Morgunblaðið - 23.06.1953, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 23. júní 1953 ■
— Úr dagSega lífinu
Framhald aí bls. 8.
um til æskunnar í landinu,
brýndi fyrir henni að elska land-
ið, tungu þjóðarinnar og menn-
ingu og bera ávallt virðingu fyr-
ir íslenzka fánanum, — hinu
heilaga einingartákni þjóðarinn-
ar. —
Gunnar Thoroddsen minntist
í skörulegri ræðu íslenzkrar
tungu, sem væri dýrasti arfur ís-
lendinga. Kvað hann tunguna
vera í meiri hættu stadda nú en
nokkru sinni fyrr, ekki aðeins
vegna erlendra áhrifa, heldur
einnig og einkum vegna andlegr-
ar leti vor sjálfra. Oss þætti þægi
legt að grípa til erlendra orða í
stað þess að leggja það á oss, að
brjóta til mergjar hvaða orð ís-
lerizkt ættu við. Deildi ræðumað-
ur1 allmjög á blaðamenn vora í
þessu efni. Verður því ekki neit-
að, að blaðamennirni'r sýna tung
unni oft minni rækt en skyldi og
bögumæli og málvillur eru dag-
legt brauð í öllum blöðum lands-
ins. Um þetta verður ekki eitt
blað sakað öðrum fremur. —
Þau eiga hér öll óskift mál. Er
þess að vænta að Blaðamannafé-
lagið beiti sér fyrir umbótum á
þessu sviði, því að vissulega er
það satt og rétt, sem borgarstjór-
inn sagði í ræðu sinni, að blöðin
„geta verið styrkasta stoð ís-
lenzkrar tungu —“, en „geta
einnig molað niður málsmekk-
inn —“. En er ekki sökin á þessu
hvað mest hjá skólunum, sem
um langt skeið hafa lagt alla á-
herzlu á setninga- og greina-
merkjafræði í stað þess að glæða
skilning nemendanna á anda
tungunnar og kenna þeim að
rheta fegurð hennar?
yrjað að hlaða upp kirkju-
garðsvegginn í Skálhoíti
Frá aðalfundi Skálholisfélagsins.
í VIKUNNI sem leið hélt Skál-
holtsfélagið aðalfund sinn hér í
Reykjavík, og var þar skýrt frá
störfum þess að undanförnu
N ey tendaf élagið.
SVEINN Ásgeirsson, hagfræð
ingur flutti í útvarpið á föstu
daginn var, stutt erindi um hið
nýstofnaða Neytendafélag hér í
bæ. Skýrði hann frá tilgangi fé-
lagsins og starfsháttum þess og
benti með dæmum á þá miklu
nauðsyn sem á því væri orðin,
að sem flestir neytendur stæðu
að félagsbundnum samtökum til
þess að knýja fram kröfur sínar
um aukna vöruvöndun framleið-
endá og viðunanlega fyrir-
greiðslu í verzlunum. Vafalaust
mun félagsskapur þessi geta kom
ið mörgu góðu til leiða, ef hann
heldur vel á málum. En félagið
þyrfti að láta fleiri svipuð mál
til sín taka, svo sem þjónustu
alla við almenning, því að í
þeim efnum er ástandið miklu
verra en áður var, t. d. fyrir
stríð. — Þá gátu þeir sem þess
óskuðu, fengið.mjólk og mjólkur-
afurðir allar sendar heim til sín.
Þvottahúsinu sóttu þvottinn og
sendu hann heim og verzlanirnar
höfðu sendisveina, sem voru á
stöðugri ferð með vörur til við-
skiptavinanna. Nú er þetta því
nær með öllu úr sögunni, mönn-
um til mikilla óþæginda. Hygg
ég að flestir þeir, sem ekki hafa
tök á því, t. d. að koma frá sér
þvotti, eða sækja hann, nema
með því að leigja til þess bíl,
mundu fúslega greiða fyrirtækj-
unum þann aukakostnað, sem
hemisending hefði í för með sér.
Önnur dagskráratriði.
