Morgunblaðið - 20.06.1953, Síða 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 20. júní 1953
Iðnaðurinn
Framhald af bLs. I
náið samráð við hann, hvernig
frá álitsgerðinni yrði gengið.
Samkvæmt ósk hans var kafli úr
álitsgerð minni fjölritaður og út-
býtt meðal þingmanna, en í þeim
kafla voru einkum dregin fram
rök fríverzlunarmana gegn óhóf-
legri tollvernd til handa inn-
lendri framleiðslu. Taldi Jón
það einkar nauðsynlegt, að þessi
sjónarmið yrðu kunngerð þeim,
er um tillögur nefndarinnar
fjölluðu, þar sem mest af þeim
gögnum, sem fyrir lægju um
tollamálið, túlkuðu einhliða
sjónarmið eigenda iðnfyrirtækj-
anna, án nokkurs tillits til hags-
muna þeirra, er neytendur og
þjóðarheildin hafa að gæta í
sambandi við mál þessi.
Fórum við sameiginlega yfir
kafla þennan, áður en hann var
fjölritaður, og man ég ekki ann-
að, en við værum sammála um
allt, sem þar stóð.
Þegar þannig er gætt aðdrag-
anda þess, að álitsgerð þessi birt-
ist, þarf engan á því að furða,
þótt finna megi í henni ýmsar
glefsur, sem hægt er að túlka
þannig, að þær sýni andúð gegn
auknum iðnaði í landinu.
Ég tel mig til þess neyddan
að upplýsa þetta, þótt mér sé
mjög óljúft, að blanda þannig
nöfnum látinna heiðursmanna
inn í hið pólitíska dægurþras. En
buslugangur skriffinnanna í
dálkum Alþýðublaðsins og vaðall
um efni, sem þeir hafa ekkert
kynnt sér, hvernig vaxin eru,
knýr mig að þessu sinni til þess.
BREYTT VIÐHORF
SÍÐAN 1938
Þessi ritgerð er þannig nær
15 ára gömul, og auðvitað mið-
uðust þau sjónarmið, er þar
koma fram, við þáverandi á-
stand í efnahagsmálum þjóðar-
innar. Þegar um það er talað í
glefsum þeim, er Alþýðublaðið
hefir .birt úr álitsgerðinni, að
ekki sé hagkvæmt frá þjóðhags-
legu sjónarmiði, að efla „nýjan
iðnað“, þá er það aðeins ein
grein iðnaðarins, sem höfð er í
huga, en það er neyzluvöruiðn-
aður úr erlendum hráefnum fyr-
ir innlendan markað. Þetta er
mjög skýrt tekið fram í álits-
gerðinni.
Ég færði þau rök fyrir þessu
að þessi tegund iðnaðar hafði
þá undanfarin ár blómgast mjög
í skjóli innflutningshaftanna, og
mun þgð vera eina atvinnugrein
landsmanna, sem hægt var að
segja slíkt um.
Hinsvegar hafði fiskiflotinn
og önnur framleiðslutæki í þágu
útflutningsins gengið mjög sam-
an og fiskiðnaður átti erfitt upp-
dráttar. Niðurstaða mín í um-
ræddri álitsgerð var því sú, að
með tilliti til þess takmarkaða
fjármagns, sem þjóðin hefði yfir
að ráða, væri skynsamlegast, að
leggja megin áherzlu á það á
næstu árum að auka útflutnings-
framleiðsluna, og bæri því að
Mjúk og falleg húð er
eftirsótt. —
Rósól-ívlycerin
hefur þann eiginleika, að
gera húðina silkimjúka,
hvíta og fallega. Fæst í
flestum verzlunum < g kost-
ar kr. 7.85, túban.
efla fiskveiðar og iðnað úr inn-
lendum hráefnum, en leggja ekki
um sinn frekari áherzlu á eflingu
neyzluvöruiðnaðar úr erlendum
hráefnum.
Hinsvegar tók ég það fram,
að ég teldi einnig þann iðnað
eiga að njóta áfram þeirrar toll-
verndar er hann þá hafði.
Þetta sama sjónarmið lá til
grundvallar tillögum nefndar-
innar um ný tollalög, svo og af-
greiðslu þeirra á Alþingi, og er
mér ekki um það kunnugt, að
Alþýðuflokksmenn hafi þar haft
neina sérstöðu.
