Morgunblaðið - 23.06.1953, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.06.1953, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. júní 1953 Blekkingar Alþýðublaeiins um vöxt dýrfíðarinnar ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefir að undanförnu verið að stagast á svokölluðu „meti“ ríkisstjórnarinnar í því að auka dýrtíð- ina í landinu. * Því tjl sönnunar birtir það s.l. laugardag samanburð á 'hækk- un vísitölu framfærslukostnaðar hér á landi og í nokkrum löndum öðrum, sem sýnir að vísitalan hefur hvergi í þessum löndum hækkað meira en 'hér. Jafnvel þótt þessi samanburð- ur væri réttur, gæfi hann auðvit- að litla hugmynd um þróun lífs- kjara almennings í þessum lönd- um á því tímabili, sem um er að ræða. Kaupmáttur launa er ekki kominn undir hæð vísitölunnar, heldur því, hvað fólkið fær fyrir kaup sitt. Á því er enginn vafi, að almenn ingur fær nú meira fyrir kaup sitt en hann gerði, þegar riúver- andi ríkisstjórn tók við völdum. Veldur þvi útrýming vöruskorts, svartamarkaðs og annas ó- fremdarástands í viðskiptamál- um, sem ríkiandi var á stjórnar- forystutímabili Alþýðuflokksins. Þetta hefur átt sér stað vegna breyttrar stefnu í efnahagsmálum þótt verzlunarárferði hafi farið versnandi á þessu tímabili. En auk þess er samanburður Alþýðublaðsins á þróun verðlags hér á landi og annars staðar, mjög villandi. Þetta stafar af því, að Alþýðublaðið gerir sig, eins og ávallt í málflutningi sín- um, sekt um það, að blanda sam- an dýrtíð og vísitölu. Hin svonefnda „stöðvunarleið", sem farin var á ríkisstj.árum Alþýðuflokksins, og flokkurinn heldur enn fram að hafi verið sú eina rétta, fólst ekki í stöðvun dýrtíðarinnar, heldur í stöðvun vísitölunnar, þannig að hún var ekki látin sýna rétta mynd af dýrtíðinni. Þannig tókst að dulbúa kjara- skerðingu, sem leiddi af vexti dýr tíðarinnar vegna rangrar stefnu 1 fjármálum og viðskiptamálum. Af þeirri breyttu stefnu, sem tekin var upp er núverandi ríkis stjórn tók við völdum, leiddi hins vegar að vísitalan sýndi réttari mynd en áður af verðlaginu. — Vörurnar voru nú reiknaðar í vísi tölunni á því verði, sem þær raun verulega fengust á, þar sem áður 'hafði verið reiknað með verðlags ákvæðum á vörur, sem ekki voru fáanlegar nema á svörtum mark- aði og þá fyrir margfalt hið lög- lega verð, sem reiknað var með í vísitölunni. „Dýrtíðaraukningin“ scm Al- þýðublaðið er alltaf að geypa um, er því ekki nema að nokkru leyti af því, að verðhækkanir eru nú látnar koma fram í vísitölunni. Fullyrðing Alþýðublaðsins um ,,met“ ríkisstjórnarinnar í aukn- ingu dýrtíðar, er því fölsun ein og blekking. D-LISTINN er listi Sjálfstæðisflokksins SjáKfstæðismenit; sem ekld iteStL-r náðst ii!; en vilja lána bíla á kjör- dag, eru beðnir að gefa sig fram í sima 7100 Harðfiskpressur til sölu og sýnis á fiskverkunarstöð Jóns Gíslasonar, Hafnarfirði. Vélstjóra vantar á tvo 50 smálesta vélbáta á síldveiðum Landssamband ísl. útvegsmanna. Húseign Forskalað timburhús 112 ferm., ein hæð og rishæð við Kópavogsbraut, til sölu. — Á hæðinni eru 5 herbergi, eld- hús, bað o. fl., í rishæð er stofa og gangur fullgerður, en getur orðið þriggja herbergja íbúð m. m. Stór og góð geymsla er í viðbyggingu. — Góð lóð, girt og að nokkru ræktuð. — Útborgun aðeins kr. 80 þúsund. En eftirstöðvar á 20 árum. Nýja fasteignasalan Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546 íYiðrik Einarsson, læknir: Sjúkrahússskorfurmn stoinar mannslífunum í hætiu on veldur ank hess margvisregn lióni 10. og 12. þ. m. birtist í blaðinu „Varðberg“ grein með 5 dálka fyrirsögn um „öngþveiti í sjúkra- riúsmálum“. Það er yfirleitt ekki siður að svara greinum „Varðbergs", en ég tel þó rétt að gera undantekn- ingu í þessu tilfelli, þar sem áðist er á og reynt að gera tor- tryggilegar fyrirætlaiiir Reykja- víkur um byggingu Bæjarsjúkra- riúss, en því máli hefi ég verið injög fylgjandi og unnið að und- irbúningi þess, ásamt með öðr- um, um nokkur ár. Eg held ég hafi sjaldan lesið grein, sem rituð er með jafn- lítilli virðingú fyrir sannleikan- um, og þar sem tölur eru rang- færðar svo greinilega sem í þess- ari „Varðbergs“-grein. Vitanlega er ómögulegt að svara öllum þessum þvættingi, og skal ég því aðeins minnast á nokkur atriði, en nota annars tækifærið til að upplýsa sjúkrahrúsvandamálin fyrir öðrum, sem eins kann að vera ástatt með og greinarhöf- und: að þeir vilji leggja orð í belg, án þess að hafa haft tæki- færi eða getu til að kynna sér þessi mál að nokkru. SJÚKRAHÚS í SMÍÐUM I greininni eru talin upp sex „sjúkrahús" á landinu með 360 sjúkrarúmum, „sem bíða ófull- gerð vegna fjárskorts“. 1. Sjúkradeild Heilsuverndar- stöðvar í Reykjavík, sem talin er 70 rúm og sagt, að vanti 3 millj. króna til að fullgera. Ef höfundurinn hefði haft fyr- ir því að kynna sér greinargerð dr. Sigurðar Sigurðssonar um sjúkrahúsmál, sem hann flutti á fundi bæjarstjórnar 5. marz s. 1. hefði hann mátt vita, að í Heilsu- verndarstöðinni eru ætluð 60 sjúkrarúm, handa hjúkrunar- sjúklingum til bráðabirgða, þang- að til Bæjarsjúkrahúsið er kom- ið upp. Þá á að leggja þessa hjúkrunardeild niður og nota húsið allt sem heilsuverndarstöð. . Það eru til peningar til að ljúka þessum framkvæmdum. 2. Sjúkrahús Akureyrar með 110 rúmum. — Samkvæmt upp- lýsingum yfirlæknisins á Akur- eyri rúmar gamla sjúkrahúsið 50—60 sjúklinga. Viðbót sjúkra- rúma á Akureyri verður 60—70 þegar nýi spítalinn verður full- búinn. í þessari Wz millj. sem vantar til að fullgera húsið eru ekki reiknaðir innanstokksmun- ir, lækningatæki og hjúkrunar- gögn. 3. Sjúkrahús á Blönduósi rr.eð 30 rúmum. Á Blönduósi er nú starfrækt sjúkrahús með 16 rúm- um, sem verður lagt niður. Sjúkrarúmum fjölgar þar um 14 með nýbyggingunni, sem á nokk- uð langt í land að fullgerð verði. 4. Sjúkrahús í Neskaupstað með 20 rúmum. Þetta er hreinn ávinningur, því ekki er nú neitt sjúkrahús þar. — Samkvæmt við- tali við héraðslækninn í Neskaup stað í dag, eru ekki neinar líkur til, að húsið verði fullgert fyrir eina milljón, því miður. 5. Sjúkrahús í Keflavík, 30 rúm. En þar var ekkert sjúkra- hús fyrir. 6. Sjúkrahús í Hafnarfirði, sem greinarhöfundur telur vera þar í byggingu, fyrir hvorki meira né minna en 100 sjúklinga. Þetta er breinn uppsijuni. í Hafnarfriði er ekkert sjúkrahús í byggingu. Þar er verið að fullgera elliheim- 111 fyrir 100 vistmenn. — Senni- lega verður einhver hluti þessa iyrír þj Friðrik Einarsson aldraða fólks lasburða og þarfn- ast því meiri umönnunar en ai- heilbrigð gamalmenni. En að kalla elliheimili yfirleitt sjúkra- hús er að rugla saman hugtökum, nema þessi spekingur „Varð- bergs“ kalli háan aldur í sjálfu sér sjúkdóm, og er það algert nýmæli. ® <T>—® G>w>C_^S ® Fyrri hluti ® <?>—5 ® G^_P —Ö ® Stækkun elliheimila og bygg- ing nýrra er nú meðal aðkallandi nauðsynjamála í öllum menning- arlöndum. Vegna bættra lífskjaia og betri heilsuverndar fjölgar gömlu fólki ár frá ári miðað við aðra þegna þjóðfélagsins. Það þarf því að byggja mikið til þess j eins að mæta þessari fjölgun aldraða fólksins. SKÝRSLA VARÐBERGS“ „Varðberg" telur sig hafa upp- j lýsingar úr „áreiðanlegri skýrslu sem gerð var í marzmánuði síð- astliðnum“. Nú er ekki nema eðiilegt að menn spyrji: hver hefir gert þessa skýrslu? Hvar hefir hún birzt? Hefir nokkrum öðrum en „Varðbergi" verið send þessi skýrsla? Heilsugæzlustjóri ríkisins hefir ekki gert skýrslu þessa og ekki séð hana. Skrifstofa Landlæknis mun ekki hafa gefið hana út. