Morgunblaðið - 30.06.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.06.1953, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 30. júní 1953 rJLLIA GREER SKÁLDSAGA EFTIR DOROTHEU CORNWELL Framhaldssagan 43 kom konan aftur og í fylgd með henni kona Mike. Kona Mike sýndist allt öðruvísi innan dyra en hún hafði sýnzt úti. Kannske var það þessi síði, víði kjóll, sem hún var í. Andlitið virtist breið- ara og hún var syfjuleg í kring um augun. Hún gekk á undan inn í htla dagstofu hinum megin við anddyrið. Enda þótt þar inni væri hálfdimmt, sá frú Wester- lund þó að húsgögnin þar inni voru ný og veggirnir nýlega klæddir veggfóðri. Þar voru þægilegir stólar úr ljósum við og græn gluggatjöld úr þunnu silkiefni. Unga konan gaf henni bendingu um að setjast og frú Westerlund lét fallast niður á djúpan legubekk með fatið í keltunni. „Mike hefur alltaf fallið vel við grænt og brúnt“, sagði hún. Unga konan svaraði kulda- lega: „Við völdum þessa liti saman“. Frú Westerlund kom á óvart þessi tónn og hún vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið. — Hún vissi ekki einu sinni hvort hún ætti að láta sér gremjast. Það var eitthvað fráhrindandi og kuldalegt í fasi stúlkunnar. — Þetta stafaði ekki eingöngu af mótþróa hinnar ungu brúðar yfir hví að þurfa að taka á móti u.an- aðkomandi persónu. Það var ekki bara hinn algengi siður amerískra stúlkna að líta tor- tryggnisaugum á útlendan mann. Það var eins og kona Mikes væri hrædd við eitthvað og það var eitthvað athugavert við þessa hræðslu hennar. Frú Westerlund sagði: „Og þarna hafið þið svefnherbergið á bak við þessar dyr. Það er á- gætt. Ungt fólk á að fá að vera út af fyrir sig“. Hún sá skyndi- lega að eldri konan var horfin. Kannske hafði hún bara verið andi. Kannske hafði hún aðeins ímyndað sér að hún sæi hana. Frú Westerlund létti, þegar kona Mikes kveikti ljós yfir legu- bekknum. Hún rétti fram fatið áður en unga konan var sezt. „Ég tók með mér svolitla köku. Hún er með rúsínum og möndlum. Mike þykir hún svo góð“. Stúlkan tók fatið og setti það til hliðar á lítið borð. Hún muldr- aði eitthvað fyrir munni sér sem átti víst að vera í þakkarskyni, en andlit hennar varð ekki vit- und blíðara. Það lá við að frú Westerlund reiddist. Hver held- ur hún eiginlega að ég sé? Ég er ekki að biðja hana um neitt. — Hún stóð á fætur, en þó hikaði hún áður en hún kvaddi. Því skyldi ég ekki spyrja hana bein- línis, hvers vegna hún er andvíg »nér? En í stað þess heyrði hún sína eigin rödd segja: „Jæja, ég verð að fara. Viljið þér skila til Mikes, að ég hafi komið og....“ Dyrnar opnuðust og Mike kom inn. Frú Westerlund sneri sér strax að honum og brosti, þegar hann bauð hana velkomna með mörgum fögrum orðum. Axlirn- ar á honum eru alveg eins breið- ar og sterkar og venjulega. En augun hans eru þreytuleg. Það er vegna þess að hann þarf að < vinna í þessu húsi og þessu and- > rúmslofti. Og vera samvistum við þessa fölu og kuldalegu stúlku. En hún er víst ekki sann- gjörn, hugsaði hún með sjálfri sér, þegar hún sá, hvernig þau kysstust. Henni varð heldur hlýrra í huga til þeirra beggja. „Hvers vegna sagðir þú mér ekki að hún væri hér, Júlía?