HAFTASTEFNAN ER
IÐNAÐINUM EKKI í HAG
Því skal engan veginn borið
á móti, að innflutningshöft geta
leyst það vandamál framleið-
enda fyrir innlendan markað,
sem samkeppni erlendis frá hefir
í för með sér.
En gjaldeyrisskorturinn, sem
hefir verið öruggur fylgifiskur
haftastefnu þeirrar, sem jafnan
hefir verið rekin, þegar Alþýðu-
flokkurinn hefir haft áhrif á
landsmál hefir valdið iðnaðinum
örðugleikum á öðrum sviðum,
sem sízt hafa verið auðveldari
viðfangs en erlenda samkeppnin.
Þeir örðugleikar eru skortur
hráefna og tækja til framleiðsl-
unnar. Og þau vandamál, sem
þannig eru afleiðing gjaldeyris-
skorts, eru jafnan sýnu verri við-
fangs, en sá vandi sem agnúar
á tollalöggjöfinni valda.
Það tekur venjulega langan
tíma og verður ekki gert án rót-
tækra aðgerða, að koma atvinnu-
lífinu á kjöl eftir langverandi
haftaöngþveiti, en úr ágöllum
sem vera kunna á tollalöggjöf-
inni er hægt að bæta með ein-
faldri lagasetningu.
Það vill svo til, að ég hefi f jall-
að um skýrslur, sem safnað hefir
verið meðal iðnaðarmana tvisvar
sinnum í lok stjórnartímabils, er
haftastefna Alþýðuflokksins
réði. Það var þegar ég vann í
þágu fyrmefndrar milliþinga-
nefndar í tollamálum 1928 og
aftur sumarið 1950.
Víst er um það, að þótt við
ýmiss vandamál sé að etja í iðn-
aði landsmanna nú, sem úrlausn-
ar krefjast, þá voru þeir ekki
ánægðir með hag sinn þegar þeir
gáfu skýrslur sínar tvö fyrr-
nefndu árin, þó vandamálin
væru þá annars eðlis en nú.
Skal ég fúslega tína fram hitt og
annað því til sönnunar úr gögn-
um þeim, er ég hefi átt kost
á að kynna mér, ef Alþýðublað-
ið óskar eftir frekari umræðum
um þessi mál á þessum vett-
vangi.
— Lögfræðinemar
Framhald af bls 11
ar. — Hefðu Svíþjóð og Finn-
land nokkra sérstöðu meðal
Norðurlandanna og hefði þar
verið gengið lengst á þeirri braut
að fela þetta eftirlit sérstökum
dómstólum. Ræddi hann að lok-
um ýmsa galla, sem á þessu væri
og leiðir til úrbóta.
Aldrað fólk gestir F.Í.B.
UM kl. 1 í dag verður farið í
hina árlegu ferð með aldrað fólk.
Félag ísl. bifreiðaeigenda stend-
ur fyrir þessari ferð að venju.
Meðlimir félagsins, fyrirtæki og
ýmsir einstaklingar lána bifreið-
ar til fararinnar. f gær höfðu
ekki nægilegar margir bílar feng-
izt og er þess vænzt, að bifreiða-
eigendur bregði fljótt við og láni
farartæki sín. Geta þeir gefið sig
fram við hr. Axel L. Sveinsson
verzlunarstjóra hjá Ræsi.
Farið verður til Hveragerðis
og tekið gamalt fólk. Síðan verð-
ur haldið til Þingvalla og býður
F.Í.B. gamla fólkinu veitingar í
Valhöll. Ýmsar sælgætisverk-
smiðjur hafa gefið af framleiðslu
sinni til þátttakenda fararinnar.
Skemmtileg vOrsýmng
í Listamannaskálamim
Fimm íslenzkir máiarar og tveir myndhöggvarar
HINN 16. þ. m. opnuðu 7 íslenzkir listamenn vorsýningu í Lista-
mannaskálanum, þau Ásmundur Sveinsson, Benedikt Gunnarsson,
Gerður Helgadóttir, Guðmunda Andrésdóttir, Hjörleifur Sigurðs-
son, Þorvaldur Skúlason og Valtýr Pétursson. Sýningin verður
opin fram undir mánaðamótin, frá kl. 2—10 daglega. Margir gest-
ir hafa þegar skoðað sýninguna, er yfir henni hreinn og skemmti-
legur blær.
