Morgunblaðið - 17.06.1953, Side 12
12
MORGU /V HLAÐIÐ
Miiðvikudagur I7.'júní 1953
— FJárenál iðniaðarins
Framhald af bls. 7
vinnulífi íslands en raun hefir á
orðið um hinn danska iðnað.
ENDURKAUP
„IÐNAÐARVÍXLA"
Ef að því ráði yrði horfið, sem
hér að framan var á drepið, að
Seðlabankinn endurkeypti af
öðrum bankastofnunum skuld-
bindingar iðnaðarfyrirtækjanna
í sambandi við öflun efnivöru,
þyrfti að sjálfsögðu að setja slíkri
starfsemi sérstakar reglur. Virð-
ist einsætt að kjarni þeirra yrði á
þá leið, að upphæð þeirfi, er
Seðlabankinn ráðstafaði í þess-
um tilgangi yrði skipt á milli
Búnaðarbanka Islands, Utvegs-
banka íslands h.f., Iðnaðar banka
íslands h.f. og Sparisjóðsdeildar
Landsbanka Islands í réttu hlut-
falli við lán þessarra aðila til iðn-
aðarins á hverjum tíma.
IÐNAÐARBANKINN
Af hálfu iðnaðarins er stofnun
Iðnaðarbanka íslands h.f. að sjálf
sögðu fagnað og við hann eru
efalaust bundnar margar vonir í
framtíðinni. Vonandi nær bank-
inn á nálægum tíma þeim þroska
og styrkleika er geri honum
mögulegt að verða iðnaðinum til
trausts og. halds svo að um muni.
En jafnhliða því sem Iðnaðar-
bankinn verður efldur, er brýn
þörf þess að öðrum bankastofn-
unum verði auðið að halda áfram
stuðningi sínum við iðnaðinn og
það í verulega auknum mæli. Að
þessu marki beinist einmitt til-
laga Landsfundar Sjálfstæðis-
manna um fyrirgreiðslu Seðla-
bankans við slíka lánastarfsemi.
IIEILDARÚTLÁN BANKANNA
Láta mun nærri að heildarút-
lán bankanna nemi nú um 1500
milljónum króna. Nokkrum erf-
iðleikum er bundið af afla ná-
kvæmra upplýsinga um skipt-
ingu lánsfjárins milli hinna ýmsu
atvinnuvega. — Nærri mun þó
láta, að af heildarupphæð útlána
hafi iðnaðurinn ráð yfir um 115
milljónum króna, eða tæpum
8%.
Hin beinu lán til landbúnaðar-
ins munu hinsvegar, eftir því sem
næst verður komist, nema um
150 milljónum króna, eða 10% af
heildarupphæð útlánanna. Virð-
ist því svo, sem sjávarútvegur,
verzlun og aðrir einstakir aðilar
hafi ráð yfir 1235 milljónum kr.
eða um 82% lánsfjárins.
IÐNAÐURINN ER AFSKIPTUR
MEÐ LÁNSFÉ
Það fer ekki milli mála, að
iðnaðurinn hefir orðið mjög af-
skiptur um hlutdeiid sína í heild-
arupphæð lánsfjárins. Til stuðn-
ings þessarri staðhæfingu má
geta þess, að árið 1951 juku bank-
arnir Ián sín til verzlunar um
58% en til iðnaðarins nam aukn-
ingin aðeins 25%.
LANDBÚNAÐURINN
Tæplega er heldur hægt að láta
sér vaxa í augum þá upphæð,
sem bundin er í föstum lánum til
landbúnaðarins. Hlýtur þar sú
spurning að vakna, hvort ekki sé
eitthvað öðruvísi en vera ætti
þegar flytja þarf inn fóðurbæti
og jafnvel kartöflur fyrir marg-
ar milljónir króna, en bændur
skortir fé og aðstöðu til að ann-
ást þessa framleiðslu. Væri ekki
fjarri lagi að láta sér detta í hug,
áð heppilegra væri að verja
liokkru meira fé til áburðarkaupa
og koma þannig í veg fyrir hinn
mikla innflutnings fóðurbætis frá
útlöndum, sem greiddur er í dýr
mætum gjaldeyri, heldur en
leggja svo mikla áherzlu sem
raun sannar á framleiðslu fisk-
afurða sem seljast fyrir dýrar
Vörur og óþarfar. Gildir hér hið
sama og annarsstaðar, að ekki er
síður mikilvægt að fara sparlega
með gjaldeyri en hitt, að afla
hans.
