Morgunblaðið - 20.06.1953, Side 15
Laugardagur 20. júní 1953
MORGVH BLÁÐIÐ
15
Vinna
Hreingerningar
Vanir menn. — Fljót afgreiðsla
Símar 80372 og 80286.
HólmbrteSur.
BH FELPG H3
HREiNGERNiNGflMfiNNft
Hreingerningar. Pantið í tíma.
Guðmundur Hólm. Sími 5133.
Kaup-Saia
TIL SÖLU
ný rafknúin. Húsqvarnasauma-
vél í póleruðum hnottrésskáp. —
Sími 3613. —
Félagslíf
Ferðir frá Ferðaskrifstofu ríkisins
um helgina: —
1. Farið verður upp í Hvalfjörð
eftir hádegi á sunnudag, ef hval-
ur er inni. — Á leiðinni verður
komið við í nýju áburðarverksmiðj
unni. — 2. Farið verður á sunnu
dag eftir hádegið, hringurinn:
Krísuvík, Hveragerði, Sogsfoss,
Þingvellir. — 3. Farið verður til
Gullfoss og Geysis klukkan 9 f'yr-
ir hádegi á sunnudag. — 4. Mið-
nælursólarflug. — Flogið verður
á sunnudagskvöldið, ef veður leyf-
ir, norður yfir Heimskautshaug.
— 4. Handfæraveiðar. 1 ráði er að
efna til handfæraveiða á laugar-
dag. —
Ferðaskrifstofa ríkisins
Torgsalan
á Vitatorgi byrjar í dag að
selja alls konar blóm og
grænmeti. Athugið! Aðeins
selt þrisvar í viku, á þriðju
dögum, fimmtudögum og
laugardögum.
Vandaður
BARIMAVAGN
til sölu. Upplýsingar eftir
kl. 1 á Seljaveg 3, sími .
82361. —
Dragt til sölu
Nýleg grá ullargaberdine-
dragt til sölu og sýnis í
Efstasund 68. Verð krón-
ur 700,00. —
Sumarbústaður
til solu
Sumarbústaður í strætis-
vagnaleið. Svefnherbergi,
stór stofa, gangur, eldhús,
geymslur og W.C., ásamt
girtri lóð. Sólskýli og veiði-
réttindum. Uppl. í síma —
7246. —
Vil kaupa gott.
Mótorhjél
Hariey Davison mótorhjól,
til söiu. Uppl. í síma 9347
milli kl. 12—1 í dag.
Sendiferilahill
til sölu stór Renault sendi-
ferðabíll í góðu standi, ný
vél. —
Rafvélar, Hverfisgötu 50.
Sími 4781.
1 -U—..Iil.. . I ' I t ' I I II ■ . I
&U.,
, ■ •*.■ nif ' ' \ ty'- ’ ■■•r ••-.■
— Æskan og framtíðin
Framhald af bls. 8
og hófu baráttu með lýðræðis-
öflunum, og þeirri baráttu lauk
með glæsilegum sigri andstæð-
inga kommúnista í fulltrúakosn-
ingunum til Alþýðusambands-
þings 1948.
VIÐSKILNAÐURINN
í A. S. í.
Viðskilnaður kommúnista í
A. S. í. var með þeim endemum,
að seint mun líða úr minni laun-
þega, því að kommúnistar tóku
svo að segja alla sjóði sambands- |
ins og létu greipar sópa um
spjaldskrár og annað, sem var í
vörzlu sambandsstjórnar en eign
verkalýðsfélagánna.
Síðan kommúnistar töpuðu
stjórn Alþýðusambandsins hefur
fylgi þeirra stöðugt farið minnk- |
andi meðal launþega og eru þeir
nú að einangrast í nokkrum fé-
I lögum, þar sem þeir hafa komið |
| ár sinni þannig fyrir borð, að
réttindi félaganna er stórum
skert.
ÞAR SEM KOMMÚNISTAR
STJÓRNA
Þessi framkoma þeirra hér á
landi er í nánu samræmi við
verk kommúnista í öðrum lönd-
um og þá einkum þeim löndum,
sfem þeir stjórna. Þar eru verka-
lýðssamtökin beinlínis notuð sem
áróðúrstæki í þágu valdhafanna
og fulltrúar verkalýðsfélaganna
sem böðlar á meðlimi samtak-
anna. Þar hafa því samtökin ver-
ið leyst upp í þeirri mynd, sem
þeim ber að vera enda býr al-
menningur í hinum svo nefndu
alþýðulýðveldum við meiri neyð
og hörmungar heldur en þekkst
hefur í heiminum um aldaraðir.