FLEST NÝLEGAR MYNDIR
Flestar myndirnar á sýning-
unni eru nýlegar og sumar alveg
nýjar af nálinni, t.d. ein mynd
— Þjóðbankafundur
Framhald af bls. 9.
Þessir menn sátu fundinn:
Frá Danmarks Nationalbank:
Þjóðbankastjórarnir Svend
Nielsen og Haugen-Johansen, S.
Hartogsohn varabankastjóri og
Svend Andersen skrifstofustjóri.
Frá Finnlands Bank:
S. Tuomioja aðalbankastjóri,
U. Varjonen bankastjóri og A. E.
Tudeer prófessor.
Frá Noregs Bank:
Gunnar Jahn aðalbankastjóri,
Gunnar Hvattum útgerðarstjóri
og skrifstofustjórarnir Jan Knap
og Gabriel Kielland.
Frá Sveriges Riksbank:
Vararíkisbankastjóri Lennart
Hammarskjöld, bankagjaldkerar
Hammarskjöld, bankagjaldker-
arnir David Hall, Sven Joge og
Hjalmar Ekengren og Ölsson
skrifstofustjóri.
Frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
í Washington:
Alf Eriksen forstjóri.
Frá Landsbanka íslands:
Bankastjórarnir Jón Árnason,
Jón G. Maríasson og Gunnar
Viðar og Svanbjörn Frímanns-
son aðalbókari.
íþróffir
Framhald af bls. 10
nú gerð á liðinu, Sveinn Helga-
son skipti um stöðu við Einar
Halldórsson. Er það vel að þær
voru ekki fleiri, því þessar sí-
felldu stöðuskiptingar, sem
tíðkast hjá Reykjavíkurfélögun-
um, eru sízt til þess að gera liðin
samstillt og samæfð.
Þróttarliðið er skipað jöfnum
leikmönnum. Enginn ber þar af
og sennilega mundi enginn þeirra
komast í meistaraflokkslið hinna
félaganna nema markvörðurinn
Kristján Þórisson. Og þó með
réttu megi nú deila um þátttöku
liðsins í meistaraflokki, kann vel
svo að fara að þetta lið eigi eftir
að ná þeim tökum á knattspyrnu
sem þarf til þátttöku í meistara-
flokki svo sómi sé að. Þátttaka
liðsins í íslandsmótinu hefur
orðið til þess að farið er inn á
ranga braut með mótið — þ. e.
riðlaskiptingu. Nær hefði verið
að vinna að því að mótið yrði
tvær umferðir, og tryggt þannig
að sterkasta liðið ynni, en ekki
eins og nú er að heppni geti ráð-
ið úrslitum mótsins. — A. St.
17. júní hátíðahöM-
in í Keflavík
KEFLAVÍK, 18. júní: — Hátíða-
höldin 17. júní hófust með því að
fólk safnaðist saman í skrúðgarði
bæjarins laust eftir hádegi. Kl.
2,55 setti Helgi S. Jónsson
skemmtunina. Þvínæst hófst há-
tíðlegasta stund ársins, er skátar
gengu inn í skrúðgarðinn og
héldu á íslenzka fánanum út-
breiddum á milli sín. Gengu þeir
að 17. júní-stönginni, en þar var
fyrir hin kunna sunddrottning
Inga Eygló Árnadóttir. Að þessu
sinni skyldi hún verða heiðruð
fyrir öll sín persónulegu afrek
og íþróttahreyfingarninnar í
heild með því að draga hinn
mikla og fallega fána að hún.
Eftir þessa hátíðlegu stund flutti
Ólafur Skúlason, cand. theol.,
minni dagsins. Því næst var guðs
þjónusta og flutti sóknarprestur-
inn, sr. Bjöfn Jónsson, prédikun.
Eftir guðsþjónustuna hófst
keppni í nokkrum íþróttagrein-
um. Sem gestur keppti hér Þórð-
ur B. Sigurðsson, KR. Keppnin
hófst með kringlukasti, en þar
voru keppendur tveir, Þorsteinn
Löve og Kristján Pétursson. Kast
aði Þorsteinn 47,50 m., og er það
bezti árangurinn, sem náðst herir
hér á landi í ár. Kristján kastaði
35,32 m.
