Morgunblaðið - 20.06.1953, Page 11

Morgunblaðið - 20.06.1953, Page 11
Laugardagur 20. júní 1953 MO'RGUNBLAÐIÐ n Guðfmna Finnsdóttir EVfinningarorð í DAG er til moldar borin mæt Guðfinna Finnsdóttir Mógilsá .. dóttir á Mógilsá í Kjalarnes- hreppi. Hún var fædd í Álftagróf í Mýrdal 13. júní 1867, og ólst þar upp til 15 ára aldurs, er hún missti móður sina og fór að vinna fyrir sér. Fluttist hún síðar suð- ur í Mosfellssveit og gekk þar að eiga sveitunga sinn Erlend .Jóns- son frá Dyrhólum í Mýrdal. Reistu þau bú á Mógilsá á Kjalar nesi vorið 1897 og bjuggu þar góðu búi í marga tugi ára. Erlend- ur dó árið 1942 og höfðu þau hjón þá rétt áður látið alla jörðina í hendur sonar og tendadóttur. Þeim hjónum varð 8 barna auð- ið, en urðu fyrir þeirri sorg að missa 6 þeirra í bernsku. Býr nú Jón sonur þeirra á Mógilsá og er kvæntur Björgu Gunnlaugsdótt- ur frá Selárdal í Dalasýslu, en Guðrún dóttir þeirra er gift Lárusti Lárussyni verzlunar- manni hjá J. Þorláksson og Norð- man. Þá ólu þau og upp fóstur- dóttur, Unni, sem gift er Magnúsi Finpbogasyni í Reykjavík og var hún síðar ættleidd af þeim hjón- um, enda höfðu þau þegar frá fyrstu tíð gengið henni í foreldra stað. Mógilsárheimilið var snemma þekkt fyrir mikinn myndarbrag. Erlendur Jónsson var mikill dugnaðar- og skapfestumaður, og fór saman hjá honum athafnarík iðjusemi, giftudrjúg hirðusemi ásamt forsjálum framfarahug, er mat mikils allt, sem til hins betra horfði án þess þó að vilja rasa um ráð fram. Er þau hjón hófu búskap að Mógilsá var þar þá óásjálegt smábýli, sem eftir 46 ára farsælt samstarf og samvist- ir þeirra breyttist í fallegt býli, sem bæði að húsum og jarðar- gæðum er sómi hverri sveit. Átti Guðfinna vissulega sinn drjúga þátt í því hversu vel tókst. Hún var ekki aðeins kona glæsileg að ytri ásýndum, heldur jafnframt búin þeim mannkostum, sem mest prýða, og happadrýgstir reynast íslenzkri sveitakonu, sem á alla afkomu sína og heimilis ' síns undir þrotlausri iðjusemi og i forsjálli framtakssemi. Mun hik- I laust mega fullyrða, að Guðfinna I á Mógilsá skipaði þar sess hús- j freyjunnar með þeim ágætum, að til annars meira verður ekki jafn- að. Hún var góðum gáfum gædd og kaus sjálf að brjóta til mergj- ar þau vandamál, sem fyrir henni urðu og var svo eftir á föst fyrir og fylgin sér, þegar að þeirri niðurstöðu var komið, sem hún gat unað við. Gestrisni og greið- vikni var henni í blóð runnin og nutu þess margir, ekki sízt á þeim árunum þegar ferðamanna- straumurinn lá þar svo að segja hjá garði. Guðfinna andaðist snögglega á heimili Unnar dóttur sinnar í Reykjavík hinn 7. þessa mánað- ar, eftir að hafa átt langt og fag- urt ævikvöld og notið ástríkis og umhyggju barna og tengdabarna, bæði uppi á Kjalarnesi og í Reykjavík. Hún er I dag kvödd þakkarkveðju af okkur sveitung- unum og fjölmennum hóp ann- arra vina, en þá eignaðist hún marga um dagana sökum tryggð- ar sinnar og traustrar vinfestu. Hennar mun lengi verða minnst sem mætrar atorkukonu, er vann þjóðnytjastarf innan veggja heimilis síns og með ýmsu móti lagði giftudrjúga hönd á plóginn til bættra sveitahátta og aukinn- ar heimilismenningar í byggða- lagi sínu. Jónas Magnússon. Guðríður Lilja Krisfjánsdólfir Minningarorð GUÐRÍÐUR Lilja Kristjánsdótt- ir var fædd 20. júní 1903 hér í Reykjavík. Hún var dóttir hjón- anna Guðrúnar Finnbogadóttur og Kristjáns Sæmundssonar. Hún var ein af 15 systkinum, sem