Kommúnistar tala hér mikið
um misrétti og auðvald, sem lifi
á því að féfletta fátæka alþýðu.
Allir vita þó, að hvergi í heim-
inum eru kjör manna eins jöfn
og hér á landi og er það vel.
En í dýrðarríkjum kommúnista
þar sem vinir alþýðunnar ráða,
hefur myndast forréttindastért,
sem situr yfir hlut almennings
og er vernduð af löggjafanum og
launamismunurinn svo mikill að
ýmsir embættismenh ríkisins
hafa 27föld laun miðað við verka
menn og þar að auki nýtur for-
réttindastéttin sérstakra hlunn-
inda varðandi kaup á ýmsum
vörum, enda sagði hinn nýlátni
Stalín, átrúnaðargoð allra komrn-
únista, árið 1934:
„Það verður í eitt skipti fyrir
öll að yfirvinna vöntunina á per-
sónulegri ábyrgð Við vinnuna og
útrýma jafnaðarfarganinu úr
launakerfinu".
AUKNAR FRAMFARIR
Samkvæmt fyrirskipunum er-
lendis frá, hafa kommúnistar
lagt á það mikla áherzlu, að gera
efnahagssamvinnu hinna frjálsu
þjóða tortryggilega og sagt að
Marshallhjálpin svonefnda, stefni
að því að gera ísland að hjálendu
Bandaríkjanna. Allir vita að efna
hagsaðstoð sú, sem íslendingar
háfa fengið er að mestu leyti ó-
afturkræft framlag, sem beinlínis
er lagt til uppbyggingar atvinnu-
vegartna og sem hefur gert það
kleift að ráðast í virkjanir Sogs
og Laxár og byggingu Áburðar-
og Sementsverksmiðjunnar. En
með þessum framkvæmdum er
lagður grUndvöllurinn undir stór-
iðju í landinu, sem mun spára
þjóðinni tugi milljóna í gjald-
eyri árlega.
Kommúnistar viðurkenna að
vísu nauðsyn þessara fram-
kvæmda, en segja að taka hefði
átt fé að láni án þess að skýra
það frekar hvar hefði átt að fá
það lán.
þeirri mynd er það var í tíð fýrr-
verandi ríkisstjórnar, hefur verð-
lag á mörgum vörum lækkað að
miklum-mun, sem stafar af auk-
inni samkeppni um innkaup og
meira vöruval.
Kommúnistar stjórna hér í
bæ eins og kunnugt er, einu stóru |
verzlunarfyrirtæki, það er að
segja KRON og auglýsa með
miklu yfirlæti „að KRON tryggi
rétt verð og vörugæði". Það hef-
ur þó komið í ljós, samkvæmt
opinberum skýrslum, að verðlag
er síst lægra á vörum í KRON
heldur en í kaupmannaverzlun- ’
unum og samt berst þetta félag
í bökkum þrátt fyrir mikla um-
setningu og þau sérréttindi, sem
því eru sköpuð með skattfríðind-
um samvinnufélaganna.
FRAMLAG
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Á þessu kjörtímabili, sem nú er
að líða hefur Sjálfstæðismönn- j
um tekiat að koma ýmsum þýð- ,
ingarmiklum málum í fram-!
kvæmd.
Tekizt hefur að koma á auknu
jafnvægi á þjóðarbúskapinn og
skapa aðstöðu til þess að reka j
aðal atvinnuvegi þjóðarinnar j
styrkja og hallalaust í meðal ár-
ferði og með því hafða verið j
sköpuð skilyrði fyrir því að forða
ríkissjóði frá greiðsluhalla og af-
létta höftum og gera verzlunina
frjálsari, sem hefur leitt af sér
lækkandi verð á ýmsum vöru-
tegundum og aukið vöruval.
Einnig hefur tekizt að útrýma
atvinnuleysinu að mestu og kaup-
geta almennings hefur aukizt
nokkuð.
Skilyrði til aukinnar útgerðar
hafa verið bætt til mikilla muna
með hinni nýju landhelgislínu,
og hinar stórkostlegu fram-
kvæmdir á sviði iðnaðar, sem nú
eru í uppbyggingu, munu skapa
meira öryggi fyrir varanlega at-
vinnu og spara þjóðinni stórfé
í erlendum gjaldeyri er stundir
líða. • t
En þó að margt hafi á unnizt
eru þó verkefnin sem bíða hinn-
ar dugmiklu íslenzku þjóðar ó-
tæmandi. Landið er á margan
hátt ríkt af náttúruauðæfum ef
þau eru nýtt á réttan hátt til
hagsbóta fyrir landslýðinn. 'I
Þjóðin verður að halda áfram
ótrauð á sinni framfarabraut og
gæta þess að láta ekki ábyrgðar-
lausa lýðskrumara er sagt hafa
lýðræði og frelsi strið á hendur,
glepja sig í baráttunni fyrir
betri lífskjörum og glæsilegri
framtíð.
