Morgunblaðið - 23.06.1953, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.06.1953, Blaðsíða 1
Öflinpi efnahagsviðreisn, atvinnuöryggi cg stórfram Stefnu Sjálfstæðisflokksins Mr.xEðarm.ál -ykr Sjálfstæðisflokkurinn telur, að efla beri iðnaðinn af fremsta megni og eigi hann að njóta hliðstæðrar aðstoðar og fyrirgreiðslu ríkisvaldsins sem sjávarút- vegur og landbúnaður. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherzlu á, að bankar og aðrar lánstofnanir leysi til hlítar úr lánsfjárþörf iðnaðarins. Sérstaklega er það þýðingarmikið, að seðlahankinn endurkaupi víxla iðnaðarins vegna inn- kaupa á efnivörum. Iðnaðarbanka íslands sé jafn framt séð fyrir nægilegu rekstrarfé. íslenzkur iðnaður verði efldur á allan hátt og með því sparaður gjaldeyrir og treyst fjölhreytni í at- vinnulífi landsmanna. í því skvni verði tollolög og lög um söluskatt endurbætt, íslenzkur iðnaðarvarningur verndaður gegn erlendri samkeppni, og forðast að leggja hömlur á innflutning efnisvöru til iðnaðar. -y^- Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að breytingu á skattalögunum og lögunum um hlutafélög, svo iðn- aður á grundvelli einkaframtaks fái þrifizt í landinu. ★ Jarðhiti, vatnsorka og aðrar auðlindir verði nýtt- ar til útflutnings. Styrkt sé sala íslenzkrar iðnvöru á erlendum mörkuðum. Jafnframt verði stofnað til stóriðnaðar á sviði efnaiðnaðar og annarra greina til þess að skapa öryggi og festu í atvinnulífinu. Lokið sé byggingu Iðnskólans í Reykjavík, mið- stöð fyrir tæknilega fræðslu í landinu. Ekki verði leitað út úr landinu um iðnaðarfram- kvæmdir. sem íslenzkir iðnaðarmenn geta fullvel leyst af hendi. Nýsmíði skipa sé aftur komið á fót innanlands. Bygging íbúðarhúsa verði gefin að fullu frjáls. Eleyk víkingmr! D-listinn er ykkar listi kvæmdir er stelna Sjálfstæðisflokksins Samstjórn Framsóknar og krata myndi herða höftin. INNAN einnar viku verður íslenzka þjóðin spurð að því við hverja stjómarstefnu hún vilji lifa næstu fjögur árin. í hennar höndum, og hennar einnar, liggur valdið til þess að ákveða hvort tímar hagsældar, áframhaldandi viðreisn- ar og innanlandsfriðar fari í hönd. íslenzkir kjósendur eiga einir ákvörðunina um, á hvern | hátt sjálfstæði þjóðarinnar, öryggi hennar og efnalegri vel- megun verður bezt borgið; hvort hér þróast arðbær atvinnu rekstur og blómlegt athafnalíf, hvort framhald verður á nýfengnu viðskipta- og athafnafrelsi, hvort fjárhagslíf og framfaramál verða leyst úr læðingi hafta og ríkisfjötra, hvort hér muni búa frjáls og farsæl þjóð í sjálfstæðu landi. Allt þetta ákveða íslenzkir kjósendur með atkvæði sínu innan einnar viku og allt þetta eru þau stefnumál og höfuð- markmið, sem Sjálfstæðisflokkurinn mun efla til fram- kvæmdar, veiti íslenzkir kjósendur honum fylgi sitt og lið. Við þessar kosningar verður kosið um tvö höfuðmál. í annan stað efnahagsmál þjóðarinnar og í hinn staðinn utanríkis- og Iandvarnamál. Á því kjörtímabili, sem nú er að líða, hafa orðið mikil þátta- skil í islenzkum stjórnmálum. í nær tuttugu ár hefur þjóðin búið við sívaxandi höft, frelsis- skerðingu og hinar margvíslegustu hömlur. Hin harðsvíraða hafta- stefna var tekin upp árin 1934—37 með samstjórn Alþýðuflokks- ins og Framsóknarflokksins. Atvinnulíf landsmanna var keyrt í fjötra, verzlunin einokuð í skjóli strangra innflutningshafta, gjaldeyrisskortur fór sívaxandi, þun-ð varð smám saman á neyzluvörum innanlands og fram- Ieiðslutækin gengu úr sér. Útflutningsframleiðslan dróst saman þrátt fyrir hið hagstæðasta verzlunarárferði, og allt virtist benda til þjóðargjaldþrots, hefði styrjöldin ekki rétt efnahag þjóðar- innar við. Slíkt var ástandið, þegar hið blómlega athafnatímabil hófst hér Framh. á bls. 2. «>- Sama ólgan í A-Þýzkalandi ★ BERLÍN, 22. júní: — í dag tilkynnti Sósialistaflokkur Aust ur-Þýzkalands, að ólgan í landinu væri síður en svo um garð geng- in og nú væri unnið að því að hafa hendur í hári manna þeirra, sem „skipulögðu byltingatilraun- ina“, eins og sagt var í kommún- istaútvarpinu í Berlín. — Einnig var útvarpið eitthvað að f jasa um að „ganga til móts við kröfur verkamanna“, mistök hinnar kommúnísku ofbeldisstjórnar o. s. frv. -fc Það þótti tíðindum sæta, að Ulbricht innanríkisráðherra aust ur-þýzku stjórnarinnar, skyldi ekki sitja lokaðan fund komm- únistastjórnarinnar, sem haldinn var í morgun. — NTB-Reuter. Utifandur Sjálfstæðis maiBKa í Tivoli HÉR í blaðinu birtist mynd af nokkrum hluta mann- fjöldans, er kom saman á útifundi Sjálfstæðisfélag- anna í Tívolí á sunnudag- inn var. Að sjálfsögðu var þess enginn kostur að láta myndina ná yfir allar þær þúsundir, er þarna voru saman komnar. Myndin hér neðst á síðunni nær líka yfir 16. síðu blaðsins. — Sjá frásögn á bls. 2. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. ■ ■ iinuni «»»••!!!! R .JíV* Iql JrAp I w - - BjLJfrahll b; mtSH jfet '"*%»■ '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.