Morgunblaðið - 17.06.1953, Blaðsíða 16
Veðurúfii! í dag:
Sunnan gola, síðan kaldi. Dálitil
ngning,
133. tbl. — Miðvikudagur 17. júní 1953.
Kafíar úr raeðu
•Jnns Aðífs 15, júní ISil,
bíaðcíðu 9 —
Sjá
í dag klæðist Reykjavik
hátíðarskrúða
Ólafur Thors falar í Kópavogi
^INS OG xindanfarin ár efnir
Reykjavíkurbær til fjölbreyttra
hátíðarhalda á þjóðhátíðardegi
íslendinga, 17. júní. Þjóðhátíðar-
r\efnd, sem skipuð er 8 mönnum,
þar af 4 frá íþróttabandalagi
R'eykjavíkur og 4 frá bæjarráði,
ræddi við blaðamenn í gær og
skýrði þeim frá tilhögun hátíðar-
haldanna. — í ár verður sú ný-
breytni að þjóðdansar verða
dansaðir á Lækjartorgi og hafa
æfingar staðið yfir síðustu daga.
í gær var byrjað á því að skreyta
bæinn. — Þjóðhátíðarnefnd mun
að þessu sinni gefa út sérprent-
aða sálma þá og sönglög, sem
ætlazt er til að almenningur
syngi á útiskemmtununum. Eru
það vinsamleg tilmæli til allra
að gæta þess vel að fleygja ekki
■þessum sérprentuðu blöðum á
götuna og gæta þrifnaðar í hví-
vetna.
Fjölbreylt hátíðaböld
á csimæli lýðveldisins
IVÆR SKRÚÐGÖNGUR —
A AUSTURVELLI
Kl. 1.15 hefjast skrúðgöngur,
önnur við Melaskólann og hin við
Skólavörðuholt. — í fararbroddi
verða lúðrasveitir og fánaberar,
og mætast göngurnar á Austur-
velli.
Guðsþjónusta hefst kl. 2 í Dóm
kirkjunni, þar sem Ásmundur
Guðmundsson prófessor prédik-
ar, og Einar Kristjánsson óperu-
söngvari syngur einsöng.
Að guðsþjónustunni lokinni
leggur forseti íslands, herra Ás-
geir Ásgeirsson, blómsveig frá
íslenzku þjóðinni að minnisvarða
Jóns Sigurðssonar. Lúðrasveit-
irnar leika þjóðsönginn, en fána-
berar, fulltrúar fjarstaddra ís-
lendinga við athöfn þessa, votta
virðingu sína með fánakveðju.
Þá verður ávarp Fjallkonunn-
ar flutt af svölum Alþingishúss-
ins. Ávarpið er samið af Jakobi
Thorarensen, en Herdís Þorvalds-
tjóttir leikkona er Fjallkonan að
þessu sinni. Að því loknu flytur
forsætisráðherrann Steingrímur
Steinþórsson ræðu.
KI. 3 verður lagt af stað suður
á íþróttavöll, en á leiðinni þang-
að verður staðnæmzt við leiði
Jóns Sigurðssonar og þar lagður
hlómsveigur frá bæjarstjórn
Reykjavíkur. — Á íþróttavellin-
urn fer fram margvísleg íþrótta-
koppni.
B ARN AÚTISKEMMTUN
Á ARNARHÓLI
Kl. 4 e. h. hefst útiskemmtun
barna á Arnarhóli. Séra Friðrik
Friðriksson ávarpar börnin, en
Sigfús Halldórsson verður kynn-
ir og stjórnar hann einnig al-
jpennum jsöng. Fara þar fram
ipargvísleg skemmtiatriði. — Þá
verður skemmtigarðurinn Tívólí
ppinn og aðgangur ókeypis’ frá
kl. 4—7.30, en kl. 5.30 fara þar
fram nokkur af skemmtiatriðun-
yin frá Arnarhóli — barna-
skemmtuninni.
KVOLDVAKAN
Á ARNARHÓLI
Um kvöldið verður kvöldvaka
á Arnarhólstúni, þar sem Lúðra-
sveit Reykjavíkur leikur. Kvöld-
vakan verður sett af formanni
þjóðhátíðarnefndar, Þór Sand-
holt, Karlakór Reykjavíkur og
Karlakórnum Fóstbræður syngja,
borgarstjórinn Gunnar Thorodd-
sen flytur ræðu, söngvararnir úr
óperunni La Traviata, þau Hjör-
dís Schymberg, Einar Kristjáns-
son og Guðmundur Jónsson
syngja. Lýkur kvöldvökunni með
söng Þjóðkórsins.
DANSAÐ ÁÞREM STÖÐUM
Þá verður dansað á þrem stöð-
um, á Lækjartorgi, á Lækjargötu
og á Hótel íslands lóðinni. — A
Lækjartorgi verða dansaðir þjóð-
dansar, sem almenningur tekur
þátt í, og verður dansfólki leið-
beint. Hátíðarhöldunum verður
slitið kl. 2 eftir miðnætti.
