Morgunblaðið - 30.06.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1953, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. júní 1953 Enn um Laufjarvatnsmálið VEGNA þess, að hið svonefnda Laugarvatnsmál hefur orðið bit- bein ýmissa manna bæði í ræðu og riti, og fólk virðist yfirleitt hafa fengið nokkuð rangar upp- lýsingar í þessu máli, þá finnst mér, að ég geti ekki lengur setið á mér að gefa dálitla skýringu á þessu máli. Viðvíkjandi athugasemd kenn- aranna á Laugavatni, sem var birt 31. marz, í flestum dagblöð- um bæjarins, finnst mér hún hljóða nokkuð mótsagnakennt í ýmsum atriðum. í fyrsta lagi að undir hana skulu skrifa allir kennarar skólans, en nokkrir þeirra kenndu okkur alls ekki neitt, og gátu þess vegna lítið borið um okkar hegðun, og hitt að ekki hafði nema einn kenn- arinn afskipti af þessu máli, og þau lítil. Þess vegna er sú spurning efst i hilga mínum, hvernig gátu þeir gefíð einhverja skýrslu um mál- ið og farið að réttlæta gerðir skólastjóra í einu eða neinu? Svo var mál með vexti, að snemma vetrar veiktist einn nem andinn, Pétur Ólafsson, nokkuð hastarlega af botnlangabólgu, og var ekki annað sýnna, en að hann yrði að hverfa frá námi og ganga undir uppskurð. Þegar frá leið batnaði Pétri dálítið og var talið óhætt að iáta uppskurðinn bíða, þar^gað til um vorið. Eins og gefur að skilja, þá kom mikill afturkippur í nám Péturs og leiddi það til þess, að hann fór að slá slöku við þá námsgrein, sem kemur sér einna verst að missa nokkuð úr, eða stærðfræð- ina. Fram eftir vetri var þessu ekki gefinn neinn gaumur, enda telst það ekki til neinna stórvið- burða í þessum ágæta skóla, að nemandi skrópi í tíma. Þar til einn morgun, er skólastjóri var nýkominn úr einni för sinni til Reykjavíkur, og húgði á umbæt- ur miklar, kom að máli við Pét- ur og sagði honum, án nokkurra skýringa, að nú væri veru hans lokið hér, og mætti hann fara. En eins og og hetju sæmdi réðst harm ekki á garðinn, þar sem hann var „hæstur", með því að ráðast á þennan 14 ára gamla hálfmunaðarlausa dreng. Til þess að krafsa yfir þetta verk sitt rakihann annan pilt um leið, sem var .að okkar dómi nokkuð óreglu samur, og þar að auki, sást sá sarrii sjaldan í tímum. Eftir þessar röggsamlegu að- gerðir, fór skólastjóri aftur til Reykjavíkur, til að sinna öðrum óskildum störfum. Þar eð við töldum, að skólastjóri hefði ekki gefið fullnægjandi skýringu á brottrekstri Péturs, þá ráðlögð- um-við honum, að bíða þar til skólastjóri kæmi aftur. Þar eð okkur þótti ekki skemmtilegt, að sjá >af góðum félaga, ákváðum við, að taka ásamt honum ábyrgð ina af því, á okkur. Þgr sem við héldum, að skóla- stjófi hefði skipað einhvern í sinn staðí í f jarveru sinni, snérum við okkur til eins kennarans, Ólafs Eriem, og báðúm hann skýring- ar á^þessu máli. Bcást hann frekar illa við þess ari ínálaleitun okkar, og kvaðst hvoijki vita neitt um þetta né haf4 nokkuð með þetta að gera. Af hessu ályktuðum við það, að skólasitjóri hefði farið sínar eig- in gptur í þessu máli, og ekki ráðgazt við samkennara sína. Bið um Við nú þess, að skólastjóri kæníi heim, svo hægt væri að fá ástæður fyrir þessum snögglega brottrekstri. Þegar skólastjóri kom aftur báðum við hann að mæta á fundi með okkur, svo hægt væri að ræða þetta mál. Áður en fundur þessi var hald- inn, báðu félagar mínir mig, að bera fram mótmæli gegn brott- rekstrinum og tillögu tíl lausnar á þessu máli, og fer hún hér á eftir. 