ONNUR athyglisverð dagskrár-
atriði voru erindi Gun Nils-
sons, sendikennara: Islendingar
í Svíþjóð á 17. öld, og Synodus-
grindi séra Árelíusar Níelssonar:
Kirkjan og fræðslumálin, er
hann flutti í Dómkirkjunni s.l.
föstudag og útvarpað var þaðan,
og þátturinn Heima og heiman,
er þær Sigurlaug Bjarnadóttir
og Ragnhildur Steingrímsdóttir
fluttu.
RANNSÓKNIRNAR
Er þar fyrst að minnast þeirra
rannsókna, er fram fóru í fyrra-
sumar á dómkirkjugrunninum
forna, undir umsjá þeirra Björns
Sigfússonar magisters og Magn-
úsar Más Lárusson prófessors.
Var þá gengið úr skugga um
grunnmörk dómkirkjunnar og
enn fremur voru grafin upp jarð-
göng, er voru milli bæjar og
kirkju. Þessum rannsóknum átti
svo að halda áfram í sumar, en
vegna þess að vér höfum engum
sérfróðum manni á að skipa við
kirkjurannsóknir, var leitað til
Norðmanna um aðstoð. Brugðust
þeir vel við og kváðu sjálfsagt að
senda hingað sérfræðing, félag-
inu að kostnaðarlausu. En svo
illa vildi til, að þeirra hæfasti
maður í þessari grein var þá ráð-
inn til Færeyja og er nú að rann-
saka kirkjubyggingar í Kirkju-
bæ. Er nú úr vöndu að ráða, því
að þetta sumar má ekki missast,
ef nokkur von á að verða til þess
að hægt sé að byrja á byggingu
nýrrar kirkju á afmæli biskups-
stólsins 1956.
Um aðrar framkvæmdir í Skál-
holti má geta þess, að reist hefir
verið bygging, þar sem verka-
menn, er á staðnum vinna, geta
haft athvarf, og enn fremur er
þar húsaskjól fyrir nokkra gesti.
Var knýjamdi nauðsyn að koma
upp þessu húsi, og má segja að
nú sé þegar hafin endurbygging
Skálholts, því að mjór er mikils
vísir. Þá er og byrjað á því að
hlaða upp kirkj ugarðsveggina,
sem að hruni voru komnir. Er
það mikið verk, því um langan
veg verður að sækja grjót í hleðsl
una og mikið þarf að moka áður
en komið er niður á fastan grunn
til undirstöðu.
ýkja ríflegur og hefir þó verið
leitast við að afla tekna með
ýmsu móti, sölu á minningar-
spjöldum, bréfspjöldum, bækl-
ingum og merkjum. Það ber að
þakka, að Alþing hefir veitt
félaginu 25.000 kr. styrk á fjár-
lögum. Annars hafa helztu tekjur
þess verið fjárframlög einstakra
manna, og þá helzt stofnendanna.
Nokkuð hefir borizt af gjöfum og
áheitum. Og tveir sérstakir sjóð-
ir hafa myndazt og er hvorum
þeirra ætlað sérstakt hlutverk.
Öðrum á að verja til að kaupa
ljósastjaka í hina nýju dóm-
kirkju, en hitt er áheitasjóður
Þorláks biskups helga, og hefir
hann aukizt mjög á síðasta ári.
Félagið hefir vakið áhuga víðs
vegar um land fyrir endurreisn
Skálholtsstaðar, og það mál mun
verða borið fram til sigurs, cins
og öll þau mál, er almenningur
tekur að sér. Mun það og hraða
framgangi þess mjög þegar Rang-
æingar og Árnesingar rísa upp
sem einn maður og sýna biskups-
setri og menningarvöggu sinni
eigi minni ræktarsemi en Skag-
firðingar hafa sýnt Hólastól. —
Stjórn félagsins var endurkos-
in, en hana skipa: Sigurbjörn
Einarsson prófessor formaður,
Jón Gunnlaugsson fulltrúi ritari,
Sveinbjörn Finnsson fulltrúi
gjaldkeri, Hálfdán Helgason fró-
fastur á Mosfelli og Hróbjartur
Bjarnason kaupmaður. Meðstjórn
endur voru kosnir Björn Magnús-
son prófessor og Ólafur Jónsson
forstjóri.