ALLIR í ÞJÓÐBÚNINGUM
Það eru sérstök tilmæli til
þeirra, sem eiga þjóðbúninga eða
skautbúninga að klæðast þeim,
ef veður leyfir.
Eins og undanfarið verður
barnagæzla seinni hluta dagsins
á Lækjartorgi, þar sem foreldrar
geta 'væntanlega gengið að þeim
börnum vísum, er „týnast“.
VÍNLAUS ÞJÓÐHÁTÍÐ
Skorað er á alla þá, sem taka
þátt í hátíðahöldunum að sýna
sóma sinn í því að hafa ekki vín
um hönd á þjóðhátíðardegi sín-
um. — Drykkjulæti eiga ekki að
eiga sér stað á afmælisdegi hins
unga lýðveldis okkar.
D-LISTINN
er listi Sjáifstæðisfiokksins
Læknaþing hcfst
hér á morgun
ÞING íslenzkra lækna verður
haldið hér í bænum dagana 18.—
20. júní. — Auk venjulegra þing-
starfa, skýrsluflutníngs formanns
og umræðna um félagsmál, verða
erindi um læknisfræðileg efni
flutt.
Norski próf. dr. P. A. Owen
frá Osló, mun flytja eitt erindi
og dr. med. Torben Geill yfir-
læknir frá Kaupmannahöfn ann-
að. — Eins mun próf. Snorri
Hallgrimsson yfirlæknir, flytja
erindi og Björn Sigurðsson
læknir.
Þingið verður háð í I. kennslu-
stofu Háskólans.
Bílsamgðngur við
Siglufjörð á ný
SIGLUFIRÐI, 15. júní: í gær-
morgun var lokið við að moka
Siglufjarðarskarð og fórú fyrstu
bílarnir þar um í gær.
Skaflar þeir, sem snjóýturnar
ruddust í gegn um eru víða mjög
djúpir og þeir dýpstu allt að 11
metrar. Var mjög erfitt að koma '
snjónum frá, því blautur var j
hann og sat þar fastur, sem ýtan
sleppti af honum. En nú er greið-
fært orðið yfir skarðið.
Einmuna tíð hefur verið hér J
undanfarið og hefur gróðri farið ;
mikið fram. Er farið að slá bletti
við hús hér í bænum. — Guðjón.
í fyrrakvöld var haklin kvöldvaka Sjálfstæðismanna úr fjórum
hreppum Kjósarsýslu. Fór hún fram í barnaskólanum í Kópavogi.
Fór það sem áður á fundum Ólafs Thors að salarkynnin nægðu
varla svo sem sést hér á myndinni. — Á kvöldvöku þessari kom
það greinilega í Ijós hversu miklum vinsældum Sjálfstæðisflokk-
urinn á að fagna og Ólafur Thors persónulega og var ræðu hans
tekið með miklum fögnuði. Þar á eftir mælti Steingrimur Árnason,
frystihúseigandi, nokkur snjöll hvatningarorð, og tóku fundar-
menn óspart undir þau. — Formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs,
Jón Sumarliðason, setti samkomuna og stjórnaði henni. — Var
kvöldvakan öll hin ánægjulegasta og þeim til sóma, er að henni
stóðu.
Prýðilegf héraðsmóf Sfáff-
sfæismaiina á Þin§@p
Ijarns lenedikfiscn rsddi sSjérnmálaviðhorfið
HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Vestur-fsafjarðarsýslu var haldið
á Þingeyri 14. þ. m. og sóttu það milli 3—400 manns víðs vegar að
úr héraðinu. Var þetta hin f jölmennasta samkoma, og muna menn
vart eftir jafn margmennri samkomu. Þótti mönnum sérstaklega
mikið koma til hinnar prýðilegu ræðu Bjarna Benediktssonar, enda
er hann sjaidséður 'gestur hér fyrir vestan.
Kennarar róku Gunn-
nr M. nf höndum sér
UPPELDISMÁLAÞINGINU lauk
nú um helgina, en áður hefur
verið skýrt hér í blaðinu frá
setningu þess og störfum. Þau
tíðindi gerðust undir lok þing-
starfa, að einn af þægustu vika-
piltum kommúnistaflokksins,
Gunnar M. Magnúss, að nafni,
sem undanfarið hefur haft uppi
áróður fyrir varnarlausu landi,
Héraðsmót Sjálfstæðisfl.
í Gulibringusýslu 10. þ.m.
HGRAÐSMÓT Sjálfstæðisflokksins í Gullbringusýslu verður haldið
í Ungmennafélagshúsinu í Keflavík 19. þ. m. kl. 8,30 síðd.
Stuttar ræður flytja: Ólafur Thors, form. Sjálfstæðisflokksins
og Jóhann Hafstein alþm., en skemmtikraftar verða leikararnir
Alfreð Andrésson og Haraldur Á. Sigurðsson ,er flytja leikþátt og
syngja gamanvísur, og norska söngkonan Jeanita Melín syngur
með aðstoð C. Billich.