1. Að fjarvistir Péturs frá námi stöfuðu að mestu leyti af hans veikindum. 2. Eins og áður er sagt, hafði skólastjóri vísað öðrum nemanda . burt úr skólanum, og hafði sá nemandi farið strax burt af staðn . um, en vegna ókunnra ástæðna, j hafði hann tekið þann nemanda , aftur, þó að okkar dómi hefði sá sami brotið margfalt meira af sér heldur en Pétur, og kröfð- umst við því fulls jafnréttis. 3. Að Pétur er alger reglur.-.að ur og drengur hinn bezti, og þótti okkur það miður að skólastjóri skyldi víkja þessum nemanda frá en héldi eftir öðrum nemendum, sem höfðu orðið uppvísir að því að virða að vettugi þær reglur, sem skólinn setti þeim. Á þessum forsendum fórum við fram á, að Pétur yrði aftur tekinn upp í skólann. Þessa tillögu okkar tók skóla- stjóri ekki til greina, og lýsti hann því yfir á fundinum, að sér væri sama, hvort við færum eða yrðum kyrrir, án þess að nokkur hefði minnst á brottför, Eftir þetta, héldum við bekkjarbræð- urnir fund, og ræddum málið eins og okkur var unnt. Þar sem við höfðum ekki feng- ið neina fullhægjandi skýringu á brottrekstri þessa nemanda, og að okkar dómi töldum við hann síður en svo brotlegastan af okk- ur, fannst okkur að eitt ætti yfir okkur alla að ganga, og ákváð- um einróma, að segja okkur úr skólanum. Hvað bekkjarbókinni viðvíkur, þá er það ekki nema helber ó- sannindi að bekkurinn hafi nokk urn tíma tekið þá sök á sig. En hitt var það, að við gátum ekki hreinsað okkur af hvarfi hennar, af fJví að okkur var ó- kunnugt, hver var valdur að hvarfi hennar. Þótti okkur það því nokkuð lúalégt af skólastjóra, að koma með þetta mál á hend- ur okkur, þegar við höfðum sagt okkur úr skólanum, og hugðist hann geta notað það sem vopn gegn okkur, ef við reyndum að fara í aðra skóla. Buðust þá átta piltar til að taka þetta mál að sér, en enginn þeirra ætlaði í landspróf, og gerðu þeir það eingöngu vegna okkar hinna, sem hugðumst taká landspróf. Viðvíkjandi skólahjúkrunar- konunni, þá finnst mér, að hún hefði ekki átt að skrifa undir þessa athugasemd, þar sem hún var búin að gefa þá yfirlýsingu, að hún sftyldi sjá um það, að Pétur færi aldrei af skólanum, sem rekinn, og skyldi hún fá lækni til að votta það, að Pétur hefði ekki getað sótt betur tíma um veturinn og skyldi hún stað- festa það. Hvað viðvíkur kenn- urunum í heild, sem undir at- hugasemdina skrifuðu, þá vil ég segja það, að þeir hefðu getað komið betur fram í þessu máli, eins og t .d. að koma með ein- hverja tiilögu til lausnar á má;l- inu, en eins og fyrr er sagt, létu þeir það alveg ógert, hvað sem því hefur valdið. Þar sem málum er nú komið og engin skýrsla er fyrir höndum frá skólastjóra, get um við ekki annað en lagt málið í hendur almennings, þótt að síð- ustu orð skólastjórans hefðu hljómað á þá leið, að við þyrf't- um ekki að halda það, að hann yrði ekki tekinn trúanlegri, því að hans áreiðanleika þekktu flestir, og því mundi vera lítil uppreisnarvon fyrir