Morgunblaðið - 30.06.1953, Side 5

Morgunblaðið - 30.06.1953, Side 5
Þriðjudagur 30. júní 1953 MORGUNBLAÐIÐ 5 700 ára afmæli Stokkhólms laðar þúsui^dir ferðamanma tíl borgarinmar ÞAÐ má með sanni segja, að óþarft sé að laða ferðamenn til Stokkhólms með skrumauglýs- ingum, — þessarar gömlu og fögru borgar með skógivöxnum árbökkum, gömlum veitingahús- um og nýjum hótelum. — í sum- ar er haldið hátíðlegt 700 ára afmæli hennar, og verður hún því í sínu fegursta skarti. Allir, sem hafa gaman að happ- drætti og veðmálum, ættu að halda til Stokkhólms í sumar. Ókeypis er hægt að horfa á ýmiss konar skemmtiatriði, allt frá íþróttasýningum niður í dans- leiki og söngskemmtanir Franks Sinatra. Auk þess eru ýmiss kon ar happdrætti og veðmál í sam- bandi við þessi skemmtiatriði, og geta þeir, sem heppnir eru, unn- ið sænska Volvó-bifreið eða ávísun á verzlanir í borginni, svo að eitthvað sé nefnt. Þeir, sem vilja, geta fengið lánaða báta til að sigla um „þúsund eyja hafið“ við borgina, aðrir geta látið sýna sér hana sér að kostnaðarlausu o. s. frv. STEINTORG — BLÓMAVELLIR Venjulegum steingráum torg- um hefur verið breytt í angandi blómavelli, verzlanirnar hafa ver ið blómum skreyttar, fánar eru á hverju strái og á hótelunum eru sænskar fjölskyldur til þess, að sem flestir útlendingarnir geti séð, hvernig hinn feimni Stokk- hólmsbúi skemmtir sér og nýtur lífsins. Svo virðist einnig sem óvenjumargt fallegra stúlkna sé í Stokkhólmi um þessar mundir, er vakið hafa eftirtekt ekki óþekktari manna en Maurice Chevaliers og Gregorys Pecks. •—★— HINS VEGAR benda sagnfræð- íngar á, að fegurðin og fjörið í Stokkhólmsborg sé alls ekki arf- ur frá liðinni tíð. Stokkhólmur var tiltölulega lítil og óþekkt borg fyrir um 100 árum. Síðan hefur íbúatala hennar sjöfaldast. Var hún um 100 þúsund manna borg árið 1856, en er nú komin upp í 700 þús. Er borgin byggð á ótal eyjum, sem tengdar eru saman með stórum og smáum brúm, og eru úthverfi borgarinn- ar orðin hin fegurstu, ekki síður en aðalborgin sjálf. Fyrr á tímum var Stokkhólmur fræg fyrir það, hversu skítug hún þótti. Voru þá öll hreinlætistæki í megnasta ólagi, hvert hverfið var öðru ljót- ara o. s. frv. Nú er borgin hins vegar álitin ein fegursta og hrein- ( asta höfuðborg heims, þótt sum hverfin séu e. t. v. gamaldags og, skorti ýmis nauðsynlegustu þæg- indi. í Stokkhólmi eru engir betl- arar né götusalar. Þar er almenn- ingur vel klæddur og virðist hafa nóg að bíta og brenna. Margir eiga lítil einbýlishús í úthverf- unum, þar sem þeir hafa ræktað fallegan blómagarð og annast hann af mikilli natni og um- hyggju. NYTIZKU BORG Engar styrjaldir náðu til Stokk ÖS kneifað í aldagemlum bjórkjöllurum Ráðhús Stokkhólmsborgar hólms fyrr á tímum, og rithöfund ar og ferðamenn lögðu ekki held- ur leið sína þangað, því að þeir bjuggust svo sannarlega ekki við neinum ævintýrum á‘ svo norð- lægum slóðum. Og það var ekki fyrr en með hinni miklu iðn- byltingu, sem borgin tók að vaxa að nokkru ráði. Að tiltölu við íbúatölu eru fleiri útvarpstæki í Stokkhólmi en nolckurri annarri borg í Evrópu, þar eru og fleiri símar og bifreiðar en annars staðar. Þar eru einnig nýjustu og fullkomn- ustu neðanjarðarbrautirnar í Evrópu, sem lokið var við að smíða á síðasta ári, og má einnig geta þess, að þar eru fullkomn- ustu kjarnasprengjuskýlin, sem til eru í