Gisti- og veilihgasfaður opnað-
ur að Yarmalandi í Boroarfirði
(20 gengu undir vor-
próf í Gagnfræðs-
skóla Ausfurbæjar
FJÁRHAGUR FÉLAGSINS
Fjárhagur félagsins er ekki
- Sjúkrahús
Framhald af bls. 6
borgarlækni, fr. Sigríði Bach-
mann, hjúkrunarkonu, frk.
Katrínu Thoroddsen, lækni og
Gísla Sigurbjörnssyni, forstjóra.
Síðar var bætt í nefndina dr.
Halldóri Hansen, yfirlækni og
þeim sem þetta ritar.
Nefndin skilaði áliti 1949 og
lagði til, að byggt yrði Bæjar-
súkrahús, er rúmi 325 sjúklinga.
Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu, að í Reykjavík væru 4, 2
(eða 4,9, eftir því hvernig einka-
sjúkrahúsin voru reiknuð með)
sjúkrarúm á hyert 1000 íbúa, en
þyrftu að vera allt að 8.
- Akranes
Framh. af bls. 7
sama strenginn og lagði hann
áherzlu á, að aðalsmerki Sjálf-
stæðisflokksins hefði jafnan ver-
ið það, að hann vildi varðveita
hagsmuni fólksins jafnt til sjáv-
ar og sveita.
Aðrir ræðumenn voru þeir
Guðlaugur Einarsson fyrrv. bæj-
arstjóri, Eyjólfur Jóhannsson
form. Borgfirðingafélagsins í
Reykjavík og Petrea SveinsdoFP^
ir. Báru þeir allir fram einlægar
hamingjuóskir til Akurnesinga
með hið nýja og glæsilega félags-
heimili sitt.
Þeir listamennirnir Brynjólfur
Jóhannesson og Sigfús Halldórs-
son skemmtu með gamanvísum
og söng, síðan voru borð rudd og
dansaði til kl. 2.
Almenn ánægja ríkti á allri
samkomunni og bjartsýni am, að
sigur Péturs Ottesens verði meiri
í kosningunum á sunnudagirm en
nokkru sinni fyrr. — Oddur.
Vígsluhátíðarinnar verður nán
ar getið í blaðinu síðar.
D-LISTINN
er listi Sjálfstæðisflokksins
GAGNFRÆÐASKÓLI Austur-
bæjar hefir nýlega lokið störf-
um í 25. sinn.
Á þessu skólaári voru skráðir
nemendur í skólann alls 639, en
bekkjardeildir alls 21. Var 4.
bekkur í fjórum deildum, 3.
bekkur i sjö deildum, en 1. og 2.
bekkur í fimm deildum hvor.
Undir vorpróf gengu 620 nem-
endur. Undir gagnfræðapróf
gengu 116_ nemendur og luku
því allir. Úr 3. bekk gengu 209
nemendur undir próf. Tóku 122
þeirra þátt í landsprófi, en 87
nemendur úr almennum deild-
um 3. bekkjar gengu undir próf
upp í 4. bekk. Af landsprófs-
mönnum fengu 87 einkunnina
6,00 eða hærri, og þar með rétt
til náms í menntaskóla eða kenn-
araskóla. Unglingspróf tóku 145
nemendur, og luku þar með
skyldunámi.
Hæstu einkunn á gagnfræða-
prófi hlaut Guðmundur Erlends-
son, Lokastíg 8, nemandi í 4.
bekk D, og var einkunn hans
8,81. Er það önnur hæsta eink-
unn, sem gefin hefir verið við
gagnfræðapróf úr skólanum. í
landsprófsgreinum var hæsta
meðaleinkunn 9,42. Þá einkunn
hlaut Jónatan Þórmundsson,
Snorrabraut 42, nemandi í 3.
bekk Z. Hæstu einkunn í 3.
bekkjum, öðrum en landsprófs-
deildum, hlaut Arnfinnur Bert-
elsson, Njálsgötu 106, nemandi
í 3. bekk C, og var einkunn hans
8,58. í 2. bekkjardeildum var
hæstur Gylfi ísaksson, Auðar-
str. 15, 2. bekk A, með 9,33, en
í 1. bekkjum var Albína Thord-
arson, Barmahl. 14, úr 1. bekk A,
hæst með 9,04 í aðaleinkunn.