“ Ílf tHi fflrtlíÍWMflitfHi} stól aftur þrátt fyrir mótmæli hennar. Hann settist á stólbrík- ina og brosti til hennar. Frú Westerlund brosti á móti, þegar hann fór að tala við hana um hitt og þetta, hvernig unnið væri í verksmiðjunni og um vandræði þau sem hefðu orðið þar fyrir nokkrum dögum og hvernig Nils væri orðinn þekkt- ur meðal verkamannanna. Hún svaraði spurningum hans skyldu ræknislega og skeytti því ekki að unga stúlkan tók ekki þátt í ' samræðunum nema með einsat- | kvæðisorðum. Hún hafði aðeins áhyggjur af Mike, sem gerði sér ( | allt far um að sýna henni hina ; fyllstu kurteisi. I Hann lyfti horni af dúknum, sem lá yfir kökunni og andaði að sér ilminum af henni. „Jæja, svo þú ætlar að reyna að vinna mig frá Júlíu með kök- unum þínum?“ Hann settist við hliðina á konu sinni á legubekkinn og tók um hönd hennar. Frú Westerlund brosti til þeirra beggja. Hann er ágætur, þó hann eigi þessa konu, 1 sem gerir sér allt of háar hug- I myndir um sjálfa sig. Hún gaut augunum til hennar og undraðist það sem hún sá. Júlía horfði á Mike eins og frá sér numin. Hún hallaði sér upp að honum og úr augum hennar skein hungur, þrá, sem var miklu sterkari en hún næði aðeins til holdsins. Ég hef áður sér nýgiftar, ung- ar konur með mönnum sínum, hugsaði frú Westerlhnd, en þetta er öðruvísi. Þetta er óeðlilegt. — Næstum ógeðslegt. Hún snertir á öxl hans eins og hún vilji festa sig við hann. Ekki til að gefa honum neitt, heldur til að þiggja. Og að sjá augun í henni. Þau eru falleg, já, eins og bláar marmara- kúlur. Eins og augun í brúðu. — Hörð og glerkennd. Þau endur- spegla ljósi utan frá. Það kemur ekkert skin að innan. Loks stóð hún upp til að fara. Mike gekk fram í anddyrið með henni. Konan hans brosti kurteis lega og rétti fram hendina, en hún hreyfði sig ekki úr sporun- um. Mike fylgdi henni alla leið út að bílnum og spjallaði við hana í glensi á meðan hún kom bílnum af stað. En þegar hann lyfti hendinni í kveðjuskyni, fannst henni hann næstum vera að kveðja sig fyrir fullt og allt. Hún leit til baka inn í garðinn um leið og hún ók fram hjá. Hún sá a ðdyrnar lokuðust hægt á eftir Mike þegar hann flýtti sér inn aftur til konu sinnar. Júlía sat á legubekknum þeg- ar hann kom aftur inn í stofu þeirra. Hún sagði ekkert þegar hann tók fatið með sér að stóra hægindastólnum og braut sér bita af kökunni með mikilli vel- lystingu. „Þú verður að setjast á hnén á mér, ef þig langar til að fá bita“, sagði hann. Hún þagði, svo hann bætti við: „Þér er óhætt að treysta því að hún er góð“. „Þú missir matarlystina fyrir miðdegisverðinn“, sagði hún. „Nei. Það geri ég ekki. Þú veizt ekki hvað dagurinn hefur verið erfiður hjá mér“. „Var ég ókurteis?“ spurði hún skyndilega. „Ég reyndi að vera það ekki“. „Ég veit það“, sagði hann. „Ég hefði hvort eð er ekki ávítað þig, þótt þú hefðir reynt að vera ókurteis. Það er næstum óger- andi að særa Hedvig“. „Heldurðu það?“ sagði hún. „Ég þarf ekki að útskýra það aftur, að hún veit um afstöðu okkar beggja til hjónabandsins. Hún bíður eftir því að við kom- um til hennar. Það er hin mikla fegurð móður náttúrunnar — ó- þrjótandi þolinmæðin". Júlía sat hreyfingarlaus. „Eg skil ekki, hvers vegna þú ert að gera þér áhyggjur af....