Á undanförnum árum hefur
æska landsins í æ ríkari mæli
skipað sér undir merki Sjálf-
stæðisflokksins og berst nú
ótrauðari en nokkru sinni fyrr
fyrir framgangi Sjálfstæðis-
stefnunnar, þeirrar stefnu,
sem að allt líf íslenzku þjóð-
arinnar hefur sannað, að er í
mestu samræmi við eðli henn-
ar og lífsbaráttu.
KOMMUNISTAR OG
VERÐLAGSEFTIRLITIÐ
Kommúnistar hafa ráðist á
ríkisstjórnina fyrir að leyfa of
háa álagningu á ýmsar vörur hér-
lendis. Sannara er þó, að síðan
verðlagseftiriitið var afnUmið í
Eiga kjarnorku-
tilraunir sök á
mannskæðum
hvirf ilbyl jum ?
NEW YORK, 18. júní: — Sterling
Cole heitir formaður kjarnorku-
málanefndar bandaríska þingsins.
Hann hefir lýst yfir, að kjarn-
orkutilraunum í Nevada verði
hætt, ef á daginn komi, að sam-
band sé milli þeirra og hinna
skæðu hvirfilvinda, sem geisað
hafa um mörg héruð landsins og
valdið miklu tjóni á lífi og eign-
um manna. Hafa hvirfilbyljir
þessir þótt ískyggilega tíðir und-
anfarið. !
Ef nokkurt samband reynist
hér milli yrði tilraunavettvangur
inn fluttur aftur til Eniwetok frá
Nevada.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim mörgu, skyldum
og vandalausum, sem á ýmsan hátt glöddu mig á 80
ára afmæli mínu 17. júní.
Ásmundur Gestsson.
Ég þakka innilega öllum þeim, sem auðsýndu mér
vináttu og hlýhug á 70 ára afmæli mínu, og óska þeim
alls hins bezta í framtíðinni.
Marsibil Teitsdóttir,
Mellandi, Hvammstanga.
Ég flyt hér með öllum þeim, er heiðruðu mig 'með
návist sinni á áttræðisafmæli, færðu mér gjafir og sýndu
mér vináttu, innilegt þakklæti. Sérstaklega þakka ég
ættingjum mínum, börnum og barnabörnum ættrækni
þeirra og vináttu. Einnig þakka ég herra Högna Gunn-
arssyni alla vináttu hans fyrr og síðar.
Pétur Fr. Jónsson.
Bifreið til sölu
Éord Station vagn í topp Standi. — Verður til
sýnis og sölu í dag við Leifsstyttuna kl. 2—6.
Tilboð óskast á staðnum.
Maðurinn minn
ÞÓRÐUR MARKÚSSON
lézt í sjúkrahúsi Hvítabandsins 17. þ. m.
Fyrir hönd aðstandenda
Guðríður Ágústa Jóhannsdóttir,
Framnesveg 57.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför
GUÐMUNDAR S. JÓNSSONAR
Sveinseyri.
Guðríður Guðmundsdóttir, börn og tengdabörn.
Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
ÞURÍÐAR JÓNASDÓTTUR
Reynimel 36.
Aðstandendur.
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og
vinarhug við fráfall og jarðarför mannsins míns
JÓNS EIRÍKSSONAR
frá Krossi.
Fyrir hönd vandamanna
Guðbjörg Elíasdóttir.
^^^^^^g^^^^mm^mmmmammmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm ■
Innilega þökkum við öllum, er sýndu okkur samúð
og vinarhug vð andlát og útför mannsins míns og föður
okkar,
ÓLAFS SÆMUNDSSONAR
sjómanns.
Sérstaklega þökkum við Skipaútgerð Ríkisins og skip-
verjum á Ms. Skjaldbreið. — Guð blessi ykkur öll.
Jónína Hansdóttir og börn.
Þökkum hjartanlega auðsýnda vináttu og samúð í
veikindum og við útför
STEINUNNAR ÞORLEIFSDÓTTUR
frá Ásbúð.
Vandamenn.