Við skólann störfuðu í vetur
24 fastráðnir kennarar, auk
skólastjóra, og 7 stundakennarar
að auki.
Skrásetning nemenda fyrir
næsta vetur fer fram þessa dag-
ana í skrifstofu fræðslufulltrú-
ans í Reykjavík, Hafnarstræti 20.
Skólanemar strjúka
LUNDÚNUM — Átta nemendur
við skóla í Sussex struku í þess-
ari viku, og í vikunni áður struku
7 nemendur frá sama skóla.
Óveujulegar
agúrkur
FÉLAG íslenzkra bifreiðaeig-
enda bauð gamla fólkinu á Elli-
heimilinu hér í Reykjavík og
elliheimili Hveragerðis til Þing-
valla um s.l. helgi. Voru um 40
bílar í ferð þessari og þátttakend
ur um 200.
Á Þingvöllum var öllum boðið
til kaffidrykkju og Sigfús Hall-
dórsson og Hafliði Jónsson
skemmtu. Auk þess tók fólkið
lagið sjálft og söng fjölda laga.
Þá flutti og Guðmundur Lofts-
son frumsamið kvæði.
Hvalveiðiþjóðir.
LUNDÚNUM, 18. júní: — Um
þessar mundir situr í Lundúnum
ráðstefna 17 þjóða þeirra, sem
hvalveiði stunda.
Reykvíkingar!
Sameinumsl öll um Diisfann
M A R K Ú S Eftir Ed Dodd
■é/
BÉlðliiS
IN THE DAYS THAT FOLLOW,
M-BAIN COVERS A VAST
TERRITORY, BUT NONE OF
BI& HEART'S PATIENTS HAVE
"SEEN" OR “HEARD" OF HIM/
1) — Krákutunga, þetta er ur honum?
myndin af Hólm lækni. Hefurðu } 3) — Nei, Rauðstakkur,
séð nokkurn mann, sem er lík- höfum ekki séð hann.
við
4) — Næstu daga ferðast Bragi
lögregluforingi yfir stórt lands-
svæði. En enginn af sjúklingum
Franklíns hafa séð
heyrt hans getið.
hann eða
m
AÐ VARMALANDI í Stafholtstungum í Borgarfirði hefur verið
opnaður gisti- og veitingastaður. Er veitingastaður þessi allur
hinn snyrtilegasti og ýmiss þjónusta veitt gestum, — hestar út-
vegaðir, sundlaug er á staðnum o. fl. þægindi.
*®VEL í SVEIT SETTUR
Þessi nýi gististaður, er mjög
vel í sveit settur, stendur í þjóð-
braut í fögru umhverfi. Þaðan
er aðeins fárra mínútna akstur
til margra fegurstu staða Borgar-
fjarðarhéraðs, svo sem Hreða-
vatns, Baulu, Laxfoss og Glanna
svo einhverjir séu nefndir. Þá
er og stutt í allar helztu veiði-
ár Borgarfjarðar.
'9
ÖLL ÞÆGINDI
Gistihúsið er raflýst, heitt Og
kalt vatn á hverju herbergi, rúm-
góður borðsalur og setustofa. •—
Veitingastaðurinn mun taka jafnt
á móti hópum fólks sem einstakl-
iugum.
©
gg,
■
NÝLEGA barst Sölufélagi garð-
yrkjumanna í Reykjavík þessar
samvöxnu agúrkur sem myndin
sýnir. Bárust þær frá Skúla
Magnússyni að Laugarási í
Biskupstungum. Slíkt fyrirbrigði,
sem þessar samvöxnu agúrkur
eru, er einsdæmi hér á landi. En
það er ekki síður athyglisvert að
gúrkurnar, þótt skornar séu í
sundur, eru óvenjulega þungar
og vel vaxnar. Þær eru 43 sm
(að hálsi) 22 sm í ummál (sam-
an) þar sem þær eru breiðastar,
en 19 sm þar sem þær eru mjóst-
ar.
Um 200 þáfflakendur
í ferð gamla fófksfns
A
m
y '-y
3 •
Pl'
_