sér og lífi sínu í þjónustu ætt
jarðarinnar. Hann fann það aftur
í blessunarríkum ávöxtum, í
þeirri einlægu og fölskvalausu
ást og virðingu, sem hann naut
hjá þjóðinni í lifanda lífi, þeifrí
helgu lotningu, sem minningú
hans er sýnd, þeirri geisladýfð,
sem stafar af nafni hans enn í
dag og mun jafnan stafa um ó
komnar aldir meðan íslenzkt
þjóðerni lifir.
Og þá ættjarðarástin hans.
Hún var ekki nein tilgerð, fleip-
ur, mont eða sjónhverfing, eins
og því miður á sér stað oft og
einatt. Hún var ekki neitt skrum
og orðagjálfur um kosti og ágæti
þjóðarinnar, samfara lítilsvirð-
ingu og niðrun í garð annarra
þjóða. Nei, hún brann sem helg-
ur fórnareldur í hjarta hans, ]iún
var heit og viðkvæm tilfinning,
sem knúði hann til sívakandi
skyldurækni í stóru og smáu, til
sífelldrar umhugsunar, sifelldfa
starfa, sífelldrar baráttu og
framkvæmda í þarfir lands og
þjóðar. Hann var enginn málrófs
maður eða lýðskrumari; hann
var stillingarmaður og fram-
kvæmdamaður. „Að vera og ekki
virðast“, það var einkenni hans.
Svona var hann í öllum grein -
um, á öllum sviðum, sönn fyrir-
mynd þjóðarinnar, sönn þjóðar-
prýði, sönn þjóðhetja, djarfur til
vígs, öruggur til sóknar og varn-
ar, sannur maður í orðsins fyllstú
merkingu, maður sem hataði og
fyrirleit af hjartans innsta grunní
alla lygi, fals og vesalmennskú,
hugprúður riddari sannleikans
og réttlætisins, borinn leiðtogi
lýðsins, „höfði hærri en allt
fólkið“.
—★ —
Þessi mynd er af nokkrum hluta þeirra þúsunda, sem voru viðstaddir á Lögbergi 17. júní 1944. —
Myndin er tekin í brekkunni fyrir neðan Lögberg.
SIGLUFIRÐI, 15. júní. — Hér
stendur yfir námskeið í síldar-
verkun og sækja það um 20
manns víðsvegar af landinu. —
Leó Jónsson, síldarmatsmaður,
stjórnar námsskeiðinu.
Hér er nú réitingsafli hjá
trillubátum og aflinn veiddur á
handfæri. — Guðjón.
Á 100 ÁRA afmælisdegi Jóns Sigurðssonar 1911, þegar
fyrsta sinni var efnt til þjóðhátíðar á þessum degi, fékk
forstöðunefnd hátíðahaldanna hinn afburða mælskumann,
Jón Aðils, sagnfræðing, til þess að halda ræðuna um
þessa ástkæru þjóðhetju af svölum Alþingishússins. En þó
margir mælskumenn og snillingar hafi keppzt um að flytja
minni Jóns Sigurðssonar bæði meðan hann var á lífi og að
honum látnum, mun vandfundinn sú ræða um hann, sem
skilmerkilegar og í jafn stuttu máli gerir grein fyrir mann-
inum, hvernig hann vann og hvernig hann gerðist hinn
óviðjafnanlegi foringi íslendinga. — Hér birtast meginkafl-
arnir úr ræðunni, er flutt var á þessum degi fyrir 42 árum.
Vissulega er ástæða til þess nú eins og þá, að almenningur
staldri við og leggi sér á hjarta einkenni þessa manns, er
fæddur vas- fyrir 142 árum.
þjóðarinnar. Ég fæ eigi betur ein-
kennt hann í stuttu máli.
