Morgunblaðið - 20.06.1953, Side 14
14
MORGVNBLAÐI0
Laugardagur 20. júní 1953
JULIA GREER I
SKALDSAGA EFTIR DOROTHEU CORNWELL
- s
Framhaldssagan 35
andlit sitt vera ókunnuglegt í
baðherbergisspeglinum. Kjóll-
inn lá þétt um háls hennar og var
hnepptur með Jadehnöppum.
Hun óskaði þess að hún væri
dökkhærð þegar hún burstaði yf-
ir hár sitt.
Þegar hótelsendillinn barði að
dyrum sagði hún: „Kom inn'V
með svo einkennilegri röadu að
Itún hrökk við. Hún var hás af
geðshræringu. Hún lokaði dyrun-
um að baðherberginu og hlustaði
á glamrið í ísmolunum. En það
stóð aðeins eitt glas á bakkanum
þegar hún kom fram í stofuna.
„Hvers vegna hlustar fólk ekki á
það sem ég segi. Ég veit hvað ég
er að gera“.
Hún fór fram í baðherbergið,
lneinsaði tannburstaglasið sitt og
fór með það inn í stofuna. Svo
tók hún konfektöskjuna af borð-
inu og setti öskjuna með brúðar-
kökunni á borðið í staðinn, svo
setti hún bakkann á gólfið, flutti
borðið fær legubekknum svo að
,hún komst að með hnén fyrir
innan þegar hún sat á bekknum.
Síðan setti hún skrifborðsstól-
inn hinum megin við borðið og
settist á bekkinn með tannbursta
glasið fyrir framan sig.
Hún sagði hátt og skýrt við
tóma stólinn. „Heill hópur af
liílum bláum djöflum. Sjáðu
hvernig ég fer með þá. Sjáðu
mig nú, Michael".
Hún hellti í bæði glösin og
lyfti öðru. „Júlía er falleg og þú
elskar hana. Þess vegna verður
þú .fhamingjusamur og ég vil að
þ-ú "verðir>'hamingjusamur“. Hún
saup á glasinu. „Burt með fyrsta
íwúkann. Nú sný ég mér að þeim
næsta. Þú hefur aldrei sagt að þú
elskaðir mig. Það var ég sem
talaði allan tímann“. Hún drakk
aftur. „Burt með annan púkann.“
í þriðja lagi reyndir þú alltaf að
lækna mig af þessari vonlausu
ást minni á þér. Þú forðaðist að
snerta á mér eða kyssa mig og
vonaðir að ást mín mundi deyja
af næringarskorti. Þú vonaðir að
ég mundi gleyma þér við vinnu
in-ína, Þú örfaðir mig til að láta
mér falla vel við aðra karlmenn.
Þúreyndir meira að segja líka
að gera mig að félaga. Það var
ckki þér að kenna að ég elskaði
þtg- fy-rir að vera eins og þú
varst“.
Hún hló skyndilega skærum
htátri. „Þetta er eins og vísa við
slagara. Ég elskaði þig fyrir það {
l að þú varst eins og þú varst. Áf
þvi-þú ert'þú“. Hún hló aftur og
greip höndinni fyrir munninn.
„Maður skyldi halda að ég væri
full. Eða taugaveikluð að minnsta
kosti. Þú hefur sagt að á vissum
tímabilum hefði kvenfólk til-
hneigingu til að vera taugaveikl-
að. Eða var það eitthvað í sam-
bandi við tunglið? Eigum við öll
okkar tungl? Mitt tungl er nýtt
' og eins og mjótt strik og það er
beitt. Tungl Júlíu er kringlótt,
guilið og rómantískt“.
» Hún leit yfir borðið og í speg-
ilinn á hurðinni inn í búnings-
x, herbergið. Hún sá sjálfa sig sítja
‘ á bekknum, smávaxna og al-
> varlega í kínverskum silkikjól.
Hún lyfti glasinu til spegilmynd-
arinnar. „Vertu sjálfri þér sönn.
Vertu þú sjálf barnið mitt“. Hún
saup á glasinu og bætti svo við:
„En ef þú sjálf ert ekkert sérlega
aðlaðandi persóna? Bitur og verð-
ur snúðug þó eitthvað beri út af.
Hvað þá?“
Þegar hún stóð upp, hristist
j borðið. Hún tók um það með
| báðum höndum til þess það
í; ylti ekki. „Það þýðir ekki“, sagði1
. húnþurri röddu. „Það þýðir ekki;
Flaskan er ekki nóg, þegar mað-
ur er einn“.