“ „Það er erfitt verk að hafa þig í skóla“. „Hvernig getur svona mann- tegund nokkurn tímann orðið þér einhvers virði?“ spurði hún. BARfiMSSBdlf ^ STÚLKAN í TJÖRNINNI Þýzkt ævintýri. 5. Því næst lagði unga konan kambinn frá sér á tjarnar- bakkinn. En þá heyrði hún mikinn nið niður í vatninu. Vatns flöturinn ókyrrðist og öldu skolaði upp á bakkann, og hún sogaði gullkambinn með sér niður í vatnið. Að andartaki liðinu kom maður konunnar í ljós upp úr vatninu. Hann sagði ekki eitt einasta orð, en horfði með miklum harmi á konu sína. Allt í einu kom önnur alda, og þá hvarf maðurinn. Vatnsflöturinn varð aftur spegilsléttur. Konan fór þá heim til sín og var mjög harmþrungin. En þá dreymdi hana aftur sömu konuna. Og morguninn eftir lagði hún af stað til hennar og sagði henni hvernig farið hefði fyrir sér. Þá tók gamla konan upp hljóðpíu úr gulli og sagði henni að bíða aftur þar til fullt tungl yrði. En þá skyldi hún leggja leið sína aftur til tjarnarinnar. Hún ætti að setjast á tjarn- arbakkann og leika fallegt lag á hljóðpípuna. Konan gerði eins og gamla konan hafði fyrir mælt. Og þá tók vatnið að ólga og í sömu andrá skaut manninum hennar upp úr vatninu. í þetta skipti sást hann upp að mitti. Þegar hann ætlaði að fara að breiða út faðminn móti konu sinni, reið önnur alda yfir og hann hvarf í djúpið. „Mér er lítil huggun í því að fá að sjá manninn minn“, sagði konan og var mjög hrygg. „Hann hverfur alltaf aftur í djúpið.“ Gamla konan fékk henni þá gullrokk, og sagði að hún skyldi spinna fulla snældu á rokkinn á tjarnarbakkanum. Hún gerði eins og gamla konan hafði sagt. Og innan lítillar stundar skaut manninum hennar upp á bakkann. Hann greip í hönd konu sinnar, en þau flýðu sem fætur toguðu frá tjörn ínni. En þegar þau litu um öxl, og sáu að vatnið flæddi upp á tjarnarbakkann, kallaði konan á gömlu konuna sér til hjálpar. — Hún varð þá að froskamóður en maðurinn henn- WttHHÍHtllHMttH ................................... HÚSMÆÐUR! Reynið KLINGRY sjálfvirka þvottaduftið Heildsölubirgðir: )) MhMHNI i ÖLSEINI % öM 10 Blá Gillette blöð í handhægum GILLETTE hylkjtim \ Fljótari rakstur fyrir sama verð! Enn einu sinni býður Gillette yður nýjung við raksturinn. Nú eru það málmhylki með 10 óinnpökkuðum Bláum Gillette blöðum, sem ávallt eru tilbúin til notkunar. — Hvert blað er olíuvarið með nýrri Gillette aðferð. — Gömlu blöðin verða ekki lengur til óþæg- inda. Notið bakhólfið fyrxr þau. Þessi nýj- ung kostar yður ekki eyri meira en blöðin í gömlu um- búðunum. j Verð kr. 13.25. Bláa Gillette blöðin Höfum kaupanda | ■ að veitingastofu eða samkomuhúsi á góðum stað í bæn- : um. — Sérverzlun kemur einnig til greina. ■ ■ Nýja fasteignasalan j Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81540 : KÚRENUR í lausu, 28 lbs. í kassa, nýkomnar Verðið mjög hagslælt <L*(£<£ert ^JCriótjámson CJo. L.f. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu «1 (•« • • 1 1«! II ( ■ | * • > • • | )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.