Morgunblaðið - 23.06.1953, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. júní 1953
© G'n^>C_^'£) ® G'>^C_^r'S ®
HOLAR
: ® G^J? C_^^ð ® G"^_J> __''D ®
SAMTAL Sigurðar Guðnason-
ar við Morgunblaðið verður
mönnum að umræðuefni hvar
sem þeir hittast. Sumum finnst
Sigurður hafa haldið illa á máli
kommúnista og að óþörfu afhjúp-
að hræsni þeirra og tvöfeldni.
Þetta er mesti misskilningur.
Sigurður tók þvert á móti upp
þá einu vörn, fyrir flokk sinn,
sem úr þessu var fær, sem sé
þá að þykjast vera með öllu
. ókunnugur heimsviðburðunum.
• Enginn skyniborinn maður get-
| ur lengur játað, að hann sé kom-
j múnisti og fylgist þó með í því,
l scm er að gerast úti í heimi.
Kommúnistar verða að loka
báðum sínum andlegu augum til
1 þess að geta haldið tryggð við
í stefnu sína. Þetta skilur Sigurð-
; ur og sýnir með því meiri hrein-
{ skiíni og heilbrigða dómgreind,
f en hinir foringjar flokks hans.
í Sigurður segir sem er, að hann
l sS kommúnisti og sé fyrirfram
saraþykkur öllu, sein kommúnist-
* ar gera. Hann hefur enga samúð
i með verkamönnum, ef þeir ó-
í hlýðnast sínum kommúnistisku
| húsbændum. Ef þeir gera sig
l scka um slíkt má að dómi Sig-
j urðar, skjóta þá niður, sem hræ-
1 varg cg kremja þá sundur með
| skriðdrekum.
j- Sigurði finnst fullkomin rátt-
r læting fyrir, að svo sé farið að,
;; ef verkamennirnir eru sósíal-
I demókratar, frjálslyndir eða
hægri sinnaðir. Falli menn í því
; slíka villu, finnst Sigurði það alls
: ekki umtalsmál, þótt þeir séu
f hengdir, skotnir eða brytjaðir
i niður.
Ekki telur hann það heldur til-
' tökumál þótt verkamenn í ríkj-
um kommúnista fái engu ráðið
| um kjör sín. í hverju dýrðin aust-
ur þar sé fólgin, fæst Sigurður
j hinsvegar ekki til að segja. Hann
fullyrði það eitt, að hún sé ólýs-
! anleg. Enginn, sem ekki hefur
séð, geti skilið, og þess vegna
þýði ekki um það að tala.
Altt hljómar þetta einkenni-
lega, en er samt eina skynsam-
lega framkoman Ii.já kommum
nú. Málstaður þeirra er svo hroða
legur, að engin orð fá varið hann,
hcldur aðeins blint og skefja-
laust ofstæki, sem lætur sér
nægja að segja: Ég er og verð
: koramúnisti, hvað sem á dynur.
ÞAÐ vakti athygii kunnugra,
að á framboðslista Framsóknar
hér í bæ, skipar alþekkt komm-
únistakona eitt sætið. Hún vinn-
ur á Veðurstofunni og er ekki
farið dult með, að hún ætlar sér
að hreppa skrifstofustjóra-
embættið þar með þessari þjón-
ustu við Rannveigu.
Hvort hún í kjörklefanum kýs
Rannveigu, er annað mál, en
fróðlegt verður að sjá, hvort hún
hreppir stöðuna, sem hún keppir
eftir.
'k'k'fcr
ALÞÝÐUBLAÐIÐ talar mikið
um ofsóknir Sjálfstæðismanna
gegn kjósendum. Allt er þetta til-
búningur frá rótum, enda er frá-
leitt að hægt sé að halda saman
stærsta flokkinum í frjálsu þjóð-
félagi með kúgun og ofbeldi.
Hitt er sönnu nær, að Sjálf-
stæðismenn hafa fyrr og síðar séð
í gegnum fingur sér við andstæð-
inga sína af ótrúlegri linkind. —
Þannig er nú sagt, að Hannibal
Valdimarsson sé efin á fullum
launum sem skólastjóri gagn-
fræðaskólans á Ísaíirði, þótt hann
hafi ekki komið nærri þeiin störf-
um um árabil, og sé búinn að vera
ritetjóri Alþýðublaðsins í Reykja
vík nærri 6 mánuði.
Auðvitað er rangt að láta menn
^jaida sinna pólitísku skoöana,
T
isfólks í Reykjavik
8-10 þús. manns í Tívolí á sunnudaginn.