SKJÓTRA ÚRRÆÐA ÞÖRF
Vegna efnahagslífs íslenzku
þjóðarinnar og atvinnuöryggis er
framar öllu nauðsynlegt að gera
bankastofnunum landsins kleift
að ráða fram úr alvarlegustu fjár
hagsvandamálum iðnaðarins, og
fylgja þar fordæmi annarra
þjóða.
Það fé, sem iðnaðinum kann að
verða trúað fyrir að láni til starf
semi sinnar, er tvímælalaust xel
varið, og ekki mun áhætta í sam-
bandi við slíkar lánveitingar
reynast eins mikil og oft er raun
á um lán til annarra atvinnuvega.
Veldur þar mestu um rökstudd
bjartsýni um framtíð iðnaðarins
og atorka iðnaðarmanna og iðn-
rekenda yfirleitt. Hitt skiptir
einnig meginmáli, að margar ís-
lenzkar verksmiðjur eru búnar
ágætum vélum, og standa að
þessu leyti fyllilega á sporði sam-
bærilegum verksmiðjum í ná-
grannalöndum okkar. Hefir þessi
staðreynd verið viðurkennd af
þrautreyndum erlendum iðnaðar
sérfræðingi er hingað var kvadd-
ur fyrir skömmu síðan til þess
að kynna sér þessi efni.
LÁNTÖKUR TIL NYTSAM-
LEGRA FRAMKVÆMDA
ERU HÆTTULAUSAR
Út af fyrir sig þarf engan veg-
inn að vera áhyggjuefni þótt um
stund sé stofnað til nokkurra
1 skulda í sambandi við eflingu
! iðnaðarins. Þannig hafa aðrir far-
1 ið að á undan okkur. Nýlega var
þess getið af öruggum heimild-
armanni að eitt sinn muni Banda-
ríki N.-Ameríku líklega hafa ver
ið meðal skuldugustu þjóða
heims erlendis. Lánsfé þetta
notuðu Bandaríkjamenn til þess
að koma fótum undir atvinnu-
vegi sína og þá fyrst og fremst
iðnaðinn, þann atvinnuveginn er
síðan hefir einmitt orðið til þess
að gera Bandaríkin að þeirri for-
ystuþjóð á sviði efnahagsmála
sem þau eru í dag.
Mætti þessi reynsla Banda-
ríkjamanna og fjölmargra ann-
arra þjóða, svo sem Dana, er fyrr
var getið, verða okkur ærin
hvatning til skjótrar úrlausnar á
fjárhagsvandamálum íslenzks
iðnaðar. Hygg ég að neikvæð af-
staða til þessarra mála verði tor-
veldlega studd fullgildum rök-
um, þegar gætt er þýðingar þessa
þriðja stærsta atvinnuvegar okk-
ar fyrir þjóðarheildina á kom-
andi tímum. *
Reykjavík, 12. júní 1953.
Magnús Víglundsson.
Húsfyllir á annarri
Carlsen heiðraður.
NEW YORK — Carlsen, sem á s.l.
ári varð frægur fyrir að dvelja
í 13 sólarhringa í sökkvandi skipi
sínu The Flying Enterprise, hef-
ur verið heiðraður á margan hátt.
í næstu viku verður hann við-
staddur vígslu björgunarstöðvar
í Hollandi, sem skýrð er eftir
honum. Nýlega hefur hann verið
sæmdur æðsta heiðursmerki
Bandaríkjanna, sem veitt er far-
mönnum.
já
steiaganna
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í
Reykjavík héldu aðra kvöldvöku
sína í gærkvöldi, þar sem fjöldi
manna varð frá að hverfa s.I.
föstudag, þegar félögín efndu til
kvöldvöku.
í gærkvöldi var einnig húsfyll-
ir og mikil ánægja meðal sam-
komugesta.
Ræður fluttu þau Björn Ólafs-
son, ráðherra, frú Kristín L. Sig-
urðardóttir, alþingismaður, og
Friðleifur Friðriksson, formaður
Vörubílstjórafélagsins Þróttar. —
Var hinn bezti rómur gerður að
máli ræðumanna.
Hinir vinsælu gamanleikarar
Alfreð Andrésson og Haraldur Á.
