Morgunblaðið - 23.06.1953, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.06.1953, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. júní 1953 5 174. dagur ársins. VorvertíSarlok. ÁrdegisflæSi kl. 3.15. SíSdegisflæSi kl. 9.13. ’ Næturlæknir er í læknavarðstof- linni, sími 5030. iNæturvörSur er í lyfj atíúðinni Iðunni, sími 7911. Rafmagnsskömmtunin: I dag er skömmtun í 5. hverfi frá kl. 10.45 til 12.30 og á morg- .ttn í 1. hverfi frá kl. 10.45 til 12.30 • Afmæli • Gísli SigurSsson, lögregluþjónn i Hafnarfirði verður fimmtugur í dag. • Hjönaefni • Daginn fyrir þjóðhátið stofn- nðu með sér festar ungfrú Rósa Itoftsdóttir, skrifstofumær hjá sakadómara og cand. jur. Björn 'Sveinbjörnsson, sýslumannsfull- trúi í Hafnarfirði. 17. júní opinberuðu trúlofun sína ungfrú Kolbrún Hoffntý, Selfossi og Smári Sigurjónsson, rakari, Þverholti 18L Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Guðbjörg Vagnsdóttir, Aðalstræti 33, Patreksfirði og Einar Guðsteinsson, Ysta-Felli, Grindavík. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Hólmfríður Björnsdóttir, Aragötu 1 og Ólafur Þorsteins- Bon, Lokastíg 28A. 17. júní opinberuðu trúlofun «ína ungfrú Jónína Þorsteinsdótt- «r, afgreiðslumær, Efstasundi 22, •og T.árus Sigurðsson, rafvirkja- «emi, Stangarholti 12. 17. júní opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sigríður Benný Jón- asdóttir, Nesvegi 8 og Jóhannes Pétursson, Freyjugötu 4, Rvík. Sjálfstæðisfólk utan af landi sem statt verður í bænum fram yfir kosningar, hafið samband við Wkrifstofu flokksins í Vonarstræti 4. Símar 7100 og 2938. Krabbameinsfél. Rvíkur Skrifstofa Krabbamemsfélags Heykjavíkur, Lækjargötu 10B,, er opin daglega frá kl. 2—5. Sími *947.------ • Skipafréttir • dfimskipafélag fslands li.f.: .Brúarfoss fór frá Rotterdam 19. þ. m. til Reykjavíkur. Detti- íoss fór frá Dublin í gærdag til Warnemiinde, Hamborgar, Ant- werpen, Rotterdam og Hull. Goða rfoss fór frá Hull 19. þ. m., vænt- anlegur til Reykjavíkur f.*h. í dag. Gullfoss fór frá Reykjavík 20. þ. sm. til Leith og Kaupmannahafnar. liagarfoss fór frá Reykjavík 14. |».m. til New York. Reykjafoss fór frá Húsavík 20. þ.m. til Kotka í Finnlandi. Selfoss fór frá Gauta Töorg 18. þ.m. til Austfjarða. — Tröllafoss fer frá Reykjavík í “kvöld til New York. Drangajökull •fór frá New York 17. þ.m. til Reykjavíkur. — ftikisskip: Hekla fer frá Kaupmannahöfn Dagbók ALGLVSINGAH sem birtast eiga í Sunnudagsblaðinu þúrfa að hafa borizt fyrir kl. 6 á föstudag 'blakú OPi 'Cfiint í kvöld áleiðis til Reykjavíkur. — Esja er í Reykjavík og fer þaðan á fimmtudaginn vestur um land í hringferð. Herðubreið er á aust- fjörðum á norðurleið. Skjaldbreið er á Húnaflóa á suðurleið. Þyrill er á leið til Hvalf jarðar að vest- an og norðan. Skaftfellingur fer frá Reykjavik til .Vestmannaeyja í kvöld. Baldur fór frá Reykjavík í gærkveldi til Gilsfjarðarhafna. Skipadeild SÍS: Hvassafell losar timbur í Rvík. Arnarfell lestar timbur í Kotka. Jökulfell fór frá New York í gær áleiðis til Reykjavíkur. Dísarfell losar koks og kol í Stykkishólmi. Bláfell lestar í Reykjavík. • Flugferðir • Flugfélag íslands h.f.: Innanlandsflug: — í dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar (2), Vestmannaeyja, Bíldudals, Blönduóss, Egilsstaða, Fáskrúðs- fjarðar, Flateyrar, Neskaupstað- ar og Þingeyrar. Frá Akureyri verða flugferðir til Blönduóss og Egilsstaða. — Á morgun eru á- ætlaðar flugferðir til Akureyrar (2), Vestmannaeyja, Hólmavíkur, Isafjarðar, Sands, Sauðárkróks og