málstað okk- ar. Vonumst við því fastlega til, að almenningur líti á þetta raun- hæfum augum, en ekki eins og margir, og þar á meðal aðstand- endur sumra piltanna, að þetta hafi verið frumhlaup eins pilts. Að endingu vil ég færa Pétri beztu kveðjur frá bekkjarbræðr- um hans, með ósk um góðan Og skjótan bata. Með þökk fyrir birtinguna. Jónatan Sveinsson. ★ í MORGUNBLAÐINU 3. júní s. 1. er greinarstúfur ásamt mynd af piltinum, sem vikið var úr Laugarvatnsskóla s.l. vetur vegna meintrar vanrækslu við námið. Er þar minnt á fyrri skrif um málið og þess getið, að nú hafi pilturinn verið skorinn upp og hafi botnlanginn reynzt skemmdur, eins og pilturinn hafi haldið fram, og því þar með slegið föstu, að pilturinn hafi verið rangindum beittur, enda sagt, að forráðamenn skólans hafi lítt trúað á veikindi pilsins. Út af þessu vildi ég mega gera stutta athugasemd, þar sem mál- ið er mér nokkuð skylt, en ég var kvaddur til piltsins um það bil, sem veikindi hans byrjuðu. Sé um mistök að ræða gagnvart piltinum, ætti ég og hjúkrunar- kona skólans miklu fremur að eiga sök á þeim, heldur en skóla- stjórinn, enda er hann löngu landskunnur fyrir farsæla stjórn á fjölmennasta héraðsskóla landsins, sem oftast mun hafa verið meir en fullsetinn og þó færri komizt að en vildu. Mér er líka persónulega kunnugt um, eftir 6 ára samstarf, að hann lætur sér mjög annt um heilsu far nemenda, enda mun Laugar- vatnsskólinn eini héraðsskólinn, sem hefur fastráðna hjúkrunar- konu, beinlínis til að vaka yfir heilsu nemendanna. Það hljómar því ekki trúlega, að skólastjóri telji kvartanir nemenda mark- leysu, nema í samráði við hjúkr- unarkonu og lækni, en slíkt hefur aldrei skeð í mína tíð og, ég held ég megi fullyrða, aldrei áð- ur heldur. Ekki er mér síður kunnugt um samvizkusemi hjúkrunarkonunnar og hefur mér jafnan þótt „kvabb“ henn- ar frekar of en van. — Morg- uninn 27. jan. kvaddi hjúkrun- arkonan mig til piltsins. Hafði hann daginn áður kvartað um þrautir í kvið og haft hitaslæð- ing um kvöldið. Þegar ég kom næsta morgun, var hann hitalaus og önnur einkenni að mestu horf- in eða svo óljós, að ég taldi hæp- ið að úrskurða þetta botnlanga- bólgu að svo komnu máli. Taldi ég líka víst af fyrri reynslu, að hjúkrunarkonan gerði mér að- vart, ef árafmhald yrði á slík- um köstum hjá piltinum. Þar sem langt var um liðið, man ég ekki -hvort ég hafði orð á því og er ég þó að sjálfsögðu ætíð van- ur því. En vel má vera, að mér hafi láðst það í þetta sinn, og mætti það yfirsjón teljast, eink- um gagnvart piltinum, sem kynni að hafa fengið þá flugu, að ekki þýddi að kvarta, það myndi ekki tekið mark á því. — Gæti það verið skýring á síð- ari framkomu hans. Geta má þess, að hjúkrunarkonan var um þessar mundir ekki heil heilsu og la^ðist síðar sárþjáð og liggur nú á sjúkrahúsi. Mætti hugsa sér að árvekni hennar hefði af þeim sökum dvínað lítilsháttar, þótt ekki yrði þess vart að öðru ieyti. Hún hefur líka, sem að líkum lætur, marga ónæðisstund og vökunótt, þar sem saman eru komin 100—200 ungmenni á gelgjuskeiði, með allt sitt kvabb og kvartanir, enda oft kvillasamt í siíkum hóp, auk þess sem hún sinnir að einhverju leyti flest- um sjúkum