Sigurðsson skemmtu með leik-
þætti og gamanvísum. Norska
söngkonan Jeanita Melin söng
með undirleik C. Billich, og að
lokum söng Einar Kristjánsson
nokkur lög með aðstoð Fritz
Weishappels. Var listamönnun-
um öllum ákaflega vel tekið. ”
Sigurjón Jónsson, form. Járn-
smíðafélagsins stjórnaði samkom
unni, er fór í alla staði hið bezta
fram, Sjálfstæðisfélögunum til
sóma.
5M
Fiskaflinn 144,4 þús.
smál. 4 fyrstu mán.
ársins
FISKAFLINN frá 1. janúar til
30. apríl 1953 varð alls 144.388
smál. en á sama tíma 1952 var
fiskaflinn 141.269 smál. og 1951
108.458 smál.
Hagnýting þessa afla var sem
hér segir: (til samanburðar eru
settar í sviga tölur frá sama
tíma 1952).
Smál. Smál.
ísaður fiskur (20.536)
Til frystingar 48.245 (62.084)
Til herzlu 46.811 (10.721)
Til söltunar 47.794 (46.365)
í fiskimjölsvinnslu 161 ( 482)
Annað 1.377 ( 1.081)
Þungi fisksins er miðaður við
slægðan fisk með haus að und-
anskildum þeim fiski, sem fór til
fiskimjölsvinnslu, en hann er
óslægður.
Fiskaflinn í apríl 1953 varð
alls 64.162 smál. Ti! samanburð-
ar má geta þess að í apríl 1952
varð fiskaflinn 60.067 smál.
Skifting aflans milli veiðiskipa
til apríl loka varð:
Bátafiskur 89.368 smál.
Togarafiskur 55.020 smál.
Sinfóníuhljóm-
MOSKVU, 16. júní — Moskvu
útvarpið skýrði svo frá í dag, að |
um þessar mundir séu góðar horf.
ur á, að Þýzkalandsmálin leysist j
með viðræðum milli hlutaðeig-
andi ríkja. Þjóðirnar óska frið-
samlegrar lausnar Þýzkalands-
málsins og sú ósk þsirra hefir
aldrei verið heitari en nú sein-
ustu mánuði“, sagði útvarpið.
sveitin
— Sparlíé
Frambald af bls. 7
voru yngri en 16 ára í lok júní-
mánaðar 1946.
5) Bótarétt hefur aðeins spari-
fjáreigandi sjálfur á hinu um-
rædda tímabili eða, ef hann er
látinn, lögerfingi hans.
6) Bótakröfu skal lýst fyrir 25.
október 1953, að viðlögðum kröfu
missi, til þeirrar innlánsstofnun-
ar (verzlunarfyrirtækis), þar sem
innstæða var á tímamörkunum
31. d?sember 1941 og (eða) 30.
júní 1946.
Umsóknareyðublöð fást í öll-
um sparisjóðsdeildum bankanna,
sparisjóðum og innlánsdeildum
samvinnufélaga eftir 25. júní n.k.
Sérstök athygli skal vakin á því,
að hver umsækjandi skal útfylla
eitt umsóknareyðublað fyrir
hverja innlánsstofnun (verzlun-
arfyrirtæki), þar sem hann átti
innstæðu eða innstæður, sem
hann óskar eftir að komi til
greina við úthlutun bóta. Að öðru
leyti vísast til leiðbeininganna á
umsóknareyðublaðinu.
Heimilt er að greiða bætur
þessar í ríkisskuJdabréfum.
Eftir lok kröfulýsingarfrestsins
verður tilkynnt hvenær bóta-
greiðslur hefjast og hvar þær
verða inntar af hendi.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN hélt
tónleika í Þjóðleikhúsinu mið-
vikudaginn 10. júní. Diana Austr-
ati aðstoðaði með söng, en Herm.
Hildebrandt frá Berlín stjórnaði.
Verkefnin voru eftir de Falla
(þættir úr ballettinum „Ástar-
töfrar“), Bizet (söngvar úr óper-
unni ,,Carmen“) og að lokum 5.
sinfónía Tschaikovskis í e-moll.
Ballett de Falla er heillandi
verk og byggt af mikilli hug-
kvæmni, Naut verkið sín vel í
höndum hins unga og fjörmikla
stjórnanda, en frúin söng nokkra
kafla með míklum ágætum, og
sama má segja um söng hennat
í Carmen-lögunum, en hún er,
eins og margir vita, ein mesta
Carmen-söngkona í Þýzkalandi.
Ætlaði fagnaðarlátunum aldrei
að linna eftir Carmen-lögin.