Siglufjarðar. Frá Akureyri verður flogið til Sauðárkróks og frá Vestmannaeyjum til Hellu. — Millilandaflug: — Gullfaxi fór til London í morgun og er væntan- legur aftur til Reykjavíkur kl. 22.45 í kvöld. Flugvélin fer til Kaupmannahafnar kl. 8.00 í fyrra málið. — Sjálfstæðisfólk Gefið kosningaskrifstofu flokks ins í Vonarstræti 4, upplýsingar um kjósendur, sem ekki verða í bænum á kjördegi. Símar skrifstof unnar eru 7100 og 2938. • Blöð og íímarit • Ltvarpstiðindi, júníheftið, er nýkomið út og er að þessu sinni átta síðum stærra en áður. Meðal efni þess má nefna grein um þátt inn: Heima og heiman, Hafnar- fjörður á tímamótum, (erindi Ól- afs Þorvaldssonar) grein um Arngrím Valagils, Laust mál um listamenn, eftir Halgrím Helga- son tónskáld, Hattur Napoleons, smásaga, Hvað er í útvarpinu? (dagskrárkynning). Fréttaauki. Raddir hlustenda o. m. fl. Er all- ur frágangur ritsins hinn vandað- asti sem fyrr. Um borð í m.t. „Bergljót“, Antwerpen 18. júní 1953 Kæra Morgunblað. — Við er- um hér þrír ungir Islendingar, sem erum í siglingum á norskum tankbát og okkur langar gjarnan að komast í bréfasamband við stúlkur á aldrinum 17—-21. Okk- ur fannst bezt að skrifa ykkur, því að við vorum öruggir um það, að þið mynduð liðsinna okkur og birta nöfn bkkar í blaðinu. Helzt verða myndir að fylgja af stúlk- unum, sem vilja skrifa okkur. — Utanáskrift okkar er: Kristján Sveinsson, Pétur Kjartansson, Meyvant Rögnvaldsson. — Gill Jóhannessen, Enge 7, M.t. Berg- Ijót, Osló, Norge. Þakkir frá EHiheimilinu Gamla fólkið í Eliiheimilinu, sem Bifreiðaeigendafélag Islands bauð í skemmtiferð s.l. laugardag flytur alúðarþakkir til allra, sem hlut eiga að máli, fyrir gleði þá og ánægju, sem ferðin veitti því. I Var hún vel heppnuð í alla staði og mun verða minnzt af þakklát- 1 um hug af öllum þeim, sem áttu þess kost að taka þátt í henni. Minningarspjöld Styrktari og ‘•júkrasjéiðs verzl- unat'manna, eru afgreidd í skrif- „La Traviata” í Stjörnubíói Stjómarbíó sýnir „La Traviata" á 7-sýningu í kvöld. Er það síð- asta sýningin á kvikmyndinni að þessu sinni. stofu Verzlunarmannafélags Rvík ur, Vonarstræti 4, opin daglega kl. 9—5. Þingvallaferð, 20. júní 1953 Til hílstjóranna Bjartar nætur Islands á afl í foss og runni. Anga blómin undursmá útí náttúrunni. Til Valhallar ef vendum við, vænkast ráðið flestum. Bílstjóranna blessað lið bauð nú hingað gestum. Engan líka eiga þeir eins á nátt og degi. Orðstir þeirra aldrei deyr ástarþökk ég segi. Opnist ykkur gatan greið gleðjist lífs á torgum, aldrei keyrið út af leið, sem olli slysi og sorgum. Bílstjóranna blessist mund bezt er Guði að trúa. Tíræðir á gömlu Grund glaðir máske búa. Ein á níræðisaldri. Spítalastíg 2B en ekki tvö 1 fregnum blaðanna 13. þ.m. af dómum sakadóms Reykjavíkur í tveimur málum út af herbergja- leigum til hermanna, sem taldar voru brot gegn 206. gr. hegningar- laganna og lögum nr. 59, 1936, segir, að annað húsið, sem um sé að ræða, sé nr. 2 við Spítalastíg. Þetta er á misskilningi byggt þar sem húsið er nr. 2B við Spítala- stíg og leiðréttist þetta hér með. Veika telpan Afh. Mbl.: — H. J. kr. 50,00. SóJheimadrengurinn Afh. Mbl.: S. Þ., áh., kr. 100,00. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ 2 áheit hefi ég móttekið nýlega krónur 500,00 frá frú Björgu Guðmundsdóttur í Firði í Austur Skaftafellssýslu og 100,00 kr. frá ónafngreindum manni. — Afhent mér af Sigurjóni prófasti Guð- jónssyni. — Matthías Þórðarson. F ramhald saðalf u ndur Vélstjórafélags íslands verður haldinn fimmtudaginn 25. júní kl. 8, en ekki á miðvikudag, eins og auglýst var. • Gengisskrdning • (Sölugengi): 1 bandarískur dollar .. kr. 16.32 1. kanadiskur dollar .. 