í skólaþorpinu og næsta nágrenni. Alkunna er, hvílíkur lymsku- gripur botnlanginn er. Hann getur valdið tiltölulega óveruleg- um og óljósum óþægindum mán- uðumuðum og jafnvel árum saman, þótt töluvert skemmdur sé og þá vafist fyrir slyngustu sérfærðingum, hvað þá fyrir skólastjóra, hjúkrunarkonu og einum útkjálkalækni, að því er virtist, þegar honum bauð svo við að horfa. T. d. stundaði hann sundæfingar reglulega og tók þátt í sundkeppni og virtist þá kenna sér einskis meins. Og undárlega þóttu veikindi hans koipa reglulega niður á vissum námsgreinum. Fjarri sé það mér að halda því fram, að piltur- inn hafi aldrei fundið neitt til á umræddu tímabili. En ekki Fr_mh. á bls. 1? 65 stúdentor braut- skróðir frá M. A. AKUREYRI, 23. maí. — Mennta- skólanum á Akureyri var slitið 17. júní. Fór athöfnin fram í há- tíðasal skólans. 25 ár eru nú liðin, frá því að skólinn brautskráði stúdenta í fyrsta sinn. Voru þeir 5 talsins, og voru tveir þeirra viðstaddir skólaslit að þessu sinni, Bragi Steingrímsson, dýralæknir, og séra Gunnar Jóhannesson. — Þá voru einnig viðstaddir nokkrir 10 ára stúdentar. Skólameistari, Þórarinn Björns son, gerði grein fyrir starfi skól- ans á síðastliðnu starfsári. Kvað hann heilsufar hafa verið gott í skólanum og skólalífið yfirleitt farsælt og snurðulítið. í heima- vist bjuggu síðastliðinn vetur fleiri en nokkru sinni áður, eða aUs 133, þar af 80 í heimavistar- sinn í sögu skólans, að hægt var húsinu nýja. Var það í fyrsta að fullnægja eftirspurn eftir heimavistarhúsnæði, og stóðu á endum umsóknirnar og húsnæð- ið. Tala nemenda, sem nám stund- uðu í skólanum var 261, — þar af gengu 259 undir próf. Fram- haldseinkunn við landspróf hlutu 27 nemendur. Hæsta einkunn í öllum skóla hlaut Sveinn Jóns- son, V. bekk, stærðfræðideild, ágætiseinkunn, 9,37. Stúdentsprófi luku að þessu sinni 65 nemendur, 38 í mála- deild og 27 í stærðfræðideild. Er það næststærsti stúdentahópur, sem brautskráðst hefur frá skól- anum í einu. Er þetta ennfremur síðasti árgangurinn, sem lauk gagnfræðaprófi samkvæmt gamla skipulaginu, upp úr III. bekk, og síðustu stúdentar héð- an, sem hljóta einkunnir eftir gamla einkunnastiganum (Or- stedskerfi). Hafa þá alls braut- skráðst héðan 908 stúdentar und ir hinu gamla skipulagi. Hæstar einkunnir við stú- dentspróf nú hlutu: Maja Sig- urðardóttir (7,40) og Vilhjálmur Þórhallsson (6,94) í máladeild, en í stærðfræðideild Hreinn Bernharðsson (7,20) og Kjartan Kristjánsson (7,10). Þá gat skólameistari þess, að dr. Sveinn Þórðarson, sem um 14 ára skeið hefur verið aðal- eðlisfræðikennari skólans, hefði látið af störfum og tekið við for- stöðu hins nýstofnaða mennta- skóla að Laugarvatni. Þakkaði skólameistari honum starf hans við Menntaskólann á Akureyri og árnaði honum heilla í hinu nýja starfi hans. Eítir að skólameistari hafði af- hent hinum nýju stúdentum próf skírteini sín. kvaddi sér hljóðs sr. Gunnar Jóhannsson og flutti skólanum þakkir og heillaóskir af hálfu 25 ára stúdenta. — Gat hann þess, að þeir hefðu afhent nokkra fjárupphæð í Minningar- sjóð Sigurðar Guðmundssonar, skólameistara, af tilefni þessa stúdentsafmælis síns. Þá tók til máls Sveinn Finns- son, bæjarstjóri