heiminum. í sérhverju hótelherbergi er sími, og biblíur eru á hverju borði (þótt Stokk- hólmsprestarnir kvarti oft og tíð- um yfir léttúð fólksins og af- skiptaleysi þess af trúmálum). Sjúkrahúsin í borginni eru einnig víðkunn og ekki má gleyma barnaleikvöngunum, sem eru hin- ir glæsilegustu og smekklegustu, enda njóta þeir mikilla vinsælda yngstu borgaranna. Eru þar alls konar leikföng, bílar, flugvélar og hvað það nú heitir allt saman; fullkomnustu barnaleikvellir í Evrópu eru í Stokkhólmi. —★— STOKKHÓLMUR er borg mikilla andstæðna, og þurfum við ekki annað en fara úr einhverju hinna nýju hverfa í gamalt hverfi til þess að komast að raun um það. Getum við t. d. farið úr nýtízku- legu 20. aldar hverfi í 16. aldar hverfi, þar sem göturnar eru þröngar, húsin gamaldags og hrörleg og verzlanirnar ófull- komnar. Og ef við viljum kom- ast í snertingu við fortíðma, finna ilminn frá þeim tíma, þeg- ar borgin var á bernskuskeiði sínu, skulum við fara niður í einhvern ævaforna bjórkjallar- ann og sitja þar um stund yfir ölkrús. DRAUMURINN SÁ SAMI Stokkhólmur er hafnarborg og ýmiss konar stríðsskip úr hinum konunglega sænska flota sigla fram hjá, þegar við sitjum í hótel herbergjuhum okkar og hlust- um á borgarysinn. — Sigla þau þá fram hjá hinum æva- fornu virkisveggjum hjá Skans- ens, þar sem er eitt undarlegasta safn- og sýnisgarðsvæði í öllum heimi. Þar hafa sænskir sveita- bæir verið reistir í fornum stíl, kirkjur o. s. frv., og á hverju kvöldi koma þangað ungir sem gamlir til að dansa í þjóðbún- ingum sínum eftir hljómfalli fiðl- arans og nikkarans. Minnir þetta mjög á forna tíð, ekki sízt gömlu sveitalögin og þjóðbúningarnir, — og enn er draumurinn um ást og ævintýri hinn sami og áður. Þannig er Stokkhólmsborg í dag; full af glöðum og gáskafull- um íbúum, sem taka á móti ferða manninum opnum örmum og bjóða hann velkominn af mikilli og óvenjulegri gestrisni. — Þetta er borg fortíðar og framtíðar, — borg lífsgleði og mikilla mögu- leika. Um það geta menn bezt sannfærzt með því að heimsækja hana á þessu 700 ára afmæli hennar. Frá Bæjarúigerð Sænska óperan í Stokkhólmi B.V. Ingólfur Arnarson landaði 18. þ.m. saltfiski, sem hér segir: þorskur 113 tonn, ufsi 60 tonn og 4 tonn af ísuðum fiski. Enn- fremnr hafði skipið 15 tonn af lýsi og 5,3 tonn af grút. Skipið fór aftur á veiðar til Grænlands 21. þ.m. Skúli Magnússon er í klössun í Reykjavík. Hallveig Fróðadóttir landaði 22. þ.m. 152 tonnum af ísuðum karfa og 8 tonn af öðrum ísfiski. Skipið fór á veiðar 26. þ.m. Jón Þorláksson landaði salt- fiski 15. og 16. þ.m., sem hér segir: Þorskur 89 tonn, ufsi 10 tonn og 8 tonnum af ísuðum fiski. Skipið hafði 7 tonn af lýsi og 7 tonn af grút. Það fór aftur á veiðar 18. þ.m. Þorsteinn Ingólfsson er í Reykjavík. Pétur Halldórsson landaði 15. þ.m. saltfiski, sem hér segir: Þorskur 124 tonn, ufsi 12 tonn og ennfremur 4 tonnum af ísuðum fiski. Þá hafði skipið 9 tonn af lýsi. Skipið er nú í Reykjavik. Jón Baldvinsson landaði 23. þ.m. 138 tonnum af saltfiski og 3 tonnum af öðrum fiski. Þá hafði skipið 8% tonn af lýsi, 6,6 tonn af grút og 2514 tonn af mjöli. í veiðiförinni hafði skipið land- að 1300 kg. af ýsu á Þingeyri. Skipið er í slipp í Reykjavík. Þorkell máhi fór til Grænlands miða 21. maL S.L viku unnu 220 manns í fisk verkunarstöðinni. Góður BARIMAVAGN Silver Cross, til