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, sem setið hefir á rökstólum í nokkur ár til þess að gera tillög- ur og undirbúa raunhæfar að- gerðir í sjúkrahúsmálum, hsfir ekki samið þessa skýrslu né séð hana. Læknafélögin hafa hér hvergi nærri komið og ekki séð þessa dæmalausu skýrslu. Gera má ráð fyrir, að allir þessir aðilar hafi bæði þekkingu og fullan vilja á að benda á psu úrræði, sem bezt séu í bráð og lengd, til lausnar sjúkrahúsvanda málinu, — og hafa líka sagt sitt álit. Er þessi skýrsla og bollalegg- ingar „Varðbergs“ til þess eins fram bornar að reyna með fals- rökum að losa einstaka nienn við skatta og útsvör eða til þess að losna við óþægilega fjárfestingu, án tillits til þess, að það sem blaðið bendir á er eagin lausn, en mundi þó verða mjög dýrt í rekstri þegar eftir nokkur ár. SJÚKRAHÚSÞÖRFIN 1 itEvKJAVIK Þetta er að vísu margsinnis rakið mál, bæði af mér og öðrum, og skal því farið fljótt yfir sögu með því að minna á tillögur nokk urra þeirra manna og nefnda, sem hafa kynnt sér ástandið í sjúkrahúsmálum landsmanna. 1 desemoer 1945 leitaði Alþingi álits Læknafélags Reykjavíkur um frumvarp um almannatrygg- ingar, sem þá lá fyrir Alþingi. Áiit Læknafélagsins var, að „í Keykjavík verði hið allra fyrsta aukið við eigi færri en 150 al- mennum sjúkrarúmum, auk sjúkrahúsdeilda fyrir slys, út- lima-kirurgiu og útvortis berka- veiki“. Það skal tekið fram, að í árs- lok 1944 voru íbúar Reykjavík- ur 45843, en nú um 66000. 1946 og 1948 ritaði Páll læknir Sigurðsson gagnmerkar greinar í „Heilbrigt líf“ um sjúkrahús- þörf íslendinga. Færði hann fram rök fyrir nauðsyn á aukn- ingu sjúkrarúma. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að rétt væri að ætla 8 almenn sjúkrarúm fyrir hverja 1000 íbúa. (Með „almenn- um sjúkrarúmum“ eru ekki talin rúm fyrir berklaveika, geðveika, farsóttarsjúklinga né fæðandi konur). í febrúar 1948 skipaði bæjar- stjórn Reykjavíkur nefnd manna, mestmegnis lækna, til að gera tillögur um sjúkrahúsþörfina og nauðsyn aukinna sjúkrarúma í Reykjavík. Nefnd þessi lagði í stuttu máli til eftirfarandi: 1. Stækkun Landspítalans um helming. Auk þess bygginga barnadeildar með rúm fyrn- 50—60 börn. 2- Byggingu spítala eða spítala- deildar með 80—100 rúmum iyr- ir sjúklinga með útvortis berkla, beinbrot og bæklunarsjúkdóma. 3.70—80 rúma hæli fyrir sjúkl- inga með langvinna sjúkdóma og fyrir sjúklinga í afturbata. 1 (Hjúkrunarheimili). í 4. 70—80 rúma farsótta- og sóttvarna-hús. 5. Sjúkrarúmum fyrir geðveikt fólk verði fjölgað i allt að 400. 6. Byggingu fávitahælis fyrir 100 fávita. Álit nefndarinnar var því, að fjölga þyrfti sjúkrarúmum um 400, þar með ekki talin rúm fyr- ir geðveikt fólk og fávita. | Þetta var í maí 1946, en í árs- iok 1945 voru íbúar Reykjavík- ur 48186. Sumarið 1948 var að tilhlutun | læknafélagsins „Eir“ samin greinargerð um sjúkrahúsþörf Reykjavíkur. Var greinargerðin síðan rædd og samþykkt í Lækna félagi Reykjavíkur. Var það ein- róma álit beggja læknafélag- anna, að „bygging bæjarsjúkra- húss væri svo aðkallandi nauð- synjamál, að allar aðrar þarfir bæjarbúa ættu að víkja fyrir því“. Haustið 1948 flutti dr. Sigurð- ur Sigurðsson tillögu í bæjar- stjórn Reykjavíkur um byggingu bæjarsjúkrahúss og hjúkrunar- heimilis í Reykjavík. Var þá skip uð sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur þessum mönnum: dr. Sigurði Sig- urðssyni, sem var formaður nefndarinnar, próf. Jóhanni Sæ- mundssyni, dr. Jóni Sigurðssyni, Framhald á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.