ÚTISAMKOMA Sjálfstæðisflokksins s. 1. sunnudag er sú fjöl-
mennasta pólitíska samkoma, sem haldin hefur verið í Reykja-
vík. Feykilegur mannfjöldi sótti þessa glæsilegu útihátíð í Tivoli
og voru frá 8—10 þús. manns á samkomunni.
Þessi fjöldasamkoma sýnir vissulega, að Sjálfstæðisflokkurinn
á að fagna miklum og vaxandi vinsældum meðal íbúa höfuðborg-
arinnar. Ræðumönnum ölium var tekið hið prýðilegasta og gerði
mannfjöldinn afburða góðan róm að máli þeirra.
Þeir Bjarni Benediktsson, ráðherra, Jóhann Hafstein, banka-
stjóri og Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, fluttu hvatningaræður
um kosningaviðhorfið og skorúðu á Sjálfstæðismenn að leggja
flokki sínum og hugsjón allt það, sem þeir mættu.
Bar þessi geysifjölmenna útisamkoma þess glæstan vott hver
sigurvilji og sóknarhugur býr með Sjálfstæðismönnum í Reykja-
vík og markaði þann ásetning þeirra að tryggja flokki sínum
og stefnu verðugan sigur í væntanlegum kosningum.
®>---------------------------
Frföarsiefnan
heimskuleg
„FRÁ sjónarmiði Marxism-
ans er nauðsynlegt að á-
kvarða stjórnmálaeðli hverr
ar styrjaldar út af fyrir sig“.
Og enn:
„Afstaða vor til styrjaldar
hlýtur að vera mismunandi
á ýmsum tímum, í samræmi
við hinar sögulegu aðstæð-
ur, innbyrðis afstöðu stétt-
anna o. s. frv. Það væri
heimskulegt að afneita þátt-
töku í styrjöldum í eitt
skipti fyrir öll og gera það
að grundvallaratriði.“
Þessi ummæli prentar
Réttur 1939, s. 162, eftir
Lenin. Kommúnistar hér á
landi hafa verið þessum
kenningum trúir. Þær skýra
af hverju Brynjólfur Bjarna
son lýsti yfir því á Alþingi
1941, að hér á landi mætti
„skjóta án miskunnar“ að-
eins, ef það kæmi Rúsum að
gagni.
Þær skýra einnig af
hverju sami Brynjólfur tók
í Rétti 1941 s. 134 til orða
á þessa leið:
„ .. þá ber þjóð vorri skylda
til að vinna á sínu sviði allt
hvað hún megnar að því að
herstyrkur þjóðanna, sem
gegn Hitler berjast, megi
verða sem beztur og nothæf-
astur í hvívetna, einnig hér
á landi, og vill flokkurinn
lcggja áherzlu á að íslenzk-
ur verkalýður og íslenzkur
almenningur stuðli að því
eftir mætti að svo megi
verða.“
Er menn hugleiða þetta,
er ómögulegt að dyljast
þess, að tal kommúnista nú
um hlutleysi og frið miðar
einungis að því að greiða
fyrir árásaráformum Rússa.
Þeir vilja að ísland sé varn-
arlaust, svo að það geti orð-
ið stökkpallur hins alþjóð-
lega kommúnisma til árása
gegn hinum friðsömu vest-
rænu lýðræðisþjóðum.
Kommúnistadeildina hér
skiptir það engu, þótt ham-
ingju og jafnvel tilvist allr-
ar íslenzku þjóðarinnar
mundi stefnt í meiri voða
með slíkum aðförum en
hana hefur nokkru sinni
áður hent.
D-LISTINN
er listi Sjálfstæðisflokksins
REYKJAVÍK Á AÐ NJÓTA
RÉTTLÆTIS
Dagskráin hófst kl. 3,30 e. h.
með því að Lúðrasveit Reykja-
víkur lék nokkur lög. Þá flutti
Bjarni Benediktsson, ráðherra,
ræðu. Vék hann máli sínu að
haftastjórn Framsóknar og Al-
þýðuflokksins á árunum fyrir
stríð. Hvernig fjandskapar hefði
ávallt gætt af hálfu hennar til
I höfuðborgarinnar og íbúa henn-
ar, og gætti þeirrar andúðar stöð-
ugt síðan. Úti um land ásökuðu
andstæðingar Sjálfstæðismanna
þá fyrir að vera of hliðhollir
Reykjavík. Sjálfstæðismenn vilja
gæta jafnréttis milli byggða lands
ins og láta höfuðborgina njóta
réttlætis. Hvatti hann Sjálfstæð-
ismenn til öflugrar sóknar fyrir
sigri flokksins.