Hún fleygði sér kjökrandi á
rúmið og þrýsti andlitinu niður í
koddann til þess að enginn
heyrði til hennar.
Margir sjúklingar biðu eftir
Scott lækni. Þess vegna fór hann
snemma úr brúðkaupinu. Það var
þó orðið áliðið kvölds þegar hann
kom heim. Allt var hljótt þegar
hann kom inn í anddyrið. Þó
heyrði hann brátt óm af röddum
utan úr eldhúsinu og hann fann
kaffi-ilm. Unnustinn var senni-
lega í heimsókn hjá vinnustúlk-
unni. Hann langaði í kaffið og
var að því kominn að opna eld-
húshurðina en hætti við það í
miðju kafi. Þau eiga ekki svo
mikið einkalíf, hugsaði hann.
Hvaða rétt hef ég til að rjúfa
fyrir þeim sælustundina.
Hann fór upp til herbergis síns
og klæddi sig í léttan innijakka.
Hann nam staðar við spegilinn og
horfði rannsakandi á ýstruna á
sjálfum sér, og velti því fyrir sér
hvort hann ætti að halda í við
sig matnum. Auðvitað var það
tilgangslaust. Mín líkamsbygg-
ing þolir ekki mikið thyre>idin,
hugsaði hann. Það litla sem ég
tek núna heldur þyngdinni nokk-
urn veginn jafnri en ég get ekki
lagt af. Hvernig í fjandanum
skyldi standa á því? Allt frá því
ég var barn hef ég haft þann
drösul að draga. Ef ég væri minn
eigin sjúklingur mundi ég ráð-
leggja mér að fara til John
Hopkins. En ég get ekki hugsað
mér að fara frá Lucille. Nýtízku
læknavísindi geta breytt miklu
um innri kirtlastarfsemi líkam-
ans. Þegar ég var ungur var hleg-
ið að feitu fólkí. Nú á dögum eru
menn umburðarlyndari.
Þegar hann gekk fram hjá dyr-
unum að herbergi konu sinnar,
fannst honum hann heyra hana
snúa sér í rúminu, en þegar hann
hlustaði betur, heyrði hann að
hljóðið kom úr herbergi hjúkrun
arkonunnar. Hann var viss um að
ungfrú Castle var að dreyma um
óþekkta biðla, sem aldrei komu.
Hann læddist á tánum yfir and-
dyrið og niður í stofuna. Þar
settist hann á bekk og horfði út
í garðinn, í gegn um opnar dyrn-
ar. Himininn var svartur fyrir
ofan trjátoppana og við og við
brá fyrir eldingu í vestri. Nú eru
ungu hjónin á leiðinni yfir fjöll-
in, hugsaði hann. Ég vona að þau
lendi ekki í óveðri. Loftið var
enn mjög kyrrt í Sherryville.
Nóttin var full af undarleguh
hljóðum. Lítill brúnn froskur
hoppaði upp á þröskuldinn og
horfði á hann votum augum.
Læknirinn heyrði umgang uppi
á efri hæðinni. Kona hans kom
fram á stigaþrepið og hallaði sér
fram á handriðið. Andlit hennar
var náfölt og veiklulegt í rökkr-
inu. Hann fór upp tröppurnar til
móts við hana og rétti henni
annan handlegginn með glettnis-
legri hneigingu. Svo gengu þau
saman niður.
„Mér sýndist þú vera svo ein-
mana þarna niðri“, sagði hún.
Rödd hennar var þýð og blíðleg.
Hann horfði rannsakandi á
hana og tók eftir því að skugg-
arnir í kring um augu hennar
voru orðnir ennþá dýpri. „Var
það þess vegna, sem þú komst?“
spurði hann. „Vildir þú ekki fá
eitthvað?“
„Ég sef ekki vel, Hal“, sagði
hún. Hann brosti róandi til henn-
ar. Hún notaði sjaldan þetta nafn
á hann en þegar hún gerði það
notði hún það sem gælunafn.
„Ég heyrði til þín hérna niðri
og mér datt í hug að þú mundir
geta gefið mér eitthvað", sagði
hún.
Hún losaði hönd sína úr greip
hans og lét hann ganga á undan
sér inn í móttökuherbergið. Hann
opnaði skúffu í borðinu með
lykli og tók tvær pillur úr dós.
Svo hellti hann vatni í glas á
meðan hún lagði pillurnar á
tungu sér. Hann tók eftir því að
litlir svitadropar voru á efri vör
hennar.