öll eru dáin nema tvö. Hún giftist 27. júní 1925 eftirlifandi manni sínum, Karli Gíslasyni frá Akra- nesi. Þau eignuðust 9 börn, af þeim eru þrjú látin, en hin eru búsett á Akranesi, þrjú eru bú- sett í Reykjavík. Það sem ein- kenndi Lilju (eins og hún var nefnd), — mest, var glaðlyndi og hjartahlýjan. Þrátt fyrir lang- varandi vanheilsu var hún alltaf kát og skemmtin og trúði á lífið og mennina. Hún vildi sannar- lega hjálpa öðrum, jafnvel meira en geta hennar leyfði, og svo gjafmild, að einsdæmi má kalla. Sem dæmi um hjálpsemi Samþykkt uppeldismálaþingsins um íslenzkt þjóðerni oy skóbna UPPELDISMÁLAÞINGIÐ, sem' sætta sið við. Skorar þingið ein- stóð dagana 12. og 15. júní s. 1. dregið á hæstvirtan menntamála samþykkti eftirfarandi ályktun \ ráðherra, að hann hlutist til um, um aðalmál þingsins: íslenzkt þjóðerni og skólarnir. Uppeldismálaþingið er ein- huga um þá skoðun, að því að- eins varðveiti íslendingar þjóð- erni sitt og sjálfstæði, að þeir leggi af alhug rækt við menn- ingu sína, Með þeim hætti ein að hafin verði bygging nýs kennaraskóla þegar á þessu ári. II. Vegna viðtals við Gunnar Finn bogason cand. mag., skólastjóra á Patreksfirði, sem birt er í Morgunblaðinu sunnudaginn 14. um öðlast þjóðin styrk til þess júni, vill uppeldismálaþingið að standa gegn þeim áhrifum er- lendum, sem ógna íslenzkri menn ingu: Óvönduðum þýðingum, lé- legum og siðspillandi kvikmynd- um, ómerkilegu útvarpsefni frá erlendum útvarpsstöðvum bæði í landinu sjálfu og utan þess. Sú ógnun, er í slíkum áhrifum lýsa því yfir, að það telur eftir- farandi ummæli hans um ungl- inga í skólum landsins gífuryrt- an og ómaklegan sleggjudóm: „Skólabragur er í mörgum atriðum losaralegur. Ábyrgðar- kennd barna og unglinga er þorrin. Nemendur eru óhlýðnir, felst, er orðin stórum hættulegri I kunna ekki að skammast sin, vegna sambýlis við erlent herlið metá einskis, hvort þeir standa í landinu. Þingið leggur því á- 1 sig betur eða verr.-----Kæru- herzlu á, að stjórnarvöld lands- ins og öll þjóðleg menningar- samtök leggist á eitt um það, að sporna af fremsta megni við umgengni íslenzkrar æsku við hið erlenda herlið. Hins vegar er þjóðinni nauðsynlegt að njóta hollra menningaráhrifa frá öðr- um þjóðum, hverjar sem þær eru, enda hefur íslenzk menn- ing frjóvgast við slík áhrif á umliðnum öldum. Þingið ber fullt traust til skóla landsins, að þeir láti einskis ó- freistað til að vekja ást og glæða skilning íslenzks seskulýðs áHífs- koma söngnámi kennara í full- ieysið er afskaplegt og náms- leiði mikill.“ Þótt höfundur þessara tiifærðu ummæla hafi ef til vill kynni af slíku misferli í einstökum skóla, sínum eigin eða öðrum, nær engri átt að gera það að átyllu fyrir almennan áfellisdóm af þessu tagi, og sízt vænlegt til góðra áhrifa. III. Samþykkt var tillaga um end- urheimt íslenzkra handrita úr dönskum söfnum, önnur um að 43 norrænir lögfræðinem ar á móti í Reykjavík Fræðilegir fyrirleslrar fluffir í Háskólanum / NÍUNDA mót norrænna laga- nema og ungra lögfræðinga var sett í hátíðasal háskólans laugar- daginn 13. júní 1953. Gerði það formaður framkvæmdanefndar mótsins, Ármann Snævarr, próf. Að ræðu hans lokinni fluttu f jór- ir fulltrúar Norðurlandanna kveðjur sínar og að lokum for- maður Orotors, Þór Vilhjálms- son. Á eftir hverri ræðu var sung- inn þjóðsöngur viðlcomandi lands. Að þessari athöfn lokinni sátu þátttakendur mótsins há- degisverðarboð