1 enskt pund.......... 100 danskar kr........ 100 sænskar kr........ 100 norskar kr........ 100 belsk. frankar .... 100 finnsk mörk .... 1000 franskir fr...... 100 svissn. frankar .. 100 tyrkn. Kcs........ 1000 lírur ........... 100 þýzk mörk ........ 100 gyllini .......... (Kaupgengi): 1 bandarískur dollar .. 1 kanadiskur dollar .. 1 enskt pund .......... 100 danskar krónur .. 100 norskar krónur .. 100 sænskar krónur .. 1.00 belgiskir frankar 1000 franskir frankar 100 svissn. frankar .. 100 gyllini ........... 100 tékkn. Kcs......... kr. 16.46 kr. 45.70 kr. 236.30 kr. 315.50 kr. 228.50 kr. 32.67 kr. 7.09 kr. 46.63 kr. 373.70 kr. 32.64 kr. 26.12 kr. 388.60 kr. 429.90 kr. 16.26 kr. 16.41 kr. 45.55 kr. 235.50 kr. 227.75 kr. 314.45 kr. 32.56 kr. 46.48 kr. 372.50 kr. 428.50 kr. 32.53 D-LISTINN er listi Sjálfstæðisflokksins Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins (Utankjörstaðakosning) er 1 Vonarstræti 4 (V.R.), II. hæð. — Símar 7100 og 2938. Skrifstofan er opin frá kl. 10 til 7. • Utvarp • Þriðjudagur, 23. júni: 8.00—9.00 Morgunútvarp. — 10.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Há- degisútvarp. 15.30 Miðdegisút- varp. 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Auglýsingar 19.45 Fréttir. 20.00 Stjórnmála- umræður; fyrra kvöld. Ein um- ferð: 40 mín. til handa hverjum flokki. Dagskrárlok um kl. 00.10. Erlendar útvarpsstöðvar: Noregur: Stavanger 228 m. 1318 kc. Vigra (Alesund) 477 m. 629 ko. 19 m., 25 m., 31 m., 41 m. og 48 m. Fréttir kl. 6 — 11 — 17 — 20. — Fréttir til útlanda kl. 18.00, 22,00 og 24.00. Bylgjulengdir: 25 m., 81 m. og kl. 22.00 og 24.00, 25 m., 81 m. og 190 m. — Danmörk: — Bylgj olengdlf 1224 m., 283, 41.32, 31.51. SvíþjóS: — Bylgjulengdir: 25.4S m., 27.83 m. — England: — Fréttir U. 01.00 — 03.00 — 05.00 — 06.00 — 10,00 — 12.00 — 15.00 — 17.00 — 19.00 — 22.00. — 'jlhh TriarqurdiafftivA Um vætusamt sumar. ★ Á „sirkussýningunni“: — Sjáðu, mamma, apinn þarna er alveg eins og presturinn okkar. — Þetta mátt þú ekki segja, barn. — — Það gerir ekkert til. Apinn skilur ekki hvað ég segi. ★ Hann hafði borið upp bónorðið og hún svaraði: — Já. Eg vil giftast þér. En mundu það, að ef eitthvað fer mið ur, þá varst það þú sem áttir uppá stunguna að hjónabandinu. ★ — Eg get sagt yður það, prófessor, að ég varð amma í gær. — Nei, hvað segið þér? Og er- uð þér þegar komnar á fætur? ★ Kennslukonan: — Getur nokkur ykkar sagt mér, hvers vegna mað ur á alltaf að gera náunganum gott? Sveinn litli: — Af því að einn góðan veðurdag kann hann að verða ríkur. ★ Karlmaður er orðinn gamall, þegar stúlkur, sem hann blikkar, halda að eitthvað hafi farið upp. í auga hans. ★ — Hvers vegna geltir hundur- inn svona að mér? spurði gestur- inn. — Það gæti ef til vill verið af því, að það er diskur hundsins, sem þér eruð að borða af. ★ Og svo var það hann Kristinn litli, sem átti að nefna fimm hluti sem mjólk var í: — Smjör, ostur, kýr, og tveir mjólkursúkku laðimolar. ★ Á andafundinum komst ekkjan í samband við mann sinn, sem dá- inn var og grafinn fyrir mánuði siðan. — Ert þú hamingjusamur, Jón? spurði hún. — Fullkomlega hamingjusam- ur, var svarið. — Hamingjusamari en þegar við tvö bjuggum saman? — Miklu samingjusamari? — Æ, lýstu Paradís fyrir mér! — Ja — en ég er nú reyndar ekki í Paradís, Sigríður mínl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.