á Akranesi, og afhenti skólanum vandaða klukku að gjöf frá 10 ára stúdent um, en skólameistari þakkaði heillaóskir og gjafir fyrir skól- ans hönd. Að lokum ávarpaði skólameist ari nýju stúdentana með ágætri ræðu. Gerði hann að umtalsefni hættu þá, sem mannkyninu og menningu þess væri búin af áróð urstækni nútímans og siðlausum málflutningi, þar sem megin- stund væri lögð á að villa um dómgreind almennings og gera mönnum ókleift að greina satt frá lognu. Óskaði hann þess hin- um ungu stúdentum til handa, að þeim mætti auðnast að hafa sannleikann að leiðarmarki og skipa sér undir merki hans, hvar sem þeir færu. 1 Síðar um dagínn buðu skóla- meistarahjónin stúdentum og öðr um gestum til kaffidrykkju í borðsal nýju heimavistarinnar. Var þar fjölmenni mikið, og skemmtu menn sér við ræðu- höld og söng. NÝJU STÚDENTARNIR Máladeild: Aðalheiður Óskarsdóttir, Rvík. Auðbjörg Ingimundardóttir, ísafirði. Axel Kvaran, Akureyri. Birna Þórarinsdóttir, Rvík. Björn Arason, Hún. Björn L. Halldórsson, Hún. Einar Oddsson, Skagafirði. Finnbogi Pálmason, Dal. Guðjón Baldvinsson, Ef. Guðjón Styrkársson, Dal. Guðlaugur Helgason, Ak. Guðmundur Klemenzson, Hún. Haukur Magnússon, N.-Þing. Ingibjörg Þórarinsdóttir, Ef. Jóhanna Valdimarsdóttir, Skag. Jón J. Níelsson, N.-Múl. Kjartan Ólafsson, V.-Is. Maja Sigurðardóttir, Ak. Ólafur Einarsson, Ak. Ólöf Björnsdóttir, Ak. Rafn Hjaltalín, Ak. Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Ak. Rannveig Gísladóttir, ísaf. Reynir Valdimarsson, Ak. Reynir Þórðarson, Hún. Sigurjón Jóhannsson, Kjósars. Stefán Jónsson, Ak. Vilhjálmur Þórhallsson, Gullbr. Þóra Stefánsdóttir, Ef. Þórey Guðmundsdóttir, Ak. Þráinn Guðmundsson, Sigluf. Ævar ísberg, Hún. 4!. Utanskóla: Aðalgeir Pálsson, Akureyri. FIosi Ólafsson, Reykjavík. Kristján Ingólfsson, Ef. Margrét Sveinsdóttir, Rvík. Oddur Björnsson, S.-Þing. Stefán Sch. Thorsteinsson, Rvík. Örn Helgason, Ef. Stærðfræðideild: Ásdís Jóhannsdóttir, Árn. Einar Guðmundsson, Sigluf. Eiríkur Sveinsson, Ak. Guðmundur Þorbjarnarson, S.-Þing._ Haukur Árnason, Akureyri. Haukur Melax, Hún. Hreinn Bernharðsson, Ef. Indriði Einarsson, Siglufirði. Jóhann L. Jónasson, Ak. Jóhannes Sölvason, Skag. Jón Hallsson, Siglufirði. Jón H. Sigurðsson, Rvík. Karl Stefánsson, Ef. Kjartan Kristjánsson, N.-ís. Kristján Aðalbjörnsson, Ak. Magnús Sigurðsson, Árn. Ólafur Grímsson, Ak. Ólafur Hallgrímsson, Ak% Óli Björn Hannesson, N.-ís. Reynir Jónasson, S.-Þing. Sigursveinn Jóhannesson, ísaf. Stefanía Stefánsdóttir, Gullbr. Stefán Þorláksson, N.-Þing. Vilhjálmur Þorláksson, N.-Þing. Þorsteinn Glúmsson, S.-Þing. Örn Bjarnason, Isafirði. Dvergar yflr 350 þúsund ára BONN — Þýzki fornfræðafræð- ingurinn dr. Alfred Rust, hefir komið fram með athyglisverða tilgátu á þingi jarðfræðinga í Barsbiittel í Holsetalandi. Heldur doktorinn því fram, að fyrir svo sem 350 þús. árum hafi verið uppi 1 dvergþjóð í Slésv.k og I-Ioltseta- t landi. í f desember í fyr~a fundu forn- , fræðingar örsmá steinverkfæri 12 metra í jörðu niðri. Fullyrðir Rust, að þeir, sem þeim beittu, hljóti að hafa ve ð enn minni en dvergvaxið fól' á vorum tím- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.