V. í. ’53
V. í. ’53
iRNALiSBÓIi
Y . GÖTÓTTU SKÓRNIR
LLf Þýzkt ævintýri.
2.
Þá bar við dag einn, að uppgjafa hermaður, sem særzt
hafði í stríðinu og var ófær til herþjónustu, var á leiðinni
íil borgarinnar. Á leið sinni mætti hann gamalli konu, sem
spurði hann, hvert ferðinni væri heitið. Þá svaraði hann:
„Ég veit það varla. Annars liggur við, að mig langi til
að komast að því, hvar kóngsdæturnar eru að dansa á
hverri nóttu. Ef mér heppnaðist það, gæti ég orðið kóngur “
mælti hermaðurinn.
„Það er mjög auðvelt,“ sagði þá gamla konan. „Þú verð-
ur aðeins að varast að drekka vínið, sem systurnar færa1
þér. En svo verður þú að loka augunum og látast sofa.“ 1
Því næst gaf gamla konan honum skikkju, sem hún sagði
að hann skyldi fara í og þá yrði hann ósýnilegur. Hann
gæti-þá veitt systrunum eftirför.
Hermaðurinn gekk svo á fund kóngsins. Og honum var
vel tekið, eins og hinum, sem höfðu boðið sig fram á und-
an honum. Hann var svo færður í skrautleg föt.
Um kvöldið var honum vísað til herbergis þess, sem
hann átti að sofa í. En þegar hann ætlaði að fara að hátta,
kom elzta systirin með vín í staupi, og sagði honum að fá
sér hressingu. Hermaðurinn hafði bundið svamp undir hök-
una á sér, og í hann lét hann allt vínið renna.
Því næst háttaði hann og eftir andartak fór hann að
hrjóta, svo að undir tók í höllinni — hann lét sem hann
svæfi. Þá heyrði hann að systurnar voru að tala saman um
hann. Sú elzta sagði:
„Það hefði verið skynsamlegra fyrir þennan uppgjafa
hermann að vera ekki að hnýsast í okkar hagi.“ Því næst
fóru systurnar í beztu fötin sín, púðruðu og spegluðu sig.
„Þið hlæið og látið öllum illum látum,“ heyrði hermað-
urinn að yngsta systirin sagði. „Það er hins vegar einhver
ótti og kvíði í mér. Það mætti segja mér, að eitthvert óhapp
kæmi fyrir.“
Fundur verður haldinn j
■
■
í kvöld að Aðalstræti 12, (uppi). — Skiptst verður á ■
myndum úr ferðalaginu og gengið frá stofnun V. í. ’53. ;
Hefst kl. 9,00. \
v. i. ’53 v. í. ’53 \
Ráðskona
Ráðskonu vantar frá 1. júlí næstkomandi til að veita
forstöðu matsölu úti á landi. Tilboð sendist afgreiðslu
Morgunblaðsins fyrir 24. þessa mánaðar merkt:
„Ráðskona —D“ —722.
! :
Pappírspokar
Kaupmenn, kaupfélög,
bakarar og aðrír þeír
sem pappírspoka nota
Að gefnu tilefni viljum vér geta þess, að verksmiðja
vor framleiðir alls ekki hvíta pappírspoka — en aðeins
pappírspoka út bezta brúnu, gljáandi efni, sem er bezta
tegund af kraftpappír, og eru þeir því mjög sterkir til
. allra umbúða, og þola því mjög vel vætu, og sem umbúðir
um þungavöru.
Vér höfum oftast fyrirliggjandi flestar stærðir af papp-
írspokum, framleiddum hér úr framannefndu efni.
Virðingarfyllst,
Pappírápohacfer&in h.f.
Símar: 2870 og 3015 Vitastíg 3
Hafnarfförhur
Háseta vantar á M.b. Hafnfirðing, sem fer :
á reknetaveiðar. [
■
m
Uppl. um borð í bátnum við bryggju :
í Hafnarfirði. :
Að geinn tilefni
er vakin athygli á því að með öllu er bannað að
tína ánamaðka í garðlöndum Reykjavíkurbæjar.
RÆKTUNARRÁÐUNAIJTUR
REYKJAVÍKURBÆJAR
Vökukona
■
■
helzt vön, óskast á sumardvalarheimili Rauða Krossins :
■
að Laugarási í Biskupstungum. >
Umsóknum verður veitt móttaka á skrifstofu R. K. I. «
í Thorvaldsensstræti 6, til 25. þ. m. S
■
■
Reykjavíkurdeild R.K.Í,