sölu. Upp- lýsingar í síma 82117. ftflótorhjoi B.S.A., 3% ha., í mjög góðu lagi til sölu. Uppl. í síma 81450 kl. 6—7 næstu tvo daga. — Vil kaupa lítinn sumarbústað eða skúr, byggðan úr timbri belzt innréttaðann, sem gott væri að flytja. Verð heima ki. 8—9 e.h. næstu kvöld. •— Jón Magnússon, stýrim.st. 9. HERBERGR Herbergi með innbyggðum skápum og afnoti af baði, í nýju húsi í Vesturbænum, er til leigu nú þegar. Uppl. í síma 5090 milli 2—4 í dag. Vil kaupa 2—3 herbergja óinnréttaða ÍBÚD í kjallara eða risi. Útborg- un 25—30 þús. Tilboð merkt „Húsnæði — 835“, ieggist inn til Mbl. fyrir 5. -júlí. TIL SÖLIJ Austin vörubíi], model 1946 með nýuppgerðri vél, bíll- inn i góðu standi. Uppl. í Hraðfrystistöð Reykjavíkur hjá verkstjóranum. TIL SÖLIJ notað baðker, ásamt blönd- unartækjum. Einnig notað timbur. Upplýsingar í sima 7133. — LítiS EINBÝLISHÚS eða 3ja herbergja íbúS, ósk ast til kaups. Þarf ekki að vera í góðu standi. Útborg- un 40 þús. Tiiboð sendist á afgr. Mbl., fyrir fimmtu- dagskvöld, merkt: „Lítil í- búð — 834“. Barnarúm Og dýna til sölu. Tækifærisverð. — Hverfisgötu 63. Tveir menn, vanir ails-kon- ar bergborun og sprenging- um, óska eftir VINNU Meðmæii frá sænskri námu fyrir hendi. Tiiboð ieggist inn á afgr. blaðsins fyrir næstkomandi föstudagskvöld merkt: „Sprenging ■— 835“. NECCI saumavél með zig-zag, til sölu. Uppl. í síma 6659. Sumar- hústaðiijr í Strætisvagnaleið óskast til leigu í 1 til 2 mánuði. — Uppl. í síúla 6230 eða 82Ó82 HERBERGI j með sérinngangi og baði, eðat lítil íbúð óskast til leigu. — | Tilboð sendist afgr. Mbl., t merkt: „840“. ^ Notaður gélfdúkuur til sölu ódýrt. Vörubílastöðin ÞRÓTTUR Se\ manna bifreið Dodge 1940 í mjög góðu á- sigkomulagi, til söiu við Nýlendugötu 21, sími 39Í7, milli kl. 1—3 og 5—9. TIL LEIGU óskast 2—3 herbergi og eld- hús. Húshjálp kæmi til greina. Fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist Mbi. fyrir miðvikudagskvöld, merkt: „Reglusemi — 823“ eða hringja í síma 81401. 2ja til 3ja herbergja í B (JÐ óskast til kaups eða leigu, miiliiiðalaust. Tilb. sendist afgr. Mbl. fyrir föstudag, merkt: „Nú, eða í haust — 837“. — Óska eftir sendiferMiíl miililiðalaust. Útborgun kr. 10 þús. Tilb. er greini teg- und og aldur, sendist afgr. Mbl., fyrir kl. 5 á fimmtu- dag, merkt: „Bíll — 839“. Haður éskasf til eftirlitsstarfa við veiði- ár í Árnessýslu um 4 mán- aða tíma. Uppl. varðandi starfið verða gefnar á Veiði málaskrifstofunni, Tjarnar- götu 10, Reykjavík. STIiLKA óskar eftir atvinnu. Heíur gagnfræðapróf og vélritun- arkunnáttu. Tilboð sendist Mbl., fyrir fimmtudagskv., merkt: „727 — 827“. I fjarvem minni til júlíloka, gegnir Gunnar f J. Cortes læknisstörfum mín um. Víðtaistími er á mánu dögum og fimmtudögum kl. 1—-2 og á þriðjudögum, mið vikud. og föstud., kl. 4—5' á Sóleyjargötu 5. Simi 3693. Kristinn Björnsson, læknir Nýtt í dlag a Kvennærfatnaður frá ktv 16.50 stk. -— Pappírsdúkar. Taft í mörgum litum. -— Sængurveradamask, .. rósóttí Léreft, 80, 90 og 140 crrt. breitt. —- DÍSAFOSS Grettisg. 44. Simi 7698. Hrærivél Stór C.M.C. steinsteypn- hrærivél til sölu. 11 cúb.fet, ásamt tunnu og gálga. Vél- in er mjög lítið notuð og veí með farin. Þeir, sem befðu hug á véiinni, sendi tilboð. til afgr. blaðsins fyrir‘ 8.* júlí, merkt: „Góð vél — 821“.—

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.