Þá fór fram keppni í 1500 m.
hlaupi. Sigraði þar Þórhallur
Guðjónsson á 4.33,52 mín. Var
hann aðeins sjónarmun á undan
Herði Guðmundssyni, er hafði
sama tíma.
í sleggjukasti var sigurvegari
Þórður B. Sigurðsson. Kastaði
hann 47,69 m., en það er fjórum
cm. lengra en íslenzka metið.
Ekki er þó víst hvort þessi ár-
angur fæst staðfestur sem met
þar sem völlurinn er ekki alveg
láréttur, en mjög miklar líkur
eru á að hallinn sé ekki það mik-
ill að þess gæti nokkuð. Annar í
sleggjukasti var Þorvarður Arin-
bjarnarson. Kastaði hann 41.78
m. Ekki var keppt í fleiri grein-
um.
Um kvöldið var stiginn dans í
samkomuhúsum bæjarins. Fóru
skemmtanirnar mjög vel fram,
en veður var fremur kalt, stinn-
ingskaldi að sunnan. — Ingvaf.
höggvin í tré eftir Ásmund
Sveinsson. Einnig er þar járn-
mynd eftir Gerði Helgadóttur, er
hún lauk við skömmu áður en
hún fór utan í haust. — Gerður
sýnir þarna auk þess fimm „col-
lage“-myndir, þ. e. a. s. myndir,
sem búnar eru til úr mislitum
pappír. Þessi álímingaraðferð er
vinsæl meðal listamanna um
þessar mundir, og er skemmst
að minnast sýningar Nínu
Tryggvadóttur s. 1. haust, þar
sem sýndar voru slíkar myndir
eingöngu.
OLÍUMÁLVERK OG
VATNSLITAMYNDIR
Eftir Þorvald Skúlason eru
fjögur olíumálverk, sex eftir Val-
tý Pétursson, fjögur eftir Guð-
mundu Andrésdóttur og tvö eft
ir Hjörleif Sigurðsson.
Benedikt Gunnarsson, sem er
bróðir Veturliða Gunnarssonar
listmálara, mun vera yngstur
þátttakenda. Hann sýnir fjögur
olíumálverk auk margra vatns-
litamynda.
BERA KEIM AF KLASSISKRI
LIST
Vorsýningin er frábrugðin
septembersýningunni, t.d. að því
leyti, að rómantískra áhrifa gæt-
ir þar lítið en hins vegar bera
verkin keim af klassískri list. —
Listamennirnir stefna fyrst og
fremst að því að skapa sterka og
stöðuga myndheild og björt og
hrein form.
íbúðarskáli úr
Skólavörðnliolti
til Keflavíkur
VEGFARENDUR í Skólavörðu-
holti munu hafa veitt því eftir-
tekt, að miklar tilfæringar hafa
átt sér stað við skálann, sem
stendur á háholtinu, rétt norðan
við Hallgrímskirkju.
Þessi íbúðarskáli, sem mun vera
þar sá eini í einkaeign, hefur
verið seldur suður til Keflavíkur
til íbúðar. Mun hann verða flutt-
ur þangað einhverja nóttina. —
Skálinn er í mjög góðu ásigkomu
lagi. Vandað var sérlega til inn-
réttingar hans og mun seljandinn
hafa fengið um 30 þús. kr. fyrir
hann.
Það mun vera einsdæmi að slík
ur íbúðarskáli sé fluttur í heilu
lagi milli byggðalaga og um svo
langan veg.
MARKÚS
VOU RErAU-V VE3,
DO LOVE / WABANANe.*.'
HER, DON'T Y T &UE55 I
Eftir Ed Dodd
DONT VTORRY..
SOAÓETiMES
THESE THINÖS
WOCK OUT THE
RIGHT VVAY..
GOOCNIíSHT;
MAPK r
6^-3
1) — Hvað heitir stúlkan,
Markús?
— Hún heitir Sirrí og var eink-
ar elskuleg, falleg og góð og ..
2) — Ertu alveg viss um, að
þú elskir hana, Markús?
— Já, Valborg. Ég er smeyk- ur. Það er nefnilega oft, að svona
ur um, að ég muni alltaf gera nokkuð fer vel um síðir.
það. | — Nú ætla ég að bjóða þér
3) — Vertu ekki áhyggjufull-] góðrar nætur, Valborg.