Hann er sjálfur holgdan og
ímynd þeirra eiginlegleika, sem
beztir hafa með þjóðinni búið frá
alda öðli. Hann er í sannleika
hold af hennar holdi og blóð af
hennar blóði. Þjóðin „þekkir sig
sjálf í hans svip“., eins og skáld-
ið kemst að orði.
Það er þetta, sem er undirrót-
in að hinum djúpu og sterku á-
hrifum hans á þjóðina, — sem
tvöfaldar þau, þrefaldar þau,
margfaldar þau, — að hann er
fyrst og fremst sannur íslending-
ur, að hjá honum koma þjóðar-
einkennin, íslendingseinkennin,
skýrar fram í heild sinni en hjá
nokkrum öðrum einstökum
manni, og í svo fagurri mynd, að
allir stara undrandi og sjá það og
skilja, að það er ekki minnkun og
vansi, heldur sæmd og tign, að
vera íslendingur, sannur íslend-
ingur.
í'yrir sakir þessara kosta og
þessara eiginlegleika er það, að
hann gerist leiðtogi þjóðarinnar,
verður eldstólpinn, sem lýsir
henni á framsóknargöngunni til
fyrirheitna landsins.
FYRIRMYND ÞJÓÐARINNAR
Fyrir sakir þessara kosta er
það, að hann gerist fyrirmynd
þjóðarinnar, sem allir vildu helzt
kjósa sér að líkjast, sem allir
vitandi eða óvitandi stæla og
vitna til í stóru og smáu. Og þótt
engum hafi enn tekizt að ná hon-
um, þá hefur hann samt örvað
menn til atorku, starfa og dugn-
aðar í þarfir þjóðarinnar. Hann
er orðinn nokkurs konar hug-
sjónamynd, sem allir hafa augun
á. Eg veit að vísu þá tilhneigingu
margra manna, að gera lítið úr
hugsjónum og kenna þær við
skýjareið og draumóra. En var-
lega skulu menn gera það. Það er
svipað um hugsjónir og stjörn-
urnar. Það gerir sér enginn von
um að ná í þær eða festa hendur
á þeim. En því aðeins halda menn í
horfinu og ná heilu í höfn, að þeir
hafi þær til hliðsjónar og leið-
beiningar í ferðavolki lífsins. Það
er þetta, sem ég á við er ég segi,
að Jón Sigurðsson hefði verið
fyrirmynd þjóðarinnar, fýrir-
mynd hennar í öllum þeim kost-
um, er góðan íslending og góðan
mann mega prýða, eigi sízt í opin
beru lífi. Hann hefur örvað hana
og hvatt í ræðu og riti hverjum
manni betur, en líf hans og eftir-
dæmi er þó margfalt áhrifameira.
Það er þúsund sinnum áhrifa-
meira en hin ágætasta stólræða.
Jón Sigurðsson er fyrirmynd
þjóðarinnar í einurð og hrein-
skilni. Hann fer ekki í felur með
skoðanir sínar eða heldur því
einu fram, sem mestan byr hefur
í svipinn. Hann beygir ekki kné
fyrir tízkunni og tíðarandanum,
auðnum og völdunum. Hann segir
það svart, sem hann álítur svart,
þótt allir aðrir segi það hvítt.
Hann rís upp á móti því, sem
honum finnst rangt og skaðlegt,
þótt allur þorri föanna sé á ann-
arri skoðun, þótt lýðhylli hans sé
í veði. Það er ekki hundrað í
hættunni þótt lýðhyllinnar missi
við, en hitt er honum óbærileg
tilhugsun, að glata virðingunni
fyrir sjálfum sér. Þess vegna er
hann jafnan sjálfum sér og sann-
færingu sinni trúr og tryggur í
öllum greinum. Hann stendur
fastur fyrir og gengur rakleiðis
sannfæringarbrautina hvert sem
hún liggur og hverjar sem afleið-
ingarnar verða fyrir sjálfan hann.
Einurð og hreinskilni eru grund-
vallareinkenni allra sannra mik-