Að ræðu hans lokinni söng
karlakórinn Fóstbræður nokkur
lög undir stjórn Jóns Þórarins-
sonar.
FORY STUHLUTVERK
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Þá flutti Jóhann Hafstein,
bankastjóri ræðu.
Sýndi hann fram á, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði alltaf
haft meirihluta í Reykjavík og
ævinlega verið langstærsti flokk-
ur þjóðarinnar við allar Alþingis
kosningar. Rakti hann í örfáum
dráttum sögu Sjálfstæðisflokks-
ins, sem bæri órækt vitni um for-
ystuhlutverk flokksins í íslenzk-
um stjórnmálum, vaxandi styrk
flokksins og framsýni.
Stuðningur við Sjálfstæðis-
flokkinn væri bezta tryggingin
fyrir áframhaldandi framförum
og hagsæld í atvinnu og efna-
hagsmálum þjóðarinnar.
! Þá sungu þau Hjördís Schym-
berg og Einar Kristjánsson ein-
söngva og tvísöngva.
HINR ÓÁNÆGÐU
Gunnar Thoroddsen, borgarstj.,
flutti þriðju og síðustu ræðuna.
Ræddi hann um ádeilur minni-
hlutaflokkanna á stjórn Reykja-
víkur, nöldur þeirra og nart, sem
ekki sprytti af umbótaviðleitni,
heldur valdafíkn og magnaðri óá-
nægju. Lýðveldisflokkurinn væri
ruslakista hinna óánægðu, sem
setti sér þá einu stefnuskrá, að
safna kvörtunum og aðfinnslum
undir fána sinn, andstæðum og
ósamstæðum og þættist síðan
ætla að bæta úr þeim öllum!
Skoraði borgarstjórinn á alla
Reykvíkinga að standa þétt
saman um hag Sjálfstæðisflokks-
ins, borgar sinnar og lands.
Að lokum sungu Fóstbræður
enn og Brynjólfur Jóhannesson
leikari las upp og söng gaman-
vísur. — Lauk svo hinni glæsi-
legu útihátíð.
57%
TÓKÍÓ, 22. júní: — Hið áhrifa-
mikla japanska blað, Asahi, full-
yrti í dag, að skoðanakönnun
hefði sýnt, að 57% japönsku
þjóðarinnar vilji endurhervæð-
ingu landsins og að stofnaður
verði japanskur her hið fyrsta.
— NTB-Reuter.
Svarl og hvífl
„í SAMNINGATILBOÐI þvl
sem Sovétríkin gerðu Finn-
landi í fyrrahaust, fólst
ekkert, sem skerti sjálfstæði
Finnlands. Þetta viður
kenndu Finnar sjálfir um öll
atriðin nema leiguna á
Hangöskaga, en á því atriði
strönduðu samningarnir. Þó
var það ekki annað en við-
bára. Enginn neitar því nú,
að Finnar séu enn sjálfstæð
þjóð, og hafa þeir þó orðið
að ganga að stórum harðari
skilmálum en farið var fram
á í fyrra, meðal annars því,
að leigja Hangöskaga."
Þannig er tekið til orða í
Rétti 1940, s. 55. Þá töldu
kommúnistar sjálfstæði
Finnlands ekki skert, þótt
Rússar settu þar upp her-
stöðvar um ófyrirsjáanlega
framtíð. Nú tala þeir um
kúgun og afsal fullveldis,
þegar íslendingar ganga af
frjálsum vilja í varnarbanda
lag og geti, livenær sem þeir
sjálfir ákveða, sagt hinu er-
lenda varnarliði að hverfa
úr landinu með 114 árs
fyrirvara.
Þetta er aðeins eitt dæmi
um óbotnandi hræsni komm
únista í sjálfstæðis- og
varnarmálum þjóðarinnar.
Það er ekki að furða þó að
flokkur mcð slíkan málstað
sé mi óðum að tapa fylgi og
tiltrú.