Að lokum lélt hljómsveitin 5.
sinfóníu Tschaikowskis. — Þetta
mikla verk naut sín víða mjög
vel#og var jafnvægið rnilli blást-
urs- og strokhljóðfæra ágætt og
hljómur sveitarinnar hreim-
mikill og fagur. Þrátt fyrir smá-
mistök hjá blásurunum var verk-
ið áhrifamikið í höndum hljóm-
sveitar og stjórnanda. En stjórn
Hildebrandts var nú sem fyrr
kraftmikil og með glæsibrag.
P. f.
- Afmæli
Sænski fulltrúinn
STOKKHÓLMI, 16. júní —
Svíar hafa skipað sendiherra sinn
í Lissabon til að taka sæti í hlut-
lausu nefndinni, sem á að sjá
um fangaskipti, ef vopnahlé
kemst á í Kóreu.
—Reuter-NTB.
i'ramhald af bts. 7
Þær eru allar sem ein, á þær ber
engan skugga. En þrjár eru þó
skýrastar á þessari stundu.
Það var fyrst er hann færði
mig í fyrsta sinn í messuskrúða.
Ég átti að fara að hafa fyrstu
messuna á ævinni — og það var
í kvikmyndahúsi. Það hafði nætt
allnapurt, en frá þessum manni
andaði hlýju, sem var ómetanleg
og ógleymanleg við þær aðstæð-
ur. Ég leit á hann og mér varð
hugsað til þess, að þessi virðu-
legi maður hefði nú skrýtt merka
kennimenn í hálfa öld í húsi guðs.
Og nú hafði hann kosið sér það
hlutskipti að skrýða óþekktan,
umdeildan mann í kvikmynda-
húsi. Á þeirri stundu leit ég í
honum alla þá, sem treystu mér
til að bregðast ekki og reynast
maður. Og á þeirri stundu bað
ég þess að mér auðnaðist að rísa
undir því, sem Ásmundur Gests-
son lagði mér beint og óbeint á
herðar þann dag, það var hin
önnur vígsla.
í annan stað geymi ég í huga
mér myndina af Ásmundi Gests-
syni, er hann kom á æskustöðvar
sínar í fylgd margra vina í fyrra-
sumar og steig í stólinn í Saur-
bæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd.
Þar rifjaði hann upp helgisagnir
af Hallgrími Péturssyni, sem
hann er manna fróðastur um. Og
hann gerði það af slíkri ást á
minningu Hallgríms og ræktar-
semi við staðinn, sem við stóðum
á, að það var eins og hann talaði
mál allra kynslóða á íslandi frá
upphafi Passíusálmanna.
Skömmu síðar tefldi Ásmund-
ur Gestsson um líf og dauða og
mátti lengi naumast á milli sjá.
Þriðja skýra minningin um hann
er frá þeim dögum, og e. t. v. er
hún dýrmætust. „Gull prófast í
eldi en guðhræddir menn í nauð-
um“. Þá varð ég vitni að því, að
trú hans og von þolir hina
þyngstu raun æðrulaust. Það er
mikil guðs gjöf. Ég árna þessum
kæra vini mínum og börnum
hans allra heilla og þakka hon-
um af alhug vináttuna og fagurt
fordæmi.
Emil Björnsson.
Þú gem œtlar aS liyrja að haka
Blesstið láttu fyrir þér vaka
Bezt er kaka
Bezt er kaka
með LILLU LYFTIDUFTI
NO, VOU DONT PULL TICK5
OUT FRANKIE...IF YOO DO
THEV WILL LEAVE THEIR
HEAD AND 'NFEOTION WILL
—
M A R K Ú S Eftir Ed FinrM
YOU TOUCH. HIM WITH A
LITTLE IODINE AND HE
BACKS OUT QUICK t
1) — Þú mátt ekki taka blóð-
maurinn af þér, Frank. Ef þú
gerir það, er hætta á því að eitr-
að höfuð hans sitji eftir, og þá
gæti farið illa fyrir þér.
2) — Það á að bera lítið eitt
af joði á skorkvikindið og þá fer
það út af sjálfsdáðum.
3) Seinna. — Ég var svo hrædd
Markús. Það gleður mig sannar-
lega að Frank skyldi ekki verða
fyrir neinu alvarlegra áfalli en
blóðmaursbiti.
4) — Það er ekki hættulegt
nema á landsvæðum, þar sem
blóðmaurinn veldur útbrotaveiki.
En það er líka mjög sjaldgæft.