Að síðustu verður stiginn dans.
Þátttaka tilkynnist fyrir kvöldið til eftirtalinna aðila: Skrif-
stofu Sjálfstæðisflokksins í Keflavík, Björns Finnbogasonar, Gerð-
um, Axels Jónssonar, Sandgerði, Jóns Jónssonar, Hvammi, Ilöfn-
u>si, Jóns Benediktssonar, Vogum og Jóns Daníelssonar, Grmdavík.
hugðist fá varnarleysistillögur
sínar samþykktar á kennara-
þinginu. Gunnar þessi er þó ekki
í Sambandi isl. barnakennara,
heldur var honum gefið orðið á
þinginu af einskærri góðvild.
Sætti hann þá lagi og reyndi að
troða kommúniskum áróðurstii-
lögum sínum upp á þingið. Þetta
innhlaup Gunnars höfðu komm-
únistar áður undirbúið og smalað
sínu liði á fundinn, sem er úr
kennarastétt, en hafði að öðru
leyti ekki séð ástæðu til að taka
þátt í störfum þingsins.
Við atkvæðagreiðslu um varn-
arleysistillögur Gunnars hlutu
þær hina háðulegustu útreið,
fengu 24 atkvæði, en alls sátu
þingið um 150 manns.
Lyktaði svo tilraun kommún-
ista til þess að fá barnakennara
til að samþykkja áróðurssam-
þykktir sínar og gera samtök
þeirra að pólitískri skóþurrku
sinni. Hafa kennarar vaxið við
þær verðugu móttökur, er þeir
veittu kommúnistasendlinum, en
hann sjálfur enn fengið hina
mestu hneisu og farið hina mestu
hrakför með „gegnherílandi“ til-
lögur sínar.
RÁÐKERRANN HYLLTUR
Málflutningur ráðherrans var
allur skýr, greinargóður og rök-
fastur með afbrigðum. Þakka
menn ráðherranum mjög fyrir
komuna og mátti heyra það af
hinu langvinna lófataki, að ræðu
hans lokinni, að menn kunna
hér að meta baráttu hans fyrir
hugsjónum Sjálfstæðisflokksins.
ÖTULL FRAMBJÓÐANDI
Þá voru samkomugestir einnig
mjög ánægðir yfir óvenjulegum
dugnaði og prýðilegri framkomu
hins unga frambjóðanda Sjálf-
stæðisflokksins í sýslunni.
Við vonum, að Þorvaldur Garð
ar verði okkar í þetta sinn og við
höfum þá trú, ekki einungis
vegna glæsimennsku hans, held-
ur fyrst og fremst vegna þess, að
mönnum er farið að skiljast, að
héraðinu er það mikið hagsmuna
mál, að fá svo ötulan umboðs-
mann.
Allt fór héraðsmót þetta fram
með hinum mesta glæsibrag, og
verður lengi minnst hér í hérað-
inu. Áii
15 milljé
omr
BELGRAD, 15. júní — Gagn-
kvæma öryggisstofnunin hefur
ákveðið að veita Júgóslövum nú
þegar 15 milljón dollara fram-
lag. Verður upphæðinni varið til
þess að koma efnahagsástandi
lanðsins í betra horf en nú er.
—Reuter-NTB.
HáfíSahöldin í
HafnarfirSi í dag
HAFNARFIRÐI — Hátíðahöldin
hér í dag verða með líku sniði
ncf ,m'ítmrm'jn f,y. ,— Klukkan
13,30 verg„r safrm«t saman fyr-
ir framan Bæjarbíó, og gengið
mofj Lúðrasveit Hafnar-
finrflnr í hrQjifjj fvlkinsrar. upp
á Hörðwellí. — Þar hefst hátíð-
in með því að próf. Magnús Már
Láruss. flytur ræðu, Fjallkonan,
Ester Kláusdóttir. flvtur kvæði,
Einar Kristjánssnn óoerusöngv-
ari srneur einsör>o. Karlakórinn
Þrestir syngja, flokkur kvenna
svnir firnleikn undir stjórn
Mínervu Jónsdóttur. Þá fer fram
I handkn»ttleikur kvenna ög
karla. Einnig verða þjóðdansar
j og reintm?.
I Um kvöldið ve’'ður dansað á
Strandgötunni. — Þess er vænst,
. að sem flestir hpniarbú'”' taki
þátt í hátíðahöldunum. —G.
Utankjörstaðakosning
KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu
og V. R. er opin frá kl. 10—12 í dag. Sími 7100 og 2938.
Skrifstofa borgarfógeta í Arnarhvoli, þa.r sem utankjörstaða
atkvæðagreiðslan fer fram er aðeins opin frá kl. 10—12 í dag.
Listi Sjálfstæðisflokksins er D-LISTINN.