Lögmannafélags íslands. Væru til þess þrjár leiðir þ e.a.s. Ussing frá Danmörku fyrirlestur um skaðabætur og vátryggingar. Sýndi hann fram á hvernig stöðugt færu í vöxt hvers konar skyldutryggingar, svo sem t.d. er hér á landi varðandi bifreiða- tryggingar og eins að atvinnu- rekendur tryggðu sig gegn af- glöpum starfsmanna o. s. frv. — Rakti hann kosti þess og benti á galla, m.a. þá að varnaðaráhrif skaðabótanna yrðu minni. Hann taldi þó að tryggingar þessar færu vaxandi og horfðu frekar til framfara. HASKOLINN SKOÐAÐUR Að fyrirlestrinum loknum var háskólabyggingin skoðuð, en er því var lokið tók háskólarektor, dr. Alexander Jóhannesson á móti hinum erlendu þátttakend- um í skrifstofu sinni og kennara- stofu. Um kvöldið sátu þátttakendur mótsins boð Bjarna Benedikts- sonar, dómsmálaráðherra og konu hans, í ráðherrabústaðnum að Tjarnargötu 32. Næsta dag, sunnudag 14. júní, fóru þátttakendur til Gullfoss og Geysis. í gærmorgun, kl. 10,30, flutti prófessor V. Merikoski frá Finn- landi fyrirlestur, sem fjallaði um eftirlit dómstóla með fram- kvæmdavaldinu. Minnti hann á í upphafi, að einhver yrði að hafa eftirlit með athöfn framkvæmdavaldsins. — Vær til þess þrjár leiðir þ.e.a.s. að framkvæmdavaldið hefði það sjálft, almennir dómstólar eða sérstakir dómstólar til þess skip- aðir. Hann rakti nú hvernig þess- um málum væri háttað í ýmsum löndum, Bandaríkjunum, Bret- landi og á Norðurlöndum og víð- Frh. á bls. 12. hennar má nefna það, að þau hjónin tóku inn í heimili sitt algjörlega vandalausa stúlku með ungbarn sitt, og voru þær mæðgur þar ein fjögur ár eða þar til úr rættist fyrir þeim. Má þar segja að þar sem hjartarúm er, þar er húsrúm. Síðustu fimmtán árin átti hún við mikla vanheilsu að stríða. Árið 1949 var hún send til Dan- merkur} en fékk litla bót meina sinna. Á síðastliðnu ári fór hún til Stokkhólms, og átti að ganga þar undir uppskurð. Kom þar fram bjartsýni hennar og yfir- náttúrleg trú á bata. Það þarf mikinn kjark, og mikla bjartsýni til þess, áð fara ein og mállaus og fárveik til annara landa, til þess að leita sér læknishjálpar. Úr seinni ferðinni kom hún ekki lifandi. Hún andaðist í Stokk- hólmi 23. september 1952, áður en fyrirhugaður uppskurður var gerður á henni. Hún var jarðsett í Reykjavík 17. okt. síðastliðinn. Eins og að ofan getur, var Lilja heitin fædd 20. júní 1903, og hefði hún orðið 50 ára í dag ef hún hefði lifað, og eru þessar línur settar á blað á fimmtug- asta afmælisdegi hennar með ein- lægu þakklæti fyrir 25 ára kynn- ingu. g. Krisfinn Bjarnason múrarameistari á Húsavík 69 ára HÚSAVÍK, 18. júní: — í dag er Kristinn Bjarnason, múrara- meistari í Húsavík sextugur. — Hann er Rangæingur að ætt, fluttis árið 1908 norður í Núpa- sveit og var hjá séra Halldóri á Presthólum í 15 ár. Þá gerðizt hann iðnnemi í múrsmíði og hef- ur stundað þá iðn síðan. Kristinn hefur átt heima á Húsavík síðan 1931. Hann hefur verið yfirsmiður fjölda húsa, er þar hafa verið byggð, þ. á. m. er hið stóra og vandaða kaup- félagshús. Kristinn er kvæntur Bjargey Helgadóttur frá Múla og eiga þau fjögur upp komin börn. baráttu þjóðarinnar, sögu henn- ar, tungu, bókmenntum, náttúru landsins og öllu því, sem land og þjóð á bezt í fari sínu. Þingið vill í þessu sambandi benda á nokkur ráð sem komið gætu að liði í starfi skólanna til eflingar íslenzkri þjóðrækni. Má þar nefna aukningu íslenzkra kennslumynda (kvikmynda, skuggamynda, vinnubóka- mynda, veggmynda), bætta myndskreytingu kennslubóka, söfnun íslenzkra náttúrugripa og plantna, heimsóknir f söfn (þjóð minjasöfn, byggðasöfn, lista- söfn, náttúrugripasöfn). Þyrfti að stofna til skipulegra leiðbein- inga í því sambandi. Heimsókn- ir íslenzkra rithöfunda, mennta- manna og listamanna væru og tvimælalaust til að örva áhuga nemenda á íslenzkum þjóðar- menntum. Ennfremur telur þing- ið athyglisverða þá hugmynd að helga íslenzkri tungu, sögu og bókmenntum sérstaka skóladaga eingöngu og er því meðmælt að skólum verði veitt heimild til þess. Um kennslu í íslenzku máli, bókmenntum og sögu vill þing ið taka fram: a) Að lögð verði miklu meiri áherzla en nú tíðkast á mælt mál í daglegu skólastarfi, skýr- an framburð, glögga frásögn og áheyrilega framsögu. Málfræði- kennslan miðist einkum við rétta, hagnýta meðferð málsins. Núverandi tilhögun, að próf séu nær eingöngu skrifleg, þarf að sjálfsögðu að breyta til sam- ræmis við ábendingar þesssar. ! b) Aukin verði kennsla í ís- lenzkum bókmenntum í skólum landsins, nemendurnir látnir læra sem mest af ljóðum, á- herzla lögð á merkingu orða og orðtaka og reynt að glæða skyn þeirra á anda málsins. c) Að lögð verði aukin áherzla á kennslu í Islandssögu, einkum eftir 1874. Uppeldismálaþingið samþykk- ir að leita samvinnu við presta- stétt alndsins um aðferðir og leið ir til verndar íslenzkum æsku- lýð í sambandi við þjóðenrisleg og siðferðisleg vandarrtál. Þá voru samþykktar eftirfar- andi tillögur: I. Uppeldismálaþingið telur höf- uðnauðsyn, að hið allra fyrsta verði ráðnar bætur á þeirri ó- viðunandi aðbúð, sem kennara skólinn hefur lengi orðið að komnaara horf, og ennfremur beindi þingið þeirri áskorun til menntamálaráhðerra, að hann beiti sér fyrir því á Alþingi, að V2 % af f ramlagi ríkisins til fræðslumála verði framvegis veitt til vísindalegra rannsókrta á uppeldi og kennslutækni. Reykjaröst með KEFLAVÍK, 15. júní — Ei'gend- ur bátsins Reykjaröst, héðan úr bænum, hafa ákveðið að reyna að leigja bát sinn á handfæra- veiðar fyrir þá sem ánægju hafa af að stunda færaveiðar í frí- stundum sínum. Báturinn legg- ur til veiðarfæri öll. Á sunnudaginn var fyrsta ferð- in farin og voru þá flestir þátt- takendur bandariskir starfsmenn á Keflavíkurflugvelli. Veður var ekki sem bezt til veiða, en farið var út í Garðsjó. Skipstjóri er Sigurður Magnússon, og leið- beindi hann þeim sem ekki kunnu handbrögðin. í hverja veiðiferð er hægt að taka 20—25 manns og hefur verið áætlað að fara tvær ferðir á dag verðl þátttaka næg, kl. 2 og kl. 7 síðdegis. Aðbúnaður á skipinu er aliur hinn bezti. Skemmtiveiðafólkið fær full afnot af skipinu og get- ur hitað sér hressingu í eldhús- inu. Þátttökugjald er 100 kr. fyr- ir manninn og er þá gert ráð fyrir að veiðiferðin taki alls um 4 klst. —Ingvar. 19. júní kominsi út BLAÐ Kvenréttindasambands ís- lands, 19. júní, kom út í gær. I blaðið, sem er hið vandaðasta að öllum frágangi, rita m. a. frú Auður Auðuns um r'íkisfangslög- gjöfina nýju, frú Kristín Sigurð- ardóttir um mæðralaun, grein er um húsfreyjurnar á Bessastöðum, Svava Þórleifsdóttir ritar grein- ina Hvað hefur áunnizt? Rann- veig Þorstéinsdóttir skrifar um konur í ábyrgðarstöðum og Sig- ríður Björnsdóttir um Kvenna- þingið í Osló. Guðrún Geirsdótt- ir um Kvenfél. Hringinn. Margt annað efni er í blaðinu og f jöldi kvæða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.