Fjandmenn
þjóðarinnar
MARGIR hafa undrazt þol-
inmæði íslenzkra yfirvalda
gegn kommúnistum. í Rétti
1939, s. 180, segir Einar Ol-
geirsson berum orðum:
„Út af fyrir sig er auð-
vitað ekliert við það að at-
huga að sósíalisti starfi í
þjónustu ríkisins og stund-
um er jafnvel hugsanlegt, að
beita embættum eða stöð-
um, sem þeir eru settir í,
sem vígi fyrir verkalýðs-
hreyfin.guna.“
Með þessu játar Einar
hvert hlutverk kommúnist-
ar hafa kosið sér sem starfs-
menn íslenzka ríkisins. Þeir
vinna þar sem fjandmenn
þjóðarinnar í þágu flokks-
klíku sinnar.
Hversu lengi ætlar þing
og stjórn að láta sér slíka
aðferð lynda?
— Efnahagsviðreisn
Glæsilegt héraðsmóf Sjálf-
r
sfæðismanna á Ssafiri
ISAFIRÐI, 22. júní. — Héraðsmót Sjálfstæðismanna á ísafirði
var haldið að Uppsölum á laugardags- og sunnudagskvöld. Var
þar mikið fjölmenni bæði kvöldin og fór mótið mjög vel fram og
var hið glæsilegasta.
Á laugardagskvöld setti Sverr- Kjartans J. Jóhannssonar, þau
ir Hermannsson mótið, en ræður frú Guðbjörg Barðadóttir og
fluttu Kjartan J. Jóhannsson, frú Símon Helgason.
Sigríður Jónsdóttir og Matthías' Gamanleikararnir Alfreð And-
Bjarnason. résson og Haraldur A. Sigurðsson
Á sunnudagskvöldið setti mót-' skemmtu með leikþáttum og gam
ið og stjórnaði því Guðfinnur' anvísum. Carl Billich lék einleik
Magnússon. Þetta kvöld tóku til á píanó og norska kabarettsöng-
máls auk frambjóðanda Sjálf-j konan Jeanita Melin söng dæg-
stæðisflokksins hér á ísafirði, urlög.
Ræðumönnum var mjög vel
..—....... tekið svo og skemmtiatriðum.
I Var aðsókn að mótinu svo mik-
en er það ckki sannsýnilegra, að jj; ag fjöldi fólks varð frá að
Alþýðuflokkurinn borgi sjálfur hverfa og stóð fjöldi manns fyr-
Hannibal uppihald, heldur en að ir utan húsið og hlýddi þar á
skattþegnar í öðrum flokkum séu það sem fram fór.
látoir gera það? 1 J,
Framh. af bls. 1.
að styrjöldinni lokinni, undir stjórn Ólafs Thors. Framleiðslutækl
landsmanna voru endurnýjuð, bæði til sjávar og sveita og landið
byggt upp með hjálp aukinnar tækni, undir forystu Sjálfstæðis-
fiokksins.
Allan þennan tíma hafði flokkurinn þó ekki einn bolmagn til
að leysa þjóðina úr þeim fjötrum, sem samstjórn Framsóknar og
Alþýðuflokksins hafði brugðið henni. Afskipti ríkisins af málefn-
um einstaklinga jukust, sköttum var bætt ofan á skatta og fram-
kvæmdarþrek þjóðfélagsþegnanna stórlega lamað.
Gegn þessari stjórnarstefnu gekk minnihlutastjórn Sjálfstæðis-
flokksins með viðreisnartillögum sínum í efnahags- og atvinnu-
málum. Á grundvelli þeirra hefur höfuðatvinnuvegunum verið
komið á hallalausan grundvöll, ríkissjóði forðað frá greiðsluhalla,
styrkir og uppbætur afnumdar, innflutningsverzlunin gerð að'
mestu frjáls og skömmtun og vöruþurrð afnumin. Sjálfstæðis-
flokkurinn lagði grundvöllinn að stórframkvæmdum þeim, sem
nú tryggja atvinnuöryggi landsmanna að miklu og munu gera
það enn frekar í framtíðinni. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurina
hafið nýjan kafia í framfarasögu landsins.
★
En þjóðin hefir ekki gengið nema skamman spöl á braut við-
reisnar og athafnafrelsis. Enn á eftir að létta af þegnunum mörg-
um sköttum og skyldum, minnka ríkisafskipti og efla einkafram-
tak. — Það er höfuðhlutverk Sjálfstæðisflokksins í framtíðinni
og að því mun hann vinna innan þings og utan. Til þess þarf
hann fylgi allra frjálshuga og athafnasamra íslendinga, sem vilja
eflingu heilbrigðs atvinnulifs, stéttasamvinnu og vinnufriðs.
STEFNA ÞEIRRA ER TAKMARK SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINSl