Morgunblaðið - 30.06.1953, Qupperneq 6
MORGVNBLAÐÍÐ
Þriðjudagur 30. júní 1953
6
Smásaga dagsins:
Fimm krónur
eftir Albert Lebrun.
„ÞÚ bjargaðir mér frá drukkn-
un, Colette. Ef þú hefðir ekki ver-
ið nálæg og dregið mig upp úr,
þegar ég missti fótanna á brúnni,
þá . ii . ég mun aldrei gleyma
því, hvað þú gerðir fyrir mig, og
og þú skalt fá þín laun“.
Colette gaut augunum feimnis-
lega á Reynau gamla. Hún hafði
verið þjónustustúlka hans i mörg
ár og átti ekki gjöfum að venj-
ast frá honum, því það var satt,
sem sagt var um Reynau gamla.
Hann var mesti nirfill.
„Það er nú alveg óþarfi . . .“.
En Reynau greip fram í fyrir
henni: „Ég ætla að gefa þér eitt-
hvað“.
Um kvöldið kallaði hann hana
inn í stofuna og brosti íbygginn.
Svo tók hann upp veskið sitt og
dró upp úr því fimmkrónu-seðil.
„Hérna er gjöfin, sem ég lofaði
þér. Þú getur keypt happdrætt-
ismiða fyrir fimm krónur. —
Farðu og kauptu þér hann á
morgun, þá færðu kannske stóra
vinninginn, 100.000 krónur, þeg-
ar dregið verður næst“.
Það var í fyrsta skipti í mörg
ár, sém Reynau hafði auðsýnt
slíkt örlæti. Þess vegna var hann
mjög áhugasamur um, hvað yrði
af þessum peningum. Á hverjum
degi spurði hann Colette, hvort
hún gætti þess ekki vel, að týna
ekki miðanum. Hann spurði líka
hvaða númer væri á honum.
Colette sagði alltaf að miðinn
væri vel geymdur í kistunni
hennar og á honum væri talan
57575, og svo bætti hún við, að
hún ynni áreiðanlega ekkert á
hann.
Lífið gekk sinn vana gang. —
Colette sá um húsverkin og Reyn-
au fór á hverjum degi til rak-
arans. Ekki til að láta raka sig,
heldur til að lesa dagblöðin . . .
þá þurfti hann ekki að kaupa
þau.
Alltaf aðgætti hann nákvæm-
lega númerin á vinningunum
fyrst. Fyrstu dagana var enginn
vinningur á númer 57575, en síð-
asta daginn rak hann augun í
stóra fyrirsögn: Stóri vinningur-
inn, 100,000 krónur, kom á númer
57575.
Reynau þaut upp af stólnum,
rak upp óp og hentist út á göt-
una. Þegar hann var nærri búinn
að fella um köll fleiri manns, átt-
aði hann sig og gekk hægt inn
í skemmtigarðinn til að huga
sig um.
Var það viturlegt að segja Col-
ette frá því, hvað hún hafði verið
heppin? Hafði hún séð það sjálf
í blaðinu? Hvað tók þá við? —
Mundi hún fara frá honum? —
Hverri hugsuninni af annarri
skaut upp í huga hans. Að
hugsa sér, að hún hafði unnið
100.000 krónur . . . cg það fyrir
hans peningá. Öfundin ætlaði að
gera út af við hann.
Hann nefndi ekkert við Colette
um heppni hennar. Heil vika leið.
Hann hafði nánar gætur á henni,
til að vita hvort nokkrar breyt-
ingar hefðu orðið í fasi hennar,
en varð einskis var. Hann fór
að fá samvizkubit og honum datt
aftur í hug að segja henni frá
vinningnum, en svo kom hann sér
ekki til þess, enda þótt yrði að
sækja upphæðina innan þriggja
mánaða.
Reynau var orðinn sjúkur mað-
ur. Hann hafði misst alla matar-
lyst, og hann var alltaf eins og
utan við sig.
En morgun nokkurn, eftir nýja,
svðfnlausa nótt, vissi hann hvað
hann átti að gera. Hann bað Col-
ette, að slátra feitustu hænunni,
leggja nýreykt flesk á pönnuna
og sjálfur fór hann niður í kjall-
ara og sótti vínflösku, þá elztu
og beztu, sem hann átti. Hann lét
hana fá peninga til að kaupa kaffi
og sykur og rjóma. Colette skildi
hvorki upp né niður. Hún var
ekki vön slíkri eyðslusemi frá
hans hendi. Hann hlaut að vera
genginn af göflunum, hugsaði
hún.
En hún átti eftir að verða enn
meira undrandi. Henni var sagt
að leggja á borð fyrir tvo og hún
átti sjálf að sitja á stólnum á
móti Renau. Hún leit skelkuð á
hann, en hann brosti, setti stór-
an kjötbita á diskinn hjá henni
og hellti í glasið hennar.
Colette var komin til ára sinna,
bústin, einföld og allt annað en
falleg. Hún átti eftir að undrast
enn meira athæfi húsbónda síns.
Reynau bauð upp á líkjör með
kaffinu, enda þótt hann tæki það
sárt, og svo sagði hann upp úr
þurru:
„Þannig er mál með vexti, að
ég ætla að kvænast“.
„Jæja, . . . húsbóndinn er líka
fjörlegur og hress ennþá“.
„Gott að heyra það Colette. Þá
getum við gifzt . . við . . . tvö“.
Þá var henni allri lokið. Hún
varð svo hissa, að hún mátti varla
mæla, en þó sagði hún já.
Fyrst þurfti að ganga frá alls
konar vottorðum og það þurfti
að lýsa með þeim, en þrem vik-
um síðar voru þau gift.
Reynau var mjöð óþolinmóður,
þegar þau sátu við kaffiborðið
eftir vígsluna með hinum fáu
kunningjum. Um leið og þeir
voru komnir út úr dyrunum,
spurði hann: „Colette, hvar
geymir þú happdrættismiðann?"
„Hvaða happdrættismiða?"
„Happdrættismiðann, sem þú
keyptir fyrir fimm krónurnar".
Colette svaraði ekki, en hló
vandræðalega.
„Nú fimm krónurnar“, sagði
hún. „Jú . . . já, menn vinna
aldrei neitt í þessum happdrætt-
um . . . og það er svo kalt á vet-
urna . . . og spörum alltaf eldi-
viðinn . . . “.
„Nú . . . og hvað . . .?'*
„Jú, ég keypti mér þess vegna
hlýja ullarsokka fyrir fimm krón-
urnar . . .“.
Haraldur ÖSafxson, skipsfjóri, Lagarfossi:
Nokkror hugleiðing-
ur um ísufjöri
Sóknarlýsing Vestfjarða
Útgáfa, sem þarf að halda áfram.
SUMARIÐ 1838 var það fyrir for-
göngu Jónasar Hallgrímssonar að
Kaupmannahafnardeild Bók-
mentafélagsins kaus nefnd til
þess að safna öllum fáanlegum
skýrslum, fornum og nýum, er
lýsi íslandi eða einstökum héruð-
um þess, og undirbúa svo til
prentunar nýa og nákvæma lýs-
ingu á íslandi, er síðar yrði gef-
in út á kostnað félagsins.
Nefnd sú, er kosin var, sendi
öllum sóknarprestum landsins
bréf og fór þess á leit, að þeir
sendu félaginu lýsingar á sókn-
um sínum. En til þess að sam-
ræmi yrði í þessum sóknarlýs-
ingum um land allt, lét nefndin J
bréfinu fylgja 70 spurningar, er
prestar áttu að svara.
Prestar brugðust svo vel við
þessari málaleitan, að áður en tvö
ár væriliðin höfðu félaginu bor-
izt 116 sóknarlýsingar, og síðar
bættust nokkrar við. Er það ís-
lenzku prestastéttinni til sóma J
hve vel hún brást við þessari i
málaleitan. En Bókmentafélagið
gaf aldrei út hina fyrirhuguðu
íslandslýsingu og hafa handrit
prestanna legið í skjalasafni þess
fram að þessu. Að vísu hafa þau
verið mikið notuð af ýmsum
fræðimönnum, en fátt eitt hefir
verið prentað af þeim.
Nú hefir Samband vestfirzkra
átthagafélaga ráðist í að gefa út
sóknalýsíngarnar á Vestfjörðum
og eru það tvær bækur, 18 og 20
arkir. Er í annarri sóknarlýsingar
Barðastrandarsýslu, en í hinni
sóknarlýsingar Isafjarðarsýslu og
Strandasýslu. Ólafur prófessor
Lárusson ritar formála og segir
þar m. a.: „Félagið fékk lýsingar
á öllum sóknum í Vestfjörðum
nema tveimur, Kirkjubólssókn í
Langadal og Staðarsókn í Stein-
grímsfirði. ... Séra Þorsteinn
Þórðarson i Gufudal sendi lýs-
ingu á aðeins nokkrum hluta
sóknar sirmar .. og er lýsing
Gufudalssóknar .Þyi ekki ,íuU Að
þessum eyðum fráteknum ná
sóknalýsingarnar yfir Vestfirði
alla. ... Þýí miður varð ekliert
úr því að Jónas Haiigríiiissón
ritaði hina 'fyrirhuguða íslands-
lýsingu sína. ... En sá varð þó
árangurinn af tillögum hans um
landslýsingöna að vér eigum
þetta merkiilega safn .soki alýs-
inga, sem ella mundi aldrei hafa
verið skráð(ar. í rauninn hefði
átt að vera|búið að gefu þær út
í heiíd siniý fýrir löngu“.
Þetta er íiverju orði sánnára,
og þess vegaa eiga vestfirzkir átt-
hagafélögin, miklar þakkir skilið
fjiir framták sitt. Er þetta for-
dæmi, semi önnur átthagafélög
æth að fylgja, og telja sér eflaust
skyit að fylgja. En þá ber að gæta
þtas, er márgir verða úígeíend-
ur, að hafa allar bækurnar í
sanjó broti og með svipuðu sniði,
fvo að þær. myndi eina heildar-
útgáfu af þessu merkilega rit-
sbtni. Þessi útgáfa er og þannig,
að vel getur hún verið til fyr-
irmjndar, blátt áfram og iatlaús.
Stefán Jónsson hefir teiknað
táknræna mynd fyrir hverja
sókn, en að öðru leyti eru ekki
myndir í bókinni, enda erfitt að
afla samtíðarmynda. Aftan við
hvort hefti er ýtarleg nafnaskrá
og eykur gildi útgáfunnar að mikl
um mun.
Það eru nú um 100 ár síðan
sóknalýsingar þessar voru ritað-
ar. Þær eru mjög mismunandi,
eins og skiljanlegt er, þar sem
um svo margra manna verk er að
ræða, því ekki er sama hv.er á
pennanum heldur. En allar eiga
þær sammerkt í því, að þangað
er að sækja ýmiskonar fróðleik,
sem nú mundi að nokkru leyti
gleymdur. Á það einkum við um
þjóðlífslýsingar, en þó er og hitt
Framh. á bls. 12
ÍSAFJÖRÐUR er höfuðborg
Vestfjarða og stendur við Skutuls
fjörð. Þar er bezta höfn á land-
inu og þótt víðar væri leitað.
Þessa ágætu höfn hefir náttúran
sjálf skapað og mannshöndin
ekki komið nærri. Þarna getur
mikill fjöldi skipa legið í lífhöfn
í hvaða vindátt sem er.
Að vísu hafa verið byggðar
bryggjur en þó af skornum
skammti og er það allt og sumt
sem gert hefir verið fyrir þessa
góðu höfn. Ég man eftir fyrir
rúmum 30 árum, eftir að mótor-
bátar fóru að stækka í verstöðv-
unum Hnífsdal og Bolungarvík
og sjósókn var mikil, að oft
heyrðist sagt að hleypt hefði
verið á ísafjörð er veður var
vont, þar var lífhöfn ef ekki var
hægt að athafna sig á hinum
höfnunum og svo er enn.
DÝPKA ÞARF SUNDIN
Nú erum við byrjaðir á seinni
hluta aldar okkar og allt hefir
farið hröðum skrefum stækkandi,
ekki sízt skipin. ísafjarðarpollur-
inn, eins og hann er kallaður,
bíður óhaggaður eftir að veita
skipunum örugga höfn, en það
þýðir ekki að eiga góða höfn ef
ekki er hægt að komast inn í
hana. Á síðari árum hefir smátt
og smátt grynnkað í sundunum i
sem er innsiglingin á ísafjarðár- J
höfn, að sama skapi hafa skipin
stækkað, það gefur því auga leið j
að við svo búið má ekki standa.!
Það þarf að dýpka sundin j
og breikka innsilginguna
svo skip geíi farið þar inn án
hafnsögumanns, ef veður haml-
ar að hann komist út. Má í þessu
sambandi minnast enska togar-
ans er strandaði fyrir tveimur
árum á norðurtanganum og nærri ‘
orðið 20 mönnum að bana, j
nokkra faðma frá bæjardyrum
hlýfra húsa sem standa við hina
góðu lífhöfn. En þótt við nú
sléþpúm þessu atviki sem mun J
léttvægt fundið og fyrnist fljótt
yfir, þá er velferð ísafjarðar- j
kaupstáðar í veði ef ekki verður
ráðið á þessu bót og það sem
fyrst.
Strandferðaskip t ríkisihs og þá
ekki sízt skip Eimskipafélags ís- I
lands sem hafa á seinni árum1
verið endurnýjuð og stækkuð og
þar af leiðandi með meiri djúp-
nstu én áður höfðu, verða að
sæta sjávarföllum eins og í lok-1
uðum „Dokkum“ erlendis, þar
sem hafnirnar eru byggðar inni
í landi við fljót og ár, fylltarj
uni flóð og opnar til innsiglinga
en lokað um fjöru. Þessi líf-
hofn stendur alltaf opín öllum
skipum, ef aðeins væri gerður
framangreindar bætur til þess
að geta notað hana.
DÝR BI®
Mér hefir verið sagt að Eim-
skipafélag íslands hafi lánað 300
þúsund krónur til hafnarmann-
virkja á ísafirði, og hefði verið
æskilegt að eitthvað af þeim pen-
ingum hefði verið notað til dýpk-
unar í sundunum, svo að skip
félagsins gætu komist út og inn
án þess að vera háð sjávarföll-
um og spara með því tíma og
peninga. Þetta viðrist sanngjarnt.
í síðustu ferð M.s. Lagarfoss,
varð skipið að bíða í 6 klukku-
stundir til að geta komist inn,
6 !4 klst. fór í losun og lestun og
5V2 klst. bið til að komast út
aftur. Á þessum 18 klst. fóru
llVz klst. í bið. Skip félagsins
kosta ca. 15—17 þúsund krónur
á dag, hefir því Eimskipafélagið
orðið að greiða milli 7—8 þúsund
krónur fyrir að sltila 38 smálest-
um af vörum og lesta 50 smálest-
ir af fiskimjöli, getur svo hver
sem vill reiknað út ágóða af því
ferðalagi. Ég geri ekki ráð fyrir
að Eimskipafélag íslands verði
sérstaklega borið fyrir brjósti, en
það eru fleiri skip en þau sem
þuría að koma við á ísafirði.
AÐRIR STAÐIR
BETUR SETTIR
Bolungarvík og Hnífsdalur eru
verstöðvar sunnanverðu við ísa-
fjarðardjúp.í þessa staði hefir ver
ið fleygt milljónum króna til
hafnarmannvirkja sem koma að
litlum notum, að minnsta kosti
til að ná í afurðir þeirra, saman-
ber bryggjan á Völlum við Hnífs-
dal, en á sama tíma er lífhöfn
þessara staða látin gróa saman
svo að innan skamms verður
ekki hægt að hleypa inn á ísa-
fjörð.
Það er byrjað á nýrri lands-
höfn, sem kallað er, á Rifi á
Snæfellsnesi, þar eru tvö fiski-
þorp, Ólafsvík og Sandur með
samtals 700 íbúum. Ekki skal ég
spyrna við fæti, að þessir stað-
ir fái góða höfn og því síður að
skip þau er sækja afurðir þang-
að fái örugga höfn. En mikið
þarf að gera, meira heldur en
höfnina, til að þessir staðir geti
notið hennar, en það er önnur
saga.
LJÚKA ÞARF
FRAMKV ÆMDUM
Á Patreksfirði er búið að gera
höfn sem er engin höfn, að
minnsta kosti ekki enn sem kom-
ið er, í hana er búið að láta um
7—8 milljónir króna, geri ég ráð
fyrir að meiri hluti þess fjár sé
styrkur þess opinbera. Á Patreks
firði eru 800 íbúar, 2 togarar og
nokkrir trillubátar. Við að full-
gera þessa höfn svo hún verði
örugg stærri skipum geri ég ráð
fyrir að þurfi annað eins fé og
komið er. Inn í þessa hálfkláruðu
höfn eru skipin heimtuð til af-
greiðslu og gamla bryggján er
látin ganga úr sér svo að hún er
að verða óriothæf. í ós hafnar-
innar hafa skip orðið fyrir botn-
skaða og nú fyrir fáum dögum
stóð annar togari Patreksfirðinga !
nærri á þurru um fjöru, við að
komast inn í ósinh. Það er víða
byrjað á framkvæmdum en ekk-
ert klárað.
ísafjörð byggja tæp 3000 manns
þeir eiga tvo togara, marga stóra
vélbáta og þar að auki fjöldá
smábáta sem stunda fiskveiðar í
Djúpinu á sumrin, einnig er þar
talsverður iðnaður og er við bæt-
ist útflutningur Bolungarvíkur, ■
Hnífsdals og Álftafjarðar er fer
um ísafjörð þegar slæm veður-
skilyrði eru á þeim stöðum. ísa- 1
fjörður var mikill athafnastaður
og það er mín trú að hann eigi
eftir að verða það aftur innan
langs tíma ef vel er haldið á mál-
unum.
SANDDÆLUSKIPIÐ
Mér dettúr í hug í sambandi
við þessar hugleiðingar, hvort
ekki væri leið að fá sanddælu-
skip það er sementsverksmiðjan
fyrirhugaða á Akranesi hefir
fengið til landsins, fá það leigt
fyrir sanngjarna leigu. Sagt er
að það ætli að skila sements-
verksmiðjunni skeljasandinum
úr Faxaflóa á land fyrir kr. 20.00
smálestina, eða svo minnir mig
að Jón Vestdal verlcfræðingur
hafi sagt fyrir nokkru í blaða-
grein. Skip þetta er alveg nýtt
og hlýtur að hafa öll nýjustu
tæki til dýpkunar, ekki síður á
grunnu vatni en djúpu. Sandin-
um mætti dæla upp i bugtina við
sundin, því ekki veitti ísfirðing-
um af að fá þar nokkurt athafna-
svæði í framtíðinni.
Framhald á bls. 12